Morgunblaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Jón Ólafssonfæddist að
Kirkjulæk 3 í Fljóts-
hlíð 16. september
1955. Hann andaðist
á líknardeildinni í
Kópavogi á Jóns-
messunótt 24. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
María Jónsdóttir frá
Hlíð á Vatnsnesi, f.
1918 og Ólafur
Steinsson frá
Kirkjulæk í Fljóts-
hlíð, f. 1911. Systk-
ini Jóns eru Halldóra, f. 1949,
Steinn Ingi, f. 1950, Sigurbjörg
Ágústa, f. 1952, Hjálmar, f. 1958,
Kristín, f. 1959 og Álfheiður, f.
1963.
Jón giftist hinn 6.
júní 1990 Ingi-
björgu Elfu Sigurð-
ardóttur, f. 1966.
Þau eignuðust þrjú
börn: Signýju Rós, f.
1983, sambýlis-
maður Samúel Ingi
Guðmundsson, f.
1980, Ómar Smára,
f. 1987, og Andra
Geir, f. 1988, unn-
usta Agnes Helga
Steingrímsdóttir, f.
1989. Fyrir átti Jón
eina dóttir, Svein-
björgu, f. 1979, sonur hennar er
Patrik Þór Leifsson, f. 2005.
Útför Jóns fer fram frá Breiða-
bólstaðarkirkju í Fljótshlíð í dag
og hefst athöfnin klukkan 11.
Að þurfa að kveðja þig svona ung-
an reynist okkur afar erfitt. Við
sögðum við Nonna að svona ætti
þetta bara alls ekki að vera en því
miður erum við algjörlega vanmátt-
ug þegar illvígur sjúkdómur herjar
á. Mörg hafa tárin fallið í tíma og
ótíma en ekki þýðir annað en halda
haus og horfa fram á við, sem við
gerum fyrir hann.
Það sem Nonni var duglegur í
þessu ferli öllu var aðdáunarvert,
hann hafði meiri áhyggjur af okkur
hinum en sjálfum sér, okkur sem
fylgdumst með og vildum allt fyrir
hann gera en gátum svo ósköp lítið
gert nema vera til staðar.
Að alast upp með Nonna í stórum
systkinahóp var ekkert nema gleði
og gaman, smá stríðni sem tilheyrir
auðvitað í stórum hóp en síðan mikil
hlýja og ræktarsemi eftir að við
dreifðumst um Suðurlandið. Eftir að
pabbi dó kom vel í ljós hans góði
innri maður, hve vel hann sinnti
mömmu okkar alla tíð, varla leið sá
dagur að hann heyrði ekki í henni
símleiðis eða fór til hennar í heim-
sókn.
Systkinabandið er afar sterk taug,
ég las einhvers staðar að þessu bandi
mætti líkja við perluband þar sem
Nonni er í miðjunni og verður þar.
Sem barni fannst okkur
stjörnuhópurinn Karlsvagninn
vera okkar, því hann mynda sjö
hnettir á himinhvolfinu sem sjást frá
jörðu og Nonni er þar í miðjunni.
Alla tíð hefur Nonni verið með
glettni og spaug á vörum og laðað
fram bros og hlátur margra og snill-
ingur í góðlátlegum uppnefningum.
Við systkinin hétum sjaldnast okkar
réttu nöfnum hjá honum, eins og
þegar ein okkar systra kom til hans
einn góðviðrisdaginn núna nýlega
heilsaði hann henni með þessum orð-
um, „Nei, standlampinn minn“. Hvað
gerir þetta annað en fá mann til að
brosa og létta lundina.
Nóttin sem Nonni dó, sjálf Jóns-
messan var afar björt og stillt, sól-
aruppkoman var á milli tvö og þrjú,
birtan var undurfögur og upp frá sól-
inni steig breið ljósasúla og var sól-
arroði allt í kring, þetta var ótrúleg
sjón, lognið var algjört og varla sást
ský á himni. Fallegra ferðaveðurs er
varla hægt að óska sér fyrir ferðina
löngu, elsku Nonni okkar. Hafðu ást-
arþakkir fyrir allt og allt.
