Morgunblaðið - 03.07.2008, Side 29

Morgunblaðið - 03.07.2008, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 29 Sviplegt skarð er höggvið í hóp bekkjar- systra úr MR við frá- fall okkar kæru Brynju. Hún var tryggur þátttakandi í samveru okkar í Lækjarbrekku undanfarin ár. Fylgdi henni jafnan ferskur and- blær, gamansemi og frásagnarlist, gjarnan á kostnað þeirra Erlings. Samheldnin hefur aukist með árun- um og sérstaklega hafa vorferðirnar okkar verið skemmtilegar og hrist okkur saman. Í eina slíka bauð Brynja okkur í fyrra. Var haldið í hús þeirra Erlings á Eyrarbakka þar sem Brynja tók á móti okkur af miklum myndarskap. Hún sagði okkur sögu þessa gamla húss á lif- andi og skemmtilegan hátt, en það geymir minningar um ættmenni Er- lings mann fram af manni. Svo gekk hún með okkur um plássið þar sem við hittum fagnandi granna. Vorferðinni í maí var heitið til Auðar Eydal að Efra-Nesi í Stafholtstungum. Brynja var í ess- inu sínu. Í útiskemmu sáum við gljá- fægt hjólhýsi sem Brynja strauk í bak og fyrir. Þetta var hjólhýsið sem hún hafði sagt okkur frá fyrir fáum árum. Hún hafði setið og verið að lesa Moggann, sá þar hjólhýsi á kostakjörum, greip símtólið og keypti gripinn á stundinni. Ekki laust við að maður öfundaði hana af því að geta tekið slíkar ákvarðanir. Þau voru búin að njóta þess vel. Nú var það í geymslu hjá vinum og beið næstu ferðar. Oft höfum við bekkjarsystkin hist í ár þar sem við fögnum 50 ára stúd- entsafmæli. Seint líður 29. maí úr minni. Þau Brynja og Erlingur voru samferða okkur Eggert í Hvera- gerði í afmæli bekkjarsystur. Við fórum af stað tímanlega til að sjá sýningu á verkum Magnúsar Kjart- anssonar í Listasafninu. Mikið var spjallað á leiðinni og hlegið. Við sát- um og horfðum á myndband um Magnús þegar jarðskjálftinn reið yf- ir. Við vorum svo nálægt upptökun- um að húsið nötraði og skalf heila ei- lífð. Við skjögruðum hálflömuð út, héldum þetta okkar síðustu stund. Afmælið var eftirminnilegt fyrir bragðið og var haldið úti við sund- laug á Hótel Örk þar sem ekki mátti fara inn í húsið. Ferðinni lauk svo í garðinum á Laufásvegi þar sem þau Erlingur sýndu okkur glöð í bragði yfirstandandi endurbætur. Brynja var ræðumaður 50 ára stúdenta í hófi Nemendasambands MR á Hótel Sögu 31. maí. Hún er mér ljóslifandi fyrir hugskotssjónum þar sem hún stendur á sviðinu og flytur mál sitt geislandi af leikrænni gamansemi. Hún spurði sig hvað skólinn hefði gert fyrir okkur. Hún var úr stærðfræðideild og setti mál sitt fram sem flatarmálsformúlu og lék Guðmund Arnlaugsson sem hún sagði hafa verið sinn besta kennara. Sæi nú að hann hefði kennt með leik- rænni tjáningu. Mátti glöggt sjá að stærðfræðiheilinn og leikkonan hafði engu gleymt. Brynja veiktist í ferðalagi ár- gangsins til Barcelona í byrjun júní. Ekki grunaði okkur að það væri svo alvarlegt sem raun bar vitni. Hennar verður sárt saknað. Skarð hennar í hópi okkar bekkjarsystra stendur autt. En minningin lifir. Sigríður Dagbjartsdóttir. Elsku besta fallega Brynja mín, það hreinlega slokknaði á veröld minni þegar sonur minn vakti mig inn í Hvalfirði með þessar hræðilegu Brynja Kristjana Benediktsdóttir ✝ Brynja Krist-jana Benedikts- dóttir leikstjóri fæddist að Reyni í Mýrdal 20. febrúar 1938. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 21. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 30. júní. fréttir. Ég trúði þessu ekki, vildi ekki trúa þessu, þetta gat ekki verið satt. Ég sat and- vaka og hágrátandi langt fram undir morgun, hugsandi um allar okkar dýrmætu stundir. Þegar ég loksins sofnaði þá dreymdi mig þig. Þú stóðst við rúmstokk- inn minn blíðbrosandi. Ég horfði á þig og spurði undrandi, „hvað er að gerast?