Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 44
MIKIÐ var um dýrðir víða um landið í gær í til- efni þjóðhátíðardagsins. Í höfuðborginni nutu ungir sem aldnir blíðunnar og gerðu sér glaðan dag með góðgæti og fleiru. Arnarhóll og mið- bærinn allur iðaði af lífi í góðviðrinu og hátíð- arandinn sveif hvarvetna yfir vötnum.| 4 og 14 64 ára afmæli lýðveldisins fagnað um allt land Morgunblaðið/G. Rúnar MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 170. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Dapurleg endalok  Hvítabjörninn sem gekk á land við Hraun á Skaga í fyrradag var drep- inn um kvöldmatarleytið í gær. Til stóð að svæfa dýrið og flytja það á ný til heimkynna sinna við Græn- land, en styggð kom að birninum þegar reynt var að nálgast hann með svæfingarbyssu, hann stefndi í sjó fram og stjórnendur á vettvangi töldu ekki annað fært en skjóta dýr- ið til ólífis. Björninn var sár eftir langa sundferð og hefði hugsanlega ekki þolað svæfingu. » Forsíða Breyti neyslumynstri  Íslendingar eru vel undir efna- hagsþrengingar búnir. Þetta kom fram í ræðu Geirs H. Haarde for- sætisráðherra í þjóðhátíðarávarpi hans á Austurvelli í gær. Sagði hann nauðsynlegt að þjóðin breytti neyslumynstri sínu og drægi úr eldsneytisnotkun til að bregðast við hækkandi verði en einnig til að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda. » 4 Lausn sambúðarvandans  Fram eru komnar hugmyndir um að breyta deiliskipulagi og koma upp sjö metra hárri jarðvegsmön til að draga úr hávaða og sandfoki frá starfsemi Björgunar hf. sem veldur íbúum í Bryggjuhverfinu miklum óþægindum. » 2 Sprengjutilræði í Bagdad  Bílsprengja varð yfir 50 manns að bana í sjía-hverfi í Bagdad í gær auk þess sem tugir manna særðust. Er þetta mannskæðasta tilræðið í borg- inni í meira en þrjá mánuði. Enginn hafði lýst tilræðinu á hendur sér margt benti til að Íraksdeild al- Qaeda hefði verið að verki. » 15 SKOÐANIR» Ljósvakinn: Unglingurinn í skóg- inum Staksteinar: Að vera í hættu, eða ekki í hættu Forystugreinar: Farsældin er stöð- ugt verkefni | Fegurri höfuðborg UMRÆÐAN» Lýðræðið hafnar stjórnarskrá ESB aftur Þegar hinir slæmu eru sigurvegarar Hvíslað í vindinn, kæri Össur Heitast 13° C | Kaldast 5° C Norðan- og NA-átt, víða 5-13 m/s og bjart veður en skúrir á Norður- og Austur- landi og einnig syðst. » 10 Margir af bestu tón- listarmönnum lands- ins skemmtu á 17. júní-tónleikum við Arnarhól. Mynda- syrpa frá þeim. » 36 KVIKMYNDIR» Tónleikar við hólinn TÓNLIST» Gríðarlegt stuð á Gus Gus og Guetta. » 35 Nýrra hugmynda hefur orðið vart í barnabókasmíðum, margir höfundar eru farnir að endurvinna gamlar sagnir. » 37 BÓKMENNTIR» Grimm örlög KVIKMYNDIR» Þrjár kvikmyndir verða frumsýndar í dag. » 40 GAGNRÝNI» Murta St. Calunga fær þrjár stjörnur. » 39 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Ísbjörninn á Hrauni dauður 2. Ekki vandi að sleppa birninum 3. Daprir en um leið sáttir 4. Flugbann ekki virt ÝMSAR ástæður geta verið fyrir því að kvik- myndahandrit verður aldrei að kvikmynd og þykir gott ef eitt handrit af tíu endar sem kvik- mynd. Í fréttaskýr- ingu í Morg- unblaðinu í dag er rýnt í það hversu mörg handrit sem hlotið hafa styrki úr Kvikmyndasjóði Íslands hafa orðið að kvikmyndum. Sem dæmi má nefna að af 33 myndum sem fengu handritastyrk á árunum 1995-99 hafa sex endað á hvíta tjaldinu og von á að minnsta kosti einni í viðbót. | 34 Leiðin löng af blaði á filmu Úr Börnum náttúrunnar. ÞÓREY Hilmarsdóttir, kvikmynda- gerðarnemi við Central St. Martins- skólann í London, krækti sér í sann- kallað draumastarf í sumar. Hún fékk vinnu hjá einni stærstu kvik- mynda- og auglýsingasamsteypu Bretlands, sem er í eigu kvik- myndaleikstjórans fræga, Ridleys Scotts, og hans fjölskyldu. | 20 Í smiðju meistarans Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „MIG hefur alltaf langað til að vera kennari því þetta er bæði gjöfult og skemmtilegt starf,“ segir Jóhanna Kristín Gísladóttir sem nýverið út- skrifaðist sem kennari frá Kenn- araháskóla Íslands. Það væri kannski ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að Jó- hanna er samkvæmt upplýsingum frá KHÍ að öllum líkindum yngsti út- skrifaði kennari landsins, því hún er aðeins 21 árs gömul, fædd í byrjun árs 1987. Að barnaskóla loknum fór Jó- hanna í Menntaskólann Hraðbraut og lauk stúdentsprófi af náttúru- fræðibraut árið 2005. Síðan lá leið hennar í KHÍ og þaðan útskrifaðist hún með kennarapróf í upplýsinga- tækni. Verður umsjónarkennari 6. bekkjar frá og með haustinu Aðspurð segist Jóhanna þegar vera búin að ráða sig til kennara- starfa í haust því hún mun verða um- sjónarkennari 6. bekkjar í Vatns- endaskóla. Spurð hvað hún ætli að gera í sumar segist Jóhanna munu vinna sem flokksstjóri í bæjarvinn- unni í Kópavogi með nemendum á fyrsta ári í menntaskóla. Spurð hvort ekki sé erfitt að halda uppi aga þegar aðeins séu fjögur ár á milli hennar og nemendanna svarar Jó- hanna því neitandi, en tekur fram að hún sé heldur ekkert sérlega ströng. Aðspurð segist Jóhanna ekki úti- loka frekara nám í framtíðinni. „Ég ætla hins vegar að gera smáhlé á námi núna og prófa að kenna og sjá hvort þetta á ekki vel við mig.“ Í draumastarfinu  Jóhanna Kristín Gísladóttir er, eftir því sem best er vitað, yngsti útskrifaði kennari landsins því hún er aðeins 21 árs Morgunblaðið/G. Rúnar Ungur kennari Jóhanna Kristín Gísladóttir er klár í kennsluna. Í HNOTSKURN »Alls brautskráðust 495kandídatar frá Kenn- araháskóla Íslands fyrr í mán- uðinum. »Brautskráðir voru 409nemendur úr grunnnámi og 86 nemendur úr framhalds- námi, þar af 17 með meistara- gráðu. »Þetta var síðasta braut-skráning skólans þar sem KHÍ og Háskóli Íslands sam- einast 1. júlí næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.