Morgunblaðið - 15.07.2008, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2008 15
MENNING
ÁÐUR óbirt bréf milli tveggja rit-
höfunda varpa nýju ljósi á hinn
þekkta Bloomsbury-hóp sem starf-
aði í London á fyrstu áratugum síð-
ustu aldar. Meðal félaga í höpnum
voru Virginia Woolf, John Maynard
Keynes, E. M. Forster og Lytton
Strachey.
Rithöfundurinn Vita Sackville-
West var ástkona Virginiu Wolf.
Eftir að hún lést átti Sackville-West
í bréfaskriftum við yngri skáldkonu,
Margaret Howard að nafni. Í bréf-
unum lýsti hún sambandi sínu við
Wolf og dró upp svipmyndir af vin-
um þeirra og menningarlífinu í
London. Sackville-West var fyr-
irmyndin að titilpersónu einnar
þekktustu bókar Woolf, hinni tví-
kynja Orlando sem ferðaðist um í
tíma.
Bréfaskiptin milli skáldkvenn-
anna tveggja hófust sama ár og
Virginia Woolf framdi sjálfsmorð.
„Þú vekur með mér mikinn söknuð
eftir Virginiu,“ skrifar Sackville-
West. „Hvernig þú kannt að meta
snilligáfu hennar og hvað þú ert
spennt að hafa uppgötvað skrif
hennar. Það er stór áfangi í lífi
manns að lesa verk eftir hana í
fyrsta skipti.“
Bréfin verða slegin hæstbjóðanda
hjá Sotheby’s uppboðshúsinu á
fimmtudaginn. Þau eru um 150 tals-
ins og spanna tvo áratugi. Sackville-
West talar meðal annars um að það
orð sem fór af Woolf fyrir að vera
kuldaleg hafi verið óverðskuldað.
„Virginia hafði miklu meira til að
bera en kaldar gáfur. Hún var mjög
hlý og mannleg við þá sem hún elsk-
aði. Það voru að vísu fáir og hún
gerði miklar kröfur, en ást hennar
og umhyggja var mjög einlæg þegar
hún ákvað að veita einhverjum
hana.“ gunnhildur@mbl.is
Blooms-
bury í
nýju ljósi
Bréf ástkonu Virg-
iniu Woolf boðin upp
Ást Vita Sackville-West átti í sam-
bandi við Virginiu Woolf.
LJÓÐASTUND í tali og tón-
um verður í Listasal Mosfells-
bæjar annað kvöld klukkan
átta. Jóhann Hjálmarsson og
Christopher Burawa lesa úr
ljóðum sínum og þýðingum og
Tríó Carls Möller fléttar inn
djasstónum. Tríóið skipa þeir
Carl Möller, Guðmundur
Steingrímsson og Bjarni
Sveinbjörnsson. Tónlistin er
eftir Carl Möller og fleiri.
Jóhann Hjálmarsson hefur sent frá sér sautján
ljóðabækur, hina fyrstu árið 1956. Christopher
Burawa kennir enskar bókmenntir og skapandi
skrif við háskólann í Arizona og starfar við ritstörf
og þýðingar.
Bókmenntir
Ljóða- og djass-
flétta í Mosfellsbæ
Jóhann
Hjálmarsson
Í JÚLÍ og ágúst stendur
Tónlistarfélag Ísafjarðar
fyrir tónleikaröðinni Sumar í
Hömrum, og verða tónleik-
arnir yfirleitt á fimmtudags-
kvöldum kl. 20. Ungt lista-
fólk er í meirihluta þeirra
sem fram koma á sumartón-
leikunum.
Tónleikaröðin hefst næsta
fimmtudagskvöld kl. 20 með tónleikum tónlist-
arhópsins Slyngur. Hópinn skipa Arnþrúður
Gísladóttir, sem leikur á þverflautu, Bjarni Frí-
mann Bjarnason, víóluleikari, fiðluleikararnir J.