“ Þú svaraðir mér með þinni sérstöku rödd, „Kjuregej mín, ég lifi“ svo brostir þú aftur svo undur blíðlega til mín. Fallega brosið þitt geymi ég í hjarta mínu og þú munt alltaf vera lifandi inni í mér og ég í þér. Tilfinninguna að missa þig núna Brynja mín get ég ekki lýst nema með fátæklegum orðum því það hef- ur alltaf verið erfitt fyrir mig að setja tilfinningar í orð. Þú hefur ver- ið leiðarljós og bjargvættur í lífi mínu hér á landi frá upphafi frá því ég fluttist til Íslands árið 1966 frá Rússlandi, ástfangin af æskuvini þínum honum Magnúsi mínum. Þú tókst mér opnum örmum frá fyrsta degi og kynntir mig fyrir íslensku samfélagi. Þú studdir mig í leitinni að listakonunni inni í sjálfri mér og gafst mér aukið sjálfstraust, þú hef- ur leiðbeint, hjálpað, hrósað, faðmað og hughreyst mig á minni krókóttu leið í gegnum lífið þar sem þú hefur verið minn helsti samherji og banda- maður. Lífið er sorglega stutt, en við náðum samt að syngja, dansa, gráta, brosa og hlæja okkur í gegnum það saman í ein dýrmæt fjörutíu og tvö ár. Nú eru komin stutt kaflaskil hjá okkur. Innilegar þakkir fyrir allt og allt hér í þessari tilvist, elsku, elsku, fal- lega vinkona mín, ég sakna þín svo sárt. Við sjáumst hinum megin, Brynja mín þar sem höldum áfram að elska, verja og vernda hvor aðra. Það sagði Magnús okkar alltaf, við verðum að trúa því. Innilegar samúðarkveðjur til þinnar yndislegu fjölskyldu á þess- um erfiðu tímamótum. Þín, Kjuregej Alexandra. Kveðja frá Bandalagi íslenskra listamanna Sumarið 1989 var Brynja Bene- diktsdóttir kjörin forseti Bandalags íslenskra listamanna. Fundargerðir frá þessum tíma leiða í ljós að henni hefur þótt þörf á gagngerum breyt- ingum, enda einhenti hún sér í þær af krafti og framtakssemi. Ein fyrsta breytingin virðist á yf- irborðinu léttvæg, en hefur þó skilað miklum árangri. Hún var einfaldlega sú að í stjórninni sætu formenn að- ildarfélaganna, en ekki sérkjörnir fulltrúar. Þar með komst á beint samband milli stjórnar BÍL og ann- arra stjórna hjá hagsmunasamtök- um listamanna. Annað sem hún beitti sér fyrir var að láta skrá sögu bandalagsins, sem raunar er stór- merk og samofin sögu þjóðarinnar á 20. öld, en BÍL var stofnað árið 1928. Strax á fyrstu mánuðunum í emb- ætti sat Brynja fundi nefndar sem gera átti tillögur um listamannalaun. Afrakstur þeirrar vinnu kom tveim- ur árum síðar, í lögum sem síðan hafa haldist að mestu óbreytt. Þar var tekið upp það fyrirkomulag að tengja launin verkefnum þeim sem listamenn höfðu hug á að takast á hendur, þetta urðu vinnulaun, en ekki viðurkenning fyrir vel unnin störf. Í ræðu sem Brynja hélt á aðal- fundi BÍL í október 1989 sagði hún: „Leiðin er, finnst okkur listamönn- um í nefndinni, að knýja á um launa- sjóði og verkefnasjóði … láta skiljast að listamenn skili verðmætum til þjóðfélagsins, fyrir það þurfi þeir laun, en frábiðji sér ölmusu.“ Hún brýndi ennfremur fyrir listamönnum að sýna samstöðu, en leyfa ekki stjórnmálamönnum „að etja lista- mönnum saman og láta þá bítast um kökuna sín á milli, og það verður verkefni hér í bandalaginu að láta það ekki henda, heldur standa sam- an.