Innilegar samúðarkveðjur til fjöl-
skyldu hans og annarra ástvina. Fyr-
ir hönd mömmu, Dóru, Steina,
Sibbu, Hjálmars og Álfheiðar.
Kristín Ólafsdóttir.
Það vantar ekki á þig „skemmti-
leguna“, heyrði ég eitt sinn þakklát-
an áhorfanda segja við Jón Ólafsson
á Kirkjulæk að loknu einu atriði af
mörgum á hans ferli. Íslenskur al-
þýðuhúmor. Alveg í anda Jóns sem
var sjálfur glúrinn og grínsamur
orðasmiður, hagyrðingur og tónlist-
armaður. Hann var auk þessa verk-
maður ágætur og hugmaður í bú-
skap meðan slíkt var atvinnan.
Eftirminnilegir menn klæða hvers-
daginn uppí sérstöðu. Sjá alltaf nýj-
an flöt á hverjum hlut og þannig
næmni hafði Jón til að bera á allt um-
hverfi sitt. Stöðug glettni og mann-
legur vinkill á lífið, fólkið og til-
veruna gerði hann vinamargan og
hrók alls fagnaðar í hverjum hópi.
Feimni háði honum aldrei og að
sjálfsögðu bjó hann sjálfur til orð um
það. Sagðist vera „framhleypa“, sem
var rétt.
Heyrði einhvers staðar þá skil-
greiningu að áhuginn á ættfræði
byrji þegar hárin byrja að vaxa útúr
eyrum og nefi á körlum. Nokkurn
veginn þannig var það hjá Jóni.
Áhuginn meiri á sveitaböllum og
slíku á yngri árum líkt og tilheyrði.
Seinna lyftist á flug áhuginn á for-
feðrum, formæðrum og merkri sögu
þeirra. Líkt og Jón Lárusson afi
hans fór Nonni að kveða á ramm-
íslenskan hátt og fórst það vel. Trú-
lega teygðist taug ættföðurins frá
Bólu alla leið til Jóns og sumt var
þeim líkt gefið. Áhuginn á verk-
mennt fyrri alda var ekki síðri.
Krafturinn og útsjónarsemin við að
reisa Meyjarhofið stuttu fyrir veik-
indin var aðdáunarverð.
Það er lognkyrr Jónsmessunótt.
Roðagyllt rönd innrömmuð af Eyja-
fjallajökli, Þríhyrningi og Tindfjöll-
um. Dalalæðan vefur sig mjúklega
ofan í hverja laut og Dímon stendur
álengdar. Á slíkri stundu í náttlausri
íslenskri veröld kvaddi Jón Ólafsson
á Kirkjulæk.
Slíkra manna er saknað. Því vant-
ar stórt uppá sanngirni lífsins gangs
í þetta skiptið. Við getum samt ekk-
ert nema reynt að brosa í gegnum
tárin, því minning um glettinn, hlýj-
an og litríkan samferðamann yljar.
Rangæingar kveðja því nú einn af
sínum mætari sonum í nútímanum.
Sannan sýslung sem var stoltur af
héraði sínu, sögu þess og umhverfi.
Unni því ekki einungis með hugsun-
um, heldur orðum, gjörðum, söng,
tónlistarflutning, kveðskap og eigin
framkvæmdum.
Kæra María, Inga og fjölskylda.
Samúðarkveðjur til ykkar allra.
Valdimar Guðjónsson.
