Morgunblaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigríður Theó-dóra Jónsdóttir
fæddist í Lunans-
holti í Landsveit 25.
ágúst 1927. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi fimmtu-
daginn 26. júní síð-
ast liðinn. For-
eldrar hennar voru
hjónin Guðrún Sæ-
mundsdóttir (1898–
1936) frá Lækj-
arbotnum í Land-
sveit og Jón
Eiríkur Oddsson (1888–1968),
bóndi í Lunansholti. Guðrún var
dóttir hjónanna Sigríðar Theó-
dóru Pálsdóttur (1869–1942)
hreppstjóra á Selalæk (1834–
1870) Guðmundssonar hrepp-
stjóra á Keldum Brynjólfssonar
og konu hans Þuríðar Þorgils-
dóttur (1832–1869) bónda á Rauð-
nefsstöðum Jónssonar. Jón Eirík-
ur Oddsson, faðir Sigríðar, var
og Kjartan, f. 6.3. 1966.
Dóttir Sigríðar og Ólafs Hann-
essonar prentara, f. 7.11. 1926 er
Jóna Guðrún, aðalbókari hjá Stöf-
um lífeyrissjóði, f. 15.3. 1955,
maki Óttar Guðmundsson vél-
fræðingur, f. 28.2. 1947. Dóttir
Jónu Guðrúnar og Egils Hjartar,
rafm.tæknifræðings, f. 31.8. 1948
er Sigríður Theodóra, nemi í sál-
fræði við H.Í., f. 17.4. 1983, maki
Hörður Guðmundsson, dokt-
orsnemi í sameindalíffræði við
H.Í., f. 24.6. 1980. Sonur þeirra er
Snorri Freyr, f. 17.11.2007.
Sigríður starfaði lengst af sem
saumakona og var hún annáluð
fyrir hannyrðir sínar og dugnað.
Hún hafði mikið yndi af ferðalög-
um og hafði ferðast víða, bæði
innanlands sem utan.
Útför Sigríðar verður gerð frá
Grafarvogskirkju í dag og hefst
athöfnin kl. 11.
Síðar um daginn verður hún
lögð til hinstu hvílu í Skarðs-
kirkjugarði í Landsveit.
sonur Odds Jóns-
sonar (1858–1925)
Eiríkssonar bónda í
Lunansholti og konu
hans Ingiríðar Árna-
dóttur bónda á
Skammbeinsstöðum í
Holtum Árnasonar.
Sigríður var
þriðja í röð fimm
systra en hinar eru:
Oddný, f. 1.6. 1925,
Ingiríður, f. 28.6.
1926, d. 20.2. 1999,
maki Óðinn Björn
Jakobsson, f. 4.3.
1925, d. 5.12. 2001, börn þeirra
eru Guðrún, f. 22.11. 1954, Jakob
Heimir, f. 27.3. 1957 og Þóra
Hrönn, f. 27.6. 1959, Guðrún, f.
27.6. 1930, sonur hennar er Jón
Eiríkur Rafnsson, f. 7.4. 1956,
Þuríður, f. 23.9. 1932, maki
Björgvin Kjartansson, f. 10.3.
1932 og börn þeirra eru Þórunn,
f. 20.1. 1959, Guðmundur Þröst-
ur, f. 9.9. 1962, Árni, f. 21.2. 1964
Elsku mamma mín. Í dag verður
þú til moldar borin í sveitinni þinni
fögru, Landsveitinni. Þar fæddist
þú og ólst upp í faðmi fagurra fjalla
og sterkrar og samhentrar fjöl-
skyldu. Móður þína misstir þú að
vísu strax í barnæsku en faðir þinn
og systur þínar fjórar bundust við
það enn sterkari böndum og svo
voru líka allir sem bjuggu í sveitinni
eiginlega fjölskylda þín. Annað
hvort voru ættarbönd við aðra bæi í
sveitinni eða sterk vináttubönd.
Landmenn voru eins og ein stór og
öflug fjölskylda í þá tíð. Þú varst
alltaf stolt af sveitinni þinni og þar
var hugur þinn gjarnan. Græn tún,
Hekla og blár himinn. Þar verður
gott að hvílast.
