Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 34
... „allt er í sóm- anum í Pakistan / allt er í sómanum í Afganistan“ … 39 » reykjavíkreykjavík FRÉTTASKÝRING Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is „ÞAÐ þykir gott ef eitt handrit af hverjum tíu endar sem bíó- mynd,“ segir Hilmar Oddsson mér í stuttu spjalli og í næsta símtali endurtekur Ásgrímur Sverrisson sömu tölfræði og grunar jafnvel að hlutfallið sé mun lægra. Kvikmyndaheimurinn er stút- fullur af ókvikmynduðum hand- ritum og hálfkláruðum. Heimt- urnar úr handritastyrkjum Kvikmyndasjóðs Íslands eru nokk- uð í takt við þetta, en athuga ber að meðgöngutími handrita er af- skaplega misjafn og því aldrei að vita að áratuga gamalt handrit sem allir höfðu afskrifað dúkki upp þegar minnst varir. Sem dæmi tók það Friðrik Þór Frið- riksson ein tíu ár að koma Börn- um náttúrunnar af blaði á filmu. Því er eðlilega töluverður mun- ur á heimtum eftir því hversu langt aftur er farið. Árin 1990- 1994 voru til dæmis veittir 19 styrkir (hér er aðeins átt við handritastyrki fyrir leiknar bíó- myndir) og það hefur skilað átta bíómyndum, árið 1990 skekkir þó myndina nokkuð því þá voru veitt- ir fjórir styrkir sem kölluðust „handrit og undirbúningur“ og voru mun hærri en venjulegir handritastyrkir. Óútreiknanlegt ferli Allt voru þetta myndir sem komnar voru á ákveðinn rekspöl og rötuðu þær allar í bíó á end- anum. Af 33 myndum sem fengu handritastyrk á árunum 1995-1999 hafa sex þegar komið í bíó og von er á að minnsta kosti einni, Gauragangi, sem fékk handrita- styrk árið 1995 en virðist loksins núna á leiðinni í framleiðslu. Loks fengu 72 handrit styrk á árunum 2000-4 og enn hafa aðeins fimm ratað í kvikmyndahús, en þeim á vafalaust eftir að fjölga á næstu árum. Það eru ýmsar ástæður fyrir því að handrit verða aldrei að bíó- mynd. Stundum hentar það ekki nógu vel til framleiðslu, stundum dúkka hugmyndirnar upp í öðru verki sömu höfunda – og svo ber að athuga að á Íslandi eru oft ekki gerðar nema 3-4 leiknar bíómynd- ir á ári, þannig að plássið á mark- aðnum er einfaldlega takmarkað. „Með svona frumsköpun er aldr- ei hægt að reikna út hvað verður, það spila svo margir þættir inn í, framleiðsla, fjármögnun og fleira,“ segir Laufey Guðjónsdóttir, for- stöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Hún segir íslensk fram- leiðslufyrirtæki það lítil og óburðug að svona þróunarstarf við handritaskrif geti hreinlega ekki farið fram innan þeirra nema að mjög takmörkuðu leyti. „En þegar þú ert með hugmynd á frumstigi þá ratarðu í alls konar blindgötur, þarft að byrja upp á nýtt og stundum kemur einfaldlega fyrir að þú áttar þig á að hugmyndin er ekki að virka. En þessi ósýnilega vinna er afskaplega mikilvæg – en um leið er oft mjög erfitt að fá fjármagn fyrir þessa vinnu hjá fyrirtækjum og styrktaraðilum, þetta er svo óáþreifanlegt.“ Framleiðslustyrkur samasem bíómynd Enda eru heimtur á styrkjum til leikinna mynda mun betri, og raunar hafa þeir verið hundrað prósent undanfarin ár – sem er eðlilegt í ljósi þess að fram- leiðslustyrkir eru einfaldlega ekki veittir fyrr en myndin er nokkurn veginn komin í höfn, fram að því fá myndir vilyrði um styrk. Síðan sjóðurinn var stofnaður árið 1979 til ársins 2006 hafa aðeins 2 myndir af 78 ekki skilað sér í bíó. Önnur þeirra var Meffí, fræg mynd Hilmars Oddssonar sem var sett á ís fyrir um 20 árum þegar sjóðurinn endurkallaði styrkinn, ákvörðun sem var afar umdeild á sínum tíma, og svo mynd Eyvinds Erlendssonar með því spámanns- lega nafni Erindisleysan mikla. Börn kvikmyndasjóðs  Hvernig hafa styrkir kvikmyndasjóðs skilað sér í gegnum árin?  Rokland hefur hlotið hæstan styrk KMÍ í ár, 66 milljónir króna Löng meðganga Það tók Friðrik Þór tíu ár að koma Börnum náttúrunnar af blaði á filmu. Ingvar Sigurðsson sést hægra megin í leikritinu Gauragangi sem til stendur að kvikmynda. Þegar litið er yfir gögn Kvik- myndasjóðs vekur athygli sú bylting sem orðið hefur á stutt- myndum og sjónvarpsmyndum undanfarin ár. Aðeins 12 stuttmyndir fengu styrk fram að aldamótum, frá því sérstakur sjóður var settur á laggirnar árið 2000 hafa styrk- irnir verið 52. Sjónvarpsmyndir og þættir sjást einfaldlega ekki í gögnum sjóðsins fyrr en á þessari öld – þótt að vísu hafi ýmislegt endað í sjónvarpi á endanum, en sérstakur sjón- varpssjóður var settur á lagg- irnar árið 2003 og er vafalítið stór ástæða þess uppgangs sem hefur verið í leiknu sjón- varpsefni undanfarin misseri. Aldamótabylting Handritastyrkirnir eru árang- urstengdir; höfundur sækir um, með stutt ágrip af sögunni (sy- nopsis) og einhver handritsdrög eða -grind, og á þeim grundvelli eru styrkir veittir. Þegar höfundur skilar einhverju meira getur hann sótt um ann- an styrk, sem hann fær ef ár- angurinn hefur orðið sá sem til var ætlast að mati kvikmynda- ráðgjafa Kvikmyndastofnunar. Fyrir þriðju greiðslu er svo kom- in ákveðin krafa um að einhver framleiðandi sé kominn eða ein- hver sjónvarpsstöð hafi lýst áhuga. Umsóknarferlið     !"!    ,     )  ) ,-.-.-+-    /" 0   ## # $%  $#&$ $#&$ $ $' (!!    )&%  )&%  Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Laufey Guðjónsdóttir Formaður KMÍ segir að þegar hugmynd sé á frumstigi rati menn í alls konar blindgötur. Hilmar Oddsson Gott ef eitt handrit af tíu er kvikmyndað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.