Páll Palomares og Viktor Orri Árnason og Þor-
gerður Edda Hall sellóleikari.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis.
Tónlist
Slyngur byrjar
Sumar í Hömrum
Tónlistarhópurinn
Slyngur.
FYRSTU bækur bókaútgáf-
unnar Opnu komu út fyrir
helgina. Önnur fjallar um Jök-
ulsárgljúfur en hin er stór
myndabók um stjörnufræði.
Í bókinni Jökulsárgljúfur:
Dettifoss, Ásbyrgi og allt þar á
milli eftir Sigrúnu Helgadóttur
er fjallað um landslag svæð-
isins, lífríkið og fólkið sem hef-
ur byggt það ásamt mót-
unarsögu þess. Þá fylgir henni
gönguleiðakort með tengingum við meginmál
bókarinnar.
Höfundur Ferðar um himingeiminn er danski
stjörnufræðingurinn Jan Teuber. Þar birtist safn
af nýjustu ljósmyndum úr himingeimnum.
Bókmenntir
Upp í himininn og
niður í gljúfur
Bókin Ferð um
himingeiminn.
ÞETTA er í fyrsta sinn sem Blá
færsla er sýnd á Íslandi. Ég sýndi
það fyrst árið 1988 í Helsinki, í landi
skóganna,“ segir Kristján Guð-
mundsson um verkið sem nú er sýnt
á Kjarvalsstöðum, á sýningunni
Draumar um ægifegurð í íslenskri
samtímalist. Þar standa fimm stórar
dagblaðapappírsrúllur á gólfi og
hefur blátt blek dropað niður í end-
arúllurnar og litað þær.
„Ég kalla verkið Bláa færslu þar
sem blekið færist til, úr einum stað í
annan,“ segir hann.
Þetta er í sjöunda skipti sem verk-
ið er sett upp og í fyrsta sinn á Ís-
landi,“ segir Æsa Sigurjónsdóttir
sýningarstjóri. „Blá færsla er líklega
stærsta verk Kristjáns, sem verk og
sem hlutur – þetta eru tæp fimm
tonn af pappír. Þótt verkið líti út fyr-
ir að vera skúlptúr þá er þetta teikn-
ing sem verður til í tíma. Við sjáum
tíma líða þegar við horfum á blekið
renna niður. Svo er þetta líka vísun í
það hvað teikning er og hvort það sé
hægt að gera teikningu án þess að
mannshöndin komi þar nærri,“ segir
Æsa. Kristján segir blekið yfirleitt
vera um þrjá sólarhringa að leka úr
flöskunum – svo sígi það niður í rúll-
urnar. „Þetta er í raun „perform-
ans“-teikning, og skúlptúrteikning
líka, og tímaverk. Þetta kemur inn á
ýmislegt. Verkið er sett af stað og
svo gengur það.“
Hann segir verkið hafa verið
nokkuð mismunandi í uppsetn-
ingum, rúllurnar á Kjarvalsstöðum
séu þær stærstu sem hann hefur not-
að. „Þegar verkið er búið, sýning-
unni lýkur, þá er hægt að gefa þenn-
an pappír í leikskóla, að minnsta
kosti rúllurnar sem ekkert blek er á.
Annars get ég gert mörg þúsund
teikningar, með því að vefja utan af
rúllunum,“ bætir Kristján við hugsi,
„og sjá hvernig þetta lítur út að inn-
anverðu. Það gæti verið forvitnilegt
að röntgenmynda rúllurnar.“
efi@mbl.is
Blekið færist til
Verkið Blá færsla eftir Kristján Guð-
mundsson sýnt í fyrsta sinn á Íslandi
Morgunblaðið/Einar Falur
Tímateikning Kristján Guðmundsson tekur tímann á milli fyrstu blekdrop-
anna er láku á pappírsrúllurnar við uppsetningu verksins Blárrar færslu.
