Morgunblaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 27
EIN er sú heimsókn
sem enginn vill fá en
allir óttast. Eftir
næstu helgi, sem er
ein mesta ferðahelgi
landsins, gæti einhver
fjölskyldan fengið
heimsókn prests sem
færir váleg tíðindi úr
umferðinni. Einungis
tilhugsunin ein fær mig til að líða illa
og sú líðan helgast af ótta vegna
þess sem kann að gerast um næstu
helgi þegar ungmennin okkar fara
mörg hver í sína fyrstu ökuferð út á
þjóðvegina. Reynslan sýnir að ungt
fólk, sem fær fyrstu útborgunina
eftir mánaðamótin júní–júlí, fer
gjarnan í sumarbústað eða útilegu
fyrstu helgina í júlí.
Rannsóknarnefnd umferðarslysa
var að birta skýrslu yfir banaslys í
umferðinni árið 2007. Eins og jafnan
áður var hraðakstur helsta orsök
banaslysa og þar var ungt fólk í
miklum meirihluta. Það er því ekki
að ástæðulausu sem við óttumst að
næsta helgi skilji eftir sig harmleiki
sem aldrei verða bættir. Það hefur
einnig komið fram í máli Ágústar
Mogensen, forstöðumanns nefnd-
arinnar, að tilfinningalegt ójafnvægi
sé oft ástæða banaslysa og annarra
mjög alvarlegra umferðarslysa.
Fólk á það til að rjúka af stað á bíln-
um í reiðikasti eða öðru ójafnvægi –
oft undir áhrifum áfengis. Þetta ger-
ist því miður oft þegar fólk vill undir
öllum kringumstæðum komast í
burtu frá þeim stað sem það er statt
og þá er engin önnur leið, að þess
mati, en að aka í burtu, t.d. frá sum-
arbústaðnum, tjaldstæðinu eða
veiðihúsinu. Oft þarf ekki meira til
en smá ágreining sem oft er hægt að
leysa með því að ræða
málin. Þá er gott að
fara afsíðis og hugsa
málið og það endar
gjarnan með því að
hugurinn fer aftur í
jafnvægi og ekkert
verður af fyrirhugaðri
ökuferð sem hefði get-
að endað með skelf-
ingu. Það sem vekur at-
hygli er að þeir sem aka
undir áhrifum áfengis
við slíkar kring-
umstæður eru oft
komnir af léttasta
skeiði; þ.e. fólk á miðjum aldri og
eldra. Það eru sannarlega ekki góð
skilaboð til barnanna okkar sem við
viljum undir öllum kringumstæðum
að aki af öryggi og skili sér heil
heim.
Í byrjun sumars hrinti VÍS af stað
þjóðarátaki gegn umferðarslysum
undir kjörorðunum „Gefðu þér
tíma“. Þau skilaboð eru sannarlega
við hæfi nú þegar ein mesta ferða-
helgi landsins fer í hönd. Það vinnur
enginn tíma með því að þjösnast
fram úr næsta bíl á undan og taka
þannig áhættu sem gæti endað með
harmleik – ekki bara fyrir viðkom-
andi ökuníðing – heldur einnig fyrir
aðra saklausa vegfarendur. Á síð-
asta áratug hafa margir látið lífið
eða slasast mjög alvarlega í umferð-
inni um þessa helgi. Ástvinum
þeirra líður ekki vel þessa dagana
þegar þeir eru minntir á dagsetn-
inguna. Öllum þeim sem misst hafa
ástvini í umferðinni ber saman um
að sárar minningar geri vart við sig
þegar þeir fá fréttir af umferð-
arslysum úr fjölmiðlum. Margir
þeirra hafa því miður átt sinn þátt í
slysinu með því að aka of hratt eða
undir áhrifum áfengis eða fíkniefna;
nokkuð sem þeir geta aldrei fyr-
irgefið sér og fylgir þeim eins og
mara alla ævi. Þessir einstaklingar
myndu gefa mikið fyrir að fá annað
tækifæri og geta þannig brugðist
öðruvísi við. En umferðarslysin eru
óumbreytanleg þegar þau eru af-
staðin og við breytum engu eftir á.
Við getum vissulega lært af biturri
reynslu – en sú reynsla er oft mjög
dýrkeypt, svo ekki sé meira sagt.
