Morgunblaðið - 18.06.2008, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 18.06.2008, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristveig Jóns-dóttir fæddist í Klifshaga í Öx- arfirði 18. nóv- ember 1925. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala að morgni 8. júní síð- astliðins. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurðína Sigurð- ardóttir og Jón Grímsson, bóndi í Klifshaga. Systkini Krist- veigar eru Þóra og Grímur, búsett í Klifshaga, Guð- rún (látin), María, búsett í Tungu í Öxarfirði og Sigurður (látinn). Fósturforeldrar Kristveigar frá 7 ára aldri voru Kristveig Björns- dóttir og Gunnar Árnason. Fóst- ursystkini hennar voru Rannveig, Björn, Sigurveig, Arnþrúður, Árni, Sigurður, Jón Kristján og Þórhalla. Þau eru öll látin. Yngst- ur er Óli sem búsettur er á Kópa- skeri. Hinn 18. ágúst 1951 giftist Kristveig Árna Árnasyni frá Bakka, f. 15.11. 1915, d. 30.7. 1987. Börn þeirra eru: 1) Gunnar, f. 21.6. 1952. Kona hans er Sólveig Jóhann- esdóttir. Synir þeirra eru þrír og barnabörn fjögur. 2) Ástfríður, f. 9.10. 1953. Maður hennar er Þorsteinn Helga- son. Börn þeirra eru fjögur og barna- börn fjögur. 3) Ein- ar, f. 9.5. 1955 Kona hans er Ragnheiður Friðgeirs- dóttir. 4) Jón, f. 30.5. 1963 Kona hans er Metta Helgadóttir. Þeirra börn eru tvö. Fyrir átti Árni einn son, Árna Hrafn, f. 10.10. 1943. Kona hans er Hlín P. Wíum. Börn þeirra eru fjögur og barnabörn fimm. Kristveig bjó á Kópaskeri til ársins 1985 en flutti þá til Reykja- víkur og bjó þar til dauðadags. Útför Kristveigar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Lát ei víl þér veginn þyngja, vert þú æ til taks að syngja. Lát þér vera langt til tára, létt um bros til hinstu ára. Svo má lífsins sólskin fanga, silfurhærur, rjóða vanga. (H.Haf.) Í dag kveðjum við elskulega tengdamóður mína Kristveigu Jónsdóttir. Ég kynntist Kiddu minni árið 1986 eftir að hafa fallið fyrir litla örverpinu hennar Jóni Árnasyni. Þá var hún flutt frá Kópaskeri til Reykjavíkur. Mér var það strax ljóst að þarna var á ferð- inni sterk og harðdugleg kona þó smávaxin væri. Hún vann alls kyns störf frá unga aldri, hafði mikið verksvit og með eindæmum skipu- lögð. Kidda hætti að vinna sextíu og fimm ára vegna lasleika í lungum. Hún lét það aldeilis ekki buga sig og setti því enn meiri kraft í hann- yrðir sínar. Á þeim vettvangi var hún hreinn og klár snillingur. Hún var mikil búkona og hélt fast í gamlar hefðir. Mér er það svo minnisstætt þegar Jón fór á fund móður sinnar til að segja henni að hann væri kominn með stúlku upp á arminn. Það fyrsta sem Kidda vildi vita um mig, tilvonandi tengdadótt- ir, hvort ég væri ekki örugglega sparsöm stúlka og nægjusöm. Kidda var ekki mikið fyrir óþarfa- bruðl. Hún fylgdist vel með þjóð- málum og lét ákveðnar skoðanir sínar í ljós. Hún var afar fróð kona og minnug með einsdæmum. Kidda tengdamóðir mín hefur alla tíð reynst mér vel og miðlað af visku sinni. Tvíburum okkar þótti alltaf svo gott að sækja ömmu heim. Kímnigáfa hennar höfðaði svo sannarlega til stríðnispúkans í þeim báðum. Fram á síðasta dag var hláturinn og léttleikinn í fyrirrúmi hjá Kiddu minni. Hún kvartaði helst ekki og tók hverjum nýjum degi með bros á vör. Áleit sig ekki sjúkling þrátt fyrir öll sín mein. Við fjölskyldan litum til hennar á af- mælisdegi tvíburanna og pabba þeirra 30. maí, þá var Kidda orðin ansi lasin. Við tókum myndir af henni með börnunum. Þegar ég ætlaði að ganga frá myndavélinni sagði sú gamla að ég þyrfti að taka eina mynd til viðbótar, hún bað mig um að rétta sér prjónakörfuna sína, tók prjónana og fékk myndina tekna. Þannig vildi hún láta minn- ast sín. Starfsfólk Líknardeildar Landa- kots dásamaði Kidda óspart enda augljóst að þar hefur valist til starfa einstakt fólk sem vinnur störfin sín af alúð, virðingu og fag- mennsku. Þessu fundum við fjöl- skyldan svo sannarlega fyrir, ekki síst, síðustu dagana fyrir andlát hennar. Jón minn var hjá mömmu sinni þegar hún kvaddi svo áreynslulaust og fallega. Ég veit að innst í hjartanu er hann afar þakk- látur fyrir þá stund. Ég trúi því að Kidda mín sé kom- in heim, þar sem eilífur friður og Guðsblessun ríkir. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Þín tengdadóttir, Metta. Elskuleg amma mín, Kristveig Jónsdóttir er fallin frá. Hún barðist við lungnasjúkdóm til margra ára og síðustu mánuði einnig við krabbamein. Ég dáðist alltaf að henni fyrir þá þolinmæði og styrk sem einkenndi hana í gegnum veik- indin. Þrátt fyrir slæma heilsu hafði hún alltaf mestu áhyggjur af öðrum en sjálfri sér. Þegar ég kíkti í heimsókn til hennar spurði hún alltaf hvað væri frétta af fólkinu sínu og mundi þá eftir öllum, jafn- vel nýjustu meðlimunum. Kidda amma, eins og við barna- börnin kölluðum hana, var yndisleg kona. Þrátt fyrir lélega sjón var henni margt til lista lagt og þá sér- staklega handavinna. Hún hafði yndi af því að prjóna, hekla og sauma út. Ég man ekki eftir henni sitjandi auðum höndum. Fólk dáð- ist af handbragði hennar og oftar en ekki þurfti mikið til að sannfæra fólk um að það hafi verið rúmlega áttræð sjóndöpur kona sem þarna væri að verki. Það sem einkenndi ömmu var dugnaður, nákvæmni, hugulsemi og hreinskilni. Hún lá aldrei á sínum skoðunum og hikaði ekki við að fussa og sveia ef það var eitthvað sem henni mislíkaði. Það var alltaf gott og í raun lær- dómsríkt að hlusta á hana rifja upp og segja sögur úr sínu lífi. Hún hélt heimili, ól upp fimm börn, vann flest í höndum hvort sem um var að ræða mat eða fatnað á fjölskylduna. Ég velti því stundum fyrir mér hvað tíminn þurfti að nýtast vel í þá daga. Í dag finnst mér alltof al- gengt að enginn gefi sér tíma fyrir neitt sem skiptir máli, við erum síkvartandi, þrátt fyrir öll þau þæg- indi sem við lifum við. Þá hugsa ég til Kiddu ömmu og dáist að henni og fólki af hennar kynslóð. Það kennir mér að vera þakklátt og sátt við það sem ég hef í dag. Minningarnar eru endalausar þegar ég hugsa til ömmu minnar. Öll eftirminnilegu jólin sem ég fékk að eyða með henni, alltaf náði amma að slá met í gjafafjölda, þrátt fyrir að börnin væru oft svo nálægt henni í fjölda gjafa. Þetta þótti henni og okkur í fjölskyldunni alltaf jafn skondið. Gott er til þess að hugsa hvað það voru margir sem vildu senda henni eitthvað fallegt og þakka fyrir þann prjónaskap eða handavinnu sem hún hafði gert. Ég minnist ótrúlega góðu grill- uðu samlokurnar með eplum og aromati sem amma útbjó oft þegar ég kíkti til hennar í hádegismatnum mínum. Kleinurnar sem hún bakaði eru þær bestu sem ég hef nokkurn tímann smakkað. Alltaf var hægt að kíkja á Kiddu ömmu í kaffibolla, súkkulaði og gott spjall. Ég er þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem við amma áttum saman og hversu sátt hún var við lífið og tilveruna þegar hún vissi hvert stefndi. Hún sagði mér og Guðrúnu systur minni þremur mán- uðum áður en hún lést að nú væri verið að undirbúa himnaríki fyrir hana, það væri verið að „handa- vinna“ allt herbergið hennar eins og hún orðaði það sjálf. Hún sá fyr- ir sér að herbergið væri allt hand- unnið með hekluðu rúmteppi og dúkum, útsaumuðum myndum og skreyttum englum allt í kring. Sú sýn á himnaríki þykir mér ótrúlega falleg og þannig sé ég hana fyrir mér með handavinnuna sína hlust- andi á spennusögur í himnaríki. Þakka þér fyrir allt, elsku amma mín, þú ert mér meiri fyrirmynd en þig hefði sjálfa nokkurn tímann grunað. Þín Hildur. Nú er hún amma Kidda sofnuð og komin á góðan, fallegan stað. Hún var