Morgunblaðið - 15.07.2008, Page 13

Morgunblaðið - 15.07.2008, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2008 13 ERLENT Reuters Í öruggum höndum ÞESSI sjaldgæfu hvítu ljónasystkin fæddust 30. júní í dýragarði í Þýska- landi. Þann dag gutu tvær hvítar ljónynjur sjö hvítum ljónsungum. Önnur móðirin annast sína þrjá unga sjálf, en hin afneitaði sínum. Einn þeirra dó, en starfsmenn dýragarðsins sjá um hina þrjá og gefa þeim mjólk úr pela. FRÉTTASKÝRING Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is TYRKNESKIR saksóknarar til- kynntu í gær um ákæru á hendur 86 manns fyrir að leggja á ráðin um að koma ríkisstjórn Tayyip Erdogans frá völdum. Nöfn hinna ákærðu hafa ekki verið gerð opinber en meðal þeirra eru fyrrverandi hershöfð- ingjar auk stjórnmálamanna og blaðamanna. 48 hinna ákærðu hafa þegar verið handteknir. Mikil ólga hefur ríkt í Tyrklandi undanfarna mánuði og þykir ákæran vera framhald á flókinni valdabar- áttu sem átt hefur sér stað á milli yfirvalda og veraldlega sinnaðra hópa, studdra af tyrkneska hernum og öðrum ríkisstofnunum. Yfirvöld sæta gagnrýni fyrir að reyna að auka þátt íslams á opinber- um vettvangi. Allt frá tímum Mu- stafa Kemal Atatürk, fyrsta forseta Tyrklands á fyrrihluta síðustu aldar, hafa skil á milli ríkis og trúar verið grundvallandi í samfélaginu. Stjórnarflokksins AKP bíða nú réttarhöld og gæti svo farið að flokk- urinn verði bannaður vegna trúar- legrar slagsíðu, en hann hefur m.a. unnið að tilslökunum varðandi höf- uðklúta kvenna og sölubann á áfengi. Forysta AKP hefur varist ásökunum um að þeir vilji koma á ríki íslamista í Tyrklandi og segist hlynnt áframhaldandi aðskilnaði rík- is og trúar. Ákæran sem tilkynnt var um í gær er 2.500 síðna löng og afrakstur árslangrar rannsóknar yfirvalda á meintu neti öfga-þjóðernissinna sem gengur undir nafninu „Ergenekon.“ Ákæran kveður m.a. á um að ákærðu hafi hvatt til hryðjuverka- árása en ekki verður skýrt frá smá- atriðum hennar fyrr en ákæran hef- ur verið samþykkt af dómskerfinu. Sterk ítök hersins Stjórnarandstæðingar segja ákærunni ætlað að þagga niður í gagnrýnendum stjórnvalda og segja áberandi hversu margir hinna hand- teknu séu andstæðingar AKP- stjórnarflokksins. Það þykir tíð- indum sæta að lögreglan handtaki fyrrverandi hershöfðingja. Herinn hefur alltaf haft sterk ítök í landinu og á sl. 50 árum hefur hann velt fjór- um kjörnum ríkisstjórnum úr sessi. Árið 1997 knúði herinn ríkisstjórn Necmettin Erbakan til að láta af völdum vegna of mikillar áherslu á trúarleg málefni. Stjórn Erdogans gerir gagnárás 86 hafa verið ákærðir fyrir hryðjuverk og valdaránstilburði í Tyrklandi Reuters Mótmæli Handtökur hershöfðingja tyrkneska hersins mættu andstöðu. Eftir Sigrúnu Hlín Sigurðardóttur sigrunhlin@mbl.is GORDON Brown, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti við lok leiðtogafundar G8-ríkjanna boð sitt um að aðstoða Nígeríumenn við að þjálfa herlið sitt til að takast á við lögbrot í óshólmum Níger, þar sem mestu olíuuppsprett- ur Nígeríu er að finna. Takmark hernaðaraðgerð- anna er að hámarka olíuútflutningsgetu Nígeríu- manna, en réttindasamtök íbúa óshólmanna hafa meðal annars eyðilagt olíubirgðir. Áætlað er að vopnuð átök hafi minnkað olíuútflutning um fjórðung. Vopnahlé dregið til baka Í kjölfar ummæla Browns dró Frelsishreyfing ós- hólma Níger (MEND) til baka loforð um að hætta að- gerðum gegn stjórnvöldum tímabundið, en hreyfingin stöðvaði hernaðaraðgerðir einhliða 22. júní síðastliðinn til að greiða fyrir friðarviðræðum. Krafa MEND er að íbúar óshólmanna, þar sem lífsskilyrði eru afar bág vegna fátæktar og olíumengunar, fái hlutdeild í hagnaði af olíuvinnslu. Til þess hafa þeir meðal annars sprengt