Það er nöturlegt að sjá að baki
Jóni Ólafssyni í blóma síns. Jón var
sannur Íslendingur sem ann fortíð-
inni engu síður en nútímanum og
sagði stundum um sjálfan sig að
hann væri með annan fótinn í 19. öld-
inni. Hann lagði sig eftir þjóðlegum
fróðleik, kveðskap ýmiss konar og
rímnasöng og kom iðulega fram við
slíkan flutning, ekki ósjaldan með
móður sinni, Maríu Jónsdóttur. Fyr-
ir nokkrum árum sungu þau mæðgin
og kváðu, ásamt ungum systradætr-
um Jóns, fyrir Svíakonung og fjöl-
skyldu hans að Hótel Rangá. Daginn
eftir fórum við Jón saman í Tungna-
réttir og kynnti ég hann þar fyrir
heimamönnum sem konunglegan
rímnasöngvara og fór hann með
gamanmál á ýmsum bæjum þann
daginn. Eftir að við höfðum sungið
og skemmt okkur með Tungna-
mönnum fram á kvöld, lögðum við af
stað aftur heim í Fljótshlíð og þá
sagði Jón við mig að ef hann mætti
ráða dögum sínum í Himnaríki, þá
vildi hann að þeir væru eins og þessi.
Vonandi er að hann fái nú þá ósk sína
uppfyllta.
Jón Ólafsson var bóndasonur frá
Kirkjulæk í Fljótshlíð, sem tók við
búi eftir foreldra sína, giftist heima-
sætu úr sveitinni og saman bjuggu
þau lengst af búi á Kirkjulæk, en auk
þess lærði Jón smíðar og stundaði þá
iðn. Þá lagði hann sig eftir vinnu-
brögðum við steinhleðslu og fornum
byggingarháttum og ber Hofið við
Kaffi Langbrók glöggt merki hand-
bragðs hans og hyggjuvit. Má undr-
un sæta að honum skyldi takast að
reisa það mannvirki á jafnskömmum
tíma og raun ber vitni, mikið til einn,
þá þegar orðinn sjúkur af meini því
sem varð honum að aldurtila.
Með Jóni Ólafssyni er horfinn
svipmikill persónuleiki sem hafði oft
á tíðum aðra sýn á hlutina en við hin.
Uppbyggingin á Kaffi Langbrók,
Hofið og framtíðarhugmyndir Jóns
Ólafssonar um frekari mannvirki þar
áttu hug hans allan og er sárt að vita
til þess að honum skyldi ekki endast
aldur til að koma þeim öllum í fram-
kvæmd, en hann mun lifa í hugum
okkar samferðarmanna sinna í verk-
um sínum og fyrir sitt ljúfa og al-
úðlega viðmót. Fjölskyldu hans allri
sendi ég innilegar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Jóns Ólafssonar.
Jón Þorsteinn Gunnarsson.
Jón var sannur, hreinn og beinn
og kom fram á sama hátt við háa sem
lága, í eiginlegri sem óeiginlegri
merkingu þess orðs.
Hann var hugsjónarmaður eins og
þeir gerast bestir og bar virðingu
fyrir sveitinni sinni, landinu, sögu
okkar og menningu.
Og hann lét verkin tala, og af eigin
frumkvæði og rammleik, reisti hann
Meyjarhofið, móður jörð, til heiðurs
konum, formæðrum þessa lands.
Jón átti sér þann draum að hægt
væri að heita á hofið. Því hefur nú
verið komið til leiðar því stofnaður
hefur verið áheitasjóður í minningu
Jóns.
Reikningsnúmer 0182-05-62648,
kt. 311266-4469. Reikningurinn er í
Landsbankanum á Hvolsvelli.
Ég votta Ingu, Sveinbjörgu, Sig-
nýju, Ómari, Andra og móður hans
Maríu og ástvinum hans öllum mína
dýpstu samúð. Með Jóni er genginn
góður drengur.
Elísabet Bjarklind Þórisdóttir.
Að áliðnum maí voru þeir allir
komnir í túnið fyrir utan húsið.
Þarna voru þeir Glæsir, Röðull og
Safír. Og gott ef ekki Franki Boy.