En elsku mamma. Minningarnar
hrannast upp og fyrir hugskotssjón-
um mínum birtast ótal myndir og
þú ert á flestum þeirra. Þú með mig
litla í fanginu að sýna mér beljurnar
í fjósinu sem mér fannst svo ljótar
að ég dró húfuna niður fyrir augu
svo að ég þyrfti ekki að horfa á þær.
Það fannst þér fyndið. Þú að baka
pönnsur í sveitinni sem ég fékk að
gleypa heitar með sykri og ískaldri
mjólk. Hvílík dásemd. Þú að sauma
á mig nýjan kjól eða prjóna á mig
hlýja peysu. Minningarbrotin eru
ótalmörg og öll sveipuð björtum
ljóma.
Þú að dást að barnabarninu þínu,
nöfnu þinni, sem ég veit að var
augasteinninn þinn. Og svo barna-
barnabarnið þitt, hann Snorri litli
Freyr. Þú varst alveg dáleidd af
honum og ljómaðir alltaf þegar
hann kom að heimsækja þig á spít-
alann. Það var nóg að nefna hann á
nafn og þá brostir þú þínu fallega
brosi, sem yljaði okkur öllum um
hjartaræturnar sem vorum hjá þér
síðustu dagana. Það sem helst ein-
kenndi þig var dugnaður og elju-
semi. Þú varst alls staðar vel liðin
þar sem þú varst að vinna, enda
held ég að varla hafi verið hægt að
hafa duglegri, samviskusamari og
iðnari manneskju í vinnu en þig.
Allt lék bókstaflega í höndunum á
þér. Því var oft freistandi að koma
til þín og fá hjálp og aðstoð við ým-
islegt, enda vissi maður að þú
myndir taka verkefnið að þér og
klára það á methraða. Þú varst allt-
af boðin og búin til að hjálpa öðrum
og taldir það ekki eftir þér. En ég
get ekki minnst þín án þess að
minnast á systur þínar líka. Þið vor-
uð allar svo nánar og samhentar að
leitun er á öðru eins. Það var eins
og þið væruð allar einn hugur,
systraböndin voru svo sterk. Bæði
Stella og Þura voru óendanlega
duglegar að vera hjá þér og hjúkra
síðustu vikurnar. Þær eiga skilið
mikið þakklæti fyrir alla alúðina og
allan þann tíma sem þær voru hjá
þér við sjúkrabeðið. Ég veit að Inga
og Oddný hefðu gert það líka ef þær
hefðu mögulega getað.
En elsku hjartans mamma. Nú
kveð ég þig með sorg í hjarta. Ég
græt í koddann minn á kvöldin en
er samt sátt yfir að þú skulir vera
búin að fá hvíldina. Þú varst tilbúin
þegar kallið kom. Minning þín mun
ávallt lifa áfram með okkur sem
þekktum þig.
Hvíl í friði. Þín dóttir,
Jóna.
Elsku amma mín, mikið er það
sárt að þú sért farin en á sama tíma
er ég ofsalega þakklát fyrir að hafa
fengið svona langan tíma með þér,
heil 25 ár. Ég á eftir að sakna þess
að geta ekki hringt í þig, spjallað og
fengið góð ráð hjá þér. Þegar ég var
lítil hringdi ég og sagði þér frá öllu
stóru og smáu sem gerðist hjá mér.
Það var svo gaman að segja þér frá
því sem var að gerast í lífinu mínu
því þú varst alltaf svo jákvæð og
ánægð. Eftir að ég eignaðist strák-
inn minn, hann Snorra Frey, hef ég
svo verið að segja þér frá öllu því
nýjasta sem er að gerast hjá hon-
um. Og amma veistu hvað, ég var að
finna fyrstu tönnina hjá honum
núna áðan. En ég ætla að vera dug-
leg að segja honum frá langömmu
sinni, sem þótti svo afskaplega vænt
um hann. Þá ætla ég að segja hon-
um frá því þegar þú varst lítil stelpa
í Lunansholti. Miðað við sögurnar
sem þú hefur sagt mér, þá var lífið
gott í sveitinni og þar leið þér alltaf
vel. Svo ætla ég líka að sýna honum
myndir af langömmu sinni þegar
hún var ung. Hún var nefnilega al-
gjör skvísa. Ég ætla að sýna honum
hvað þú varst vandvirk og dugleg
hannyrðakona. Svo á ég margar
góðar minningar til að segja honum
frá, eins og þegar ég gisti í Hraun-
bænum og fékk að kúra í rúminu
hjá þér og þú sagðir mér söguna um
stelpuna með eldspýturnar.