olíuleiðslur og tekið gísla. Er tilboð Browns spor í rétta átt? Fréttaskýrandi breska blaðsins Independent, Johann Hari, sagði í grein sem birtist í vefútgáfu blaðsins í gær að tvennt hefði getað kveðið niður óróa á óshólmasvæð- unum: Að verða við kröfum MEND eða að halda ósáttum íbúum niðri með vopnavaldi. Brown hafi óumbeðinn tekið seinni pólinn í hæðina, vegna þess að hitt hefði verið tímafrekara og dýrara. Hari ályktaði að þarna væri við bresku þjóðina að sakast og að hún ætti að hugsa sig um áður en hún kvartaði undan háu eldsneytisverði, því það gæti bitnað á þeim sem síst skyldi. Að sögn Haris reyndu íbúar óshólmanna friðsamlegar aðgerðir, en voru bók- staflega skotnir niður af yfirvöldum. Aðgerðir á borð við þær sem MEND stendur fyrir séu neyðarúrræði. Forseti Nígeríu, Umaru Yar’Adua heimsækir Breta í næstu viku. Vesturlandabúar íhugi afleiðingar olíugræðgi Reuters Eldur Slökkviliðsmenn nálægt Lagos í Nígeríu berjast við eld út frá sprunginni olíuleiðslu í maí síðastliðnum. LUIS Moreno- Ocampo, sak- sóknari stríðs- glæpadómstóls- ins í Haag, sakar Omar Hassan al- Bashir, forseta Súdans, um þjóð- armorð, stríðs- glæpi og glæpi gegn mannkyni í nýrri skýrslu sinni. Er al-Bashir sakaður um að bera ábyrgð á glæpum vígasveita gegn blökkumönnum í Darfur- héraði á undanförnum árum. Sameinuðu þjóðirnar hyggjast draga megnið af starfsliði sínu frá Darfur á næstunni. Talið er að Moreno-Ocampo muni leggja fram ákæru á hendur Bashir en nefnd þriggja dómara dómstólsins mun síðan ákveða hvort gefin verði út handtökuskipun. Yfirvöld í Súdan viðurkenna hins vegar ekki lögsögu dómstólsins í Haag. kjon@mbl.is Fer al-Bashir fyrir rétt? Omar Hassan al-Bashir TÆPLEGA þrjá- tíu rússnesk ung- menni blinduðust þegar leysi- geislasýning á reif-danshátíð sem haldin var 5. júlí síðastliðinn í bænum Vladímír skammt austan við Moskvu fór úrskeiðis. Þegar leysigeislarnir voru settir upp fyrir hátíðina gleymdist að gera ráð fyr- ir tjöldum sem voru á svæðinu vegna mikilla rigninga, og í stað þess að lýsa beint upp í himininn endurkastaðist hluti geislanna í augu gestanna með fyrrgreindum afleiðingum. Sjónhimnur ungmennanna brenndust og eru settar örum. Sum þeirra misstu allt að 80% sjónar- innar og óttast læknar að skaðinn sé varanlegur. sigrunhlin@mbl.is Reif í augað Leysigeislar Lista- verk í Genf í Sviss. GANGI allt að óskum verður frum- gerð JHL-40-loftfarsins komin á flug árið 2012, en þróunarvinnan hefur staðið í 25 ár. Ofurloftfarinu er ætlað að flytja farm á milli af- skekktra staða og sjá fjórir Boeing- hreyflar um að knýja farið og lyfti- búnað þess. Talsmenn Boeing og SkyHook segja loftfarið hentugt fyrir olíu- og gasfyrirtæki, það auð- veldi þungaflutninga og spari vega- lagnir í óbyggðum. jmv@mbl.is                                                                 ! "    $# !"  ""    ! %  ! ! !&'( #!" )    !  $  *  $ % '( !  !" % +   ! &,   "" ,  &"  -   !        !. /0 1. 22  . 32 1 ! *!   '() * + ,   -#.     Ofurloftfar í óbyggðum Hverjir selja nígeríska olíu? Shell hefur verið stærsti útflytjandinn síðan olíu- lindirnar uppgötvuðust um 1960, um það leyti sem Níg- ería öðlaðist formlegt sjálfstæði undan Bretum. 80% olíu sem dælt er upp í Nígeríu kemur frá Níger- óshólmunum. Hverjir kaupa olíuna? Bretar fyrst og fremst, en fast á hæla þeirra koma Bandaríkjamenn. Hver er staða heimamanna? Olíuútflutningurinn hefur ekki orðið til að færa þjóðinni almenna velsæld þótt sumir hafi grætt. Landbúnaður og veiðar eru nú illmöguleg í óshólmum Níger vegna olíumengunar. Frelsishreyfing óshólma Níger (MEND) berst fyrir því að íbúar þeirra fái bætur og hluta hagn- aðar af olíuútflutningi. S&S

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.