Morgunblaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 15
FRÉTTIR
Eftir Unu Sighvatsdóttur
unas@mbl.is
„ERTU nú alveg viss um að þér gagnist nokkuð að tala
við mig, frystihúsakerlingu í 40 ár? Verður þá ekki fiski-
lykt af Mogganum?“ Þannig var viðkvæðið hjá Sigríði
Friðriksdóttur þegar blaðamaður óskaði eftir spjalli við
hana, en hún vildi ekki meina að hún hefði frá neinu
merkilegu að segja þrátt fyrir að eiga hvorki meira né
minna en 100 ára afmæli í dag.
Hún sættist þó á að segja upp og ofan af langri ævi og
segir að oftast nær hafi ekkert komist að nema eitt. „Það
var ekkert nema fiskur í Eyjum, allt snerist um fisk bæði
vetur sem sumar og þetta var tómt puð,“ segir Sigríður,
en hún átti langa starfsævi við fiskvinnslustörf og fór það
orð af henni að hún væri margra manna maki við hand-
flökun. Aðspurð vill hún þó ekki staðfesta það og gerir
lítið úr eigin vinnusemi; „en ef þig langar að vita eitthvað
um mig þá ættirðu að tala við einhvern annan en mig.
Það kannast allir við hana Siggu Friðriks.“
Ekki trú á kvenfólki í trúnaðarstörfum
Það fer þó ekki á milli mála að Sigríður hefur verið vel
metinn starfskraftur hjá Ísfélagi Vestmannaeyja, þar
sem hún starfaði lengst af, því þar gegndi hún lengi
starfi verkstjóra sem var fátítt meðal kvenna á þeim
tíma. Sigríður segist líklega hafa verið beðin um það þar
sem hún var dugleg og gat slegið frá sér, en segir jafn-
framt að hún hafi oft fundið fyrir því að kvenfólk nyti
ekki sannmælis því fæstir hafi talið þær eiga nokkuð er-
indi í ábyrgðarstörf. Það hafi þó sem betur fer breyst
síðan þá. Hún nefnir sem dæmi þegar eftirlitsmenn hafi
komið frá Fiskimannanefnd til að líta eftir fiskverk-
uninni í Vestmannaeyjum.
„Þeir komu þrír sjeffar úr bænum, og þá er maður af
Akureyri, Bassi nefndur, fyrir utan og þeir spyrja með
miklu veldi hver hafi eiginlega umsjá með síldinni hér.
„Hún Sigga Friðriks sér um það,“ svaraði Bassi.“ Segir
Sigríður að þá hafi eftirlitsmönnunum orðið bilt við og
hváð: „Og trúið þið henni fyrir því?“ Þeir hafi þá ekki séð
ástæðu til að koma inn og ræða við hana um verkstjórn-
ina. „Manni leið bara eins og glæpakvendi, en svona voru
karlarnir í þá tíð. En þær eru nú frekar farnar að mala
þá undir sig núna, konurnar, ég held það nú.“
Sigríður ber hins vegar yfirmanni sínum hjá Íshúsinu,
Einari „ríka“ Sigurðssyni góða söguna og segir að betri
atvinnurekandi hafi hvergi fundist, enda hafi vinnuand-
inn verið með eindæmum góður. „Hann tók allan hópinn,
árið 1940, og fór með okkur á þremur bátum upp undir
fjöllin. Þar var slátrað lömbum, þar voru sett niður tjöld
og slegið til veislu. Hann var góður við starfsfólkið.“
Fúlsað og sveiað við fiskilyktinni
Sigríður bjó í Vestmannaeyjum fram til gosársins
1973, en flutti þá með eiginmanni sínum, Halldóri Elíasi
Halldórssyni til Reykjavíkur. „Gosið fór ógurlega illa
með mig, húsið mitt fór undir hraun og hús sonar míns
líka. Svo var ég afar ósátt við það hvernig bærinn var
skipulagður eftir gosið og færður vestur á hamar og
ákvað að þangað skyldi ég aldrei fara.“ Sigríður hefur
því búið í Reykjavík alla tíð síðan og kunnað vel við sig,
þótt ekki hafi verið litið upp til þeirra sem unnu í fiski að
hennar sögn. „Fólk hafði viðbjóð á fiskilyktinni, og hún
er ekkert sérstaklega góð ég skal viðurkenna það, en
þetta var lifibrauð þjóðarinnar á þessum tíma. Ég keypti
mér íbúð í Efstalandi 13 og þar var ein frúin, ógurlega
fín, sem fitjaði upp á nefið og sagði „það er fiskilykt í
ganginum hér núna.“ Þá glotti ég nú bara og sagði „jah,
hún getur varla verið af mér, því ég er búin að vera þrjá
mánuði hér í höfuðborginni“.“
Aldrei fundið til á sinni ævi
Sem verkstjóri bar Sigríður ábyrgð á um 80 starfs-
mönnum og var á sífelldum þönum við að fylgjast með að
vinnan gengi hratt og vel fyrir sig. Hún segist stundum
hafa heyrt starfsfólkið hafa orð á því að það væri eins og
„kerlingarskrattinn hefði glyrnur í hnakkanum“ því ekk-
ert fór framhjá henni. Þrátt fyrir mikið vinnuálag frá
fyrstu tíð segist Sigríður þó aldrei hafa kennt sér meins
né orðið veik, ekki einu sinni spænska veikin hafi bitið á
hana sem krakka þótt allir aðrir lægju veikir. „Það
spurði mig einn gamall maður sem var að vinna með
mér, „hvernig er það Sigga, hefur þú æft þig í því að
detta?“ því ég datt oft kylliflöt á steingólfið á einhverju
hörkuspani, en meiddi mig aldrei. Honum fannst þetta
svo ótrúlegt.“
Hún segist samt varla trúa því sjálf að hún sé orðin
100 ára gömul, en því beri líklega að þakka hinu eina
sanna og alíslenska leynivopni: „Ég hef aldrei tekið í síg-
arettu, en ég skal segja þér það að ég hef alltaf sopið á
flösku. Og hvað heldurðu að sé í flöskunni? Það er lýsi.
