Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2008 41 HLJÓMSVEITIN Mezzoforte fagnaði því í Hljómskálagarðinum í fyrrakvöld að 25 ár væru liðin frá því að Íslendingar eignuðust sitt fyrsta dægurlag á erlendum vinsælda- listum. Það var lagið „Garden Party“, eða Garðveisla eftir Eyþór Gunnarsson, liðs- mann sveitarinnar. Það þótti því við hæfi að bjóða til garð- veislu í Hljómskálagarðinum, gefa fólki grillmat og gos og spila lagið góða auk annarra fönkaðra djasssmella. Mezzoforte er tónlistarmál og þýðir „hóflega sterkt“. Má segja að garðveislan hafi verið haldin í þeim anda, sterk en þó gætt hófs í hvívetna. Óskandi að svo væri um allar garðveislur borgarinnar. Hóflega sterk garðveisla Fönkdjassgeggjarar Mezzoforte á fullu stími í Hljómskálagarðinum. Eins og sjá má sóttu margir veisluðu og hlýddu á hljómsveitina og nóg var af pylsunum á grillinu í sumarblíðunni. Morgunblaðið/G.Rúnar Gaman í garðveislu Þessi blómarós naut greinilega tónlistar Mezzoforte og hefur sjálfsagt fengið pulsu líka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.