Morgunblaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 23
úr bæjarlífinu MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 23 Ég lærði nýtt nafn um daginn. Þótt það sé íslenskt þurftu tveir New York búar að kenna mér þetta nafn. Þeir kveiktu á perunni, hafandi ver- ið hér í bænum í 4 vikur á meðan ég hef verið hér stærstan hluta ævinn- ar. Stundum sér maður bara ekki birtuna fyrir allri sólinni.    Eða svoleiðis. Þetta er semsagt nafnið á stórgóðum en ódýrum mat- sölustað hér í bæ. Allir réttir undir þúsund krónum, sem kemur sér vel þessa dagana þegar gengið er eins og það er og horfurnar eins og þær eru. Og nú á tímum neytendavakn- ingarinnar miklu er ég að hugsa um að deila með ykkur nafninu á þess- um ágæta stað, þar sem verðlagið er stórgott.    Amts-café var það, heillin.    Annars finnst mér rigningin ekkert sérstaklega góð. Get því ekki sagt að þessir síðustu dagar hafi verið átakanlega frábærir. Það bætir hins vegar bölið alveg töluvert að hnusa í átt að öllum hinum sem þurfa að dragast með sama djöful.    Ég get til dæmis ekki annað en fundið til með listamönnunum tveimur sem eru að mála nýtt Vegg- Verk. Þegar maður keyrir fram hjá leigubílastöðinni sér maður tvær hríslur skjálfa í kuldanum og berj- ast við að koma upp verki. Það hef- ur gengið svona og svona, en myndi fljúga upp ef við fengjum smá sól- arglætu.    Listamennirnir hafa það samt gott miðað við keppendurna á N1 mótinu við KA-heimilið. Þeir þurfa að berj- ast um boltann ódúðaðir og renn- andi blautir.    Mér sýnist samt á öllu að það eigi að stytta upp fyrir helgina, sem er náttúrulega hið besta mál. Þannig sagði mér veðurspámaður á förnum vegi að hinir rígfullorðnu pollar fái góðviðri þegar þeir fara að spila á öllum völlunum kringum Þórs- svæðið um helgina. Í góðviðrinu fá því gamalkunnir taktar frá mörgum bestu leikmönnum Íslands fyrr og síðar að njóta sín til fullnustu. Sig- urliðið í fyrra, sem bar hið hógværa nafn Innri fegurð, stefnir á að verja meistaratitilinn í pollakeppninni.    Í kvöld er svo heitur fimmtudagur í Deiglunni. Þetta er fyrsta djass- kvöldið á Listasumri, en heitu fimmtudagarnir eru orðnir eitt af kennileitum hátíðarinnar. Í kvöld kemur hljómsveitin Bláir skuggar fram, en í henni er að finna úrvals djassspilara: Sigurð Flosason, Þóri Baldursson, Pétur Östlund og Jón Pál Bjarnason. Þetta er fyrsti fimmtudagurinn af níu í sumar. Húsið opnar 20.30.    Fyrst maður var nú á annað borð að setja sig í neytendastellingarnar hvað varðar matsölustaðinn, þá ætla ég ekki að gera undantekningu hvað tónlistina varðar. Þannig barst mér nýlega til eyrna að hægt sé að kaupa miða á sex fimmtudagstónleika að eigin vali fyrir þrjá fjólubláa Brynjólfa.    Djassgeggjarar athugið, djass- geggjarar athugið, þannig er hægt að fá helmings afslátt af miðaverði við dyrnar.    Svo mæli ég með því að fólk fylgist vel með pollinum á morgun. Mér skilst nefnilega að það líti heil fjög- ur skemmtiferðaskip við í bæinn. AKUREYRI Hjálmar Stefán Brynjólfsson Eiginlega ætti ég að vera búinn að veita lögreglunni á Blönduósi umhverfisverð- laun fyrir þeirra framlag við að draga úr eyðslu, enda hraðakstur þar í lágmarki.                       !  "#  $  %   $ &' !  "#$%&' (##$%&' %&' $'%##  #$'% %  # ' %&#% )*)+,-%,. ( " )*& # ( " )*# !+,-.**& # !+,-.*# /0 0 / 1 2  /1 3 /. 1/ /. 0 . 21 2   /2 221 / 0. /1  /.  ! # 4# 2  % # 23 % # $ &' #  5 5  $  $  %      21  20  2 . Við lögðum ýmislegt á símann til að reyna í honum þolrif- in, frystum hann og skvett- um á hann vatni (hann er vatnsvar- inn ekki vatns- heldur), veltum hon- um upp úr skít og drullu, létum hann detta í gólfið, köst- uðum honum í veggi og „misstum“ hann út um gluggann á annarri hæð. Skjárinn skrámaðist og það sá á símanum, en hann tók ekki feilpúst. Sonim XP1 Bluetooth kostar 36.995 kr., en Sonim XP1 án Bluetooth kostar 26.995 kr. Svalur Sonim síminn þolir það að detta í glas, þó það sé með suð- rænum svaladrykk. Þeir sem eru enn sorgmæddir eftir að hafa horft á uppáhaldsliðið sitt tapa á Evrópumeistaramótinu geta nú undirbúið sig andlega fyrir næsta mót. Til að létta lundina og komast í rétta stemningu geta húsgögn úr endurunnum fótboltum hjálpað til. Hægt er að styðja liðið sitt og móður jörð í leiðinni með fögrum fótboltamynstruðum sófum og stólum sem sjá má á www.trendhunter.com. Fáðu þér sæti í mjúkum, brakandi, ilmandi fótboltastól og láttu hugann reika. Þeir sem eru ennþá hreinlega reiðir eftir Evrópumeistaramótið og vilja fá einhverja útrás geta reynt að tæta niður sína eigin fótbolta og raðað bútunum fallega saman. Það þarf ekki endilega að búa til húsgögn og um að gera að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. Ef makinn er ennþá miður sín yfir fótboltaglápi síðustu vikna má reyna að hanna skartgrip úr fótboltatægjunum. Einnig er hægt að gefa yfirmanninum heimasaumaðar fótboltagardínur á skrifstofuna til að bæta upp „EM veikindin“ óhjá- kvæmilegu. Hver veit nema fólk geti svo selt herlegheitin dýrum dómum á internet- inu en þá er til peningur fyrir bjór og pizzu yfir næsta leik. liljath@mbl.is Endurunnir fótboltar nýttir til húsgagnagerðar Viðskiptaráðuneytið Dagskrá: 8:15 - 8:30 Skráning og morgunverður 8:30 - 8:40 Setning og inngangsorð Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra 8:40 - 9:15 Private Action, Public Responsibility Neelie Kroes, framkvæmdastjóri samkeppnis– mála hjá Evrópusambandinu 9:15 - 9:35 Effective Enforcement of Competition Policy Kristján Andri Stefánsson, stjórnarmaður Eftirlitsstofnunar EFTA 9:35 - 10:00 Skiptir bótaréttur tjónþola máli? Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppnis– eftirlitsins 10:00 - 10:30 Kaffihlé 10:30 - 10:50 Möguleikar á skaðabótum vegna brota á samkeppnislögum Steinar Þór Guðgeirsson hrl. 10:50 - 11:10 Mat á tjóni vegna samkeppnisbrota Friðrik Már Baldursson, prófessor við Háskólann í Reykjavík 11:10 - 11:30 Samantekt og ráðstefnuslit vegna samkeppnislagabrota Bótaréttur Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica þann 4. júlí Ráðstefnustjóri er Dr. Gylfi Magnússon, dósent við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins. Skráning á ráðstefnuna fer fram á netfanginu postur@vrn.stjr.is. Ráðstefnugjald er 2.000 kr. Í tilefni af heimsókn Neelie Kroes framkvæmdastjóra samkeppnismála hjá Evrópu- sambandinu til Íslands standa viðskiptaráðuneytið og Samkeppniseftirlitið fyrir ráðstefnu um bótarétt vegna samkeppnislagabrota. Nýlega hafa gengið dómar hérlendis þar sem einstaklingum og fyrirtækjum hafa verið dæmdar bætur úr hendi fyrirtækja sem fundin hafa verið sek um brot á samkeppnislögum. Þá hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sent hvítbók um skaðabætur vegna brota á samkeppnisreglum út til umsagnar. Á ráðstefnunni verður farið yfir helstu atriði er varða bótarétt vegna samkeppnislagabrota og þau álitaefni sem upp geta komið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.