Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Það var bjartur og fallegur dagur þegar Olga frænka kvaddi þennan heim. Við systkinin minnumst þeirra gleði- daga þegar von var á Olgu í heim- sókn. Þá var mikil hátíð í fámenninu í sveitinni. Hún var alltaf svo glöð og skemmtileg, tók þátt í öllu lífinu í sveitinni og féll vel inn í heimilislífið. Hún var ein af þessum fórnfúsu konum sem eru alltaf tilbúnar að gefa af sér, var þannig greiðvikin með afbrigðum, samviskusöm og vönduð í orði og verki. Hún söng í kórum, kunni mikið af ljóðum og vísum og nutum við góðs af því. Olga Marta Hjartardóttir ✝ Olga MartaHjartardóttir fæddist á Kjarlaks- völlum í Saurbæ í Dalasýslu 25. októ- ber 1916. Hún lést á öldrunardeild L-1 á Landakoti 4. júní síðastliðinn og var jarðsungin frá Ás- kirkju 16. júní. Þrátt fyrir háan aldur hélt hún reisn sinni, var minnug og stóð fast á skoðunum sín- um. Hún ólst upp í glaðværum systkina- hópi sem var einstak- lega samrýndur enda bar hún hag fjölskyldu sinnar og allra sem urðu á hennar vegi fyrir brjósti. Við systkinin fengum oft að búa hjá þeim hjón- um á þeim árum sem við vorum að koma fyrst í bæinn. Hún leiðbeindi okkur og aðstoðaði eftir föngum. Sérstak- ur var áhugi hennar á bílum og vissi hún ávallt um bílategundir fjöl- skyldumeðlima og bílnúmer. Hún horfði meira að segja á Formúluna og fylgdist með ralli í sjónvarpinu af miklum áhuga. Hún velti fyrir sér tilverunni með gleði og sorg, sól og myrkri og elskaði fjöllin, vorið og sumarið. Við minnumst því Olgu með hlýhug og söknuð í hjarta. Við vottum Heiðari, Margréti og dætr- um, Ellý og fjölskyldu samúð okkar um leið og við látum fylgja með lítið ljóð um vorið sem var sá tími sem Olga unni hvað mest. Vorið er komið og grundirnar gróa gilin og lækirnir fossa af brún syngur í runni og senn kemur lóa sólskin í dali og þröstur í tún. Nú tekur hýrna um hólma og sker hreiðrar sig blikinn og æðurin fer. Hæðirnar brosa og hlíðarnar dala hóar nú smalinn og rekur á hól lömbin sér una um blómgaða bala börnin sér leika að skeljum á hól. (Jón Thoroddsen) Guð blessi minningu Olgu frænku. Fyrir hönd systkinanna frá Kýr- unnarstöðum, Hjördís Karvelsdóttir. Lítill drengur leggst á koddann – lokar sinni þreyttu brá, uns í draumi er hann staddur ömmu sinni góðu hjá. Amma brosir – amma kyssir undurblítt á kollinn hans. Breiðist ást af öðrum heimi yfir beð hins litla manns. (Jóhannes úr Kötlum) Með örfáum orðum langar mig að minnast Olgu Hjartardóttur, sem nú kveður okkur, enda ná samskipti okkar yfir langan tíma. Þau hófust með kynnum okkar Heiðars, einka- sonar hennar, þegar við tókum sem ungir drengir til við leik á Laugat- eignum rétt fyrir 1960. Á þeim árum unnu konur almennt ekki úti og mæður okkar, sem voru heima við, voru sú kjölfesta sem hægt var að styðjast við ef á bjátaði. Strax þá skynjaði maður þessa hlýju og festu sem ríkti í kringum Olgu. Hún gaf okkur félögunum óneitanlega mikið svigrúm innanhúss til að takast á við hina ýmsu iðju. Að sjálfsögðu vissi hún líka að leiðin að hjarta ungra drengja lá í gegnum magann. Því kynntist ég vel þegar þreyttir ungir leikmenn komu inn af götunni, eftir að hafa tekist á við ævintýri dagsins. Oftar en ekki blasti þá við súkkulaðitertan hennar Olgu og var að venju alveg himnesk. Rætur hennar lágu í Dalina, en þar átti ég einnig tengsl. Því var ég stundum með í för þegar