Það hefur alla tíð verið á borðinu hjá mér og er minn
fyrsti sopi á morgnana. Svo fæ ég mér kaffi. Þetta hef ég
gert alla tíð og ég get enn gert allar kúnstir.“ Máli sínu
til stuðnings sprettur Sigríður á fætur og sveiflar hand-
leggjunum í allar áttir, svo það fer ekkert á milli mála að
hún ber árin hundrað vel.
Sigríður ætlar sér ekki að gera mikla rellu yfir stór-
afmælinu en segist hins vegar sprækmontin yfir því að
nokkur annar en sonur hennar skuli sýna henni athygli á
þessum degi. „Á dauða mínum átti ég von, en ekki blaða-
mönnum, maður yngist hreinlega upp um 20 ár yfir
þessu. Ég hlýt að vera feiknar stjarna í tilverunni.“
Morgunblaðið/Ómar
Sprækmontin Sigríður segist sannfærð um að annað líf taki við að þessu loknu og segir vakað yfir sér
„Það kannast allir við
hana Siggu Friðriks“
Sigríður Friðriksdóttir er hundrað ára í dag og fagnar
áfanganum með staupi af lýsi, eins og alla aðra daga
SIGRÍÐUR fæddist á Rauðhálsi í Mýrdal hinn 3. júlí
1908. Foreldrar hennar voru Þórunn Sigríður Odds-
dóttir og Friðrik Vigfússon, bændur á Rauðhálsi. Þau
systkinin voru 14 talsins, en þegar Sigríður var aðeins
8 ára gömul missti hún föður sinn og var heimilið þá
leyst upp. Tveimur árum síðar fór Sigríður í fóstur til
Vestmannaeyja, til hjónanna Jennýjar Guðmunds-
dóttur og Jóns Guðmundssonar á Mosfelli.
Í Eyjum bjó hún næstu 55 árin. Hún giftist Halldóri
Elíasi Halldórssyni sjómanni og byggðu þau sér hús á
Helgafellsbraut 23 þar sem þau bjuggu fram að gosi ár-
ið 1973, en fluttu þá til Reykjavíkur. Halldór lést árið
1975 en Sigríður bjó áfram á heimili þeirra í Efstalandi
12 til ársins 2004 þegar hún flutti á Hrafnistu. Hún seg-
ist þó alla tíð hafa litið á sig sem Eyjamann. Sigríður á
einn son, Jón Berg Halldórsson, fæddan 1935.
Eyjamaður af lífi og sál
Aldargömul en afskaplega ern
Hafnarstræti 97, 600 Akureyri, sími 462 3505
ÚTSALA - ÚTSALA
Christa
SAMTÖK atvinnulífsins segja að svo
virðist sem Skipulagsstofnun hafi í
fjölmörgum dæmum farið út fyrir
lögbundið hlutverk sitt á und-
anförnum misserum.
Á vef SA segir að í mörgum til-
vikum hafi stofnunin lagt fram skoð-
un sína á umhverfisáhrifum einstakra
framkvæmda „í stað þess að leggja
megináherslu á að meta hvort mats-
skýrsla á umhverfisáhrifum fram-
kvæmdanna sé fullnægjandi og upp-
fylli ákvæði laga. Það er lögbundið
hlutverk stofnunarinnar samkvæmt
lögum um mat á umhverfisáhrifum
frá 2005 og var það m.a. undirstrikað
af umhverfisnefnd Alþingis að það
væri ekki hlutverk Skipulagsstofn-
unar að meta hvort rétt væri að ráð-
ast í tilteknar framkvæmdir eða ekki
– hlutverk stofnunarinnar væri að
leggja mat á hvort sá sem veitir leyfi
fyrir tiltekinni framkvæmd væri upp-
lýstur um umhverfisáhrif hennar og
athugasemdir almennings þegar af-
staða til framkvæmdaleyfis er tekin.“
Í frétt SA segir að nauðsynlegt sé að
umhverfisráðuneytið tryggi að stofn-
unin starfi eftir þeim lögum sem um
hana gildi. steinthor@mbl.is
Skipulagsstofnun
út fyrir hlutverk sitt