Morgunblaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MENNING WAGNER-hátíð- in í Bayreuth hef- ur tæknivæðst og verður sýningu á verkinu Meist- arasöngvararnir frá Nürnberg (Die Meisters- inger von Nürn- berg) sjónvarpað á netinu. Útsendingin verður hins vegar ekki aðgengileg endurgjaldslaust, og þurfa óperu- unnendur að greiða heilar 49 evrur, eða rétt rúmlega 6.000 kr. fyrir að upplifa dýrðina á tölvuskjánum heima. Ekki nóg með það heldur verða aðeins seldir 10.000 miðar á vef- útsendinguna. Aðgöngumiðar á sýningar kosta allt að 208 evrur eða rösklega 25.000 krónur. Á hátíðinni eru eingöngu flutt verk eftir Wagner og leggja hörð- ustu aðdáendur á sig allt að sjö ára bið eftir miðum. Katharina Wagner, barnabarn tónskáldsins, stýrir upp- setningunni og vonast hún til að út- sendingin lækki þann þröskuld sem áhugasamir þurfa að yfirstíga til að uppgötva töfra hátíðarinnar. Metropolitan-óperan í New York og Scala í Mílanó hafa boðið upp á háskerpuútsendingar á sýningum sínum fyrir mikið lægri upphæðir, en talsmaður Wagner-hátíðarinnar segir aðgangseyririnn að útsending- unni eiga að standa straum af kostn- aði við útsendingu og miðlunarrétt- indi. Sýningin verður tekin upp með fjarstýrðum myndavélum eingöngu og verður þetta í fyrsta skipti sem uppfærsla í Bayreuth er tekin upp að áhorfendum viðstöddum. Síðast var uppfærsla á hátíðinni fest á filmu árið 1991. Standa vonir til að gefa upptökuna út á DVD-diski í nóvem- ber en sjálf netútsendingin verður kl. 16 að staðartíma 27. júlí. Wagner- veisla á netið Sent út frá Bayreuth Tæknivæddur Richard Wagner. THOM Yorke úr Radiohead er meðal ellefu tón- listarmanna sem taka þátt í að endurhljóð- blanda klassíska tónlist á safn- plötunni Cortical Songs. Auk Yorke taka þátt tónlistarmenn eins og Simon Tong úr Gorillaz, John Maclean úr The Beta Band og Gabriel Prokofiev, barnabarn rússneska tónskáldsins fræga Ser- gei Prokofiev. asgeirhi@mbl.is Klassískur Yorke Thom Yorke TÓNLISTARHÁTÍÐIN Sum- artónleikar í Skálholtskirkju hefst á laugardag. Klukkan 14.00 flytur Kjartan Óskarsson erindi um blásaratónlist í Bæ- heimi og Vínarborg, í Skál- holtsskóla, og klukkan 15.00 hefjast síðan tónleikar með slíkri tónlist. Þá verða flutt verk eftir Myslivececk, Fiala, Mozart og Cartellieri. Klukkan 17.00 á laugardag verða flutt verk fyr- ir bassafiðlur og piccoloselló frá 17. öld, eftir Banchieri, Frescobaldi, de Selma, Falconieri, Cerreto, Vitali og Gabrielli. Á sunnudaginn klukkan 15.00 verður efnis- skráin með blásaratónlistinni endurflutt Tónlist Sumartónleikar í Skálholti hefjast Skálholt ANNAÐ kvöld, föstudaginn 4. júlí, klukkan 20.00, heldur Þór- ólfur Stefánsson gítarleikari tónleika á Skriðuklaustri. Þór- ólfur býr og starfar í Svíþjóð og hefur víða komið fram sem einleikari og með hljóm- sveitum. Á laugardag klukkan 14.00 opnar á Skriðuklaustri sýning frönsku listakonunnar Anna Pesce í Gallerí Klaustri. Hún sýnir verk á pappír sem hún vann meðan hún dvaldist í gestaíbúðinni árin 2004 og 2007. Þá