Morgunblaðið - 03.07.2008, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Fækkunstöðugildaí sparnað-
arskyni hjá Rík-
isútvarpinu ohf.
hefur verið gagn-
rýnd harðlega. Starfsmenn
Ríkisútvarpsins kvarta, sömu-
leiðis fulltrúar þeirra lands-
hluta þar sem starfsmönnum
er fækkað. Allt er þetta út af
fyrir sig vel skiljanlegt. Hver
er sjálfum sér næstur.
Fram hefur komið að í þjón-
ustusamningi mennta-
málaráðherra og RÚV sé gert
ráð fyrir að tekjur fyrirtæk-
isins lækki ekki á tímabilinu. Í
Morgunblaðinu í gær sagði
Páll Magnússon útvarpsstjóri
að samtals vantaði 400 millj-
ónir króna upp á það að fram-
lögin vegna þessa árs og hins
síðasta væru að raungildi hin
sömu og tekjur RÚV af af-
notagjöldum árið 2006.
Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir menntamálaráð-
herra sagði hér í blaðinu í gær
að ríkisfyrirtæki væru ekki
undanskilin því rekstr-
arumhverfi, sem önnur fyr-
irtæki í landinu byggju við.
„Menn þurfa að haga seglum
eftir vindi og RÚV er vonandi
að fara í þessar aðgerðir til
þess að geta staðið undir þeim
væntingum sem við gerum til
þess,“ sagði ráðherra.
Þetta er auðvitað alveg hár-
rétt hjá menntamálaráðherra.
Öll fyrirtæki í landinu standa
um þessar mundir í hagræð-
ingar- og sparnaðaraðgerðum
vegna versnandi
efnahagsástands.
Af hverju ættu
fyrirtæki í eigu
ríkisins að vera
þar undanskilin? Á
næstu misserum verður minna
til af peningum í þessu landi
en verið hefur. Fólk, fyrirtæki
og meira að segja opinberar
stofnanir þurfa að draga sam-
an seglin. Er hvergi nein fita í
rekstri RÚV, sem má skera
af?
Hverjir borga rekstur
RÚV? Það eru skattgreið-
endur í landinu, sem enn
greiða afnotagjald og munu
frá og með næsta ári greiða
sérstakan nefskatt til að halda
rekstri Ríkisútvarpsins gang-
andi. Afnotagjöldin hækkuðu
nýlega um 4%. Fljótlega munu
þau hækka um 5% til viðbótar.
Viljum við borga meira?
Á næstunni munu fjölmarg-
ir kveðja sér hljóðs og
skamma ríkisstjórnina fyrir að
vera vond við Ríkisútvarpið.
Það væri æskilegt að þeir hinir
sömu, stjórnmálamenn, stétt-
arfélagsfrömuðir og sjálfskip-
aðir vinir RÚV, myndu í leið-
inni útskýra málið fyrir
almenningi – hver á að borga.
Af hverju eiga skattgreið-
endur, sem eiga væntanlega
nóg með sig á tímum rýrnandi
kaupmáttar, að borga hærri
skatta til að RÚV haldi sömu
tekjum, á sama tíma og flest
önnur fyrirtæki í landinu
þurfa að mæta minnkandi
tekjum?
Er hvergi nein fita í
rekstri RÚV sem má
skera af?}
Hver vill borga?
Þegar vísað ertil kvenna-
stétta á Íslandi
felst í orðanna
hljóðan að um er
að ræða stéttir
sem hvorki njóta
launa í samræmi við ábyrgð og
menntun, né sannmælis hvað
virðingu varðar. Þetta er því
miður staðreynd sem ríður á
að uppræta.
Óánægja hjúkrunarfræð-
inga og ljósmæðra með stöðu
sína og laun er langvarandi
vandamál í heilbrigðiskerfinu.