“ Ekki er annað að sjá í fund- argerðum en að listamenn hafi al- mennt tekið þessari áskorun. Á þessum tíma voru ýmis mál til umræðu í Bandalaginu sem síðar urðu að veruleika. Menntun lista- manna var forgangsverkefni að mati stjórnarinnar. Á fyrsta aðalfundi eft- ir kosningu Brynju var haldið lista- mannaþing undir yfirskriftinni „Listamaðurinn sem lærimeistari – Listaháskóli“. Almennt er óhætt að segja að Brynja hafi reynst farsæll forseti, þótt ekki hafi hún setið lengi á valda- stóli, einungis í tvö ár. Um leikstjórnarferil Brynju munu aðrir skrifa af meiri yfirsýn, en þó má á það benda hversu mjög hún lét sér annt um íslenska leikritun. Með- an hún starfaði í Þjóðleikhúsinu virð- ist það hafa verið henni sérstakt áhugamál að koma að glænýju verki og móta það í samráði við höfund og leikara, oft af meiri dirfsku og frum- leika en sást annars staðar á sviði þá. Sjálfur kynntist ég Brynju Bene- diktsdóttur á síðustu árum Leiklist- arskóla Þjóðleikhússins. Hún reynd- ist góður leiðbeinandi og afar áhugasöm, enda var hún að hefja feril sinn sem leikstjóri. Nemend- urnir urðu í og með þátttakendur í margvíslegum tilraunaverkefnum, sem báðir aðilar nutu vafalaust góðs af. Bandalag íslenskra listamanna sendir Erlingi, Benedikt og Char- lotte innilegustu samúðarkveðjur. Ágúst Guðmundsson. Það var mikill kraftur og nýr ferskleiki sem kom inn í íslenskt leikhús þegar Brynja Benedikts- dóttir hóf að fást við leikstjórn. Við yngra fólkið í leikhúsinu horfðum á Brynju sem sanna fyrirmynd. Leik- stjóra sem hafði forustu í mótun nýrra viðhorfa og annars konar kraft í mótun leiksýninga. Þegar Brynja kom fram sem leikstjóri var um ára- bil búið að vera í gangi leikhús „hins einráða leikstjóra“ . Leikstjórarnir gengu gjarnan mjög nærri leikurun- um og létu þeim ekki eftir mikið frelsi í sköpun á eigin persónu, hvað þá að það liðist að leikararnir væru að blanda sér inn í heildarmótun sýninganna. Með Brynju og þeim leikstjórum sem komu fram um sama leyti varð mikil breyting. Brynja hafði forustu um að móta leikhús þar sem leikstjórinn lagði sig fram um að hvetja leikarann til að hafa frumkvæði í mótun á sinni per- sónu. Og ekki bara það heldur var hún þekkt fyrir að hvetja alla sem þátt tóku í sýningum sem hún leiddi til að koma með hugmyndir inn í sjálfa mótun sýninganna. Brynja var forustumanneskja í að móta leikhús Leikhópsins. Mér verður alltaf minnisstætt hollráð sem Brynja gaf mér í upphafi míns leikstjóraferils. Við höfðum þá nýlega frumsýnt Saumastofuna í Iðnó sem ég skrifaði og leikstýrði. Hún samgladdist mér innilega og hvatti mig á allan hátt, svo sagði hún: „Kjartan, í dag geng- ur þér vel. Á morgun mun einhver annar gera mikla lukku. Vertu alltaf fyrstur til að viðurkenna og sam- gleðjast þegar kollegunum gengur vel. Með því móti muntu eignast pínulítinn hlut í því sem þeir eru að gera vel, og bæta við sjálfan þig“. Mér hefur alltaf fundist þetta heil- ræði vera mælt af mikilli visku og sí- fellt rifjað það upp. Hvort sem mér hefur tekist að fara eftir því eða ekki. Nú síðustu árin höfum við oft hist í samhengi við stórsigur einkasonar- ins Benedikts með Mr. Skallagríms- son hjá okkur í Landnámssetri. Í fyrrasumar voru þau Erlingur með pólska „lúxus“-hjólhýsið sitt góðan part úr sumrinu uppi í Krumshólum, sveitasetri Benedikts og Carlottu hér í Borgarfirðinum. Þar fengum við að eiga góða daga með Erlingi og Brynju, Önnu, Benna og Carlottu. Síðasta sinn sem ég hitti Brynju í þessu lífi var núna síðvetrar þegar þau hún og Erlingur komu á sýningu Brynhildar Guðjónsdóttur, Brák, í Landnámssetri fagnandi, einmitt samfagnandi, með blóm til Brynhild- ar eftir sýninguna. Ég las það í við- tali við Brynju nýlega að hún hlakk- aði