Morgunblaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Á HVERJUM miðvikudegi koma nokkrir íbúar af íslenskum ættum á Gimli og nágrenni í Mani- toba-fylki í Kanada saman á veitingahúsinu Te- húsi Ömmu á Gimli til að drekka kaffi og ræða saman á íslensku. Að bregða ensku fyrir sig er bannað milli kl. 15 og 16. Allir á myndinni eru komnir af íslenskum innflytjendum í báðar ættir. Frá vinstri: Raymond Sigurdson, Alma Sig- urdson, Aðalheiður Perla Pascoe, Emily Gud- bjartsson, Metta Johnson, Lilja Arnason, Valdine Björnsson, Elva Sæmundsson og Ólafía Sig- urgarðsdóttir sem var í heimsókn. Morgunblaðið/Ómar Ömmukaffi á miðvikudögum Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is Í NÝÚTKOMINNI skýrslu grein- ingardeildar ríkislögreglustjóra er það staðfest að ástæða sé til að hafa auknar áhyggjur af mansali, vændi og smygli á fólki til Íslands. Hlut- verk greiningardeildarinnar er að leggja mat á skipulagða glæpastarf- semi hér á landi, og telur hún víst að íslenskir ríkisborgarar eigi samstarf við erlenda aðila á sviði mansals. Verslun með konur sé almennt talin áhættulítil að mati glæpahópa, en skili að sama skapi miklum hagnaði. Stígamót, Alþjóðahús og fleiri fé- lög hafa lengi kallað eftir viðurkenn- ingu frá hinu opinbera á því að man- sal sé vandamál á Íslandi og bent á að hér á landi hafi allt að því ríkt þöggun um þessi málefni. Nú virðist mál þokast í rétt átt. Ásgeir Karlsson, daglegur stjórn- andi greiningardeildarinnar, segir að ástæða þess að ríkislögreglustjóri dragi þessa ályktun ekki fyrr en nú, sé sú að tilvik á Íslandi hafi hingað til verið fá og þrátt fyrir margar vís- bendingar hafi ekki tekist að leiða að því líkum með óyggjandi hætti að um mansal hafi verið að ræða. Nú telji greiningardeildin fulla þörf á því að íslensk lögregla leggi aukna orku í að rannsaka mansal. „Þessi mál eru vandmeðfarin og það hefur sýnt sig að menn þurfa virkilega að leita eftir þessu ef árangur á að nást,“ segir Ásgeir. Mansal aukið vandamál hér Ríkislögreglustjóri hefur staðfest að skipulagt vændi sé staðreynd á Íslandi Í HNOTSKURN »Í skýrslunni segir að vís-bendingar séu um að er- lendir aðilar komi í auknum mæli að skipulögðu vændi á Ís- landi, og að starfsemin tengist mansalshringjum. »Grunur um mansal hefurlöngum verið tengdur nektarstöðum og vændi. JÓHANNES Jónsson, oft kenndur við Bónus, upplýsti í 24 stundum í gær að hann væri að undirbúa kæru vegna Baugsmálsins. Lögfræðingur, sem ekki vildi láta nafns síns getið, segir að í stöðu Jóhannesar sé hægt að fara í skaðabótamál og hæfist slíkt mál með kröfubréfi til ríkislögmanns. Þá sé líka hægt að gera kröfu um refsingu yfir starfsmönnum ríkisins, hvort sem um sé að ræða lögreglumenn eða handhafa ákæruvalds. Slíkt væri gert með kæru til lögreglu, sem síðan sætti almennri refsimeðferð, og myndi ríkissaksóknari leiða slíka rann- sókn. Ef skoða eigi málið á almennari grundvelli, t.d. með tilliti til breyt- inga á löggjöf, gæti annars vegar ráðherra skipað nefnd um málið og hins vegar gæti þingið sett á lagg- irnar rannsóknarnefnd á grund- velli 39. gr. stjórnarskráarinnar. Annar lögfræðingur, Sigurður Líndal, segir um 50 ár liðin frá stofnun síðustu rannsóknarnefndar á grundvelli 39. greinar stjórn- arskrárinnar. Hafi það verið vegna svokallaðra okurmála en ekkert hafi komið út úr vinnu þeirrar nefndar. andresth@mbl.is Hægt að kæra til lögreglu LEIT hófst að kanadískum fiskibáti eftir að neyðarskeyti bárust frá frífljótandi neyðarbauju um það bil 330 sjómílur suðsuðvestur frá Reykjanesi um klukkan 7:30 í gær- morgun. Skömmu fyrir hádegi náði Landhelgisgæslan sambandi við bátinn og reyndist hann vera með bilaða vél, en engin hætta var talin vera á ferðum. Fokker-flugvél Landhelgisgæsl- unnar fór til leitar á svæðinu, en samkvæmt upplýsingum Gæsl- unnar er ekki millibylgjustöð í bátnum. Því brá áhöfn hennar á það ráð, þegar bilunin kom upp, að senda neyðarskeyti frá frífljótandi neyðarbauju sem skráð er á