Morgunblaðið - 03.07.2008, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Orð dagsins: Enginn er þinn líki,
Drottinn! Mikill ert þú og mikið er
nafn þitt sakir máttar þíns.
(Jeramía 10, 6.)
Víkverji mætir endurnærður ogfullur af súrefni í vinnuna eftir
að hann hætti að nota bílinn til að
koma sér til vinnu og tók fram reið-
hjólið. Hann er að sjálfsögðu afar
stoltur og montinn af framtakinu þó
hann reyni að monta sig ekki um of.
Það var erfitt að hafa sig af stað í
fyrstu en nú er það orðið mikið til-
hlökkunarefni.
Auk þess að gera sál og líkama
gott hafa hjólaferðirnar opnað augu
Víkverja fyrir fegurð borgarinnar.
Leiðin liggur nefnilega um helstu
perlu Reykjavíkur, Elliðaárdalinn.
Það er ekki amalegt að hjóla snemma
morguns meðfram bökkum Elliða-
ánna og finna ilminn af gróðrinum
eða fylgjast með fjörugu fuglalífinu.
Álftarparið fyrir ofan stíflugarðinn
hefur annast ungana sína af mikilli
natni frá því snemma í sumar og litlu
krílin eru nú að verða að gráleitum
unglingum.
x x x
Hjólaferðirnar hafa einnig orðiðtil þess að Víkverji gæti vel
hugsað sér að eiga heima í Árbænum
og sér Víkverjabörnin fyrir sér
skoppa um engi og tína blóm í daln-
um.
Fasteignamál valda Víkverja sí-
felldum pirringi og æ ólíklegra verð-
ur að draumurinn um stærra hús-
næði í grænu umhverfi
(Elliðaárdalnum) muni rætast.
Fyrir um tveimur árum síðan
hætti Víkverji alveg að fara inn á
fasteignasíður vefmiðlanna til að
kanna fermetratal og kaupverð. Pirr-
ingurinn og svekkelsið var hreinlega
að fara með hann og því var sá liður
strokaður út úr daglegu netvafri.
x x x
Víkverjabörn verða því að láta sérnægja að deila herbergi um
óráðna framtíð, nokkuð sem er
kannski ekkert svo slæmt. Bjartsýnir
myndu segja að fáir fermetrar sam-
eini fjölskylduna þar sem ekki er
pláss til að draga sig í hlé eða komast
hjá samskiptum. Best að horfa þann-
ig á málin og gera sig ánægðan með
sitt. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 þor, 4 skán,
7 þráin, 8 hnossið,
9 kraftur, 11 líffæri,
13 karldýr,
14 fyrir neðan,
15 gryfjur, 17 viðbót,
20 greinir, 22 kverksigi,
23 líkamshlutinn,
24 úrkomu,25 sleifum.
Lóðrétt | 1 áköf löngun,
2 óskar eftir, 3 eljusama,
4 snjókorn,
5 moðreykur, 6 nytjar,
10 ól, 12 for, 13 ósoðin,
15 hlýðinn, 16 heiðarleg,
18 uppbót, 19 oft,
20 höfuð,
21 læra.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 handahófs, 8 afdal, 9 læðan, 10 lof, 11 parta, 13
trant, 15 hring, 18 skjól,21 rit, 22 gaufa, 23 eikin, 24
landskuld.
Lóðrétt: 2 andar, 3 dolla, 4 helft, 5 fiðla, 6 happ, 7 unnt,
12 tin, 14 rok, 15 högg,16 iðuna, 17 grand, 18 sterk, 19
jökul, 20 lund.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Sudoku
Þrautin felst í því að fylla út í
reitina þannig að í hverjum 3x3-
reit birtist tölurnar 1-9. Það verð-
ur að gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei
má tvítaka neina tölu í röðinni.
Lausn síðustu Sudoki.
www.sudoku.com
© Puzzles by Pappocom
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Of klókt.
Norður
♠ÁG64
♥Á
♦10732
♣ÁK95
Vestur Austur
♠873 ♠KD
♥K32 ♥DG1095
♦ÁD65 ♦985
♣G103 ♣874
Suður
♠10952
♥8764
♦KG
♣D62
Suður spilar 4♠.
