Morgunblaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.07.2008, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 41 - kemur þér við FME rannsakar viðskipti Lands- bankans Bóndi býr til raforku með vindmyllu Læknar hafna kjaraboði ríkisins Bandaríkjamenn pynta eins og Kínverjar Meirihluti í borginni varð að minnihluta Árni Johnsen er úreltur segir Björk Hvað ætlar þú að lesa í dag? Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is HIN alþjóðlega sýning á verðlauna- myndum blaða- og fréttaljósmynd- ara, World Press Photo, er orðin jafnárviss viðburður hér á landi og koma farfuglanna. Sýning á verð- launamyndum ársins 2007 opnar á göngum Kringlunnar í dag. Að vanda voru veitt verðlaun í 10 efnisflokkum, sem ætlað er að ná til margra helstu sviðanna sem með- vitaðir og metnaðarfullir ljósmynd- arar fjölmiðlanna eru að fást við í hinum ægihraða samtíma okkar. Metfjöldi sendi myndir inn í keppn- ina að þessu sinni, 5.019 ljósmynd- arar frá 125 löndum. Myndirnar voru ríflega 80.000 talsins þannig að dómnefndinni var vandi á hönd- um, við að finna það áhrifamesta, að þeirra mati. Nefndin var ekki skipuð neinum aukvisum; formaður var ljósmyndarinn Gary Knight, forseti ljósmyndarasamtakanna VII og meðal þeirra sem sátu í nefnd- inni með honum voru National Geographic-ljósmyndarinn Michael Nichols og Erin Elder myndstjóri The Globe and Mail, sem iðulega birtir ljósmyndun á framúrskar- andi hátt. „Þessi ljósmynd sýnir uppgefinn mann – og uppgjöf þjóðar,“ sagði Knight um Mynd ársins eftir Tim Hetherington, af úrvinda banda- rískum hermanni í Afganistan. Knight bætti við: „Við tengjumst þessu öll. Þetta er mynd af manni sem er kominn á leiðarenda.“ Ekki líta undan Margar myndanna endurspegla átök manna á meðal, það sem er í fréttum fjölmiðlanna. Þarna eru einnig myndir hugsjónafólks sem reynir að benda á mikilvægar sög- ur sem það telur að heimurinn eigi að vita af. Sögur sem skipta máli. Við eigum nefnilega ekki líta und- an, eins og því miður virðist vera sí- fellt algengara í vestrænum fjöl- miðlum, þar sem sápuvella gerviheima skiptir fólk meira máli á alltof mörgum fjölmiðlum en hið raunverulega líf sem fólk lifir í heiminum. En það eru ekki bara stríðsátök í þessum verðlaunamyndum World Press Photo. Þarna eru líka átök í íþróttum, portrett af frægum sem ófrægum, myndir úr heimum lista og vísinda; svipmyndir úr heim- inum eins og hann er. Brent Stirton, Getty Images fyrir Newsweek. Dauð Fjallagórilla borin niður úr fjöllunum í þjóðgarði í Kongó eftir að fjórar górillur fundur skotnar í garðinum. Górillurnar eru í útrýmingarhættu en um 700 eru villtar á svæðinu. Fyrstu verðlaun í flokknum Samtímamálefni. Svipmyndir úr heim- inum eins og hann er Chris Detrick, The Salt Lake Tribuna Krækja Leikmaður Pepperdine krækir í augu leikmanns Bingham Young-háskólans. Leikmaðurinn skoraði ekki, en varð heldur ekki fyrir meiðslum. Dómarinn dæmdi ekki villu! Þriðju verðlaun í Íþróttir-myndafrásögn. Roberto Schmidt, AFP Æði Reiður fylgismaður kenýska forsetaframbjóðandans Raila Odinga veif- ar priki á meðan aðrir nærstaddir ræna verslanir í fátækrahverfi við Nai- robi á gamlársdag í fyrra. Ófriður braust út eftir nauman sigur Mwai Ki- baki í forsetakosningum. Önnur verðlaun fyrir staka fréttamynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.