fiskibát skráðan í Kanada. Báturinn er á leiðinni til Noregs. Fiskibátur með bilaða vél PÓLSKUR starfsmaður Atlants- skipa lést í vinnuslysi við Hafn- arfjarðarhöfn í gærmorgun. Slysið varð um borð í flutn- ingaskipinu Selfossi þegar verið var að hífa gáma um borð í skipið. Samkvæmt upplýsingum Eimskipa- félagsins, sem á skipið, klemmdist maðurinn á milli gáms og skilrúms, en svo virðist sem gámurinn hafi fokið til í vindhviðu. Banaslys í Hafnarfirði VEÐURSTOFAN spáir hitabylgjuvíða um land um helgina og gerir ráð fyrir að á mörgum stöðum fari hitastigið upp fyrir 25 gráður. Theodór Hervarsson, veðurfræð- ingur á Veðurstofu Íslands, segir að von sé til að heitt loft streymi til landsins frá meginlandi Evrópu um helgina. Ætla megi að það komi inn af fullum þunga seinni partinn á föstudag, fyrst um sinn um norð- anvert landið og um allt land á sunnudag og mánudag. Að sögn Theodórs má greina um 10 til 14 stiga hita í um 1.500 metra hæð í þessu lofti og miðað við það megi gera ráð fyrir að hitastigið fari víða í 25 stig og jafnvel eitt- hvað meira. Hins vegar séu nokkrir dagar í bylgjuna og því betra að halda að sér höndum. Svona mikill hiti er ekki algeng- ur hérlendis en þó ekki einsdæmi. Theodór bendir á að ekki sé útlit fyrir að það verði eins hlýtt og til dæmis í ágúst 2004, þegar hitastig- ið hafi víða verið um 20 stig að morgni. steinthor@mbl.is Morgunblaðið/G.Rúnar Fjölmenni Gera má ráð fyrir að bekkurinn verði víða þéttsetinn og ekki síst á kaffihúsum við Austurvöll gangi spár eftir um hitabylgju um helgina. Hitabylgja um helgina og víða 25 stiga hiti Eftir Sigurð Boga Sævarsson VIÐLAGATRYGGINGU Íslands hafa á síðustu vikum borist 1.840 tilkynningar um skemmdir á húsum í kjölfar jarðskjálftans á Suðurlandi 29. maí síðastliðinn. Þá hafa nær 2.000 aðilar tilkynnt tjón á innbúi sem varð í hinum miklu náttúruham- förum. „Tryggingafélögin sem starfa í okkar umboði hafa afgreitt flestar þeirra tilkynninga sem borist hafa um innbústjón. Í mörgum tilvikum er sömu- leiðis búið að greiða út tjónabætur. Sú heildar- fjárhæð sem við höfum þegar greitt vegna innbústjóns er um 600 milljónir króna,“ segir Ás- geir Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Viðlaga- tryggingar. Hvað varðar skemmdir á byggingum er verið að tala um íbúðir, sumarhús og atvinnuhúsnæði. Segir Ásgeir matsmenn Viðlagatryggingar und- anfarið hafa beint kröftum sínum að stærstu mál- unum, þ.e. þeim húsum sem skemmdust mikið eða jafnvel eyðilögðust. Slíkt sé eðlileg forgangsröð- un. Þurfa næsta hálfa árið „Af þeim tilkynningum sem snúa að skemmd- um á húsum eru í matsmeðferð um 180 mál; það er að húsin eru tekin út og tjónabætur reiknaðar. Í einhverjum tilvikum hafa bætur verið greiddar og raunar förum við af fullum þunga í það verk- efni á allra næstu dögum. Aftar í röðinni lenda þau tilvik þar sem skemmdir eru minni. Almennt sagt má reikna með að við þurfum næsta hálfa ár- ið til að afgreiða allar þær tjónatilkynningar sem okkur hafa borist að undanförnu,“ segir Ásgeir. Á þessum tímapunkti telur Ásgeir ógjörning að áætla hve háar fjárhæðir Viðlagatrygging muni greiða út samanlagt vegna Suðurlandsskjálftans. Úrvinnsla mála og tjónatilkynning séu of skammt á veg komin til að hægt sé að svara því. „Það er ljóst að á Selfossi, Eyrarbakka, í Ölfus- inu og Hveragerði er skaði margra mikill. Þar hafa allmörg hús eyðilagst og innbústjónið er gríðarmikið,“ segir Ásgeir og bætir við að Við- lagatrygging og starfsmenn hennar búi að mikils- verðri reynslu eftir Suðurlandsskjálftana árið 2000. Það auðveldi úrvinnslu mála nú. Þá hafi ver- ið kappkostað að koma til móts við íbúa á svæð- inu, til dæmis með sérstakri þjónustuskrifstofu sem Viðlagatrygging starfrækir að Austurvegi 64a á Selfossi næstu misserin. Tvö þúsund tilkynningar um tjón Viðlagatrygging hefur þegar greitt um 600 milljónir króna eftir Suðurlandsskjálftann í lok maí Morgunblaðið/Frikki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.