Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 36
Það var rokkað og poppað við Arnarhól í gærkvöldi, eins ogvenja er á þjóðhátíðardeginum 17. júní. Tónlistarmennirnirvoru ekki af verri endanum í ár, þjóðþekktir og minna þekktir í bland. Fram komu Blæti, Hinir, Happy Funerals, Óskar Axel og Karen Páls, Múgsefjun, Nýdönsk, Eyþór Ingi, Hinn ís- lenski Þursaflokkur, Hjaltalín og Agent Fresco. Veðrið sveik engan að þessu sinni og allt eins og best verður á kosið. Ingólfur Arnarson fylgdist sperrtur með af hæsta punkti en hann hefur verið viðstaddur ófáa tónleikana á hólnum góða. Hvað getur hann svo sem annað gert? Ingólfur var hins vegar fjarri góðu gamni á torginu sem þó er við hann kennt. Þar tróðu m.a. upp Raggi Bjarna, Bogomil Font og Bermuda. Ingó og Veðurguðirnir sungu um Bahamaeyjar, en þang- að vill auðvitað enginn fara þegar verður er gott á Fróni. Rokk og popp fyrir lýðveldið Flottur dans Tvistað í takt við tónlistina. Bogomil Font Í suðrænni sveiflu. Hinn íslenski Þursaflokkur Sá í gegnum holt og hæðir. Eyþór Ingi Greinilega á háum tóni þegar þessi mynd var tekin. Fjórar í stuði Þessar stelpur kunnu greinilega að meta tónleikana, hver með sínum hætti. Nýdönsk Löngu orðin ómissandi á þjóðhátíðartónleikum. Karen Páls Rímið flæddi. Bestu sætin Við fótskör Ingólfs. Morgunblaðið/hag 36 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.