Þær voru líka komnar Ástin, Elskan
og Yndið og aðeins fjær létu þær
fara vel um sig Súðin og Smárarósin.
Það leið á kvöldið og lifnaði yfir.
Að innan barst glaðleg tónlist.
Fólkið úti skálaði, stakk úr glösun-
um og þokaðist inn. Margir litu um
öxl og horfðu stoltir á gæðingana
sína sem stóðu tryggir tjóðraðir við
fortjöldin. Kallarnir voru helst í
svörtum rúllukragabolum. Hattarnir
með svo sveigðum börðum að þau
náðu niður á milli herðablaðanna.
Konurnar í vestum, rúllukragarnir
hvítir, einstaka bolur þó rauður.
Mannskapurinn kom sér fyrir létt-
ur í bragði. Á Kaffi Langbrók spilar
Hjónabandið nefnilega á hverju
kvöldi um helgar. Sama á hverju
gengur. Glaðværð Hjónabandsins
hreif strax gestina sem kunnu lögin
og tóku undir. Áttu líka diskinn.
Inga og Auður sungu, brostu, döns-
uðu og geisluðu. Jenni lét duga að
stíga fram í annan fótinn, brosti
kankvís og lét gítarinn hljóma kröft-
uglega. Á þeim var engan bilbug að
finna. En á bakvið hljómsveitina
hallaði bassagítar sér hljóður upp að
vegg og sagði okkur það sem við vild-
um ekki heyra.
Jón Ólafsson var hár maður,
hraustlega vaxinn. Hárið þykkt eins
og á hesti, hendurnar lagnar og
vinnufúsar. Jóni fór skegg vel en það
bar hann einkum í leikrænum til-
gangi þegar honum fannst að herða
þyrfti á hetjuskapnum.
Hann gat haldið stórum hópum
föngnum með framkomu sinni og
háttum. Klæddur fornklæðum lýsti
hann atferli Hallgerðar langbrókar
fyrir utan Kaffi Langbrók. Fólkið
veltist um af kátínu en svo klykkti
hann út og sagði: ,, … en ég man
þetta nú ekki allt enda langt síðan
þetta gerðist, þúsund ár.“ Rödd Jón
Ólafssonar var djúp og óvenjuhljóm-
mikil. Það var í henni einstakur við-
bótarhljómur, eins og hún kæmi neð-
an úr maga en færi einn hring upp í
hvirfilinn áður en hún skilaði sér að
lokum. Þetta gerði Jón afar áheyri-
legan ásamt öllu látbragði hans og
tilburðum. Jón kvað rímur við raust
og var hagyrðingur góður. Í stóraf-
mæli Hrafnhildar minnar fyrir
tveimur árum stýrði hann veislunni í
bundnu máli. Langt að komnir
veislugestir sem héldu að Fljótshlíð-
in hefði einhverju glatað af fornri
frægð eru enn orðlausir. Jón Ólafs-
son horfði ekki í gaupnir sér og beið
eftir að hlutir gerðust. Hann var ekki
bara listamaður í tónlist og kveðskap
heldur hagleiksmaður til allra verka.
Meyjarhofið Móður jörð byggði
hann með eigin höndum af hugsjón
og dugnaði og vígði það á Jóns-
messunótt, nákvæmlega einu ári áð-
ur en hann var allur. Flestir aðrir
væru nú enn að ræða við stjórnvöld
um stuðning til verskins. Hofið
stendur og minnir um ókomin ár á
ódeigan hleðslumanninn. Jón hlaut
ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín
og verk og nú 17. júní sl. fengu þau
Inga afreksbikar Búnaðarfélags
Fljótshlíðar fyrir störf sín. En Jón
mat líka litlar vegtyllur og smáa upp-
hefð og gerði oft að óborganlegu yrk-
isefni eða tilefni. Birtist þar barnsleg
einlægni hans og ánægja yfir litlu
sem hann mátti til með að deila sam-
stundis með öðrum. Sennilega var
þetta einn merkilegasti eiginleiki
Jóns Ólafssonar og sá sem gerði
hann að þeim lífsglaða, bjartsýna og
góða dreng sem hann var.
