Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR Einhver vandræðagangur er íkringum lýsingar utanríkisráðu- neytisins á því þegar franskar her- þotur flugu til móts við tvær rúss- neskar sprengjuflugvélar 9. júní.     Í fyrsta lagi kom ekki fram aðfrönsku orrustuþoturnar tvær höfðu ekki flugþol til að fylgja eftir rússnesku „björnunum“ í kringum landið. Með öðrum orðum hefðu frönsku vélarnar orðið „bensín- lausar“. Mátti ekki bara segja það?     Í öðru lagi héltÞórir Ibsen, skrifstofustjóri varnarmálaskrif- stofu utanrík- isráðuneytisins, því fram í fréttum útvarps 9. júní að hætta gæti skap- ast vegna þess að rússnesku herþoturnar gæfu ekki frá sér merki fyrir borgaralega flug- umferðarstjórnunarkerfið. Það gerðu hins vegar frönsku þoturnar og því hefðu flugumferðarstjórar getað áttað sig á ferðum Rússanna vegna þess að Frakkarnir fylgdu þeim. Gallinn er bara sá að Frakk- arnir fylgdu þeim ekki allan tímann, þótt það sé markmiðið með hinni svokölluðu loftrýmisgæslu. Var flug- umferðaröryggi þá í uppnámi? Þarf þá fleiri þotur til að tryggja öryggi?     ÍMorgunblaðinu í gær segir UrðurGunnarsdóttir, fjölmiðlafulltrúi í utanríkisráðuneytinu, að borg- aralegu flugi hafi ekki verið sérstök hætta búin þegar Rússarnir flugu í kringum landið þótt frönsku vél- arnar hafi ekki getað fylgt þeim. Þetta er auðvitað rétt. En hver er þá ástæðan fyrir spuna utanríkisráðu- neytisins? Að sögn Þóris Ibsen fylgdu frönsku orrustuþoturnar Rússunum til að draga úr hættu, en þó var borgaralegu flugi engin sér- stök hætta búin þótt þeim hefði ekki verið fylgt allan tímann. Það var hætta en þó var engin hætta.     Hér þarf túlk. STAKSTEINAR Tíbrá? Mirage- orrustuþota. Að vera í hættu, eða ekki í hættu SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                      *(!  + ,- .  & / 0    + -                              12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (              ! "         :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?               # # # #                         *$BC                        !    " #       " *! $$ B *! $ %& !  % !  ' "!  (" <2 <! <2 <! <2 $ '!& ) * +,-".  2D                 *  #$ !      $        " #  %  &  " <7        $   '  '  ()     $      )" #  !    <   $  !     %   '          *      " #   +  " /0"11 "!2 " -") * Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ FRÉTTIR  Guðrún V. Stefánsdóttir, lektor við Kenn- araháskóla Ís- lands, varði dokt- orsritgerð sína „Ég hef svo mikið að segja“, Lífs- sögur Íslendinga með þroskahöml- un á 20. öld frá fé- lagsvísindadeild Háskóla Íslands 6. júní sl. Andmæl- endur voru dr. Annadís Gréta Rúd- ólfsdóttir, dósent við háskólann á Vestur-Englandi og dr. Berit John- sen, dósent við háskólann í Ósló. Leiðbeinandi með verkefninu var dr. Rannveig Traustadóttir prófessor. Guðrún V. Stefánsdóttir fæddist árið 1954. Hún útskrifaðist frá Þroskaþjálfaskóla Íslands árið 1976, lauk sérkennaraprófi frá Sérkenn- araháskólanum í Ósló árið 1983, kennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands árið 1991 og meistaraprófi frá sama skóla árið 1998. Guðrún starfaði lengi með fötluðu fólki en hefur frá árinu 1998 verið lektor við Kennaraháskóla Íslands. Eiginmað- ur Guðrúnar er Björn Ágústsson og eiga þau þrjár dætur. Doktor í fötlunar- fræðum Fjallar um Íslendinga með þroskahömlun Guðrún V. Stefánsdóttir Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson LÖGREGLAN á Akureyri og Skátafélagið Klakk- ur eru sammála um að þeim hafi tekist vel að tak- marka fjölda fólks á tjaldstæðum á Akureyri með- an á Bíladögum stóð. Fyrir vikið hafi næturfriður verið meiri og lögreglan getað einbeitt sér að ástandinu í miðbænum. „Stríðssvæðið var bara eitt í staðinn fyrir tvö,“ segir Edward Huijbens, talsmaður skátanna. „Það var næturfriður á tjaldstæðunum eins og við vildum hafa það. Engin líkamsárásarmál komu upp, þótt öðru hafi verið haldið fram í fjölmiðlum.“ Edward þakkar aldurstakmarkinu það að nætur- friður var á tjaldstæðunum. Hann segir jafnframt að það hafi ekki komið sér á óvart að flugeldum hafi verið skotið á lögreglumenn á Akureyri. „Í fyrra var skotið úr þremur tertum á tjaldstæða- verði. Einnig voru tveir verðir kýldir kaldir.“ „Það eina skynsamlega“ Að mati Edwards ætti Bílaklúbbur Akureyrar að reka sjálfur tjaldsvæði meðan á Bíladögum stendur. Hann hefur oft lagt það til að klúbburinn leigi tjaldsvæðið í Þórunnarstræti og reki það á hátíðinni en það hefur ekki gerst hingað til. „Að mínu viti er þetta það eina skynsamlega sem hefur verið gert,“ segir Ólafur Ásgeirsson að- stoðaryfirlögregluþjónn. „Ástæðan fyrir því að ástandið var eins gott á tjaldstæðunum og raun bar vitni var númer 1, 2 og 3 að aldurstakmarkið var hækkað,“ segir Ólafur og bætir við að fyrir vikið hafi lögreglan getað einbeitt sér að miðbæn- um þar sem hún þurfti svo sannarlega að vera. Ólafur segir þessa leið mun betri en þá að bjóða upp á sérstök unglingatjaldsvæði. Vel tókst til á tjaldstæðinu „Stríðssvæðið“ á Bíladögum á Akureyri eitt í stað tveggja, segir talsmaður skáta NÍU VASKIR Eyjamenn og -konur lögðu í gær af stað í tveggja vikna hringferð um landið á tveimur slöngubátum frá Reykjavíkurhöfn. Var þetta formlegt upphaf ferð- arinnar þó að þau hafi komið sigl- andi frá Vestmannaeyjum daginn áður. Er þetta gert til styrktar fé- laginu Krafti sem er félag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabba- mein og aðstandendur þess. Markmiðið er að ljúka ferðinni í Vestmannaeyjum 4. júlí þegar Gos- lokahátíð Eyjamanna fer fram. Ætl- unin er að koma við á fimmtán stöð- um á landinu og kynna það sem í boði er fyrir þá sem greinast með krabbamein og þá sem standa þeim næst. Að auki verður boðið í báts- ferðir gegn vægu gjaldi sem rennur til málstaðarins. skulias@mbl.is Morgunblaðið/G.Rúnar Kjörkuð Nímenningarnir leggja sitthvað á sig fyrir góðan málstað. Sigla kringum landið til styrktar félaginu Krafti Í HNOTSKURN  Styrktarsími verkefnisins „Kraftur í kringum Ísland“ er 907-2700 og kostar símtalið 1.000 krónur. Einnig er hægt að styrkja verkefnið með því að leggja inn á reikning 1167- 26-577, kt. 161277-3399.  http://www.kraftur.org

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.