er í stásstofunni sýningin Sögur í mynd, þar sem teflt er saman myndum Elíasar B. Halldórssonar og smásögum Gyrðis Elíassonar. Listviðburðir Tónleikar og mynd- list á Skriðuklaustri Skriðuklaustur HLUSTENDUM Rásar 1 er í júlí og ágúst í sumar boðið að slást í hóp tónleikagesta á ýmsum tónlistarhátíðum í Evrópu. Á meðal hátíða sem útvarpað verður frá í sumar eru Listahátíðin í Björgvin, kammerhátíðin í Cork, Mikk- eli-hátíðin í Finnlandi, Styri- arte-hátíðin í Austurríki og Proms-hátíðin, sumarhátíð BBC. Meðal flytjenda eru Shlomo Mintz fiðlu- leikari, Michala Petri blokkflautuleikari og Bel- cea strengjakvartettinn. Sumartónleikar evrópskra útvarpsstöðva eru á dagskrá Rásar 1 á sunnudögum kl. 16.10 og á fimmtudagskvöldum kl. 19.40. Tónlist Útvarpað frá tónlistarhátíðum Shlomo Mintz Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is „HÚN vinnur með muni sem eru gerðir af öðrum, en þegar hún síð- an fer um þá höndum fá þeir nýtt hlutverk og annað útlit,“ segir Þur- íður Sigurðardóttir um sænsku listakonuna Berit Lindfeldt Sýning á verkum Beritar verður opnuð í dag í galleríinu START ART, en Þuríður er ein sex lista- kvenna sem starfrækja galleríið. Í dag verður einnig opnuð viðbót við sýninguna Heima sem START ART listamenn hófu á listahátíð. „Við þykjumst mjög heppnar að hafa fengið Berit til okkar.“ segir Þuríður en Berit vann á dögunum stóra samkeppni um hönnun minn- ismerkis um Astrid Lindgren. Hógvær verk Berit er myndhöggvari að mennt. „Verkin hennar eru þrívíddarverk, afskaplega hógvær,“ segir Þuríður og nefnir eitt dæmi af sýningunni. „Baklaus lítill stóll, sem hún hefur unnið með og stendur í rýminu nak- inn og án sessu. Verkið kallar hún „Litli svefninn“, og saman verka titlar og tilvísanir til að skapa verk sem eru ljóðræn og ljúf.“ Sýning Beritar er á lofti gallerís- ins, en sýning listamanna START ART er á jarðhæð, efri hæð og í porti. „Meðlimir hópsins vinna í ólíka miðla, en þetta er önnur sam- sýning okkar í rýminu. Sýningin er eiginlega inni í öllum skúmaskotum í þessu gamla húsi sem við höfum lagt undir okkur og er listaverkin að finna á ólíklegustu stöðum.“ Auk Þuríðar eru það Anna Eyj- ólfsdóttir, Ása Ólafsdóttir, Magda- lena Margrét Kjartansdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir og Þórdís Alda Sigurðardóttir sem mynda hópinn. Sýning sænsku listakonunnar Berit Lindfeldt opnuð í START ART galleríi í dag Ljóðræn og ljúf þrívíð verk Morgunblaðið/Valdís Thor Þrívíddarverk Verk Berit Lindfeldt eru sögð hógvær. Hún vann nýverið samkeppni um hönnum minnismerkis um rithöfundinn Astrid Lindgren. START ART hóf starfsemi 17. mars 2007. „Við leggjum áherslu á að bjóða upp á metnaðarfulla samtímalist,“ segir Þuríður spurð um stefnu gallerísins. „Við köllum okkur ekki týpískt sölu- gallerí, en þar með er ekki sagt að við séum ekki að selja mynd- listina ef gestir gallerísins hafa áhuga á henni,“ bætir hún við og kímir. Spennandi dagskrá Af dagskrá safnsins framundan má nefna sýningu Magnúsar Páls- sonar