þau Olga, Viggó og Heiðar fóru vestur að hitta frændfólkið í Búðardal og á Kýr- unnarstöðum. Þau ræktuðu sín ætt- artengsl afar vel og sérstaklega voru þær samrýndar Olga og Borg- hildur systir hennar sem rak gisti- húsið Bjarg í Búðardal um langt skeið. Olga var ein af þessum sjálfstæðu konum. Hún var með bílpróf og keyrði bíl á þessum árum og það þótti ungum dreng afar sérstakt. Hún ræddi málin og kom fram við okkur eins og jafningja og beindi okkur á réttar brautir eins og þurfti. Virðing og einlægni einkenndi sam- skiptin alla tíð. Með tíð og tíma uxu drengir úr grasi og urðu fullorðnir menn og við Olga hittumst sjaldnar. Oft lágu þó leiðir saman og minnst var á gamla daga og rifjuð upp atvik frá þeim tíma þegar við Heiðar vorum ungir. Hún fylgdist vel með því sem gerð- ist hjá mér og mínu fólki og vildi vita hvernig gengi þegar við hitt- umst. Það var einnig að vonum að hún hélt vinum og vandamönnum veglega veislu á níræðisafmælinu sínu fyrir tveimur árum. Heilsan var þó farin að bresta síðustu miss- erin og það er á vissan hátt léttir að Olga skuli hafa fengið hvíldina eftir langt og farsælt líf og starf. Ég vil votta Heiðari, Margretu og dætrum þeirra mínar innilegustu samúðarkveðjur. Edvard G. Guðnason. Samferð minni með kærum bróðir er lokið hér á jörð. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakk- læti fyrir að hafa notið umhyggju hans og leiðsagnar alla ævi. Að alast upp með slíkum öðlingi sem Olgeiri bróður eru forréttindi sem hafa svo myndandi áhrif á mann að varir ævi- langt. Olgeir var trúmaður mikill enda einn af drengjunum hans séra Friðriks Friðrikssonar og þar kynnt- ist hann fyrst KFUM. Við vorum 5 systkinin og er Olgeir annar sem kveður. Stefanía, elsta systkinið, lést 1991. Ég var yngsta barn foreldra okkar og hafði að hinna sögn ýmislegt sem hin höfðu farið á mis við. Enda lengri búseta foreldra okkar rétt við efnahaginn og atvinnuskilyrðin betri. Þó ekki væru efnin mikil, þá stóðu all- ir saman við að afla lífsviðurværis strax og systkinin höfðu aldur til. Þá var hver króna mikils virði og kröf- urnar litlar. En trúin var rík á heim- ilinu, Olgeir var minn lærimeistari og naut ég leiðsagnar hans í kristnum fræðum sem og mörgu öðru. Hann leiddi mig lítinn dreng með sér á fundi og samkomur í KFUM. Hann setti mér fyrir ýmislegt sem ég skyldi læra í hverri viku og hlýddi mér yfir, gaf síðan einkunn fyrir kunnáttu. Verk- efnin voru sálmar, vers og bænir en einnig ýmis ættjarðarljóð. Þegar kom að skólagöngu minni þá leiðbeindi hann mér við námsefnið. Ætíð var þetta gert af alúð og kær- leika. Olgeir átti marga góða vini sem leyfðu mér að vera með sér í ýmsu. Þá var gaman að vera litli bróðir. Síðar þegar systkinin eltust og fluttu að heiman og við Olgeir tveir einir heima hjá foreldrum okkar, þá vorum við mjög nánir. Við eignuðumst bíl saman og þau samskipti gengu vel, hvor hafði sinn umsamda tíma. Oft var far- ið í Vatnaskóg. Þegar Olgeir var kominn nokkuð á þrítugsaldurinn fór hann að fara með vinum sínum til útlanda, en það var ekki algengt þá að menn færu í sum- arfrí til útlanda. Það var einmitt í einni slíkri ferð sem hann kynntist Ester sem síðan varð hans eiginkona. Þá breyttist minn maður, var alltaf brosleitur kátur og yfir sig ástfang- inn. Það var hans mikla gæfa að leiðir þeirra lágu saman um borð í Gullfossi. Þau giftu sig 1954, þá var Olgeir orð- Olgeir Kristinn Axelsson ✝ Olgeir KristinnAxelsson fædd- ist í Reykjavík 6. apríl 1921. Hann lést á líknardeild Landakotsspítala 9. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 16. júní. inn 33 ára og búið að stimpla hann pipar- svein í fjölskyldunni. Þá hófst nýtt tímabil, þau hófu byggingu hússins í Kópavogi þar sem þau bjuggu hátt á hálfa öld, þau eignuð- ust fjórar dætur sem allar giftust og hafa eignast mörg börn og barnabörn. Gæfan hefur brosað við honum með Ester sinni. Olgeir vann mik- ið og alltaf fannst mér hann ánægðastur að vera heima með fjölskylduna í kringum sig og dunda í skúrnum. Því miður fór heilsa hans að bresta svo að þau seldu húsið og keyptu sér hlýlega íbúð í Kópavogi með útsýni yfir þann hluta bæjarins sem þau höfðu átt búsetu í svo lengi. Þar sem húsið þeirra var reist á bjargi, í bjargfastri trú, ást og um- hyggju fyrir dætrum sínum. Augljóst er að sú mikla gæska sem þær hafa sýnt foreldrum sínum er eðlislæg. Söknuður allra er mikill þegar slík- ur öðlingur kveður þetta líf, mest þó hjá hans ástkæru eiginkonu, dætrum og þeirra fjölskyldum. Við Hrafnhildur konan mín og börn okkar og þeirra fjölskyldur vottum Ester, dætrunum og fjölskyldum þeirra samúð okkar og kveðjum hinn látna með virðingu og þökk. Hvíl í friði kæri bróðir. Sigurður Axelsson. Þegar við stöndum frammi fyrir því að kveðja ástvini okkar leita á hugann spurningar um lífið og dauðann. Það eina sem við getum verið örugg um í þessari tilvist okkar á jörðinni er að við fæðumst og að einn daginn mun- um við kveðja þetta líf. Á þessu augnabliki eilífðarinnar milli fæðingar okkar og dauða er rým- ið sem við höfum til að lifa, skapa og fagna því mikla sköpunarverki sem fyllir alla tilvist okkar. Er til nokkuð stórkostlegra hlutverk en að njóta þessa sköpunarverks með því að gera líf annarra ríkara með nærveru okk- ar, gleðja okkar nánustu, marka spor í líf þeirra og deila með þeim gleði og sorgum? Í dag kveðjum við Olgeir Kristinn Axelsson sem var einn af þessum mönnum sem gerði lífið ríkara og mætti alltaf fólki af hlýju og um- hyggju. Olli, eins og hann var alltaf kall- aður, var giftur móðusystur okkar. Við bjuggum í Hafnarfirði en Esther og Olli og dæturnar fjórar í Kópavogi. Upp úr miðri síðustu öld þótti það enn nokkuð ferðalag að fara þar milli og mikil tilhlökkun þegar lagt var af stað í strætóferð til Kópavogs í afmælis- veislur þegar svo bar til. Þessi tími er okkur afar minnisstæður og í minn- ingunni var Olli alltaf úti í garði að vinna þegar við komum enda áttu þau hjónin einstaklega fallegan og mikinn garð sem hlúð var að af alúð. Olli gengur síðan inn og heilsar fólkinu, jafnt börnum sem fullorðnum, bros- mildur, hlýr og ræðinn við alla gest- komendur. Þegar við urðum eldri og kynnt- umst Olla betur sem fullorðnar mann- eskjur breytist mynd okkar ekki vit- und um Olla. Hann var í okkar huga einstaklega ljúfur maður og viðræðu- góður og alltaf gaman að hitta þau hjónin í kaffiboði hjá foreldrum okkar og ræða um það sem efst bar á góma hverju sinni hvort sem var í þjóðmál- um eða málefnum prentiðnaðarins, sem Olli fylgdist vel með enda lærður prentari og starfaði lengst af sem kennari við Iðnskólann í Reykjavík. Þegar við stöndum frammi fyrir því að kveðja ástvini okkar er eðlilegt að við finnum til mikillar sorgar, en um leið til þakklætis fyrir þau dýrmætu augnablik sem við