Morgunblaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 20
daglegtlíf Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Íslensk náttúra er svo rík affegurð að stundum þarf ekkiannað en að fara upp yfirfjallsbrún, inn í dal eða upp í gil, til að finna geggjað umhverfi,“ segir Halla Kjartansdóttir Flóa- kona, hestakona og leiðsögumaður. Halla er mikil útivistarkona enda stundar hún nám í Landbúnaðarhá- skólanum á Hvanneyri í náttúru- og umhverfisfræðum. Auk þess er hún í tveimur björgunarsveitum, Ársæli á Seltjarnarnesi og Brák í Borgarnesi „Mér finnst mikil upplifun að fara í hellaskoðun. Það er kynngimagnað að sitja í kolniðamyrkri inni í helli og ekkert heyrist nema droparnir sem falla úr loftinu. Á sumrin getur mað- ur séð meira af hraunspenum, dropasteinum, hraunstráum og fleiri jarðmyndunum. Að vetri til má oft sjá falleg listaverk úr tærum ís bæði í lofti og gólfi hella, jafnvel þeirra sem láta lítið yfir sér að sumri til. Það er þessi mikla kyrrð og töfrar í hellum sem verða til þess að ég upp- lifi þar vissa sálarró.“ Gist hjá gömlum beinum Halla segir hellana Leiðarenda og Surtshelli koma fyrsta upp í hugann. „Surtshellir er í Hallmundarhrauni sem er ofarlega í Borgarfirði. Hann er einn af stærstu hellum landsins, og er sérstaklega fallegur á veturna. Síðastliðinn vetur gisti ég einmitt í Surtshelli ásamt nokkrum félögum mínum úr björgunarsveitinni og úti- vistarklúbbnum hér á Hvanneyri. Við gistum í afhelli á móti öðrum af- helli sem heitir Beinahellir en þar má finna fornt eldstæði með eld- gömlum stórgripabeinum. Í þeirri ferð gengum við hellinn á enda alveg inn í þann hluta hans sem heitir Ís- hellir. Öll op voru full af snjó þannig að við gátum oft rennt okkur niður í næsta hluta. Í Íshelli fengum við að njóta mjög fallegra ísmyndana en eftir því sem innar kom minnkaði ís- inn þar til það var bara orðið nokkuð heitt í lofti. Þrátt fyrir að ferðin hafi verið farin á köldustu helgi vetrarins var okkur ekki kalt þegar við gistum þarna þar sem við vorum vel búin og í þessu svartamyrkri sváfum við langt fram á morgun.“ Halla segist seint gleyma þegar hún fyrir þremur árum fór með nokkra útlendinga í hellaferð í Leið- arenda í Stórbollahrauni nálægt Bláfjallavegi. „Ég vissi að innst inni í hellinum, sem er um 750 metra lang- ur, væri beinagrind af kind. Mér Myrkur og kyrrð í Surtshelli Hlýtt Halla gisti í Surtshelli í fyrra. Ljósmynd/Halla Kristjánsdóttir Villur framundan Það var meira mál að komast út úr Leiðarenda en að ganga þar inn en allt fór vel að lokum. Eftir Guðrúnu Huldu Pálsdóttur gudrunhulda@mbl.is Það var kátt á hjalla hjá krökkunum fráfrístundaheimilinu Hvergilandi semkepptu hvert við annað í strandblakiá dögunum. Sólin skein og krakkarnir voru í sumargalla á tánum hoppandi í gulum sandi á eftir boltanum. Var engu líkara en þau væru stödd á fagurri sólarströnd. Strandblaksvellirnir eru hins vegar nýstand- settir og eru hluti af mikilli uppbyggingu sem á sér stað á landi Gufuness í Grafarvogi. Atli Steinn Árnason, forstöðumaður frí- stundamiðstöðvarinnar Gufunesbæ segir vell- ina mikið notaða af hópum frá íþróttafélögum og frístundaheimilum. „Fyrirtækjahópar og vinahópar koma hérna gjarnan í skemmtiferðir og vellirnir eru mikið notaðir af almenningi á kvöldin,“ segir hann. „Þetta er aðstaða sem við vissum að margir myndu nýta sér. Strand- blaksvellir hér á landi eru örfáir og greinilegt að þörf var á völlunum því notkunin hefur verið stöðug síðan þeir voru settir upp.“ Auk strandblaksins geta gestir svæðisins spreytt sig í klifri, farið í frisbígolf og fótbolta eða nýtt sér hjólabrettaaðstöðu og útigrill. Stærsta hjólabrettaaðstaða landsins á teikniborðinu Að sögn Atla Steins munu í framtíðinni bæt- ast við körfuboltavellir, torfærubraut fyrir BMX-hjól, leiktæki fyrir yngstu börnin og stærsta hjólabrettaaðstaða á Íslandi. „Verið er að gera upp gamla hlöðu og mun hún verða hluti af fjölnota frístundahúsi sem mun rísa á svæðinu. Í húsinu verður aðstaða fyrir fjöl- breytta tómstundaiðju, m.a. æfingaaðstaða fyr- ir hljómsveitir, smiðjur, fjölnota salur, veit- ingasala og setustofa. Þá mun Klifurfélag Reykjavikur og Brettafélag Reykjavikur fá húsnæði fyrir sína starfsemi til veggjaklifurs og fyrir hjólabretti.“ Frístundamiðstöðin Gufunesbær var stofnuð haustið 1998 og er rekin af Íþrótta- og tóm- stundasviði Reykjavíkur. Að sögn Atla Steins er áhersla lögð á að bjóða upp á fjölbreytt og áhugavert frístundastarf en Gufunesbær hefur m.a. umsjón með félagsmiðstöðvunum og frí- stundaheimilum í Grafarvogi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sumar og sól Mikill keppnisandi var í börnum jafnt sem fullorðnum í blakleik í Gufunesi á dögunum. Grillað Kampakát og glorhungruð fengu börnin pylsur.Klifur Sumir spreyttu sig í veggjaklifri inn í gömlum súrheysturni. Strandblakið vinsælt í Gufunesi |fimmtudagur|3. 7. 2008| mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.