„Ég vildi að ég gæti spólað til baka,“
sagði eitt sinn góð vinkona mín sem
lenti í alvarlegu umferðarslysi vegna
gáleysislegs aksturs kærasta síns
með þeim afleiðingum að hún lam-
aðist. Í því slysi slasaðist ökumað-
urinn ekkert en hún lamaðist fyrir
lífstíð. Það kaldhæðnislega við frá-
sögn hennar er sú staðreynd að hún
var alla tíð hrædd en sagði aldrei
neitt við kærastann. Það endaði með
þessum afleiðingum. Skilaboð mín
fyrir þessa helgi eru einföld: Gefið
ykkur tíma. Hugsið málið ef þið
lendið í tilfinningalegu ójafnvægi og
bíðið af ykkur „hættuna“. Látið eng-
an ógna lífi ykkar með ofsaakstri
eða ölvunar- eða fíkniefnaakstri.
Ekki setjast upp í bíl með ölvuðum
ökumanni og látið í ljós skoðanir
ykkar á öfgafullum akstri, ofsaakstri
eða annars konar lífsógnandi hátt-
semi undir stýri. Bíllinn er stórkost-
legt samgöngutæki til þess að njóta
íslenskrar náttúru en getur snúist
upp í lífshættulegt vopn í höndunum
á þeim sem misnota hann.
Sýnum gott fordæmi og komum
heil heim.
Hvar verður knúið
dyra eftir næstu helgi?
Ragnheiður
Davíðsdóttir hvetur
til varkárni
í umferðinni um
næstu helgar
» Öllum þeim sem
misst hafa ástvini í
umferðinni ber saman
um að sárar minningar
geri vart við sig þegar
þeir fá fréttir af umferð-
arslysum úr fjölmiðl-
um.
Ragnheiður
Davíðsdóttir
Höfundur er forvarnafulltrúi VÍS.
BJÖRK Guð-
mundsdóttir söng-
kona hefur fagra sýn
auk þess að vera afar
sérstæður listamaður
og það er aðdáun-
arvert hvernig hún
hefur haslað sér völl
úti í hinum stóra
heimi, en það má
ekki gefa falsvonir á
líðandi stund lífsbar-
áttunnar og við verðum að kunna
að meta raunverulega möguleika
og taka ákvörðun. Íslendingar eru
hugmyndaríkir og áræðnir eins og
dæmin sanna, en því miður tekur
langan tíma að öllu jöfnu að finna
nýjum hugmyndum farveg, fjár-
magna þær, þróa þær upp svo að
árangur náist og sumt gengur ekki
þótt mikið hafi verið lagt í. Þetta
er raunveruleikinn og þess vegna
er okkur skylt að leggja ofurkapp
á það sem skilar mestum árangri,
nýta auðlindir landsins til sjávar og
sveita, fallvötn og orkuna í iðrum
jarðar. Grundvallaratriðið er að allt
sé gert í sem mestri sátt við landið
okkar og að við vöndum okkur í
hvívetna, en það er alveg ljóst að
við verðum að reikna með ein-
hverjum fórnarkostnaði. Hver
maður verður að spila úr því sem
hann hefur. Okkar þjóð verður al-
veg eins að spila úr þeim mögu-
leikum sem við höfum og þar spila
virkjanir á orku landsins stóran
þátt og til þess að við getum virkj-
að þurfum við að geta selt orkuna
og um þessar mundir
höfum við ekki raun-
hæfa valkosti nema
þau álver eða önnur
stóriðjuver sem eru á
teikni- og fram-
kvæmdaborðinu, í
Helguvík, á Bakka og í
Þorlákshöfn. Þessi
verkefni munu skapa
þúsundir starfa og
skipta verulegu máli
fyrir efnahagsstöðu Ís-
lands. Álver eru hreint
ekki slæmur valkostur
í stóriðju miðað við ýmislegt sem
gerist í þeim efnum á jörðinni og
spilliefni frá álverum eru í lág-
marki þar sem kröfur eru mestar.
Virkjanir eru langtímamál, álver
skammtímamál.
Björk fer vítt yfir í skemmtilegri
svargrein til mín í Mbl. laugardag-
inn 14. júní sl. Hún pælir í mörgu
og gefur marglita tóna í vangavelt-
um sínum og leggur mikilvægri
umræðu um náttúruvernd lið. En
það er ekki alltaf allt sem sýnist. Á
mögnuðum tónleikum Bjarkar, Sig-
ur Rósar og fleiri frábærra lista-
manna í Laugardalnum fyrir
skömmu var góður andi og blúss-
andi óður til landsins okkar. Það er
stórkostlegt. En það skaut svolítið
skökku við að tónleikagestir skildu
eftir á tónleikastað 10 þúsund ál-
dósir, 10 þúsund áldósir, takk.
Ekki var það Björk að kenna en
hvar er hönd hjartans hjá okkar
góða fólki.
