Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is ÞEIR eru ekkert hallærislegir þótt þeir séu Skver. Eða því held- ur Leifur Gunnarsson fram, kontrabassaleikari kvartettsins Skver sem er skapandi sum- arhópur hjá Hinu húsinu. „Það má segja að þetta sé djass í rótina, en við sækjum áhrif víðs vegar að og sum eru jafnvel frek- ar rokkuð,“ segir Leifur um tón- listarstefnu bandsins. Auk Leifs, sem spilar á kontrabassa, mynda bandið þeir Helgi Rúnar Heið- arsson á saxófón, Höskuldur Ei- ríksson á trommur og Steinar Guðjónson á gítar. Semja í allt sumar Starfið hjá Skver í sumar geng- ur út á tónsmíðar og aftur tón- smíðar. „Ætlunin er að flytja sem mest af frumsaminni tónlist. Það er bara þegar sköpunargáfuna þrýtur að við fáum lánuð lög,“ segir Leifur. Tónlistinni koma þeir félagar í Skver svo til al- mennings með óvæntum úti- tónleikum og með heimsóknum á opinbera staði og stofnanir. „Sama hversu háværir við er- um virðist fólk taka okkur al- mennt mjög vel,“ bætir Leifur við af stakri hógværð. Tónlistina taka meðlimir Skver föstum tökum og vinna stöðugt að tónsmíðum, bæði hver í sínu horni og saman, milli þess sem þeir fara út á götu og bregða á leik. Fjöldi fólks á opnum æfingum Spurður hvernig bandinu hefur tekist til að auðga mannlífið í miðbænum segir Leifur áhrifin augljós. „Það væri frekar hægt að líta á það sem opna æfingu þegar við spilum úti,“ segir hann. „Okk- ur er vel tekið og margir leyfa sér að staldra við í nokkrar mínútur og hlusta. Það eru jafnvel á bilinu 100-150 manns sem hlusta á okk- ur í hvert skipti.“ Leifur segir líka að það bregð- ist ekki að í hvert skipti sem Skver fer út úr húsi eru þeir á barmi heimsfrægðar og fá alls kyns tilboð um að koma fram hér og þar, það er því kannski ekkert skrítið að tónlistin laði að fjölda fólks. „Margir leyfa sér að staldra við og hlusta“ Strákarnir í Skver flytja frumsamda tónlist á sólríkum dögum Í HNOTSKURN »Eins og vera ber hafa strákarnir í Skver komið sér upp svæði áMyspace þar sem hlusta má á tónlistina þeirra og fá upplýs- ingar um væntanlega atburði. »Eins og stendur er aðeins komið eitt lag á vefinn en Leifur lofarfleiri upptökum innan tíðar. Slóðin á síðuna er www.mys- pace.com/skver. Morgunblaðið/Golli Skver Þegar sköpunargáfuna þrýtur fá þeir lánuð lög. LEIKKONAN Ali Larter, þekktust fyr- ir leik sinn í sjón- varpsþáttunum Heroes, segist afar stolt af „safaríkum“ afturenda sínum. Larter segir kvik- myndaframleiðendur og -leikstjóra eitt sinn hafa beðið hana að megra sig en hún hafi neitað að gera það og sé alfarið á móti hugmyndum um réttan eða rangan líkamsvöxt leikkvenna í Hollywood. „Ég minnist þess að hafa setið í hjólhýsinu og grátið móðursýkislega af skömm á líkama mínum – og að enginn hafi talað beint við mig,“ segir Larter í samtali við tímaritið Allure um þetta atvik. Framleiðendur og leikstjóri mynd- arinnar munu hafa komið megrunarskilaboð- unum til umboðsmanns leikkonunnar en ekki beint til hennar. „Þegar ég er í mjög góðu líkamlegu formi þá líkar mér vel við rassinn á mér. Hann er safa- ríkur,“ segir Larter og skefur ekki utan af því í samtali við blaðamann. Hún sé þó ekki sjálfs- traustið uppmálað og finnist fólk dæma hana heldur um of af útlitinu. Unnusti hennar segir hana þjást af því sem hann kallar „gellu-heilkenni“. Þau lýsa sér víst í því að gellan er ósátt við eigið útlit vegna þess að hún hlýtur athygli út á það. Sannarlega flókið mál. Hreykin af þjóhnöppunum Larter Má sjálfsagt vera stolt af botninum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.