Við Hrafnhildur sendum Ingu og
börnunum innilegar samúðarkveðj-
ur. Hljóðfærið er þagnað. Bassinn
mun samt hljóma.
Óskar Magnússon,
Sámsstaðabakka.
Jón Ólafsson frá Kirkjulæk er lát-
inn langt um aldur fram og er sárt
saknað af fjölda fólks sem notið hef-
ur sérstakra hæfileika hans sem
söngvara, hagyrðings og sögumanns
á kvöldvökum á Kaffi Langbrók í
Fljótshlíð.
Jóni var margt til lista lagt en eitt
það sérstæðasta sem hann tók sér
fyrir hendur var bygging meyjahofs-
ins Móður jörð skammt frá Kaffi
Langbrók.
Ég varð þeirrar ánægju aðnjót-
andi að fá að fylgjast með tilurð
þessa hofs frá hugmynd til veruleika
og dáðist að þeim dugnaði og alúð
sem Jón lagði í verkið.
Alla grjóthleðslu annaðist hann
sjálfur og dró að sér efni víða að úr
Fljótshlíð.
Eftir að byggingu lauk fór Jón
með hópa fólks í skoðunarferðir í
hofið og miðlaði gömlum og nýjum
fróðleik í bland milli þess sem hann
bauð upp á hangikjöt og mysu og
spilaði á hljóðfæri hofsins sem gert
er úr steinhellum.
Bygging hofsins er eins manns
framtak og hefur Jón þar sjálfur
reist sér verðugan minnisvarða sem
standa mun lengi.
Í Fljótshlíð er frægur staður
kenndur við langa brók
ríkjum þar ræður maður
sem flugu í höfuð tók
sveitina fréttin skók
Hof skal upp hér rísa
Freyju mun það hýsa
lífið tekur krók
hleðslan er traust og torfið gott
timbur og refti heima fengið
langeldur og slagverk flott
um flóttaleið til laugar gengið
traust hann torfi og hellum hlóð
timbur gott til skógar sækir
tendrar í löngum eldi glóð
pyttlu úr vasa krækir
vertsins skyldur rækir
hátt skal til himins skála
bæinn rauðan mála
lygnir streyma lækir.
(Hofmannsbragur.)
Ég kveð góðan kunningja með
þakklæti og söknuði og votta fjöl-
skyldunni minni dýpstu samúð.
Fylkir Þórisson
Í dag er kvaddur góður vinur og
félagi til margra ára, Jón bóndi og
lífskúnstner á Kirkjulæk. Einstakur
hugsjónamaður sem þorði að njóta
augnabliksins, var sjálfum sér líkur,
einlægur og tengdur hjarta sínu,
umhverfi og uppruna.
Það er hverju samfélagi mikilvægt
að eiga mann eins og Jón, sem tók
sér fyrir hendur og leiddi verkefni
sem aðrir leiddu hjá sér. Mann sem
stóð fyrir jafn ólíkum verkefnum og
útgreftri Mögugilshellis, byggingu
meyjarhofs, minkaeyðingu, útgáfu
hljómdiska, kveðskap, tónsmíði,
grjóthleðslu, hljómsveitarspili,
veislustjórn, kórsöng, og útihátíðum,
svo fátt eitt sé nefnt. Mann sem lét
einskis ófreistað til að hlúa að menn-
ingu og arfi forfeðranna og skapaði
nýja hluti. Ég naut þeirra forrétt-
inda að fá að taka þátt í verkefnum
með Jóni þar sem ávallt ríkti sú
glettni og góði andi sem einkenndi
hans fas og framkomu og fengu unga
og aldna til að hrífast með til að skila
fegurra mannlífi og auðugra sam-
félagi.