Ég vændi Björk aldrei um að
koma sjaldan til Íslands. Í grein
minni fjallaði ég almennt um ís-
lenska listamenn erlendis, sem ein-
hverra hluta vegna eiga betri að-
gang að íslensku fjölmiðlunum
fremur en þeir sem leggja hvers-
dagslífinu á Íslandi lið með störf-
um sínum á heimavelli. Ég minnt-
ist á rithöfunda sem hafa til að
mynda af miklum mætti sprænt í
París og víðar og víðar í útlöndum
en það tryggir þeim enga snilld í
menningunni og svo hafa tónlist-
armenn meiri ástæðu til þessa að
ferðast en flestir aðrir listamenn.
Björk söngkona segir í grein
sinni: „Það er rétt hjá þér Árni, ég
veit ekkert um það hvernig það er
að vera atvinnulaus úti á landi, en
ég veit ýmislegt um það hvernig á
að byrja á litlu fyrirtæki.“
Þetta er fallega sagt og meint,
en öll mín skrif í þessum efnum
eru einmitt með hagsmuni þess
fólks í huga sem býr við atvinnu-
leysi eða atvinnuleysi vofir yfir.
Í ljósi alls þessa er rík ástæða til
þess að hvetja m.a. þá íslensku
listamenn sem hafa gert það gott
úti í hinum stóra heimi og hafa
haft allt að 15-20 milljarða ís-
lenskra króna í laun á ári að söðla
nú um og láta skrá sig sem skatt-
borgara á Íslandi en ekki á Caym-
aneyjum eða Bahamaeyjum svo
eitthvað sé nefnt. Ef við næðum að
virkja rödd Bjarkar og persónu-
töfra hennar væri það á við stór-
iðjuver. Það er frábært þegar lista-
menn okkar á heimsvísu koma
heim. Það er eins og að fá hand-
ritin heim.
Björk nefndi t.d. skemmtilegar
hugmyndir um Látrabjarg. Fyrir
nokkrum árum vann ég fyrir Vest-
urbyggð að hugmyndum um Látra-
bjarg varðandi ferðaþjónustu.
Látrabjarg, stærsta fuglabjarg í
Evrópu er vannýttur gullmoli, en
líklega kostar um 1 milljarð króna
að gera aðgengi að bjarginu sæm-
andi fyrir ferðaþjónustu, vegagerð,
kynningarmiðstöð, göng að útsýn-
ispalli og hringveg að Rauðasandi
svo eitthvað sé nefnt. Þessa pen-
inga vantar eins og svo víða þar
sem menn eru að baksa við að gera
góða hluti úr litlu til þess að það
verði stórt og öflugt. Ég þakka
Björk fyrir hugmyndaríka grein og
samantekt á ýmsu sem hefur verið
að gerjast en gengur hægt af því
að markaðssetningin er ekki í
hendi. Við eigum að leggja mun
meira áhættufé í framkvæmd hug-
mynda. Náttúruauðlindir landsins
og mannauður okkar er það afl
sem við verðum að treysta á og
vinna úr. Björk talaði um mik-
ilvægi þess að hlusta landið með
hönd á hjarta. Ef ég legg hönd
mína á hjartastað og hina á hjarta
Bjarkar held ég að þar hljómi sam-
an barnslegar náttúruraddir, en
markmið okkar á Íslandi dag af
degi hlýtur að vera að verja sjálf-
stæði okkar, velferðakerfi, mennta-
kerfi og menningu, trú, tungu og
metnað fyrir hönd Íslands og okk-
ar fólks í öllum byggðum landsins.
Til þess þurfum við að tryggja at-
vinnu fyrir fólkið okkar, góðar
tekjur með bjartsýni og leikgleði.
Með höndina á hjarta
Bjarkar söngkonu
Árni Johnsen
svarar Björk » Okkar þjóð verður
að spila úr þeim
möguleikum sem við
höfum og þar spila
virkjanir á orku lands-
ins stóran þátt.
Árni Johnsen
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins.
Í SÍÐUSTU viku
var undirrituð vilja-
yfirlýsing rík-
isstjórnar Íslands,
Alcoa og Norð-
urþings um áfram-
haldandi undirbúning
þess að álver rísi á
Bakka við Húsavík.
Af því tilefni er
ástæða til að fagna
því að dreifðar
byggðir landsins eigi
hauk í horni í ráðu-
neyti byggðamála og
iðnaðar, ráðherra
sem skilur þörf
landsbyggðarinnar á
öruggum og góðum
störfum til framtíðar.
Álver á Bakka
mun verða nýr horn-
steinn fyrir sam-
félagið á Norðaust-
urlandi. Með því gefst tækifæri
fyrir Norðausturland, sem átt hef-
ur í vök að verjast undanfarin
misseri, til að snúa vörn í sókn,
bæði varðandi fjármagn og fólk.
