Morgunblaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud- laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is GUNNAR Finnsson, stjórnarformaður Hollvina Grensásdeildar, segir að á aðalfundi félagsins í gærkvöldi hafi hart verið deilt á heilbrigðisráð- herra og heilbrigðisráðuneytið fyrir sinnuleysi í sambandi við frekari uppbyggingu deildarinnar. Mikil þörf fyrir viðbótarhúsnæði Í skýrslu stjórnar HG kemur fram að langbrýn- asta þörf Grensásdeildar sé viðbótarálma fyrir sjúkra- og iðjuþjálfun en engu rými hafi verið bætt við deildina síðan hún tók til starfa 1973. Í júní 2006 hafi stjórn Hollvina Grensásdeildar hafið við- ræður við Sjóvá um hugsanlega aðkomu félagsins til styrktar starfseminni á Grensásdeild. Í apríl í fyrra hafi félagið lýst sig reiðubúið til að fjármagna byggingu viðbótarálmu við Grensásdeild fyrir sjúkra- og iðjuþjálfun auk göngudeildar. Sjóvá hafi verið tilbúið að leggja fram 10-15% af heildar- kostnaðinum, þ.e. tugi milljóna króna, sem styrk til Grensás- deildar og leigja LSH bygg- inguna á sanngjörnu verði þar til ríkið tæki hana yfir. „Endanlegar kostnaðartöl- ur liggja ekki fyrir en reikna má með að árlegur kostnaður af þessari nauðsynjaframkvæmd yrði ekki nema brot af vöxtum þeirra 18 milljarða kr. sem nota á af hagnaði ríkisins af sölu Landsímans til byggingar nýs sjúkrahúss við Hringbraut.“ Gunnar segir að Guðlaugur Þór Þórðarson, heil- brigðisráðherra, hafi sýnt málinu mikinn velvilja fyrir um ári, en síðan hafi ekkert gerst í því í ráðu- neytinu. Ítrekað hafi verið beðið um fund með ráð- herra í fyrrasumar og svar fyrst borist í lok októ- ber en ráðherra hafi ekki komist á fund með stjórninni fyrr en í byrjun maí. Það hafi verið góð- ur fundur og ráðherra sýnt skilning á þörfum deildarinnar og viljað samráð við HG. Í skýrslunni kemur fram að ráðherra hafi þegið boð um að koma á aðalfundinn en ekki svarað ítrekuðum skilaboðum um hvenær hann gæti komið og hafi svo ekki mætt. HG þyki þetta virð- ingarleysi en verra sé að Sjóvá hafi heldur ekki verið svarað. „Eru því nú alveg eins líkur á að fyrirtækið sé fallið frá tilboði sínu.“ Gagnrýna virðingarleysi ráðuneytis Í HNOTSKURN » Samtökin Hollvinir Grens-ásdeildar, HG, voru stofn- uð 5. apríl 2006. » Tilgangur samtakanna erað styðja við, efla og styrkja þá endurhæfing- arstarfsemi sem fram fer á Grensásdeild Landspítalans. » Viðbótarálma fyrirsjúkra- og iðjuþjálfun er langbrýnasta þörf deild- arinnar, en engu rými hefur verið bætt við frá því deildin tók til starfa 1973. Gunnar Finnsson  Hollvinir Grensásdeildar segja mjög brýnt að bæta aðstöðuleysi deildarinnar Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „ÉG ER mjög stressaður,“ segir Paul Ramses, sem kom hingað til lands í lok janúar frá heimalandi sínu Kenía, þar sem hann segist hafa sætt ofsóknum, og sótti um pólitískt hæli hér á landi. Paul var í gær handtek- inn á heimili sínu og fluttur á lög- reglustöð, en senda átti hann úr landi í morgun til Ítalíu, þar sem þarlend stjórnvöld taka við máli hans. Umsókn ekki afgreidd Engin niðurstaða liggur fyrir um umsókn hans um hæli hér á landi, enda hefur Útlendingastofnun ekki afgreitt hana. „Mér var sagt þegar ég sótti um pólitískt hæli að ég upp- fyllti skilyrðin en ákvörðunina yrði Útlendingastofnun að taka. Ég sneri mér því til hennar en ég hef engin svör fengið frá stofnuninni,“ segir Paul jafnframt. Hann kveðst hafa farið fjórum sinnum að ræða við starfsmenn stofnunarinnar. „Lög- reglan sagði mér að niðurstaða um- sóknar minnar lægi fyrir og þeir væru með heimild til þess að vísa mér úr landi,“ segir Paul um aðdrag- anda handtökunnar í gær. „Ég var laminn og það var spark- að í mig heima í Naíróbí fyrir það eitt að taka þátt í stjórnmálum. Ég ótt- ast um líf mitt,“ segir Paul, en hann er kenískur ríkisborgari og með há- skólapróf í ferðamálafræðum. Paul flúði heimalandið í janúar á þessu ári í kjölfar ofsókna sem hann segist hafa orðið fyrir en hann bauð sig fram í borgarstjórnarkosningum í Naíróbí og beið lægri hlut í desem- ber í fyrra. Málshraðareglan brotin? Málshraðaregla