Það gefur augaleið að þessar
mikilvægu stéttir verða að fá
einhverja leiðréttingu sinna
mála áður en í meira óefni er
komið, þjóðin stendur með
þeim. Því miður blasir þó við
að sú leiðrétting verður ekki
framkvæmd af sama myndar-
skap nú og í góðæri, ástandið í
þjóðfélaginu er einfaldlega
þannig að það væri ábyrgðar-
laust.
Um virðingu í garð starfa
þeirra og menntunar gegnir
þó öðru máli. Viðhorf sem þar
eru lögð til grundvallar er
hægt að lagfæra
strax. Hvorki
hjúkrunar-
fræðingar né ljós-
mæður njóta sömu
virðingar og lækn-
ar þótt starf þeirra
sé engu minna virði fyrir sjúk-
lingana. Þessu þarf að breyta
með samstilltu átaki heilbrigð-
isyfirvalda og þeirra sjálfra.
Jafnframt liggur fyrir að
illa hefur verið búið að námi í
hjúkrunarfræðum. Reiknilík-
anið sem notað er til úthlutun-
ar fjár í kennsluna endur-
speglar ekki kröfur sam-
tímans, sem vitaskuld er
óviðunandi. Heilbrigðisþjón-
ustunni verður ekki borgið til
frambúðar nema námið sé
fyrsta flokks.
Ef ríkið beitir sér til að auka
veg og virðingu hjúkrunar-
náms og bæta viðhorfið til
þeirra sem starfa í stéttinni
verður til vísir að meiri sátt í
stéttinni. Það á ekki að þurfa
að leggjast á sjúkrahús til að
átta sig á því að hjúkrunar-
konur og ljósmæður vinna
kraftaverk á hverjum degi.
Hjúkrunarkonur
og ljósmæður vinna
kraftaverk á hverj-
um degi}
Aukin virðing vísir að sátt
N
ú fer sumarleyfistími lands-
manna í hönd. Júlí þykir ekki
sérlega drjúgur til vinnu, enda
margir á faraldsfæti þessa
dagana. Samt finnst ábyggi-
lega einhverjum mánuðurinn góður tími til að
sinna verkum sem vont er að komast í þegar
allt er á fullum dampi. Hvernig sem menn
haga þessum sumardögum, gefst vonandi
flestum tækifæri til að breyta aðeins um takt.
Dagarnir eru lengri, birtan yndisleg, ilm-
urinn í loftinu hressandi og náttúran kallar á
okkur. Þótt veðrinu sé misskipt, er alls staðar
hægt að finna sér laut til að gleyma sér í, eða
horn í húsinu til að koma sér fyrir með góða
bók og kúra.
Bókaflóðið er ekki lengur bundið við sex vikur fyrir
jólin, því bóksalar segja að bækur seljist vel á sumrin.
Fólk tekur bækur með sér í fríið og ætli margir klári þá
ekki ýmislegt sem ekki náðist að lesa yfir jólasteikinni.
Það er svo gott að hlusta á fuglana með góða bók í hönd.
Ég held við ættum líka að hvetja krakkana til að slökkva
á tölvunum og tæta frekar í sig góða ævintýrabók.
Það færist stöðugt í vöxt að sumarbústaðir séu búnir
Interneti. Þetta er mjög þægilegt, hægt er að fylgjast
með tölvupósti og skrifa blaðagreinar. En sá galli er, að
krakkarnir vilja þá liggja í tölvunum. Þótt Netið sé
ágætisgulrót til að fá unglingana með í bústaðina, er
gott fyrir okkur foreldrana að benda á að tölvuleikirnir
þurfa líka frí á sumrin.
Það þurfa allir að gleyma sér, þótt ekki sé nema í
örfáa daga. Frí frá bunkanum á skrifborðinu,
áhyggjum af heimilishaldinu, GSM-símanum
og frí frá tölvuleiknum. Nota nokkra klukku-
tíma til að vera saman, ganga, hlaupa og
gleyma sér. Gleyma áhyggjum af VISA-
reikningi og krónunni. Ég vona að enginn í
heiminum sé svo upptekinn og ómissandi að
hann geti ekki tekið sér hvíld frá annríkinu.
