Morgunblaðið - 18.06.2008, Page 23

Morgunblaðið - 18.06.2008, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2008 23 Brjálað fjör Margt góðra gesta var í garðveislu Jakobs Frímanns Magnússonar á laugardag en hún var haldin í tilefni af 25 ára afmæli Félags tónskálda og textahöfunda. Jakob stýrði sjálfur fjöldasöng og tóku menn hressilega undir. Einna hæst söng þó sjálfur borgarstjóri Reykjavíkur, Ólafur F. Magnússon. G.Rúnar Blog.is Ómar Ragnarsson | 17. júní Góðar fréttir, - tvennir tímar. Viðbrögðin við þessum birni lofa góðu. Við lifum á tímum þar sem Íslend- ingar telja sig með út- gjöldum til varnarmála getað stuggað árásum stórvelda frá landinu og ætttu því að geta ráðið við einn hvítabjörn. Tengda- sonur minn, sem var þarna í sveit, sagði mér frá því að þegar hann var þar voru sagðar sögur af ógn bjarnanna. Þeirra á meðal var frásögn ömmu hans ... sem átti fótum fjör að launa á sinni tíð þegar hungraður björn kom að henni. Hún var svo heppin að geta hlaupið í burtu á meðan björninn gæddi sér á tveimur lömbum. Ótti fólks á þessum slóðum ... er skiljanlegur. Meira: omarragnarsson.blog.is Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson | 17. júní Mortuus est ursus albus secundus Undur og stórmerki ger- ast enn á Íslandi. Hvíti- björn felldur í annað sinni, og Þórarinn Eldjárn orð- inn borgarlistamaður. Líka í annað sinn en í þetta skipti í alvöru. Af hverju var hann bara ekki skotinn líka í stað þess að deyfa hann með styrk? Það hefði verið gustuk. Meira: postdoc.blog.is ÚTLENDINGA- MÁLIN hafa stund- um verið umdeild hér á landi og voru t.d. talsverðar deilur um breytingar á útlend- ingalögum á síðasta kjörtímabili. Eitt af síðustu verkum þings- ins í vor var hins veg- ar að samþykkja mik- ilvægar breytingar á útlendingalögunum. Í fyrsta lagi heyrir hin svokall- aða 24 ára regla sögunni til. Þann- ig að nú hefur 24 ára aldursmarkið verið fellt úr skilgreiningu ákvæð- isins á nánasta aðstandanda sem á rétt á dvalarleyfi. Verður að telja það til tíðinda enda óvenjuumdeild lagaregla þegar hún var sett. Ofbeldi í samböndum Í öðru lagi eru sett inn þau ný- mæli að unnt verður að taka tillit til þess þegar ákvörðun er tekin um endurnýjun dvalarleyfis hvort að erlendur aðili eða barn hans hafi mátt búa við ofbeldi af hálfu innlends maka. Miðar þessi breyting að því að fólk sem skilur vegna ofbeldis lendi ekki í því að þurfa að yfirgefa landið þrátt fyrir að forsendur leyfisins hafi brostið vegna slita á hjúskap eða sambúð. Það sjón- armið sem býr að baki þessari breytingu er að ekki skuli þvinga erlent fólk til að vera áfram í of- beldisfullri sambúð. Það er því sér- stakt fagnaðarefni að allsherj- arnefnd Alþingis hafi lagt til að slíkt ákvæði yrði sett í löggjöfina. Staða námsmanna bætt Í þriðja lagi fá námsmenn aukið svigrúm þegar kemur að fyrstu endurnýjun dvalarleyfis en við mat á viðunandi námsárangri verður nú miðað við að útlendingur hafi a.m.k. lokið 50% af fullu námi í stað 75%. Er þannig komið til móts við þá erlendu nema sem kunna af ýmsum ástæðum að eiga erfitt með að fóta sig í náminu á fyrstu mán- uðunum við nýjar aðstæður. Í fjórða lagi er tekið tillit til ungmenna sem koma hingað til lands á grundvelli fjöl- skyldusameiningar fyrir 18 ára aldur. Við 18 ára aldur standa þau frammi fyrir því að þurfa að sýna fram á sjálfstæða fram- færslu þar sem ung- mennið telst þá