Takk fyrir allt,
Sigríður Theodóra.
Í dag verður til moldar borin
systir mín hún Sigga. Að hennar
ósk mun hún hvíla í kirkjugarðinum
í Skarði í Landsveit. Þar hvíla áar
okkar, foreldrar, systir og mágur.
Sigga systir mín var ákaflega
dugleg og samviskusöm manneskja
og veit ég fáar betri manneskjur en
hana. Við höfðum báðar mikið yndi
af ferðalögum og fórum saman í
margar ferðir bæði innanlands sem
erlendis. Sigga systir var skemmti-
legur ferðafélagi og áttum við
margar góðar stundir á ferðalögum
með góðum ferðafélögum. Við syst-
urnar byggðum okkur sumarbústað
að Lunansholti ásamt Ingu og Odd-
nýju og fjölskyldum. Þar er oft glatt
á hjalla þegar fjölskyldurnar safn-
ast saman og um verslunarmanna-
helgar er nokkurs konar skyldu-
mæting fjölskyldunnar og allir vinir
og vandamenn velkomnir. Við grill-
um saman, kveikjum varðeld og
syngjum og dönsum. Sigga systir
kunni vel að meta þessar samkomur
og þótti best þegar sem flestir
mættu og mikið var um að vera.
Kæra systir, þín verður sárt saknað
um næstu verslunarmannahelgi
sem og endranær. Við munum varð-
veita minningu þína og geyma
mynd þína í hjartastað.
Guð blessi þig. Þín systir,
Guðrún (Stella).
Elskuleg móðursystir okkar, Sig-
ríður Theodóra, er kvödd í dag.
Hún lést eftir stutt en erfið veikindi
á fögrum sumardegi síðastliðinn
fimmtudag. Sigga eins og hún var
alltaf kölluð var aðeins átta ára þeg-
ar hún missti móður sína og fjórar
elstu systurnar ólust upp hjá Jóni
föður sínum í Lunansholti en Þur-
íður yngsta systirin var alin upp hjá
góðum nágrönnum á næsta bæ,
Bjalla. Það hefur verið erfitt að vera
ekkjumaður og ala dæturnar upp
einn á þessum árum, en systurnar
fóru snemma að hjálpa til við bú-
skapinn. Búskap var hætt á jörðinni
fyrir tæpum fjörutíu árum en jörðin
er áfram í eigu fjölskyldunnar. Þær
systur töluðu oft um æskuárin og
minntust þeirra með mikilli ánægju
og gleði þrátt fyrir mikla erfiðleika
vegna veikinda móður þeirra og
systur, en Oddný elsta systirin
veiktist af lömunarveiki á sama
tíma og móðir þeirra lá banaleguna.
Gaman var að fylgjast með Siggu
við vinnu. Hún hafði lag á að gera
allt á einstaklega hljóðlegan hátt og
afköstin voru ótrúleg. Það var aldr-
ei hægt að segja við Siggu við ger-
um þetta á eftir, það varð að gera
allt strax – annars var hún búin með
verkið áður en hinir sneru sér við.
Aðaláhugamál Siggu voru hannyrð-
ir og naut hún ríkulega þess mikla
listfengis sem hún bjó yfir. Allt var
gert af mikilli vandvirkni og er
ótrúlegt hvað hún komst yfir að
gera. Oft var leitað til Siggu með
úrlausnir og spurningar um hitt og
þetta varðandi saumaskap og ýmsa
handvinnu. Margir ættingjar og
vinir eiga hluti frá henni sem við
kunnum öll að meta og dáumst að.
Á seinni árum ferðuðust Sigga og
systurnar töluvert, bæði innanlands
og utan og var gaman að hlusta á
frásögur þeirra úr þessum ferðum.
