Morgunblaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 17
Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is H estamennska er dásamlegt sport og það er sérstaklega gaman hvað það getur sameinað fjöl- skyldur,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra sem er enginn nýgræðingur í hestamennsku. Hún sækir að sjálfsögðu uppskeruhátíð hesta- manna þessa dagana á Hellu. Þor- gerður Katrín setur Landsmót hestamanna í kvöld klukkan 20 og verður í hópi 500 manna opn- unarreið á Gaddstaðaflötum, og það verður ekki í fyrsta sinn. Landbúnaðarráðuneytið og menntamálaráðuneytið hafa unnið að sameiginlegum verkefnum á landsmótinu og mun Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra opna Hestatorgið formlega í kvöld. Megum vera stolt af þróuninni í hestamennsku „Það er einstakur heiður og ánægja af því að taka þátt því landsmótið er að mínu mati orðið eitt merkilegasta mannamót sem við stöndum fyrir. Landssamband hestamanna og allir þeir sem standa að landsmótinu eiga heiður og þökk skilið fyrir hvernig þeir hafa náð að þróa mótið áfram í þá veru að þetta sé orðin meiri fjöl- skylduhátíð. Auðvitað ganga menn ekki alltaf hægt um gleðinnar dyr en mér finnst mikill munur á landsmóti í dag og á árum áður,“ segir Þorgerður Katrín sem hefur sótt landsmót frá barnsaldri. Mót- in segir hún hafa þróast í mjög já- kvæða átt, annars vegar með bættum aðbúnaði og hins vegar hafi hestarnir sjálfir tekið miklum framförum og öll fagmennska í hestamennsku. „Við megum svo sannarlega vera stolt af þessari þróun í greininni,“ segir hún. Þorgerður Katrín er alin upp við hestamennsku og stundaði hana hér áður af fullum krafti en hefur ekki getað sinnt því eins síð- ustu ár en segir að það standi vonandi til bóta. „Fyrsti hesturinn minn var Úa, nefnd eftir persónu Kristnihalds undir Jökli. Þetta var svolítið táknrænt. Ætli ég hafi ekki verið sex ára þegar ég sá folald koma út úr þokunni með móður sinni Kengálu og þá sagði pabbi: „Þarna er folaldið þitt komið.“ Gunnar Eyjólfsson, hinn kunni leikari og faðir Þorgerðar Katr- ínar, hefur verið drifkrafturinn í hestamennskunni hjá fjölskyld- unni og Þorgerður Katrín segir systur sína, Karítas, hafa tekið við þeim kyndli. Hestamennskuáhug- inn er runninn undan rifjum Skag- firðingsins Ara Arasonar, tengda- föður Gunnars sem „smitaði“ hann. „Fallegt að horfa á samskipti hrossa og barna“ „Ég hef alltaf verið mikið á hestum, bæði á sumrin og vet- urna, fyrst uppi í Víðidal en núna erum við systurnar komnar í Hafnarfjörðinn,“ segir Þorgerður Katrín og telur þar að finna eitt allra besta hestasvæði landsins, bæði hvað varðar aðbúnað og fagrar reiðleiðir þar sem stutt sé í mikla náttúru frá þéttbýlinu. Þorgerður segir strákana sína tvo og dóttur fara reglulega með sér upp í hesthús en allt fari það þó eftir önnum ráðherrans hverju sinni. „Maður sér hvað allir verða glaðir og fá mikið út úr því þegar við förum þarna upp eftir. Ég held það séu mikil forréttindi að geta fengið að umgangast dýr reglu- lega. Krakkarnir eru fljótir að ná tengslum við hrossin og læra á sig og þurfa að reyna á sig alveg eins og dýr þurfa að reyna á sig að umgangast börnin. Það er fallegt að horfa á samskipti hrossa og barna.