ekki lengur barn í skilningi laga. Hins vegar eru sanngirnisrök fyrir því að heimila erlendu ungmenni sem dvelur hér á landi að sýna fram á framfærslu með aðstoð foreldris. Því mun fólk nú getað endurnýjað dvalarleyfi vegna fjölskyldusameiningar, enda þótt þau teljist ekki til nánustu að- standenda eftir að 18 ára aldurs- marki er náð. Stoð í baráttunni gegn heimilisofbeldi og mansali Í fimmta lagi voru sett þau ný- mæli að útlendingur fær ekki út- gefið dvalarleyfi á grundvelli að- standaleyfis ef fyrir liggur að væntanlegur maki hans hefur feng- ið dóm fyrir t.d. kynferðisbrot eða líkamsmeiðingar. Ákvæðinu er fyrst og fremst ætlað að vera stoð í baráttunni gegn mansali og heimilisofbeldi. Reynslan hefur sýnt að í sumum tilvikum verða útlendingar, sem hingað koma, t.d. sem makar, að þolendum ofbeldis og misnotkunar á heimili. Þessu tengt verður stjórnvaldi einnig heimilt að óska eftir umsögn lögreglu til að afla upplýsinga um sakaferil gestgjafa þegar metið er hvort viðkomandi fái vegabréfsárit- un. Sem dæmi um upplýsingar sem hér hafa þýðingu eru upplýsingar um dæmda refsingu í ofbeldis- eða kynferðisbrotamálum, kærur til lögreglu fyrir heimilisofbeldi, nálg- unarbann o.fl. Ljóst er að fleiri upplýsingar kunna að hafa þýðingu en einungis upplýsingar um dæmda refsingu sem fram koma á sakavottorði. Útlendingastofnun getur einnig búið yfir upplýsingum úr eigin tölvukerfi sem hafa þýð- ingu við afgreiðslu umsókna um vegabréfsáritun, t.d. þar sem gest- gjafi hefur átt erlendan maka og hjúskap hefur verið slitið vegna of- beldis í garð makans. Á hinn bóginn er ljóst að slík synjun getur í einstökum tilvikum verið mjög íþyngjandi í sam- anburði við þá hættu sem er á ferðum og því er heimild til að meta hvert tilvik fyrir sig. Tillit tekið til bótagreiðslna Í sjötta lagi verður nú hægt við endurnýjun dvalarleyfis að taka til- lit til þess að hafi framfærsla verið ótrygg um skamma hríð og útlend- ingur því tímabundið þegið fjár- hagsaðstoð eða atvinnuleysisbætur. Hér er um að ræða undantekningu frá þeirri meginreglu laganna að það séu aðeins þeir útlendingar sem fengið hafa búsetuleyfi sem hér geta dvalist án tryggrar fram- færslu. Leyfið á nafn útlendingsins Í sjöunda lagi er einnig vert að minnast á frumvarp frá Jóhönnu Sigurðardóttur, félags- og trygg- ingamálaráðherra, sem varð einnig að lögum á síðustu dögum þings- ins, en það er um atvinnuréttindi útlendinga. Í því frumvarpi er tek- ið skýrt fram að atvinnuleyfi út- lendings er nú gefið út á nafn út- lendingsins eftir að hann er kominn til landsins og er útlend- ingurinn handhafi leyfisins. Lögunum hefur því nú verið breytt frá þeirri reglu að atvinnu- rekandi sæki um og fái útgefið at- vinnuleyfi þar sem atvinnuleyfi er nú gefið út á nafn útlendings. Þannig er atvinnurekandinn ekki eiginlegur umsækjandi um leyfið eins og verið hefur. Þessa breyting verður að telja mikilvæga rétt- arbót. Það er því ljóst að nýtt þing hef- ur gert fjölmargar jákvæðar breyt- ingar á útlendingalögum. Samstaða dómsmálaráðherra og þingmanna allsherjarnefndar var mikil og hafði sú samvinna grundvallarþýð- ingu um að þessar breytingar gætu orðið að lögum. Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar um breytt útlend- ingalög » Í fyrsta lagi heyrir hin svokallaða 24 ára regla sögunni til. Höfundur er varaformaður Sam- fylkingarinnar og varaformaður allsherjarnefndar Alþingis. Um breytt útlendingalög Ágúst Ólafur Ágústsson Í GREIN minni „Röð hagstjórn- armistaka“ sem birtist í Morgunblaðinu 10. apríl 2007 fjallaði ég um þrjú megin- hagstjórnarmistök sem gerð hafa verið hér á landi undanfarin ár. En þau eru í fyrsta lagi mistök Seðlabank- ans árið 2003 að breyta skilyrðum pen- ingamarkaðarins með lækkun bindiskyldu og aukningu gjaldeyr- isforðans án viðunandi mótvægisaðgerða. Af- leiðingarnar urðu gríð- arleg aukning í útlána- getu bankakerfisins eða að lágmarki 800 til 900 milljarðar króna, sem biðu þess að verða nýttir þegar tækifæri gæfist. Í öðru lagi frumkvæði ríkisvalds- ins haustið 2004 að breyta umgjörð og skilyrðum íbúðarlánakerfisins. Húsbréfakerfið var lagt niður og Íbúðalánasjóður gat nú lánað allt að 90% af verðmæti fasteigna. Af- leiðingarnar urðu stóraukin eftir- spurn eftir húsnæði þar sem bank- arnir komu einnig inn á þann markað og nýttu þar með þá miklu útlánagetu sem hafði skapast vegna mistaka Seðlabankans árið áður. Í þriðja lagi urðu mikil mistök hjá sveitarfélögum þar sem nægj- anlegt framboð af lóðum til hús- bygginga var ekki tryggt, sér- staklega á höfuðborgarsvæðinu. Vegna meðal annars ónógs lóða- framboðs og þar með framboðs á húsnæði kom hin mikla aukna hús- næðiseftirspurn fram í mikilli hækkun húsnæðisverðs og álögum á húsbyggjendur. Úrræði Verðbólgan er okkar meginvandi og hana þarf að kveða niður með öllum ráðum. Einnig þarf að koma í veg fyrir að verulegt atvinnuleysi skapist hér á landi á næstu miss- erum, en hvað er til ráða? Að mínu mati ætti ríkisvaldið og sveit- arfélögin á höfuðborg- arsvæðinu að hafa sameiginlegt hags- tjórnarlegt frumkvæði að því að lækka verð- bólguna með því að vinda ofan af þeim hagstjórnarmistökum á húsnæðismarkaði sem urðu vegna tak- markana á framboði lóða og skattlagningar þeirra (sbr. þriðju hagstjórnarmistökin hér að ofan). Tryggja ætti nægjanlegt fram- boð af lóðum handa öllum sem þær vilja á sanngjörnu verði (án viðbótar-skattlagn- ingar), en sanngjarnt verð er það verð sem þarf til að gera lóð byggingarhæfa. Til að mæta allri eftirspurn gæti reynst nauðsynlegt til skamms tíma að út- hluta lóðum framvirkt meðan þær væru gerðar tilbúnar til leigu. Ekki er líklegt að eftirspurnin verði mik- il á þessum tíma í hagsveiflunni. Meginafleiðingar þessara hag- stjórnaraðgerða yrðu líklega þær að húsnæðisverð myndi leiðréttast mjög hratt (niður á við) á næstu mánuðum og eðlilegra jafnvægi skapast milli kostnaðar og mark- aðsverðs þess. Á lokamánuðum árs- ins mætti jafnvel búast við verð- hjöðnun neysluverðs, en sú niðurstaða myndi auðvelda til muna kjaraviðræður í byrjun næsta árs. Til viðbótar þessari stefnuyfirlýs- ingu stjórnvalda ættu þau að stuðla því að fasteignamarkaðurinn fái að starfa eðlilega líkt og hlutabréfa- markaðurinn, þar sem leiðréttingar eru mun eðlilegri og skarpari. Þessi þróun myndi auðvelda Seðlabankanum að lækka stýrivexti hratt á síðustu mánuðum ársins og þar með skapa hagstæðara um- hverfi fyrir innlenda framleiðslu, sem nyti þá lægri vaxta og hag- stæðara gengis en áður, sem skap- ar forsendur fyrir minna atvinnu- leysi en ella. Leið út úr efna- hagsógöngum Eftir Jóhann Rúnar Björgvinsson Jóhann Rúnar Björgvinsson » Á lokamán- uðum ársins mætti jafnvel búast við verð- hjöðnun neyslu- verðs … Höfundur er hagfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.