Síðasta ferðin var farin í haust sem
leið til Flórens. Þær áttu mjög auð-
velt með að kynnast fólki og eign-
uðust marga vini í ferðum sínum.
Systurnar hafa alla tíð verið ein-
staklega samrýndar og samheldnin
í fjölskyldunni hefur líka verið mik-
il. Sigga, Stella og Oddný héldu
heimili saman í mörg ár og hefur
það alltaf staðið öllum í fjölskyld-
unni opið. Þegar við systkinin, börn
Ingu, vorum að alast upp í Lunans-
holti var það sérstaklega ánægju-
legt þegar þær systur og krakk-
arnir þeirra, Jóna og Jón, komu í
heimsókn. Oft var biðin eftir þeim
löng en alveg þess virði þegar Voff-
inn kom í hlaðið. Gleðin og skemmt-
unin sem fylgdi þeim var svo vel
þegin í sveitinni.
Fyrir rúmlega tuttugu árum var
ráðist í að byggja sumarhús á jörð-
inni Lunansholti þar sem gamla
húsið var orðið lélegt. Þær voru
stoltar systurnar þegar vígslan fór
fram á 100. afmælisdegi föður
þeirra. Ekkert breyttist þó að nýtt
hús væri tekið í notkun. Alltaf voru
sömu notalegheitin og átti Sigga
ekki síst þátt í því. Þar hefur fjöl-
skyldan dvalið við leik og störf und-
anfarin ár og notið þess að vera
saman.
Það sem einkenndi Siggu fyrst og
fremst var mikil lífsgleði, jákvæðni
og einstakt jafnaðargeð. Hún naut
þess að vera með ættingjum og vin-
um og taka þátt í öllu sem lífið hafði
upp á að bjóða. Hennar mesta gæfa
í lífinu var að eignast Jónu Guðrúnu
dóttur sína og var hún stolt af henni
og dótturdótturinni Sigríði Theo-
dóru nöfnu sinni og gleðin leyndi
sér heldur ekki þegar litli langömm-
ustrákurinn, Snorri Freyr, kom í
heiminn í haust sem leið.
Að leiðarlokum viljum við systk-
inin og fjölskyldur okkar þakka
Siggu fyrir allar ánægjulegu stund-
irnar, kærleikann og umhyggjuna
sem við nutum alla tíð og biðjum
góðan Guð um að styrkja fjölskyldu
hennar. Það eru forréttindi að hafa
þekkt og umgengist Siggu og minn-
ing hennar lifir í hjörtum okkar.
Blessuð sé minning hennar.
Guðrún, Jakob Heimir, Þóra
Hrönn og fjölskyldur.
Mæður okkar voru systur, aðeins
eitt ár skildi þær að í aldri. Þær
voru mjög nánar og milli þeirra var
einstakt samband. Guðrún, móðir
Sigríðar, andaðist vorið 1936 aðeins
38 ára gömul frá fimm dætrum, sem
allar voru innan við fermingu. Faðir
þeirra tókst á við hið þunga hlut-
skipti að ala einn upp dætur sínar
og koma þeim til manns.
Eins og siður var á fjórða og
fimmta áratug síðustu aldar dvöld-
ust mörg börn í Lunansholti yfir
sumarið. Jón bóndi var góður uppal-
andi og lét sér annt um sumarbörn-
in, sem eiga dýrmætar minningar
um glaðar stundir í Landsveitinni
þar sem blasti við fjallahringurinn
fagri með Heklu, Þríhyrning og
Eyjafjallajökul í öndvegi.
Ég fór sjö ára gömul fyrst til
sumardvalar að Lunansholti. Þegar
þangað kom síðla dags var allt
framandi og ekki laust við að ég
væri með hálfgerða heimþrá. Næsta
morgun vakti Jón bóndi mig og bað
mig að koma með sér út í skemmu.
Þar sýndi hann mér hrífu sem hann
hafði smíðað handa mér um kvöldið.
