Morgunblaðið - 03.07.2008, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 31
✝ Lárus StefánÞráinsson fædd-
ist á Akureyri 30.
maí 1987. Hann lést
21. júní síðastliðinn.
Foreldrar hans eru
Þráinn Lárusson, f.
á Akureyri 15. apríl
1962 og Ingibjörg
Helga Baldursdóttir,
f. á Húsavík 28. mars
1963. Albróðir Lár-
usar er Kristján
Stefán, f. á Akureyri
2. febrúar 1991.
Systir þeirra, sam-
feðra er Sigrún Jóhanna, f. á Ak-
ureyri 12. apríl 1983, dóttir hennar
er Daníela Líf, f. 15. júlí 2006. Ingi-
björg og Þráinn slitu samvistir og
núverandi eiginmaður Ingibjargar
er Þórhallur Birgisson frá Skóg-
um, f. í Reykjavík 21. desember
1959. Núverandi eiginkona Þráins
er Þurý Bára Birgisdóttir, f. í
Hafnarfirði 24. janúar 1970.
Lárus bjó fyrstu ár ævi sinnar á
Akureyri, en fluttist
síðar til Keflavíkur
með móður sinni og
bróður. Lengst af
bjó hann í Hafnar-
firði og var þar 3 ár í
grunnskóla en lauk
grunnskólanámi frá
Tjarnarskóla í
Reykjavík. Að hon-
um loknum vann
Lárus í Fjölsmiðj-
unni og hóf síðan
framhaldsnám í
Handverks- og Hús-
stjórnarskólanum á
Hallormsstað og því næst í
Menntaskólanum á Egilsstöðum.
Síðastliðinn vetur var hann á
samningi sem matreiðslunemi.
Lárus Stefán ætlaði að hefja nám
við Fjölbrautarskólann í Ármúla
nú í haust en hugur hans var á
listasviðinu.
Útför Lárusar fer fram frá Foss-
vogskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 15.
Elsku Lalli, það er svo erfitt að
trúa því að þú skulir vera farinn frá
okkur svona skyndilega.
En upp á síðkastið hef ég verið að
rifja upp í huganum og á ég bara góð-
ar minningar um þig og samveru
okkar, allt það sem að við brölluðum
saman þegar að við vorum yngri, eins
og þegar að við hentum alltaf sæng-
inni yfir tölvuna á nóttunni, þegar að
við vorum að laumast á netið til að
spjalla við stelpurnar á ircinu og vor-
um svo hræddir um að vekja Halla og
mömmu þína, því að það heyrðist svo
hátt í símtengingunni. En þetta er nú
bara ein af mörgum góðum minning-
um sem að ég á.
Eins man ég alltaf þegar að ég
flutti í bæinn og byrjaði í skólanum
og þú varst í stofunni við hliðina á
mér, og alltaf varstu tilbúinn að
koma og bjarga mér frá stóru strák-
unum sem að voru að stríða litla
sveitalubbanum, þó svo þú vissir að
þú yrðir þá fyrir barðinu líka. Því
gleymi ég aldrei og verð ég þér æv-
inlega þakklátur.
Þó svo að sambandið hafi ekki ver-
ið upp á marga fiska núna síðkastið
þá vil ég að þú vitir að þú varst alltaf
góður vinur og er ég heppinn að hafa
kynnst þér.
En nú er komið að kveðjustund og
kveð ég þig með þessum orðum og
óska þess að þú skulir vera kominn á
betri stað og hafir það gott, því þú átt
einungis gott skilið. Þess óskar þinn
einlægur vinur og frændi.
Elsku Inga, Halli, Þráinn, Þurý,
Sigrún og Kristján,
Guð veiti ykkur styrk á þessum
erfiðu tímum.
Hvíldu í friði.
Karl Sigurjónsson.
Þegar okkur barst fregnin um að
Lárus Þráinsson væri látinn, flaug í
gegnum hugann „þeir sem guðirnir
elska deyja ungir“. Lárus okkar,
þessi ungi elskulegi piltur var allur.
Við segjum „Lárus okkar“, hann var
nemandi okkar beggja, fyrst í Hús-
stjórnarskólanum á Hallormsstað á
vorönn 2006 og hóf síðan nám í
Menntaskólanum á Egilsstöðum
haustið 2006 og var þann vetur. Í
framhaldi af því ákvað hann að stefna
á nám í matreiðslu og fór til Reykja-
víkur.