Ég er stöðugt að lesa í blöðunum um
áhyggjur af því að foreldrar verji ekki næg-
um tíma með börnunum sínum. Ég hygg, að
margir foreldrar séu með samviskubit yfir
því, að samverustundirnar séu ekki nógu
margar. Ég veit ekki hvernig rétt er að
bregðast við, en það er áreiðanlega rétt, að
samfélagið gerir miklar kröfur til fjölskylda.
Á sumrin eru oft íþróttamót um allt land. Foreldrar
vilja gjarnan fylgja börnum sínum í þau. Allur und-
irbúningur er unninn í sjálfboðavinnu og heilmikið að
gera meðan á kappleikjunum stendur. Sumir eiga mörg
börn og systkinin hafa engan áhuga á ferðalögum á fót-
boltaleiki.
Allt þetta þýðir aukið álag á heimilum. Það er áreið-
anlega eitt stærsta verkefni samfélagsins að finna rétt-
an takt í samlífi fjölskyldu og atvinnuþátttöku. Stærsta
verkefnið er auðvitað það, að tryggja börnunum traust
og gott uppeldi og skapa þeim góð skilyrði til að vaxa og
dafna í framtíðinni.
Þess vegna vona ég, að við náum flest nokkrum dög-
um í sumar til þess að slaka á með fjölskyldunni og anda
og lifa. olafnordal@althingi.is
Ólöf Nordal
Pistill
Að anda og lifa
Sjómenn segja nóg
af þorski í sjónum
FRÉTTASKÝRING
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
M
ikið er af þorski í
sjónum, að mati sjó-
og útgerðarmanna
sem rætt var við í
gær. Þeir telja ill-
mögulegt að veiða ý́msar aðrar botn-
fisktegundir án þess að fá þorsk með,
en telja þó ekki að ákvörðun um afla-
mark á næsta fiskveiðiári verði til að
auka brottkast.
Þorvaldur Svavarsson, skipstjóri á
frystitogaranum Þór HF, telur að
aflamark í þorski upp á 130 þúsund
tonn sé út í hött. Nóg sé af þorski og
til marks um það séu engin skip að
veiðum á aðalþorskveiðislóðum Ís-
lands á borð við Halann og úti fyrir
Austfjörðum. Þá sé fullt af þorski á
grálúðuslóðum fyrir vestan land.
Hann segir nánast ómögulegt að
veiða ýsu í troll nema fá þorsk með.
„Þeir [Hafrannsóknastofnun]
þurfa að sýna okkur hvernig við eig-
um að ná í ýsukvótann án þess að
klára þorskkvótann alltof snemma,“
segir Þorvaldur. Hann segir erfitt að
fiska aðrar botnfisktegundir nema
hafa þorskkvóta. Stærri fiskiskipin
eigi þó auðveldara með að „flýja
þorskinn“ og leita annarra tegunda í
kringum landið en minni fiskiskip.
Halda hefði átt ýsu- og ufsakvóta
eins og í fyrra, að mati Þorvaldar.
Minna virðist vera af karfa og því
eðlilegt að draga úr sókn í hann. Hins
vegar telur Þorvaldur að það hefði átt
að ákveða 200-220 þúsund tonna árs-
afla af þorski í þrjú til fimm ár. Hann
fullyrðir að það hefði ekki skipt neinu
máli fyrir vöxt þorskstofnsins. Varð-
andi brottkast telur Þorvaldur ólík-
legt að það aukist í ljósi nýjustu ráð-
stafana og áleit að langflestir sjó-
menn gengju vel um auðlindina.
„Veit ekki hvað ég geri í haust“
Hólmgrímur Sigvaldason er út-
gerðarmaður Grímsness GK sem er
gert út frá Grindavík á net og snur-
voð. Honum þykir skelfilegt að ekki
skyldi vera bætt við þorskkvótann.
