Morgunblaðið - 03.07.2008, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 3. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Harare. AFP. | Formaður stjórnar-
andstöðunnar í Simbabve, Morgan
Tsvangirai, lýsti því yfir í gær að
flokkur hans
hygðist ekki
koma að myndun
þjóðstjórnar með
Robert Mugabe.
Eftir fund um
helgina hvöttu
leiðtogar Afríku-
sambandsins
(AU) til viðræðna
um þjóðstjórn í
Simbabve og seg-
ir talsmaður Mugabe að Zanu-PF
flokkurinn væri tilbúinn til slíkra
viðræðna við „hvern sem er.“
„Þjóðstjórn leysir hvorki vanda-
málin í landinu né endurspeglar vilja
þjóðarinnar,“ sagði Tsvangirai.
Hann sagði jafnframt að ályktun
Afríkusambandsins fæli ekki í sér
viðurkenningu á ólögmæti kosning-
anna hinn 27. júní síðastliðinn.
„Ályktunin styður hugmyndina um
þjóðstjórn án þess að taka inn í
myndina að Lýðræðishreyfingin var
sigurvegari síðustu trúverðugu
kosninga landsins hinn 29. mars og
ætti því að vera við völd í Simbabve,“
sagði Tsvangirai. Hann sagði flokk
sinn, Lýðræðishreyfinguna, reiðubú-
inn til viðræðna sem byggðust á nið-
urstöðum kosninganna 29. mars.
„Okkar hugmynd um samkomulag
snýst ekki um vald heldur lýðræði,
frelsi og réttlæti,“ sagði Tsvangirai.
Hann ítrekaði jafnframt kröfu
Lýðræðishreyfingarinnar um að
Thabo Mbeki, forseta S-Afríku, yrði
skipt út og nýr sáttasemjari fenginn.
jmv@mbl.is
Deilir ekki
valdi með
Mugabe
Tsvangirai vill lýð-
ræði, frelsi og réttlæti
Morgan Tsvangirai
Eftir Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur
sigrunhlin@mbl.is
HÓPUR mótmælenda bar eld að
höfuðstöðvum Byltingarflokks
mongólsku þjóðarinnar (MPRP) í
Úlan Bator í gær til að mótmæla
þingkosningum sem haldnar voru
um helgina, en niðurstöðurnar voru
MPRP í hag. Stjórnarandstæðingar
halda því fram að kosningarnar hafi
verið ólögmætar vegna svika.
A.m.k. fjórir féllu í átökum á
þriðjudag. Mótmælendur köstuðu
grjóti og þjófar nýttu sér ringulreið-
ina til að ræna listgallerí og stela
sjónvörpum af stjórnarskrifstofum.
Hljóðfæri þjóðarsinfóníunnar voru
einnig eyðilögð.
Lögregla girti svæðið af í kjölfarið
og þurfti að beita gúmmíkúlum og
táragasi. Fjögurra daga neyðar-
ástandi hefur verið lýst yfir.
Meint misferli verði rannsakað
Forseti Mongólíu, Nambaryn
Enkhbayar, sagðist taka kvartanir
mótmælendanna til greina en bað þá
jafnframt að halda ró sinni. Meint
kosningamisferli yrði rannsakað.
Magnai Otgonjargal, varafor-
maður flokksins Borgarahreyfing-
arinnar, sem er í stjórnarandstöðu,
hélt því fram að þjóðin hefði kosið
lýðræði en ekki MPRP, flokk fyrr-
verandi kommúnista. Grunur kom
upp um að ekki væri allt með felldu
þegar í ljós kom að tvö svæði í Úlan
Bator, þar sem stjórnarandstaðan
beitti sér mjög, hefðu fallið MPRP í
skaut. Skömmu síðar tók stjórn-
arandstaðan að óttast að víðar hefði
verið maðkur í mysunni.
Heitasta mál kosninganna var
nýting námuauðlinda. Stjórnin vill
að ríkið stýri henni en margir stjórn-
arandstæðingar vilja ýta undir
einkavæðingu.
Neyðarástandi lýst yfir í Mongólíu
Lögregla handtók hundruð manna sem mótmæltu úrslitum kosninga á götum Úlan Bator
Reuters
Kosningar Þessir Mongólar kusu með bros á vör í Úlan Bator á sunnudag.
EINN af öflugustu fréttamiðlum
Bandaríkjanna, AP-fréttastofan,
stendur nú í stríði við bloggara. Tel-
ur fréttastofan þá marga ganga of
langt í að birta án leyfis orðrétta
kafla úr skeytum fréttastofunnar í
stað þess að endursegja í stuttu máli.
Fyrir nokkru sendi fréttastofan
þekktri bloggsíðu vinstrimanna,
Drudge Retort, bréf og bað hana um
að fjarlægja sjö færslur þar sem
vitnað var í AP-fréttir, lengstu til-
vitnanirnar voru 79 orð.
AP segist nú áskilja sér rétt til að
stöðva slíka notkun á skeytum henn-
ar en ekki er ljóst hvort málsókn er í
undirbúningi. Bloggarar eru margir
bálreiðir þessari afskiptasemi og
sumar bloggsíður hunsa nú með öllu
framleiðslu AP-fréttastofunnar.
kjon@mbl.is
Ætlar AP
í stríð gegn
bloggurum?