á haustmánuðum. Banda- ríkjamaðurinn Chreighton Mich- ael sýnir í ágúst og Ragnhildur Stefánsdóttir og Magdalena Mar- grét Kjartansdóttir halda einka- sýningar. Á næsta ári er stefnt að stóru verkefni til að minnast þeirra kvenna sem báru þvotta úr bæn- um yfir í þvottalaugarnar í Laugardal, og fóru þar um sem Laugavegurinn er nú. Metnaðar- full sam- tímalist Magnús Pálsson START ART er á Laugavegi 12b. Galleríið er opið frá 13 til 17 frá þriðjudegi til laugardags og er að- gangur ókeypis. Upplýsingar eru á www.startart.is. Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is EGILL Örn Egilsson var líklega eitt fyrsta barnið sem ólst upp í Ása- trúarfélaginu. Hann fór með for- eldrum sínum á blót og Sveinbjörn Beinteinsson allsherjargoði var fjöl- skylduvinur. „Maður ólst mikið upp í kringum hann, en þegar hann dó ár- ið 1993 byrjaði maður að fatta hvað hann var að gera og hversu mikill snillingur hann var í raun. Oft sér maður ekki hlutina ef þeir eru of nærri manni,“ segir Egill sem nú hefur leikstýrt heimildarmynd um Sveinbjörn sem frumsýnd verður í Hafnarhúsinu í kvöld kl. 20 (aðgang- ur ókeypis), en á morgun kemur myndin svo út á mynddiski, en þá hefði Sveinbjörn orðið 84 ára. Frá Sveinbirni til Sigur Rósar „Ég tók viðtöl við fólk sem var tengt honum, bæði persónulega, í gegnum ásatrúarfélagið og svo í kringum skáldskapinn. Svo notaði ég efni með honum, hljóðupptökur, persónulegt myndasafn sem ég fékk að nota og fleira, þannig tvinnaði ég þetta saman og það kom ágætlega út,“ segir Egill. „Það eru viðmæl- endurnir sem segja söguna, ég tek það sem mér finnst standa mest upp úr, þetta voru um klukkutímaviðtöl hjá hverjum og einum og ég þurfti að skera niður og finna þráðinn.“ Egill telur hlut Sveinbjarnar í ís- lenskri menningu oft vanmetinn. „Hans hugsjón var að brúa bilið á milli gamla tím- ans og dagsins í dag, sem honum tókst,“ segir Eg- ill. „Sigur Rós og Steindór Andersen tóku sig saman og fluttu lög og rím- ur, þar á meðal eftir Sveinbjörn. Sveinbjörn nýtur mikillar virðingar innan allra skálda sem eru í þessu. Þá sagði Jón Sigurðsson að hann væri fyrsti náttúrusinni á Íslandi. Hann var langt á undan sínum sam- tíma með það.“ Þá telur hann að myndin geti leiðrétt sýn margra á Ásatrúarfélagið. „Þetta er ekki trúarlegs eðlis, heldur frekar að vera í tengslum við árstíðirnar. Að vera í þessum söfnuði er að bera virðingu fyrir einstaklingnum og náttúrunni, að vera heill.“ Fjöldi viðmælenda Meðal viðmælanda í heimilda- myndinni eru Hilmar Örn Hilm- arsson allsherjargoði, Þorsteinn frá Hamri, Steindór Andersen rímna- skáld, Jón Sigurðsson fyrrverandi ráðherra, Berglind Gunnarsdóttir ljóðskáld, Þórelfa Björnsson, systur- dóttir Sveinbjörns, og Björn Pétur, sonur hans. Hans hugsjón var að brúa bilið Ný heimildarmynd um Sveinbjörn Beinteinsson rímnaskáld og allsherjargoða Sveinbjörn Beinteinsson Morgunblaðið/G.Rúnar Höfundurinn Egill Örn Egilsson leikstýrir myndinni um Sveinbjörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.