Markmið þeirra sem vinna að
verkefninu er að gera Norðaust-
urland sjálfbært í efnahagslegu
og samfélagslegu tilliti. Það er
ánægjulegt að sjá að ráðherra
byggðamála tekur undir okkar
sjónarmið og styður viðleitni til að
stuðla að áframhaldandi byggð
um landið allt og að fjárfestingar
sem einstaklingar og fyrirtæki
hafa lagt í, nýtist til áframhald-
andi verðmætasköpunar.
Verður amast við olíuleit?
Í kjölfar undirritunar vilja-
yfirlýsingarinnar hefur því miður
borið á neikvæðri um-
ræðu um viðleitni til
að tryggja forsendur
búsetu á Norðaust-
urlandi til framtíðar.
Þar fara fremstir í
flokki Vinstri grænir
sem sífellt verða öfga-
fyllri í sínum mál-
flutningi. Nú virðist
svo komið að öll nýt-
ing íslenskra orkuauð-
linda til atvinnu-
uppbyggingar virðist
vera þeim á móti
skapi, hvort sem um
er að ræða nýtingu
vatnsfalls eða jarð-
varma. Því miður
virðist sem angi af
Samfylkingunni sé
reiðubúinn að taka
þátt í þeim málflutn-
ingi. Nýting nátt-
úruauðlinda hefur
staðið undir uppbygg-
ingu á íslensku vel-
ferðarsamfélagi und-
anfarna áratugi. Svo
mun verða áfram, ætl-
um við Íslendingar að viðhalda
lífsgæðum okkar. Hvað mun þessi
hópur gera finnist olía úti fyrir
Íslandsströndum? Mun líka verða
amast við nýtingu hennar? Auð-
vitað væri það vitrænna baráttu-
mál að vera á móti því að leitað
verði að olíu á Drekasvæðinu úti
fyrir Norðurlandi, enda jarðvarmi
mun umhverfisvænni orkugjafi en
olía. Sjálfsagt er það næst á dag-
skrá.
Loftslagsmálin
Íslendingar njóta virðingar um
allan heim fyrir nýtingu sína á
endurnýjanlegum orkugjöfum.
Hvergi annars staðar í heiminum
hefur náðst viðlíka árangur og hér
landi á því sviði. Besta leiðin til að
skapa útflutningsverðmæti úr
þessum auðlindum er með fram-
leiðslu á áli. Litið til framtíðar er
umhverfisvæn orka sennilega
stærsta auðlind okkar Íslendinga,
og útflutningur á henni stærsta
framlag okkar til umhverfismála í
heiminum. Þetta var staðfest í
síðasta loftslagssamningi sem
kenndur er við Kyoto, þar sem
sérstaklega var tekið tillit til þess
hversu umhverfisvæn íslensk orka
er. Vonandi bera stjórnvöld gæfu
til að viðhalda þessari sérstöðu og
glutra ekki niður okkar helstu
auðlind í alþjóðlegum samninga-
viðræðum, líkt og umhverf-
isráðherra hefur gefið í skyn að
hún hafi í hyggju að gera.
Áhersla á samráð
Í öllu ferlinu hefur verið lögð
mikil áhersla á að hafa samráð við
sem flesta aðila og að vinna að
málinu í sátt við umhverfið og
samfélagið. Svo verður gert
áfram. Sveitarfélagið valdi á sín-
um tíma Alcoa sem samstarfs-
aðila, vegna þess að fyrirtækið
hefur sýnt í verki mikla ábyrgð í
umhverfis- og samfélagsmálum,
og nýtur góðs orðspors, bæði hér
heima og erlendis. Þar talar
reynsla Austfirðinga af uppbygg-
ingunni á Austurlandi sínu máli.
Það er mikilvægt að fólk með
takmarkaða þekkingu á málefnum
atvinnulífsins og landsbyggð-
arinnar sé ekki látið eitt um um-
ræðuna um þessi mál. Því miður
hefur það borið við að háværir
hópar mótmælenda hafa und-
anfarna daga meira viljað tala um
okkur en við okkur og hafa í mjög
takmörkuðum mæli kynnt sér það
frábæra verkefni sem álver á
Bakka er. Ég vil því hvetja alla
sem áhuga hafa á umhverfis- og
atvinnumálum, til að kynna sér af
eigin raun áform um álver á
Bakka.
Öflugur Össur
og álver á Bakka
Bergur Elías
Ágústsson fagnar
undirskrift vilja-
yfirlýsingar vegna
álvers á Bakka
Bergur Elías Ágústsson
» Það er
ánægjulegt
að sjá að ráð-
herra byggða-
mála og iðnaðar
styður viðleitni
til að skapa
örugg og góð
störf á lands-
byggðinni
Höfundur er sveitar-
stjóri Norðurþings.