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
Á SUMARSÝNINGU Kjarvals-
staða, sem nefnist Draumar um ægi-
fegurð í íslenskri samtímalist og var
hluti af Listahátíð, birtist ekki hefð-
bundin sýn listamanna 20. aldarinnar
á mikilfengleika íslenskrar náttúru.
Þarna eru engin málverk heldur
vafrar Laddi um snæhvíta auðn með
hlaðna byssu og hleypir við og við af.
Við horfum ofan í framkvæmdum
rist stíflustæði, sjáum ýkta, tölvu-
gerða draumaheima, ljósmyndir af
jökulsporðum og pappírsrúllur sem
blek hefur teiknað í. Sýningarstjór-
inn, Æsa Sigurjónsdóttir listfræð-
ingur, segir að þegar hún hóf að und-
irbúa sýninguna, sem fyrst var sett
upp í Brussel, hafi það vakið athygli
hennar að íslenskir listamenn voru
farnir að fjalla um náttúruna á allt
annan hátt en þeir höfðu gert áður.
„Það varð ákveðinn byrjunarreitur,“
segir Æsa. „Ég vildi vekja athygli á
því að íslenskir listamenn væru að
fjalla um náttúruna út frá stærri for-
sendum en áður.
Listamenn eru ekki að taka nátt-
úruna sem gefna í dag og heldur ekki
að taka hana of hátíðlega.“
Þegar landið var ferskt
Elstu verkin eru ljósmyndaröð
Vigfúsar Sigurgeirssonar frá um
1930, sem sumar birtust í bókinni
Das Unbekannte Island sem kom út
1936. „Ég lít á þessar ljósmyndir sem
ákveðið arkíf og þær eru sýnishorn
af þessu ægifagra sjónarhorni sem
íslensk landslagsljósmyndun byggir
á og síðar varð einhverskonar klisja
um Ísland. Þegar Vigfús byrjar að
mynda er landið algjörlega ferskt.
Myndir hans eru ákveðinn upphafs-
reitur á sýningunni.“
Leikið með þjóðlega sýn
Æsa segir tvo þungaviktarmenn
sem eru orðnir hluti af okkar klass-
ísku hefð eiga þarna verk, það eru
þeir Hreinn Friðfinnsson og Kristján
Guðmundsson. Fjalla þeir ekki beint
um náttúruna sem slíka heldur
spyrja stærri spurninga um tímann.
Mest áhersla er lögð á ljósmyndir
og myndbönd og Æsa segist hafa
viljað fjarlægja skil milli hópa sem
hafa verið áberandi, eins og mynd-
listarmanna sem taka ljósmyndir og
ljósmyndara sem taka ljósmyndir.
„Ég vildi reyna að setja fulltrúa
þeirra hlið við hlið, en þeir fjalla oft
um sömu hlutina þótt þeir fjalli um
þá á ólíkan hátt.
Ólafur Elíasson á hér tvær mynd-
raðir en hann er að sýna hvernig við
horfum á náttúruna frá vísindalegu
sjónarhorni. Myndaseríur hans
vöktu mikla athygli þegar þær komu
fram undir lok síðustu aldar og ég
held að þær hafi haft mikil áhrif á
það hvernig fólk hefur horft á landið
og kannski enduruppgötvað Ísland
sem landsvæði þar sem enn er hægt
að finna ægifegurð.
Fólk skynjar náttúru og umhverfi
á nýjan hátt á hnattræna vísu og
þessi sýning fjallar um það hvernig
íslenskir listamenn bregðast við og
túlka þessa nýju upplifun. Þeir eru
líka að leika sér með túristaklisj-
urnar og með þessa þjóðlegu sýn
sem íslenskir listamenn höfðu á nátt-
úruna áður,“ segir Æsa.
Klisjurnar
um Ísland
Íslenskir myndlistarmenn eru farnir að
fjalla um náttúruna á annan hátt
Morgunblaðið/Einar Falur
Breyting „Listamenn eru ekki að taka náttúruna sem gefna í dag og heldur
ekki að taka hana of alvarlega,“ segir Æsa Sigurjónsdóttir.