Frá þeirri stundu var ég bundin
Jóni og dætrum hans órjúfandi
böndum. Ég naut þess vissulega að
bera nafn húsfreyjunnar, móður-
systur minnar, sem andaðist viku
áður en ég fæddist. Ég var í Lun-
ansholti sjö sumur og verð ævinlega
þakklát fyrir að hafa fengið að
kynnast búskaparháttum sem þá
voru um það bil að hverfa. Það eru
ekki margir í dag sem hafa flutt
mjólkina á brúsapallinn og strokkað
smjör. Dvölin þar kenndi mér að
tengja fortíðina nútíðinni.
Þegar ég kom fyrst að Lunans-
holti var Sigríður 16 ára. Hún bar
þá strax þann svip sem átti eftir að
setja mark sitt á hana. Systurnar
unnu öll störf innanhúss sem utan
af stakri natni. Eiginleikar eins og
nýtni og nægjusemi sátu í fyrir-
rúmi. Allt gekk átakalaust fyrir sig
og var heimilisbragurinn eindæma
góður. Aldrei var fjasað yfir neinu,
allir gengu til sinna verka sem voru
unnin hávaðalaust. Sumarbörnun-
um voru fengin föst störf að vinna
og þeim hrósað fyrir vel unnið verk.
Sigríður var afburðasnjöll hann-
yrðakona og lék allt í höndum henn-
ar. Hún starfaði lengst af sem
saumakona auk þess sem hún vann
hjá Kristjáni Siggeirssyni hf. á ann-
an áratug. Naut hún hylli allra
sinna vinnuveitenda enda góður
starfsmaður. Lagðist þar allt á eitt,
samviskusemi, dugnaður og gott
skapferli.
Einkadóttir Sigríðar, Jóna Guð-
rún, var henni til yndis og ánægju
og ekki síður nafna hennar og dótt-
urdóttir og litli langömmudrengur-
inn sem hún fékk aðeins notið
skamma stund.
Samband systranna frá Lunans-
holti er einstakt og vart hægt að
nefna eina þeirra án þess að hinar
komi í hugann. Þær Sigríður og
Guðrún bjuggu saman og áttu gott
og fallegt heimili. Þær ferðuðust
mikið hin síðari ár og nutu þess að
vera í hópi góðra ferðafélaga.
Tengslin við heimahagana rofnuðu
aldrei þótt búskap væri hætt.
Sigríður átti við erfið veikindi að
stríða síðustu mánuði. Hún bar höf-
uðið hátt til hinstu stundar. Við
systurnar og fjölskyldur okkar
sendum Jónu Guðrúnu og fjöl-
skyldu hennar svo og systrum
hennar og fjölskyldum þeirra inni-
legar samúðarkveðjur. Við þökkum
samfylgdina og allar góðu minning-
arnar.
Guðrún Erlendsdóttir.
Sigríður Th. Jónsdóttir fæddist í
Lunansholti og þar ólst hún upp.
Ung að árum missti hún móður
sína, en hún átti góðan föður sem sá
vel um sitt heimili, aðeins yngsta
dóttirin fór í fóstur á næsta bæ en
fjórar ólust upp heima.
Sigga eins og hún var jafnan köll-
uð bar góðu uppeldi vitni. Hún var
listræn og bjó til marga fallega
muni, þá var hún listakokkur.
Systurnar hafa ekki selt Lunans-
holtið þó þær flyttu til Reykjavíkur.
Í Lunansholti byggði stórfjölskyld-
an sumarhús og hefur dvalið þar oft
á sumarin.
Nú þegar björtustu dagar sum-
arsins ljóma kveðjum við hana
Siggu. Hún hefur fengið lausn frá
erfiðum veikindum. Mér fannst allt-
af fylgja henni vor og sumar í brosi
hennar og yndislegri framkomu.
Dóttur hennar, systrum og allri
fjölskyldunni sendum við innilegar
samúðarkveðjur frá systkinunum
frá Árbakka.
Guðríður Bjarnadóttir.
Sigríður Theódóra Jónsdóttir
Elsku langamma mín, mikið
var ég heppinn að fá að
kynnast þér. Góða nótt og
sofðu rótt.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Þinn langömmustrákur,
Snorri Freyr
HINSTA KVEÐJA