höfum eytt saman, þakklætis fyrir það sem við höfum kennt hvert öðru. Á kveðjustundum getum við end- urnýjað trú okkar á mikilfengleika lífsins og styrk þeirra tengsla sem við höfum myndað á æviskeiði okkar við ástvini sem farnir eru úr þessari jarð- vist. Í bókinni um Jónatan Livingston Máv segir Richard Back: „Ef vinátta okkar ylti á jafnsmávægilegum hlut- um og tíma og rúmi, þá myndum við eyðileggja bræðralag okkar á þeirri stundu sem við yfirstígum tíma og rúm. Ef þú yfirstígur rúm, þá mun Hér verða eftir. Ef þú yfirstígur tíma, mun Nú verða eftir. Og einhverstaðar á bilinu á milli hér og nú, heldurðu ekki að við eigum eftir að hittast einu sinni eða tvisvar?“ Við kveðjum góðan samferðamann í dag í þeirri vissu að einhverstaðar, einhvern tíma, milli hér og nú munum við hittast aftur gleðjast og spjalla um daginn og veginn. Elsku Esther, Vallý, Kolla, Edda og Sigga við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur þegar þið kveðjið í dag góðan föður og eig- inmann. Eygló, Hrönn, Sjöfn, Tryggvi og Vala Jónsbörn, Hjörtur Haraldsson. Kveðja frá samstarfsmönnum við Iðnskólann í Reykjavík. „Olli, Olli minn,“ var kallað fjörlega eftir ganginum í bókagerðardeild Iðn- skólans í Reykjavík. Þetta var á sjö- unda og áttunda áratug síðustu aldar og Óli Vestmann yfirkennari átti röddina og nú vissu viðstaddir að mik- ið lá við. Óli var fljóthuga og vildi fram- kvæma allt sem fyrst en ráðfærði sig oftar en ekki við Olgeir sem hafði ekki aðeins unnið við hlið hans í kennsl- unni heldur höfðu þeir einnig starfað saman í prentsmiðjunni Borgar- prenti. Löng samvinna og samstarf hafði slípað þessa tvo annars ólíku menn á þann veg að rekstur deild- arinnar varð sem best varð á kosið. Huga þurfti að málefnum nemenda, innkaupum á tækjum og búnaði og reyna til þrautar að láta enda ná sam- an og allt ganga upp á hverri önn. Olgeir var hæðarprentari og kenndi þeim nemendum sem voru á meistarasamningi í hæðarprentun. Hann þekkti hvern nemanda vel og fylgdist einnig með þeim eftir að skóladvöl eða sveinsprófi lauk, vildi vita hvar þeir væru að vinna og ef þeir skiptu um vinnustað eða breyttu um framtíðarsýn fylltist hann stolti þegar vel gekk. Þessi hægláti, prúði og glaðværi maður lagði jafnan gott eitt til mál- anna og vildi allan vanda leysa á far- sælan hátt. Um skeið sinnti Olgeir stöðu deildarstjóra með þeim erli sem því fylgdi og eftir að Óli Vestmann hætti störfum sökum aldurs héldu þeir áfram að hafa áhuga á skólanum og bókagerðardeildinni og sýndu vel- vilja sinn í verki þegar færi gafst. Olgeir var mjög vinsæll bæði hjá nemendum og samstarfsmönnum enda sannur mannkostamaður. Þegar hann lét af störfum tóku nemendur hans upp merkið og kenndu í hans anda eftir því sem hægt var því það er aðeins einn Olgeir Axelsson. Blessuð sé minning hans. Við samstarfsmenn og vinir við Iðnskólann í Reykjavík þökkum fyrir samstarfið á liðnum árum og sendum fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Magnús Ingimundarson og Frímann Ingi Helgason. Mánudaginn níunda júní síðastlið- inn hringdi til mín eiginkona æsku- vinar míns Olgeirs Kristins Axelsson- ar. Hún tjáði mér að hann hefði látist þá um nóttina, en Olgeir hafði átt við erfið veikindi að stríða. Í kjölfarið rifjuðust upp æskuminn- ingar en við Olgeir höfum verið vinir frá barnæsku. Hann bjó á Lokastígn- um en ég á Óðinsgötunni. Jón