yndisleg amma, alltaf tilbúin til að hlusta á og spjalla við okkur. Fangið hennar var alltaf opið og svo stutt í grínið og hláturinn. Hjá ömmu lærðum við að prjóna, hekla og sauma út. Okkur þótti alltaf jafngaman að hjálpa henni að tína rifsberin á haustin svo hún gæti gert góðu sultuna sína. Við erum líka ánægð með að hafa farið í heimsókn til hennar daginn áður en hún sofnaði. Kysst hana á kinnina, faðmað og haldið í hönd hennar um stund. Við munum aldr- ei gleyma því hversu lífsglöð amma Kidda var. Þær góðu minningar geymum við í hjörtum okkar að eilífu. Hjartakær amma, far í friði, föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver; inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Höf. ók.) Þínir tvíburar, Arna Ýr og Andri Freyr. Kær vinkona hefur kvatt þennan heim. Kidda bjó á Bakka á Kópa- skeri þegar ég var að alast upp og hún ól börn sín upp samhliða for- eldrum mínum. Samverustundirnar eru ófáar og órjúfanlegur hluti af lífi okkar sem fæddumst og ólumst upp á Kópaskeri á árabilinu 1953 fram yfir 1970. Móðir mín og hún voru einlægar vinkonur, frá því þær kynntust fyrst árið 1949, og verður Kiddu nú sárt saknað af henni og föður mínum, sem er jafnaldri hennar. Samofið er líf þeirra, Kiddu og pabba, frá því þau voru kornung og fóru tvö fótgangandi með síð- ustu kýrnar frá æskuheimili sínu, Skógum í Öxarfirði, alla leið til Kópaskers á vordögum 1940 þegar foreldrar þeirra (fósturforeldrar Kiddu) hættu búskap. Um langan veg og yfir vötn var að fara, þau bæði á fermingarárinu sínu. Kidda var aðeins nokkurra ára þegar afi og amma tóku hana í fóst- ur. Hún bjó hjá þeim þar til þau brugðu búi 1940 og fluttist með þeim til Kópaskers. Sem barn og unglingur naut Kidda umönnunar ömmu, en síðar snerist hlutverkið við er hún annaðist fóstru sína las- burða og farna að kröftum og Kidda var hjá henni þegar hún dó árið 1945. Árið 1951 giftist Kidda Árna sín- um og saman hófu þau búskap á Bakka og þar eignuðust þau börnin sín fjögur. Á Bakka var miðstöð at- hafna hennar, en hún vann alla tíð bæði innan og utan heimilis. Meðan börnin voru öll ung prjónaði Kidda plögg af ýmsum toga fyrir fjöl- skyldurnar í þorpinu. Mikið af ull- arnærfötum og sokkabuxum, hnausþykkum sem héldu hita og vatni. Kidda var handavinnukenn- ari við barnaskólann. Hún kenndi okkur að prjóna, sauma, hekla og hún kenndi okkur vandvirkni. Kennslustofan var pínulitla stofan á heimili hennar á Bakka, og við sát- um í hring í stofunni stelpurnar og hún leiðbeindi okkur. Afraksturinn á maður enn. Handavinnupokann, dúkkukjólinn og hin skyldustykkin. Kidda vann „í búðinni“ á Kópa- skeri og var þar sérfræðingur í vefnaðarvöru og tengdum varningi. Hún leiðbeindi konum úr héraðinu, lagði á ráðin og afgreiddi yfir borð- ið upp á gamla mátann. Áratugum síðar hefur hún nýju hlutverki að gegna í lífi mínu. Ég sé hana fyrir mér, á inniskónum, tipl- andi um eldhúsið mitt, stýrandi okkur til verka við laufa- brauðsgerðina. Af röggsemi gengið til verka, af vandvirkni verkið unn- ið, hvergi látið af kröfum um hæstu gæði, bæði í útliti og innihaldi. Hún hafði alla þræði í hendi sér, hratt og vel gekk verkið undir hennar stjórn. Nákvæm, skipulögð og vel- virk. Hannyrðakona var Kidda og liggja eftir hana ógrynni af meist- arastykkjum sem hún var ósínk á. Afkomendurnir allir og vinahópur- inn stóri hefur allur notið hæfileika hennar á þessu sviði. Sjálf á ég nokkrar gersemar eftir Kiddu sem munu prýða heimili mitt um ókomin ár. Líf Kiddu var ekki alltaf dans á rósum. Til að láta enda ná saman þurfti að vinna mikið. Það þótti Kiddu eðlilegt og aldrei kvartaði hún og þrátt fyrir áralöng and- styggileg veikindi var hún alltaf já- kvæð. Þess vegna var gott að koma til hennar og gaman að eiga hana