Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 19
Morgunblaðið/Golli Fyrir þá sem finnst ærið verk að ganga leiðir áborð við Fimmvörðuháls og milli Land-mannalauga og Þórsmerkur gæti tilhugsuninum að hlaupa sömu spotta verið yfirþyrm- andi. Þeim fjölgar þó sífellt sem setja ekki fyrir sig þótt skokktúrinn sé steinum stráður og liggi um fjöll og firn- indi. Torfi H. Leifsson er einn af þeim sem hafa gaman af áskoruninni sem felst í góðu óbyggðahlaupi. „Þetta er eitthvað sem er stundað sem hluti af almennum hlaup- um. Fólk fer oft í þetta eftir að hafa reynt sig í götu- hlaupum og langar að prófa eitthvað nýtt.“ Torfi tínir til ýmsa kosti þess að hlaupa úti í ófærum. „Það er gaman að hlaupa óbyggðahlaup því þau eru öðruvísi en götuhlaupin. Maður er að hlaupa í nátt- úrunni og það er oft minni pressa en í götuhlaupunum þar sem fólk er að keppa við tímann eða aðra hlaupara. Þarna er fólk frekar að hlaupa sér til ánægju. Í óbyggða- hlaupinu getur maður slakað á og notið þess að hlaupa, undirlagið er mýkra þegar maður hleypur á grasi eða stígum og því er það betra fyrir fæturna,“ segir hann. Viðbúið öllum veðrum Á hverju ári eru haldin nokkur skipulögð óbyggða- hlaup. „Þetta er að færast í aukana en eitt og eitt hlaup hefur bæst í hópinn undanfarin ár eins og Jökuls- árhlaupið og Vesturgatan. Þekktasta hlaupið er Lauga- vegurinn en hann er um 55 km. Fólk er um 4,5-10 klukkutíma að hlaupa hann en hin hlaupin eru mislöng. Laugavegurinn hefur verið vinsælastur og 250 manns ætla að hlaupa hann í sumar.“ Ef fólk ætlar að hlaupa æfingahlaup mælir Torfi með því að fólk hugi að fatnaði. „Fólk æfir sig í hlaupum sem eru ekki fyrirfram skipulögð. Ég hleyp til dæmis stund- um góðan hring á Hengilssvæðinu og eins er vinsælt að hlaupa Fimmvörðuháls. Það þarf samt ekki að fara lengra en í Heiðmörk til að æfa sig. Í skipulögðu hlaup- unum munar um hjálparsveitina og fleiri sem eru við- búnir til að aðstoða hlaupara. Annars þarf fólk að vera viðbúið öllum veðrum ef hlaupið er í óbyggðum. Ég hef sjálfur ekki lent illa í því en fólk hefur lent í slæmu veðri á Laugaveginum. Það getur jafnvel verið verra ef það er of heitt því þá fær fólk ekki nægan vökva.“ Torfi segir utanvegahlaup ekki bara vinsæl á Íslandi. „Þetta er mjög skemmtilegt og fínt krydd í hlaupaflór- una. Hlauparar hafa verið að sækja til útlanda í óvenju- leg hlaup eins og maraþon í Tíbet eða á Kínamúrnum. Svo eru stundum farnar sérstakar hlaupaferðir til út- landa, til dæmis Suður-Ameríku, en þá hleypur fólk í svona fjallaferðum.“ liljath@mbl.is Skokkarar sem eru þreyttir á malbik- inu geta notið náttúrunnar í óbyggða- hlaupi. Lilja Þorsteinsdóttir talaði við Torfa H. Leifsson hlaupara. „Fínt krydd í hlaupaflóruna“ Hlauparinn Torfi H. Leifsson æfir sig gjarnan í Heiðmörkinni. heilsa MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2008 19 Síðumúla 3 · 108 Reykjavík · 553 7355 Opið 10-18 virka daga, 11-15 laugard. Hæðasmára 4 · 201 Kópavogur · 555 7355 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugard. Tvær verslanir - Frábært úrval m bl 1 00 99 02 Lepel undirföt - sundföt - náttföt Lejaby, Charnos, Elixir undirföt N&N, Miraclesuit aðhaldsundirföt Panache undirföt - sundföt Peter Murray kvenfatnaður Tankini - 8.700 Sundbolur - 7.200 Bikini 8.420 Bh - 5.500 Boxer - 3.100 Tankini - 8.460 Náttföt 8.750 Bikini 8.420 Bh - 4.800 Buxur - 2.100 Bh - 5.500 Boxer - 3.100 Aðspurður um það hvort meira sé um meiðsli í óbyggðahlaupi en götuhlaupi svarar Torfi: „Nei, það er ekki meira um meiðsli. Það er þægilegra að hlaupa utanvegar en gott að eiga viðeigandi hlaupaskó með grófari sóla þó það sé ekki nauðsynlegt. Svo er líka gott að hafa hlaupabakpoka með þunnum fatnaði eða nesti ef hlaupið er langt.“ Torfi mæli með því að byrjendur velji sér hlaup eftir því hvað þeir eru í góðri þjálfun. „Það er gott að miða við styttri vegalengdirnar en athuga þó að þær segja ekki endilega alla söguna. Fjallaskokkið er til dæmis frekar stutt en samt sem áður í erfiðari kantinum.“ „Byrjendur velji sér styttri vegalengdir“ www.hlaup.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.