Engin leið er að komast hjá því að
gefa tvo slagi á tígul og því ræðst út-
koman af spaðaíferðinni – vörnin má
fá einn slag, ekki tvo. Tölfræðilega
rétta íferðin er að tvísvína fyrir hjón-
in, en nokkrir keppendur á EM virtu
rök tölfræðinnar að vettugi og felldu
háspil fyrir aftan. Jón Baldursson var
einn af þeim. Finninn í vestur kom út
með hjarta og Jón spilaði strax tígli á
gosann. Vestur tók sína tvo slagi á
tígul og skipti síðan yfir í tromp – lítið
úr borði og kóngur frá austri. Það var
einum of klókt. Frá bæjardyrum
sagnhafa gæti vestur hafa trompað út
frá kóngum, en aldrei frá drottning-
unni. Jón veiddi því ♠D í ásinn.
Spilið þróaðist eins á hinu borðinu,
nema þar tók Bjarni Einarsson
trompslaginn á drottninguna og
finnski sagnhafinn svínaði fyrir kóng-
inn.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú veitir einhverjum óskipta at-
hygli þína, sem reynist besta gjöfin sem
þú gast gefið. Svo er líka dásamleg til-
finning að hitta einhvern í hjartastað.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Segulkraftur líkamlegs aðdrátt-
arafls er yndislegur, jafnvel þótt ekkert
meira gerist. Enda á það ekki að gerast.
Leyfðu tilfinningunni að létta þér lífið.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þú ert að leita að sálufélaga sem
skilur þig í einu og öllu. Sumir er næmir
og viðkvæmir sem er fínt, þú þarft maka
sem getur einbeitt sér – og helst að þér.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Sambönd eru aldrei einföld, vegna
þeirrar flóknu blöndu af sorg og gleði
sem mannveran er gerð úr. Ef þú býrð
yfir tilfinningagáfum ertu mjög heppinn.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú ert með á hreinu hvað þú vilt
gera, en þegar þú miðar þig við aðra,
renna á þig tvær grímur. Ekki gefast
upp. Þú et í miðju ferli og það eitt skiptir
máli.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú öðlast vinsældir vegna þinnar
innri hvatar til að tengjast fólki. Þú ætl-
aðir aldrei að fá svona mörg boð sem þú
verður að afþakka, þetta eru afleiðing-
arnar.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Frægt skáld sagði að fegurðin væri
sannleikurinn og sannleikurinn fegurðin.
Það er skemmtileg kenning sem þú ert
staðráðinn í að komast til botns í.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú kannt lagið á því að
skemmta börnum og unglingum. Þegar
þú ert skemmtilegur gefur þú kennslu-
stund í hvernig má tengja saman lífið og
húmorinn.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Gjöf stjarnanna til þín er
kröftug einbeiting. Nýttu hana í æðri til-
gangi. Þú ræður við flókin mál. Þú finnur
lausnir og lækningar, ræður örlögum.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú stendur upp fyrir framan
fólk til að vera með kynningu og það tek-
ur á taugarnar. Nýttu stressið og stjórn-
aðu því, og þú munt slá í gegn.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú hefur mikla orku og afrekar
tvisvar sinnum meira en vanalega. Hvíldu
þig samt seinni partinn. Farðu burt frá
netinu, taktu tölvuna helst úr sambandi.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú gætir verið í skapi til að sökkva
þér í eitthvað sem þú hefur enga þörf fyr-
ir, þ.m.t. mat og drykk. Vertu því meðal
fólks sem hagar sé óaðfinnanlega.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
3. júlí 1948
Undirritaður var samningur
um nær 39 milljón dala aðstoð
Bandaríkjanna við Ísland,
svonefnda Marshallaðstoð,
sem meðal annars var nýtt til
að kosta virkjanir í Sogi og
Laxá og til byggingar Áburð-
arverksmiðjunnar.
3. júlí 1954
Dregið var í fyrsta sinn í
Happdrætti DAS. Fyrsti vinn-
ingurinn var Chevrolet-
fólksbifreið, en vinningar
máttu vera bifreiðar, bátar og
búnaðarvélar. Ágóða átti að
verja til byggingar dval-
arheimilis fyrir aldraða sjó-
menn.
3. júlí 1973
Vísindamenn tilkynntu form-
lega að eldgosinu í Heimaey
væri lokið. Það hófst 23. jan-
úar og stóð til 26. júní eða í
155 daga. Um 240 milljón
rúmmetrar af hrauni og ösku
komu upp í gosinu og á fjórða
hundrað hús eyðilögðust.
Sums staðar eru allt að 150
metrar niður á leifar
húsanna.
3. júlí 1986
Sjálfvirkt farsímakerfi Lands-
símans var formlega tekið í
notkun.