að vinkonu. Baráttuþrekið var mikið og aldrei uppgjöf að finna. Hlátur- mild og uppörvandi tók hún á móti mér fram undir það síðasta. Það er eftirbreytnivert og ætti að vera okkur öllum sem eftir stöndum leið- arljós um ókomna tíð. Það var dýr- mætt að eiga vináttu Kiddu. Lovísa Óladóttir. Nú er Kidda mín farin. Hún lok- aði augunum og sofnaði hægt og hljótt eins og Jón sonur hennar sagði við mig í símann þegar hann hringdi til okkar austur á Bakka. Í tómarúminu sem myndast þeg- ar sterkur einstaklingur hverfur úr lífi manns sækja minningarnar sterkt á. Fyrir rúmum 40 árum þegar Árni fór með mig til Kópa- skers og kynnti mig fyrir Árna föð- ur sínum og Kiddu er mér svo minnisstæð þessi smávaxna, granna kona með glimt í augum og ákveðin að bjóða konuna hans Árna Hrafns velkomna inn á sitt heimili og Árni svo ljúfur og rólegur eins og ekkert gæti haggað honum. Með einhverra ára millibili var stefnan sett á Kópasker og alltaf vorum við velkomin í litla húsið á Bakka. Þá var farið með Árna afa á bátnum og ég tala nú ekki um að komast í berjamó með Kiddu. Mér er svo minnisstæður Snartarstaðanúpur- inn, fagurblár af berjum og við að tína þau í steikjandi hita allan dag- inn og þegar ég lagðist út af um kvöldið sá ég bara bláa depla. Ég man líka kaldara veðurfar og við krókloppnar í berjamó þannig við komum varla berjunum í dósina. Þá komu Reykjavíkurárin. Þegar börnin á Bakka voru öll komin suður fóru Bakkahjónin að hugsa sér til hreyfings. Kidda fór aðeins á undan að búa í haginn fyrir Árna afa. Hann heldur lengur að venjast tilhugsuninni, kom og skrapp heim þess á milli. Svo minn- ist ég þess að það var til mynd- bandstæki hjá Kiddu ömmu og fjöl- skyldan í Steinagerði fór á fimmtudagskvöldum (fríkvöld hjá Sjónvarpinu) með spólu undir hendi sem við horfðum á saman og feng- um kaffi og kökur á eftir. Ekki má gleyma laufabrauðinu sem hún inn- leiddi á okkar heimili og er ómiss- andi þáttur af jólahaldi okkar. En það var erfitt þegar heilsan fór að bila og hún komst ekki til að vera með. Það var nú þannig að mér fannst það óhugsandi að hún kæmi ekki og gerði deigið en þá sagði hún: Hlín mín, við erum búnar að gera þetta saman í mörg ár, þetta verður ekkert mál fyrir þig og auð- vitað hafði hún rétt fyrir sér. En mikið söknuðum við hennar úr sel- skapnum. Kidda var mikil hannyrðakona, ég sagði oft við hana hvernig ferðu að því að þræða perlur á örmjóan þráð, þú sem ert hér um bil blind á öðru og sérð bara sæmilega með hinu? Þá hló hún og sagði að þetta væri ekkert mál. Hún var dugleg að nota sér hljóðspólur, þá gat hún hlustað á sögur meðan hún prjónaði eða bróderaði. Og nú hefur þessi duglega og jákvæða hvunndags- hetja lagt í sína hinstu ferð. Við Árni, börnin okkar og fjölskyldur þeirra þökkum Kiddu ömmu fyrir allt sem hún var okkur. Megi Guð varðveita hana. Hlín. Kristveig Jónsdóttir ✝ Dóttir okkar, sambýliskona, móðir, systir, tengda- móðir og amma, VALGERÐUR MARGRJET GUÐNADÓTTIR, Hvannhólma 20, Kópavogi, sem andaðist á heimili líknardeildar Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 12. júní, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 20. júní kl. 13.00. Guðni Þórðarson, Sigrún Jónsdóttir, Einar Pétursson, Guðni Þór Scheving, Helga Rós Reynisdóttir, Halla Sigrún Ingvarsdóttir, Arna Fríða Ingvarsdóttir, Jón Snævarr Guðnason, Þórdís Unndórsdóttir, Sigrún Halla Guðnadóttir, Ólafur Ólafsson og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SIGURLÍNA GÍSLADÓTTIR, Hlíðarvegi 45, Siglufirði, lést föstudaginn 13. júní á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar. Útför hennar fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 21. júní kl. 14.00. Valur Johansen, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.