KÍNVERSKUR sundkappi fjarlægir blágrænþörunga af strönd við borgina
Qingdao í austurhéruðunum í gær. Rúmur mánuður er þar til keppt verður
í siglingum við Qingdao í tengslum við sumarólympíuleikana og hefur inn-
rás þörunganna því valdið nokkrum ugg. Embættismenn í borginni segja
að það muni taka minnst tvær vikur að hreinsa ströndina en um 10.000
manns taka þátt í starfinu og nota til þess um þúsund báta. Keppt hefur
verið í siglingum á ólympíuleikum frá árinu 1900, nú er keppt bæði í
kvenna- og karlaflokki auk blandaðs flokks. Tískusveiflur hafa verið mikl-
ar í greininni, áður var algengt að keppt væri á stórum bátum með allt að
12 manna áhöfn en nú eru minni bátar algengastir.
AP
Innrás þörunganna
FORSETI bandaríska herráðsins,
Michael Mullen, sagði í gær að árás á
Íran myndi hafa alvarlegar afleið-
ingar og stríð í þremur löndum í einu
myndi valda „gífurlegu álagi“ á
bandaríska herinn.
Mullen sagði þetta á blaðamanna-
fundi í varnarmálaráðuneytinu í
Washington. Hann neitaði að svara
því hvað leiðtogar Ísraels hefðu sagt
honum þegar hann ræddi við þá í
vikunni sem leið um hugsanlega árás
á Íran vegna deilunnar um kjarn-
orkuáætlun landsins. Þegar Mullen
var spurður hvort hann hefði
áhyggjur af því að Ísraelar gerðu
árás á Íran fyrir lok ársins svaraði
hann: „Þetta er mjög óstöðugur
heimshluti og ég tel ekki þörf á að
gera hann óstöðugri.“
„Hernaður á þrennum vígstöðvum
myndi valda gífurlegu álagi á okk-
ur,“ bætti Mullen við og skírskotaði
til hernaðar Bandaríkjamanna í Afg-
anistan og Írak.
Íranar óttast ekki árás
Mullen kvaðst vera sannfærður
um að leysa bæri deiluna með því að
beita stjórnvöld í Íran pólitískum,
fjárhagslegum og alþjóðlegum
þrýstingi. Áður
hafði Robert Gat-
es, varnarmála-
ráðherra Banda-
ríkjanna, varað
við því á fundi
með öldunga-
deildarþing-
mönnum demó-
krata að árás á
Íran myndi hafa
mjög alvarlegar afleiðingar, að sögn
Justins Webbs, fréttamanns BBC í
Bandaríkjunum. „[Gates] sagði: við
myndum búa til kynslóðir jíhadista
og barnabörn okkar myndu berjast
við óvini okkar hér í Bandaríkjun-
um,“ hafði Webb eftir einum þing-
manna demókrata.
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti áréttaði í gær að hann útilokaði
engan möguleika í deilunni við Írana
en hernaður væri ekki „fyrsta val“
hans.
Íranar óttast ekki að Bandaríkja-
menn eða Ísraelar geri árás á Íran
þar sem það væri „brjálæði“ vegna
efnahagslægðar í Bandaríkjunum og
hernaðarins í Írak og Afganistan, að
sögn utanríkisráðherra Írans, Mano-
uchehrs Mottakis. bogi@mbl.is
Leggst gegn
árás á Íran
Yfirmaður Bandaríkjahers segir að nýtt
stríð myndi valda „gífurlegu álagi“
Michael Mullen
ÝMSAR dýrafræðistofnanir hafa
tekið upp á því að bjóða almenningi
að borga fyrir að nefna nýuppgötv-
aðar dýrategundir. Þetta er þegar
orðið vinsælt meðal þeirra sem vilja
gera nafn sitt ódauðlegt, eða vantar
gjöf handa einhverjum sem „á allt“.
Vísindamenn sem uppgötva nýj-
ar dýrategundir ráða nafni þeirra.
Þeir framselja nú þennan rétt í fjár-
öflunarskyni, en margar rannsókn-
arstofnanir eru í fjárkröggum.
Jeff Goodhartz, stærðfræðikenn-
ari í menntaskóla í Kaliforníu, er
einn þeirra sem þurftu ekki að
skríða í slímugum hellum eða klifra
í hæstu greinar regnskóganna til að
fá dýrategund nefnda í höfuðið á
sér. Hann er ógiftur og barnlaus og
vildi ekki að ættarnafnið færi með
honum í gröfina svo þegar ný ætt-
kvísl sjávarorma fannst reiddi hann
fram 5.000 dali, eða um 400.000 ís-
lenskar krónur, til að ein tegund
fengi nafn hans, goodhartzorum.
Þróaðri tegundir eru enn dýrari;
Villidýraverndarfélagið (WCS)
seldi t.d. nafn á apa á 650.000 dali.
Vísindamenn hafa þó lýst yfir
áhyggjum af því að óprúttnir aðilar
fréttu af þessu og reyndu að svindla
á fólki með því að selja rétt til að
nefna dýrategundir sem ekki eru
til. sigrunhlin@mbl.is
Rándýr dýranöfn
Algjör ormur Goodhartzorum er ein
tegund af nýrri ættkvísl sæorma.