Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ ÞRJÁR kvikmyndir verða frum- sýndar í dag í íslenskum kvik- myndahúsum. The Bank Job Myndin byggir á sönnum atburð- um, bankaráni sem var framið við Baker stræti í London árið 1971. Ránið er eitt það stærsta í sögu Bretlands og hefur enginn þjófanna verið handtekinn enn og ránsfeng- urinn ekki heldur fundist. Breska ríkisstjórnin hélt upplýsingum um málið leyndum í rúm þrjátíu ár. Þjófarnir grófu sér leið inn í bankahvelfingu og rændu þaðan reiðufé og skartgripum að verðmæti um þrjár milljónir punda, um 466 milljónir króna. Fjallað var um mál- ið í fjölmiðlum í nokkra daga en svo var þeim gert að hætta umfjöllun um það. Í kvikmyndinni kemur í ljós að málið tengist bresku konungs- fjölskyldunni en ekki er óhætt að ljóstra meiru upp, vilji menn að myndin komi þeim á óvart. Með helstu hlutverk fara Jason Statham, Saffron Burrows, Martine Love og Stephen Campbell Moore en leikstjóri myndarinnar er Roger Donaldson sem á að baki myndir á borð við Cocktail og No Way Out. IMDb: 7,7/10 Metacritic: 69/100 The New York Times: 60/100 The Chronicles of Narnia: Prince Caspian Önnur kvikmyndin sem byggð er á sögum C.S. Lewis um ævintýra- landið Narníu. Myndin byggist á bókinni um Kaspían konungsson. Eitt ár er liðið í mannheimum frá því ævintýrum Pevensie-barnanna lauk í Narníu en 1.300 ár skv. narn- ísku tímatali. Þar geisar nú borg- arastyrjöld. Kaspían konungsson er réttborinn erfingi krúnunnar en frændi hans, skúrkurinn Míras, kemur í veg fyrir að hann heimti krúnuna og rænir völdum. Kaspían leitar aðstoðar Pevensie-barnanna Péturs, Súsönnu, Játvarðs og Lúsíu í von um að steypa hinum illa Mírasi af stóli. Upphefst þá mikil barátta og stríð við her Mírasar. Með aðalhlutverk fara Georgie Henley, Skandar Keynes, William Moseley, Anna Popplewell, Ben Barnes, Peter Dinklage, Warwick Davis, og Vincent Grass. Leikstjóri er Andrew Adamson, sá sami og leikstýrði fyrri myndinni um æv- intýrin í Narníu. IMDb: 7,5 /10 Metacritic:63 /100 The New York Times: 70/100 Meet Bill Grínmynd með hinum ágæta leik- ara Aaroni Eckhart í hlutverki hins kúgaða Bill. Bill starfar í banka tengdaföður síns og líf hans virðist hafa lítinn tilgang annan en að þóknast fjölskyldunni. Eiginkona hans, Jess (Elizabeth Banks), held- ur framhjá honum með sjálf- umglöðum sjonvarpsfréttaþul, Chip Johnsons (Timothy Olyphant), og má segja að Bill sé almennt mjög óhamingjusamur maður, sér- staklega eftir að hann kemst að framhjáhaldinu. Þá koma ungur lærlingur (Logan Lerman) og hugguleg nærfatasölukona (Jessica Alba) Bill til hjálpar og efla á ný löngu horfið sjálfstraustið og beina honum á rétta braut í lífinu. Leik- stjórar myndarinnar eru Bernie Goldmann og er þetta frumraun beggja í leikstjórn. IMDb: 6,8/10 Metacritic: 30 /100 The New York Times: 30/100 FRUMSÝNINGAR» Bankarán, kúgun og ævintýraprins Meet Bill Aaron Eckhart, Jessica Alba og Elizabeth Banks eiga vandræðalega stund á kaffihúsi. Bankaránið Saffron Burrows og Jason Statham í The Bank Job.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.