“ Ekki stendur á svari þegar Þor- gerður Katrín er spurð um uppá- haldsreiðhestinn í gegnum tíðina: „Bjarmi hans pabba. Hann er undan Ófeigi frá Flugumýri og fyrstu verðlauna hryssu frá pabba. Hann var stórkostlegur og er enn þá brattur 26 vetra í haga. Viljugt og hreingengt Maður er alltaf að leita eftir góðu geðslagi og viljugu og hrein- gengu hrossi, með góða yfirferð. Ég er enginn sérfræðingur í þessu, mér bara líður vel á góðum hesti og þá verður manni hugsað til ljóðsins Fákar hans Einars Ben; maður er kóngur um stund á góðum hesti úti í náttúrunni. Það toppar það vart neitt annað.“ Hryssan Úa út úr þokunni  Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra setur Landsmót hestamanna á Hellu í kvöld  Hefur sótt landsmót frá barnsaldri og segir mótið orðið eitt merkilegasta mannamót Íslendinga Kóngur um stund Hjónin Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Kristján Arason í hestaferð á góðum gæðingum. Gleði Þorgerður Katrín heldur í dóttur sína, Katrínu Erlu, er situr Brá frá Löndum. Karítas Gunnarsdóttir og Gunnar Ari Kristjánsson fylgjast með. Sameinar fjölskyldur Menntamálaráðherra í hestaferðalagi árið 1992. „Það toppar það vart neitt annað,“ segir Þorgerður Katrín. HLÝ gola lék um gesti á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum í gær. Fín stemning er á meðal mann- fjöldans enda margar úrvals- sýningar. Veðurspáin fyrir helgina er með eindæmum góð, ekki lýgur a.m.k. sólin sem skín beint í augu blaðamanns þeg- ar þessi orð eru skrifuð. Sviptingar í ungmenna- og unglingaflokki Sigurbjörn Bárðarson, eða Diddi Bárðar, er sannarlega karl í krapinu. Í forkeppni A- flokks gæðinga er hann efst- ur með Kolskegg frá Oddhóli og líka annar með Stakk frá Halldórsstöðum. Arnar Logi Lúthersson á Frama frá Víðidalstungu II er efstur eftir keppni í milli- riðli í unglingaflokki og í ungmennaflokki Henna Siren á Gormi frá Fljótshólum 3. Sýningu nokkurra hryssna í 4 vetra flokknum var lokið í gærmorgun vegna hvassviðr- isins sem skall á í fyrradag. Þar er efst Salka frá Stuðl- um, sýnd af Þórði Þorgeirs- syni. Yfirlitssýning hryssn- anna er svo í dag þar sem þær geta hækkað einkunn sína. Seiður frá Flugumýri II er efstur í flokki 4 vetra stóð- hesta en hann er sýndur af Mette Mannseth. Í 5 v. flokknum er Ómur frá Kvistum efstur hjá Þórði Þor- geirssyni og Glotti frá Sveinatungu er efstur 6 v. hesta hjá Jakobi Sigurðssyni. thuridur@mbl.is Diddi seigur Menntamálaráðherra segist alltaf verða jafnhissa yfir framförunum í hestamennsku á hverju landsmóti; að það sé mögulegt að toppa það síðasta. Hún fylgist með ræktun frá ákveðnum búum og svæðum og segir gaman að sjá hve rækt- unarlína geti verið einkennandi. „Ég hef alltaf verið hrifin af af- kvæmum Ófeigs frá Flugumýri, mér finnst þetta bleik- og móálótta sem kemur undan honum ofsalega fal- legt.“ Ræktunin frá Holtsmúla- Hrafni er líka í uppáhaldi og hún segir hafa verið gaman að fylgjast með Stála frá Kjarri sem toppaði á síðasta landsmóti auk þess sem henni finnst ræktunarhópurinn frá Feti skemmtilegur. „Mér finnst allt- af gaman að sjá afkvæmasýning- arnar,“ segir Þorgerður Katrín. „Kirkjubæingarnir höfða líka alltaf til mín og ég er hrifin af rauðbles- óttu.“ Hún kveður hesta fjölskyld- unnar upphaflega ættaða þaðan ásamt Ófeigskyninu o.fl. Hrifin af rauðblesóttu Kirkjubæingunum Landsmót hestamanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.