P. Jóns- son, sem einnig var æskufélagi okkar, bjó skammt frá. Jón er nú látinn. Við þrír félagarnir vorum fé- lagsmenn í KFUM frá æsku og sem ungir sveitarstjórar lásum við saman úr ritningunni fyrir séra Friðrik Frið- riksson sem þá var orðinn blindur. Við, ungir menn, nutum þess að heyra hann tala um Guðs orð og gildi þess að eiga hreina trú á hinn krossfesta og upprisna frelsara. Við nutum alla tíð vináttu saman og fórum ófáar ferðir í Vatnaskóg þar sem við lékum okkur meðal annars í knattspyrnu og hlustuðum á Guðs orð. Vinátta okkar hélst út lífið og þegar að leiðarlokum kemur eins og nú er efst í huga mér þakklæti til frelsarans fyrir að hafa átt slíkan vin að sam- ferðamanni. Við hjónin vottum eiginkonu Ol- geirs, Ester Vilhjálmsdóttur, og dætrum þeirra okkar dýpstu samúð um leið og við þökkum samfylgd og vináttu liðinna áratuga. Helgi Elíasson. Mig langar að kveðja og minnast manns sem átti og á enn sterkan þátt í afstöðu minni til þeirra lífsgöngu sem ég geng í dag. Lífs, sem ég hvern nýj- an morgun fel í hendur Drottins vors Jesú Krists. Þessa afstöðu tók ég snemma á minni lífsleið og var Olgeir mikill áhrifavaldur af þeirri ákvörðun. Olgeir var kennari og prentari og bjó á Hraunbrautinni til fjölda ára ásamt Ester konu sinni og fjórum dætrum. Þau bjuggu á horninu á Hraunbraut og Hábraut og voru með fyrstu ábú- endum í götunni. Fjölskyldan mín flutti á hitt hornið, ská á móti eins og sagt var, árið 1965. Við Sigga, yngsta dóttir Olla og Esterar, urðum strax góðar vinkonur þá fimm ára gamlar og varð svo öll okkar barnaskólaár. Þegar ég læt hugan reika til baka minnist ég Olgeirs með þakklæti í hjarta. Þakklæti fyrir að hafa með vitnisburði sínum og líferni átt ríkan þátt í afstöðu minni og skoðun til kristinnar trúar. Þessa lífssýn og ákvörðun hef ég tileinkað mér ríku- lega í uppeldi á börnum mínum, í öllu starfi og samskiptum við fólk. Mér finnst það hafa verið forréttindi að hafa kynnst lífi þessarar fjölskyldu. Á þessum árum var Olgeir kennari við Iðnskólann en var einnig með prent- vél í bílskúrnum heima hjá sér. Man ég svo glöggt eftir litlu reiknis– og nótubókunum með kalkipapírnum á milli, sem hann prentaði og var svo haganlega komið fyrir á stofuborðinu í réttri blaðsíðuröð. Mér fannst það alltaf gaman þegar við Sigga fengum að raða pappírnum saman í eina bók og fengum svo einhverja aura fyrir. Ég minnist þess líka, oftar en tvisvar, þegar Sigga var veik. Þá var það van- inn hjá okkur að leika við hvora aðra inni langt fram á dag. Olgeir kom heim síðdegis með dúkkulísubók eða litabók og fékk ég einnig að njóta þess sama og Sigga. Fékk mína bók svo við gætum leikið okkur saman. Ekki má gleyma yndislegum minningum úr Vindáshlíð, sem ég minnist ætíð með bros á vör. Margt að því sem ég upp- lifði og sá í samskiptum þessarar fjöl- skyldu, hlýjan og elskan á milli Ester- ar og hans, ljúfmennskan en þó festan í uppeldi á dætrum sínum og heillindi í starfi sínu með Gideofélaginu sem og nákvæmni í starfi sem prentari mun ég ætíð minnast og þakka fyrir þau forréttindi að hafa fengið að kynnast góðum og heilsteyptum manni. Pabba hennar Siggu vinkonu úr æsku. Elsku Ester, mamma sendir þér samúðar- kveðju.Ég votta þér Sigga mín, mína samúð sem og systrum þínum og fjöl- skyldum.Með vinsemd og virðingu, Svana Lísa. Svana Lísa Davíðsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.