Heimild: Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist þá…
„Ég verð að vinna á afmælisdaginn en mun grilla
fyrir vini mína um helgina. Þá verður haldið upp á
afmælið,“ segir Elvar Þór Eðvaldsson Eyjamaður
sem fyllir tvo tugi í dag. „Svo á ég reyndar að sjá
um skemmtiatriði og spila á goslokahátíðinni um
helgina.“
Elvar Þór, sem segist enn búa á „hótel Mömmu“,
er í flugnámi og starfar í sumar hjá Vest-
mannaeyjabæ auk þess sem hann er í Björg-
unarfélagi Vestmannaeyja.
Einnig spilar hann á trommur í Lúðrasveit Vest-
mannaeyja.
Ferðir innanlands eru á stefnuskrá Elvars Þórs
í sumar. „Ég fór nýlega í rosalega skemmtilega sumarbústaðaferð en
í sumar ætla ég hringinn í kringum Ísland. Ég hef lengst komist til
Egilsstaða í austri og Stykkishólms í vestri en langar að komast allan
hringinn.“
Þegar Elvar Þór er inntur eftir því hver sé eftirminnilegasti afmæl-
isdagurinn nefnir hann þann stóra áfanga að verða tíu ára. „Ég var
svo æstur yfir því að verða svona stór að ég datt úr rólu og nefbrotn-
aði næstum því.“
Vonandi passar Elvar Þór upp á andlitið í dag. gudrunhulda@mbl.is
Elvar Þór Eðvaldsson er tvítugur í dag
Spilar á goslokahátíð
dagbók
Í dag er fimmtudagur
3. júlí, 185. dagur ársins 2008
Reykjavík Reynir Björn
fæddist 14. apríl kl. 20.06.
Hann vó 4.755 g og var 58 cm
langur. Foreldrar hans eru
Helga Dögg Reynisdóttir og
Bryngeir Jónsson.
Reykjavík Egill Ingi fæddist
30. maí kl. 8.13. Hann vó
4.010 g og var 52 cm langur.
Foreldrar hans eru Ingunn
Hrund Einarsdóttir og Bene-
dikt Emilsson.
Reykjavík Stefán Þór fædd-
ist 11. apríl kl. 5.46. Hann vó
3.810 g og var 52 cm langur.
Foreldrar hans eru Linda
Hrönn Gylfadóttir og Friðrik
Rúnar Friðriksson.
Reykjavík Baldur Logi
fæddist 22. febrúar kl. 8.51.
Hann vó 3.550 g og var 52 cm
langur. Foreldrar hans eru
Brynjar Þór og Sigurlaug
Björk.
Nýirborgarar
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 dxe4 4. Rxe4
Bd7 5. Rf3 Bc6 6. Bd3 Rd7 7. De2
Rgf6 8. Rxf6+ Rxf6 9. Bb5 Dd5 10.
Bxc6+ Dxc6 11. O–O Bd6 12. Bg5
O–O 13. Bxf6 gxf6 14. c4 Hfe8 15.
Hac1 Bf8 16. Hfd1 Had8 17. Hc3 Bg7
18. He3 Dd6 19. d5 c6 20. Hdd3 cxd5
21. cxd5 e5 22. Rh4 Dd7 23. g4 Db5
24. d6 Bf8 25. Rf5 He6 26. Hd1 De8
27. Hed3 Db5 28. H3d2 Db6 29. Hd5
Hdxd6 30. Rxd6 Bxd6 31. De4 Kg7
32. H1d2 Bc5 33. Hc2 Bd4 34. Hd7
Da5
Staðan kom upp í Kóngsmótinu
sem lauk fyrir skömmu í Bazna í
Rúmeníu. Jan Timman (2565) hafði
hvítt gegn Rafael Vaganjan (2617).
35. Hxf7+! og svartur gafst upp enda
stutt í mátið eftir 35… Kxf7 36.
Dxh7+.
Hvítur á leik
Sigríður Frið-
riksdóttir frá
Vestmanna-
eyjum verður
hundrað ára í
dag, fimmtudag-
inn 3. júlí. Hún
tekur á móti vin-
um og vanda-
mönnum á
Hrafnistu Reykjavík, á Helgafelli
fjórðu hæð, frá kl. 16, í dag.
100 ára
;)
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum
ásamt upplýsingum um fæðingarstað
og stund, þyngd, lengd,
og nafn foreldra,
á netfangið barn@mbl.is