Í hátt í hundrað ár hafa Fljótshlíð-
ingar staðið fyrir árlegum álfadansi
og brennu. Þar gegndi Jón lykilhlut-
verki í aldarfjórðung, ýmist sem
álfakóngur eða forsöngvari og stóð
að undirbúningi og kynningu. Hann
hafði metnað til að halda í hina
gömlu hefð og mér þykir vænt um að
við skyldum sl. vetur ná að raula þar
saman í farabroddi með íslenska fán-
ann, þrátt fyrir undangengin veik-
indi Jóns. Þá leit út fyrir að vágest-
urinn væri sigraður og við ætluðum
að endurtaka leikinn að ári. Því mið-
ur getur svo ekki orðið, en við sem
eftir lifum munum hér eftir syngja
dátt og dansa á svelli, í minningu
Jóns.
Jón var opinn og skemmtilegur,
fór ekki í manngreinarálit og hikaði
ekki við að gefa sig á tal við
ókunnuga, þótt af ólíku sauðahúsi
væru. Hann kunni að glettast og
gera góðlátlegt grín að sjálfum sér
og náunganum. Þessir eiginleikar
sköpuðu honum stóran hóp vina og
kunningja. Ferðir á þjóðhátíð Vest-
mannaeyja í góðra vina hópi voru
kapítuli út af fyrir sig og væri hægt
að gefa út heila bók með skemmti-
sögum þaðan þar sem Jón var hrók-
ur alls fagnaðar og við nutum hverr-
ar mínútu. Engum duldist að Jóni
þótti óþarfi að eyða tímanum á
þjóðhátíð í hvíld og svefn, heldur átti
að vaka, lifa og njóta. Nægur tími
væri til hvíldar að loknu þessu jarð-
lífi. Allt of fljótt hefur Jón nú fengið
þá hvíld, eftir snarpa og harða bar-
áttu við krabbamein. Það er okkur
þung raun, en við huggum okkur við
það að hann kunni að njóta stund-
anna og koma hugmyndum sínum í
framkvæmd. Með einlægri fram-
komu og skemmtilegu fasi auðgaði
hann heiminn. Eftir sitja minningar
um góðan dreng. Minningar sem
kalla fram bros og betri líðan.Það
eru forréttindi að hafa fengið að lifa
og starfa með öðlingnum Jóni. Hann
lagði drjúgan skerf í fjársjóð minn-
inga minna. Fyrir það vil ég þakka.
Elsku María, Inga, börn, systkini,
fjölskylda og aðrir aðstandendur.
Við Kristín flytjum ykkur öllum okk-
ar dýpstu samúðarkveðjur og biðj-
um þann sem öllu ræður að vernda
ykkur og styrkja á erfiðum tímum.
Guð blessi minningu Jóns Ólafsson-
ar.
Guðmundur Svavarsson.
Jón á Kirkjulæk, eins og hann var
oftast nefndur í vinahópi, var með
skemmtilegustu mönnum sem ég hef
kynnst. Okkur varð vel til vina þau
ár sem ég var hæstráðandi á Njálu-
slóðum í Rangárþingi.
Það var einstaklega gaman að
vera í samvistum við Jón. Hann var
oftast glaðsinna og jafnan upplagður
fyrir græskulaust spaug og gaman-
mál. Því kynntist ég ekki síst, þegar
við lögðumst í víking með sönghópn-
um „Saga Singers“ og hugðumst
sigra heiminn, með Brennu-Njáls-
sögu að vopni. Þá gekk að vonum á
ýmsu, hvort sem við áttum leið um
Þýskaland, Bandaríkin eða Kanada.
Jón hafði þann kost að geta skop-
ast að sjálfum sér – og gerði það
óspart. Það átti ekki síst við, þegar
við þurftum að hafa samskipti við
innfædda á ferðum okkar, beggja
vegna Atlantsála. Þá hafði Jón
Jón Ólafsson frá
Kirkjulæk