Það var hlédrægur og þögull ung-
ur piltur sem hóf nám í Hússtjórn-
arskólanum ásamt öðrum ungmenn-
um. Hann kom alltaf með þykka bók
með sér á morgnana og settist við
lestur þangað til tímar hófust. Lárus
átti auðvelt með bóklegt nám en átti
þrátt fyrir það sínar erfiðu stundir í
grunnskóla, sem mörkuðu hann og
sviptu sjálfstrausti. Hann sá því ekki
það sem við sáum, hæfileikaríkan
dreng, verklaginn, listhneigðan, bón-
góðan, hlýjan og kurteisan, sem átti
auðvelt með að tileinka sér nám ef
hann gaf því tækifæri. Þegar leið á
önnina í Hússtjórnarskólanum hvarf
bókin og gleðilegt var að horfa upp á
breytinguna, meðal annars þátttöku í
ýmiss konar umræðum á saumastof-
unni sem ekki snerust endilega um
fagið. Þá kom í ljós að skoðanir hans
voru ljósar og hann óhræddur við að
vera á öndverðum meiði við aðra ef
svo bar undir. Í lífsleikni í ME sýndi
pilturinn hvað í honum bjó.
Þar kom fram flottur ungur maður
með styrka rödd, ákveðinn og fullur
öryggis. Lárus kom á nemendasýn-
ingu Hússtjórnarskólans í vor þar
sem hann heilsaði gamla saumakenn-
aranum sínum með hlýju faðmlagi og
fallegu brosi og lífsleiknikennaran-
um sömuleiðis sem gladdist yfir að
sjá þarna fallegan, sjálfsöruggan
ungan mann með mikla útgeislun.
Því var áfallið enn sárar þegar fréttin
barst um ótímabært lát ungs manns.
Elsku Lárus, það er erfitt að eiga
ekki eftir að sjá fallega brosið þitt,
finna hlýtt faðmlagið og að sjá þig
blómstra í framtíðinni. Hafðu þökk
fyrir góð og gefandi kynni, minning
þín lifir. Aðstandendum vottum við
okkar dýpstu samúð
Kolbrún Sigurbjörnsdóttir,
Kolbrún Björnsdóttir.
Lárus Stefán
Þráinsson
að geta fyrirgefið og verið opin fyr-
ir mismunandi sjónarmiðum.
Þakka þér fyrir stuðninginn sem
þú hefur gefið mér í gegnum árin
og frjálsræðið sem ég fékk til að
fara eigin leiðir. Ég er þakklát fyr-
ir öll ferðalögin sem ég hef farið
með þér í og heimsóknir þínar þeg-
ar ég bjó erlendis. Alltaf stóð heim-
ili þitt og pabba opið og sú upplifun
að vera velkomin hvenær sem er
lifir í huga margra sem hafa
kynnst þér. Margir vina minna hér
heima og erlendis hafa oft talað um
það hve vel var tekið á móti þeim
og hve gott það var að kynnast þér.
Takk fyrir að vera svona góð amma
fyrir Loka sem man alltaf eftir
stundunum þegar þú sagðir honum
söguna af Búkollu og margar fleiri.
Mér þykir vænt um að hafa feng-
ið að fylgja þér alla leið og sjá
hvernig þú, falleg eins og alltaf, yf-
irgafst þennan heim hljóðlátlega
en með reisn.
Mér þykir vænt um þig.
Þín dóttir,
Magnea Björg.
Þá er hún Helga tengdamóðir
mín búin að fá hvíldina eftir langa
ævi.
Hún ólst upp í torfbæ í Svarf-
aðardal og sagði okkur sögur af því
þegar hún gekk langar leiðir í skól-
ann í misjöfnum veðrum. Henni
sóttist námið vel. Og víst er að
minnið hefur ekki svikið hana því
fram á síðasta dag mundi hún allt
sem skipti máli og gat leiðrétt þá
sem yngri voru ef ekki var farið
rétt með.
Fyrir u.þ.b. fjörtíu árum keypti
Helga kjarri vaxið sumarbústaða-
land austur í Þrastarskógi sem var
nefnt Helgulundur. Þar barðist
Óskar, rúmlega ársgamall, við að
ganga í þúfunum og höfðum við öll
mikið gaman af. Í Helgulundi var
alltaf nóg húsrúm og stundum var
gólfið nánast ein samfelld flatsæng
þegar afkomendurnir þyrptust að.
Eftir að Jón hætti á sjónum
dvöldu þau á sumrin í Hrísey.
Þangað var gaman að koma og vel
tekið á móti okkur. Helga var ekki
mikið fyrir að fara í önnur hús,
nema þá helst að hún skryppi yfir
til Öldu, en margir litu við í Gunn-
uhúsi og þar þurfti oft að hella á
könnuna. Helga hafði gaman af að
tala við fólk og sat gjarnan úti fyrir
framan húsið í góðu veðri og heils-
aði þeim sem áttu leið fram hjá.