til að eiga rólega daga þegar hún færi nú að eldast. Hún talaði um að hún myndi kunna að njóta þess að eiga nógan tíma fyrir sjálfa sig. Af þeim draumum varð ekki hjá Brynju. Það er margur sem óskar sér þess að fá að fara svona snöggt eins og Brynja, en að sama skapi vit- um við að það er bæði erfiðara og sárara fyrir þá sem eftir sitja. Ég votta Erlingi, Benna, Carlottu og Önnu Róshildi samúð mína um leið og ég þakka fyrir þá fyrirmynd sem Brynja var mér í listinni. Kjartan Ragnarsson. Brynja er horfin veraldlegum aug- um okkar. Þó hún sé horfin á braut stendur hún okkur alltaf ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, því hún hefur varðað okkur veginn. Hún tók hlut- ina vissum tökum sem við höfum lært mikið af. Það er stórkostlegt að hafa átt þess kost að kynnast þessari merku konu sem lagði svo mörgum lið, líkt og hún hefði töfrasprota í höndum. Ég átti því láni að fagna að vera valinn í Ínúk-hópinn, þar sem fyrir voru aðeins úrvalskraftar. Ég hélt lengi að ég hefði verið valinn vegna útlits míns þar sem ég var talinn líkj- ast Eskimóum, en hún valdi mig vegna ýmissa tónbrigða sem ég hef tileinkað mér. Vissulega má hafa það í huga hverju við Íslendingar getum miðlað öðrum þjóðum af þekkingu okkar. Ég, ásamt fjölskyldu minni, kveð Brynju með hlýhug og virðingu og flyt hinni merku og samheldnu fjöl- skyldu einlægar kveðjur. Guð blessi minningu Brynju. Ketill Larsen. Stjarna er horfin af sjónarsviðinu. Brynja Benediktsdóttir leikstjóri og leikskáld varð bráðkvödd á heim- ili sínu í blóma lífsins, sjötug að aldri. Enginn var undir þetta búinn. Hún nefndi að vísu við mig þegar ég hitti hana fáeinum dögum fyrr að upp- götvast hefði hjá sér truflun á hjart- slætti en hún var kát og glöð eins og hún átti að sér og ég veit að hún og Erlingur Gíslason, maður hennar, horfðu björtum augum fram á veg- inn, hugðust gera sér margt til ynd- isauka og hlökkuðu mjög til að eign- ast innan skamms tvær nýjar sonardætur. Fráfall Brynju er því reiðarslag fyrir fjölskyldu hennar og vini. Margt hefur breyst á þeirri hálfu öld sem liðin er síðan ég kynntist Brynju. Gamli menntaskólinn stend- ur að vísu enn á sínum stað, en Reykjavík er óþekkjanleg og ég held að það gæti vafist fyrir mörgum að bera kennsl á okkur nú, þessi sem vorum unga fólkið þá. Brynja var líka að ýmsu leyti öðruvísi en fólk kynni að gruna sem þekkir hana bara af ævistarfi hennar á sviði leik- listarinnar. En eitt var þá þegar ljóst, Brynja var stjarna. Hún sam- einaði það sem oftast var talið óhugs- andi að farið gæti saman í einum kvenmanni, gáfur og fegurð. Brynja var fegurðardís og ekki bara dúx, heldur dúx í stærðfræðideild. Brynju stóðu allar dyr opnar að loknu stúdentsprófi. Hún hóf fyrst nám í verkfræði en svo tók hún þá ákvörðun að láta undan þeim brenn- andi leiklistaráhuga sem vaknað hafði með henni. Hún sló fyrst í gegn sem ung leikkona í Hunangsilmi í Þjóðleikhúsinu en fór brátt að ein- beita sér að leikstjórn og var einn áhugaverðasti og frumlegasti leik- húslistamaður Íslands um áratuga- skeið. Sum sköpunarverk hennar gerðu víðreist, til dæmis Ínúk, sem leikflokkur Þjóðleikhússins samdi undir hennar stjórn og flutti í sam- tals 25 löndum, og leikrit hennar Ferðir Guðríðar sem hún stóð að öllu leyti undir sjálf og sendi um víða ver- öld. Engin leið er að gera störfum Brynju nein skil í stuttri grein. Því kýs ég að lýsa því sem ég tel að hafi verið helstu einkenni hennar sem listamanns. Það sem fyrst kemur upp í hugann er kjarkur. Brynja var