stjórnsýsluréttar- ins gildir um umsókn Pauls, en sam- kvæmt henni er Útlendingastofnun skylt að svara erindi hans um póli- tískt hæli, hvort það verði afgreitt og afgreiða það þá eins fljótt og hægt er, taki hún það til skoðunar. Paul á rík tengsl við Ísland en hann tók þátt í að stofna skóla í Naí- róbí með íslenskum aðilum. Það verkefni var stutt af utanríkisráðu- neytinu. Hann hefur einnig starfað með ABC barnahjálpinni í Kenía og dvaldist hér á landi árið 2005. Hælisleitandi segist óttast um líf sitt  Sendur úr landi eftir rúmlega 5 mánaða dvöl  Umsókn um pólitískt hæli ekki verið afgreidd hjá Útlendingastofnun Paul Ramses get ekki verið ein hérna. Er þetta mennskt?“ spyr Atieno. „Það sem er svívirðilegt í þessu er að engin afstaða er tekin til sérstakra kring- umstæðna þeirra,“ segir Ólafur Ottósson, sem var búsettur í Kenía í mörg ár og er að reyna að hjálpa Atieno við þessar aðstæður. „Er þetta mennskt?“ ATIENO Othiembo, kona Pauls, var að sinna Fidel syni þeirra, sem fæddist hér á landi þann 26. maí sl. þegar Morgunblaðið náði tali af henni.„Ég skil ekki hvers vegna ís- lensk stjórnvöld bregðast svona við. Barnið okkar er bara mánaðar- gamalt og þarfnast föður síns. Ég dórsdóttir, héraðsdómslögmaður. Ítalía varð fyrsta landið til að veita Paul vegabréfsáritun. Hins vegar er undantekning í samningnum sjálfum. Þar segir að jafnvel þó reglurnar eigi við þá geti hvert land fyrir sig tekið umsóknina til efnislegrar meðferðar þegar sér- stök mannúðarsjónarmið eiga við. „Eitt sjónarmiðið er þegar hæl- isumsækjandi á ættingja í landinu, sem þarf á honum að halda,“ segir Katrín. Mannúðarsjónarmið eiga við Á GRUNDVELLI svokallaðs Dyfl- innarsamnings milli Schengen- ríkjanna geta íslensk stjórnvöld vísað Paul úr landi en heimildin er í tilskipunum sem settar voru af Evrópusambandinu á grundvelli samningsins. „Inntak samningsins er að Evrópuþjóðirnar eru að skipta með sér ábyrgð á hælisleit- endum. Það land sem veitti hæl- isleitanda fyrst vegabréfsáritun ber ábyrgð á umsókn viðkomandi hælisleitanda,“ segir Katrín Theo- ÞÓRUNN Helgadóttir hjá ABC barnahjálp þekkir til máls Pauls en hún hefur unnið mikið í Naíróbí. „Liðsmenn ODM, öryggissveitar stjórnarandstöðunnar í Kenía, tjáðu okkur að hans væri leitað af yf- irvöldum. Einnig voru oft menn að koma til okkar í starfsstöðvar ABC í Nairóbí að leita hans. Rétt áður en við fórum heim til Íslands reyndi einn þeirra að yfirheyra manninn minn um hagi Pauls,“ segir Þórunn. Pauls var leitað Í ÁSMUNDARSAFNI við Sigtún eru frummyndir af nær öllum listaverkum sem Ásmundur Sveinsson (1893-1982), einn af frumkvöðlum íslenskrar höggmyndalistar, vann á ferli sínum. Hann ánafnaði Reykjavíkurborg heimili sitt, vinnustofu og fjölda verka eftir sinn dag. Í safninu eru sýningar og safnverslun og í garðinum umhverfis safnið eru stórar afsteypur af ýmsum myndum listamannsins og þótt þær standi allajafna af sér veðrið þarf stundum að gera við þær. Mörg listaverk í Ásmundarsafni Morgunblaðið/Valdís Thor Gert við styttu í garðinum HAUKUR Guðmundsson, settur forstjóri Útlendingastofnunar, seg- ir afgreiðslutíma hælisumsókna á Íslandi almennt of langan og að ver- ið sé að vinna að því að stytta hann. Haukur segist ekki geta tjáð sig um málefni þessa manns eða ann- arra hælisleitenda. „Það er mjög erfitt að svara því hvað sé eðlilegur afgreiðslutími. Það er rétt að minna á nýlegan dóm héraðsdóms þar sem úrskurður Útlendingastofnunar, sem staðfestur hafði verið í dóms- málaráðuneytinu, var felldur úr gildi vegna þess að verið var að vinna í upplýsingaöflun í máli hæl- isleitanda.“ Haukur segir að mál geti tekið mjög langan tíma, sérstaklega þeg- ar um upplýsingaöflun að utan er að ræða, frá ríkjum sem ekki hafa verið afgreidd áður og vitneskja um framkvæmd er lítil. Haukur segir jafnframt að áður en Dyfl- inarsamningurinn kom til hafi hæl- isleitendur getað sótt um hæli hvar sem var en nú fyrst séu til sam- ræmdar reglur um það hvernig ríki skuli bera sig að þegar menn leiti pólitísks hælis. Afgreiðslutími almennt of langur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.