„Ég veit ekki hvað ég geri í haust.
Það er saumað að þessu á hverju ári
og verið að útrýma þessum bátum,“
segir Hólmgrímur. Hann kveðst ekki
skilja ráðgjöf fiskifræðinganna.
„Sem betur fer finnst manni og
sýnist vera meira af fiski í sjónum en
fiskifræðingar vilja meina. Ég van-
virði ekki þeirra vinnu en mér finnst
aðferðafræðin ekki geta verið rétt.
Ég spyr hvort við séum að spara fisk-
inn fyrir hvali og seli?“
Hólmgrímur kveðst ekki hafa trú á
að þessi úthlutun hvetji til brottkasts.
Helst sé hætta á að menn hendi
þorski, en sókn í hann hafi ekki verið
skert frá fyrra ári. Þá bendir Hólm-
grímur á að menn geti geymt 20% af
kvótanum til næsta fiskveiðiárs og
hafi geymt mikið af ýsu í fyrra. Hann
telur að nú verði allar geymslur fullar
af ufsa. Þessi úthlutun eigi því ekki að
breyta neinu um brottkast á þorski,
sé yfirleitt um það að ræða.
Pétur Sigurðsson, útgerðarmaður í
Sólrúnu ehf. á Árskógssandi, gerir út
tvo krókabáta og er í forystu smá-
bátasjómanna. Hann telur að ráðgjöf
Hafró um þorsk sé skökk og engin
rök fyrir því að fara frekar eftir henni
en hvað varðar aðrar tegundir.
„Við erum á því að þorskurinn þoli
180-220 þúsund tonna veiði á ári,“
segir Pétur. Hann segir að þorsk-
markaðir Íslendinga séu að tapast því
ekki sé hægt að útvegað þann þorsk
sem kaupendur vilja fá. Þeir fari þá í
aðrar tegundir og ekki víst að hægt
verði að stórauka framboð af þorski í
framtíðinni, nema lækka verðið.
Pétur minnir á að í fyrra hafi gott
árferði og stöðugt gengi verið notað
sem rök fyrir því að fara eftir aflaráð-
gjöfinni. Nú sé það allt breytt. „Það
fóru 30% af tekjunum í fyrravor
vegna kvótans og skuldirnar hafa
aukist um 40% það sem af er þessu
ári vegna gengisins.“
Morgunblaðið/ÞÖK
Þorskur Sjómenn vilja veiða meiri þorsk en fiskifræðingar auka nýliðun.
JÓHANN Sigurjónsson, forstjóri
Hafrannsóknastofnunar, segir það
ekki auðvelt fyrir blandaða veiði
þegar farið er í róttæka breytingu á
ákvörðun aflamarks í einni tegund.
Jóhann segir að veiðiráðgjöf um ýsu
hafi annars vegar helgast af hægum
vexti á risavöxnum árgangi og því
að láta hann stækka svo hann nýtist
sem best. Hins vegar því að erfitt
geti verið að ná í ýsuna eina þegar
hún sé í bland við þorsk.
Varðandi orð sjómanna um að
mikið sé af þorski segir Jóhann að
árgangar sem klöktust fyrir alda-
mót hafi verið að skila sér og hrygn-
ingarstofninn því styrkst. Verri þró-
un megi sjá í yngri árgöngum og því
sé reynt að sporna við henni og
stuðla að sterkari nýliðun. „Þetta er
langtímaaðgerð sem krefst þolin-
mæði og tímabundinna fórna, en er
eina leiðin sem eykur líkur á að
ástandið batni,“ segir Jóhann.
Varðandi brottkast segir Jóhann
mælingar sýna að það sé tiltölulega
lítið. Menn leiki sér ekki að því að
henda fiski og það sé dýrt. Jóhann
telur mikilvægt að menn séu þó vak-
andi fyrir því að brottkast geti auk-
ist við breyttar aðstæður.
FORSTJÓRI
SVARAR
››