aldrei smeyk við að ganga gegn við- teknum smekk ef henni þótti annað réttara. Hún var skarpskyggn, fljót að átta sig á aðalatriðum og ég held að það hafi verið Brynju í blóð borið að taka sjálfstæða afstöðu og treysta á eigin dómgreind og innsæi. Ætli það sé ekki eitt höfuðeinkenni fólks sem hefur ríkan sköpunarkraft. Hún hafði mikinn húmor sem átti til að verða örlítið óstýrilátur og hrekkvís. Brynja var stjarna og gat á stundum vissulega verið í plássfrekara lagi en ég skora þann hér með á hólm sem segir að hún hafi ekki verið skemmtilegur félagsskapur. Náið samband hefur verið milli fjölskyldna okkar í meira en 40 ár og aldrei borið skugga á þá vináttu sem það er byggt á. Fyrir þessa samfylgd viljum við Helga og börnin okkar þakka um leið og við sendum Er- lingi, Benna, Charlottu og Önnu Róshildi og fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minn- ingu Brynju Benediktsdóttur. Örnólfur Árnason. Elskulega vinkona, þegar þið Er- lingur komuð til Akureyrar fyrir margt löngu með Benna litla, komu nýir straumar í leikhúsið. Það var mikill fengur fyrir okkur norðan heiða að fá ykkur, kraftur, áræðni, dugnaður og listfengi fylgdi ykkur. Skömmu eftir brottför ykkar héðan, tók ég flugið suður á bóginn. Þá tókst þú mig undir þinn verndar- væng, studdir mig og hvattir á alla lund. Það var ekki lítils virði fyrir uppburðarlitla stúlku að norðan. Við brölluðum mikið saman, m.a. voru leikrit samin, settar upp sýningar, frumlegar, skemmtilegar og óvenju hugmyndaríkar, allt undir þinni ómetanlegu leiðsögn og stjórn. Síðustu árin höfum við ekki hist eins oft og ég hefði óskað. En það skipti engu máli, þegar við hittumst var eins og það hefði verið síðast í gær . Það var gaman að fá ykkur Er- ling á Hamar í Hörgárdal í nóvem- ber síðastliðnum þar sem við áttum saman yndislegan dag og spjölluðum um heima og geima. Mig langar að þakka þér elsku Brynja mín, allt sem þú kenndir mér, allar frábæru stundirnar sem við áttum saman, að ógleymdum matarboðunum sem þú varst snillingur í að halda. Þú býður mér líklega í mat þegar ég kem! Elsku Erlingur, Benedikt, Char- lotte og Anna Róshildur, sendi ykk- ur mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Saga. Þegar ég frétti af andláti Brynju vinkonu minnar þá kom upp í huga mér orðið stór. Hún Brynja var einhvern veginn svo stór manneskja. Hún var stór- brotin og stórmerkileg að svo mörgu leyti. Hún var ein af fyrstu kven- leikstjórunum okkar og má segja að hún hafi rutt brautina, hún kom inn í leikhúsið með nýjar og ferskar hug- myndir. Og hún var stórhuga, það eru ekki margir listamenn sem byggja sitt eigið leikhús, en það gerði Brynja, krafturinn og fram- kvæmdagleðin átti sér engin tak- mörk. Hún lagði heiminn að fótum sér og ferðaðist með hinar ýmsu leiksýningar sem hún tók þátt, samdi og leikstýrði, þannig kynnti hún sögu og menningu þjóðar okkar um allan heim. Brynja var líka stór- skemmtileg, stórgáfuð, stórkostleg- ur kokkur og höfðingi heim að sækja, heimili hennar og Erlings á Laufásveginum stóð ávallt opið fyrir gestum og gangandi og alltaf tekið svo vel á móti öllum. Með þakklæti, virðingu og hlýhug hugsa ég til Brynju sem áorkaði svo miklu á sinni 70 ára jarðvist. Hún var svo sannarlega Listagyðja og Lífskúnstner með stóru L-i. Við hjónin sendum Erlingi, Benedikt, Charlotte, Önnu Róshildi og öðrum ástvinum innilegustu samúðarkveðj- ur. Guðrún Þórðardóttir.  Fleiri minningargreinar um um Brynju Kristjönu Benediktsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.