Helga eldaði góðan mat en ekki
þýddi að biðja um uppskriftir. Ein-
hvern tíma langaði mig að gera
fiskibollur og hringdi og bað um
uppskrift. Það var auðsótt mál og
uppskriftin var einföld: Þú hrærir
bara svolítið af þessu og hinu sam-
an við fiskinn. Um árangurinn full-
yrði ég ekkert.
Helga var ættrækin og hjálpsöm
og þess nutum við í ríkum mæli.
Megi hún hvíla í friði.
Lára.
Kæra Helga mágkona,
þá er komið að leiðarlokum sem
þú ert búin að þrá lengi. Langur
tími sem þú hefur ekki séð okkur.
En alltaf þekkt af málrómnum. Það
var alveg ótrúlegt þitt minni. Það
var venjan í fjölskyldunni þegar
eitthvað var á reiki með menn og
málefni, þá var sagt „við spyrjum
Helgu.“ Og þegar Jón bróðir var að
segja frá sagði mágkonan „Jón
minn það var ekki svona“, og kom
með það rétta í málinu. Þá sagði
Jón „já, Helga mín það er rétt. Þú
ert mitt minni, en ég er augun
þín.“ Þetta var svo fallegt að ég
gleymi því aldrei. Svo má ekki
gleyma hvað þú varst yndisleg við
foreldra okkar. Frá fyrstu stundu
tókust með ykkur gott og innilegt
samband. Og þegar við komum í
heimsókn þá var alltaf spurt um
börnin og það með nöfnum allra.
Elsku Helga mín, ég og fjöl-
skyldan, kveðjum þig með söknuði,
en nú hittir þú Elsu og Jón og þú
getur gengið og séð fallega staði.
Við dætur mínar og Elísa systir
vottum börnum þínum og fjöl-
skyldum þeirra dýpstu samúð.
Hvíl í friði.
Hlín Guðjónsdóttir.
✝
Elskuleg frænka okkar,
RAGNHILDUR ÞORVARÐARDÓTTIR
frá Dalshöfða,
Vallarbraut 2,
Reykjanesbæ,
lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi föstudaginn
27. júní.
Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju
föstudaginn 4. júlí kl. 11.00.
Ragnar Hauksson, Eygló Alexandersdóttir,
Sigríður Hauksdóttir,
Pálína Hauksdóttir, Grétar Ævarsson
og aðrir vandamenn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
VALGERÐUR GUÐRÚN EINARSDÓTTIR,
lést miðvikudaginn 18. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabba-
meinsfélagið.
Lúðvík Gizurarson,
Dagmar S. Lúðvíksdóttir, Trausti Pétursson,
Dóra Lúðvíksdóttir, Einar Gunnarsson,
Einar Lúðvíksson, Georgina Anne Christie
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐRÚN Ó. HAFBERG,
síðast til heimilis á
dvalarheimilinu við Dalbraut 27,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landakotsspítala þriðjudaginn
1. júlí.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn
4. júlí kl. 15.00.
F.h. fjölskyldunnar,
Ingibjörg Þ. Hafberg, Leifur E. Núpdal Karlsson,
Ólafur Þ. Hafberg,
Engilbert Hafberg, Auður Sæland Einarsdóttir,
Sigurður Hafberg, Janina Hafberg,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Okkar ástkæra
VALGERÐUR SVEINSDÓTTIR,
Sigtúni 57,
Patreksfirði,
lést á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar föstudaginn
27. júní.
Útför hennar fer fram frá Patreksfjarðarkirkju
laugardaginn 5. júlí kl. 14.00.
Sigþrúður Sveinsdóttir,
Pálmey Gróa Bjarnadóttir,
Klara Sveinsdóttir,
Ingveldur Gestsdóttir, Haraldur Arason.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir og afi,
VICTOR ILYA KUGAJEVSKY,
Washington D.C.
Bandaríkjunum,
lést á heimili sínu laugardaginn 17. maí.
Minningarathöfn verður haldin í Neskirkju laugar-
daginn 5. júlí kl. 11.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, þeim sem
vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið.
Auður V. Friðgeirsdóttir Kugajevsky,
synir, tengdadætur og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar og tengdamóðir,
MARGRÉT ODDSDÓTTIR
frá Jörva,
lést mánudaginn 30. júní á Sjúkrahúsi Akraness.
Hún verður jarðsungin frá Stóra-Vatnshornskirkju
föstudaginn 11. júlí kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Húnbogi Þorsteinsson, Erla Ingadóttir,
Álfheiður Þorsteinsdóttir, Baldur Friðfinnsson,
Marta Þorsteinsdóttir, Guðbrandur Þórðarson.
✝
Móðursystir okkar,
KATRÍN JÓNSDÓTTIR
frá Víðivöllum,
er látin.
Sigmar B. Hauksson,
Guðrún Björk Hauksdóttir,
Jón Víðir Hauksson.