Morgunblaðið - 15.07.2008, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 15.07.2008, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Ólafur Þ. Stephensen. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ BjörnBjarnasondóms- málaráðherra hef- ur enn á ný komið umræðum um Evrópumál á hreyfingu með tillögu sinni um að látið verði á það reyna hvort Ísland geti samið tvíhliða við Evrópu- sambandið um upptöku evru. Ráðherrann hefur áður viðrað svipaða hugmynd, en ekki jafnskýrum orðum. Í þetta sinn tjáði hann sig um málið í samhengi við áskorun FÍS til stjórnvalda um að sækja um aðild að Evrópu- sambandinu í því skyni að taka upp evru. Hugmynd Björns er at- hyglisverð og aðrir hafa áður viðrað svipaðar hugmyndir, þar á meðal prófessorarnir Guðmundur Magnússon og Stefán Már Stefánsson og forysta Sambands ungra sjálfstæðismanna. Ætla má að væri þessi leið greið, myndi hún falla hinum mörgu talsmönnum upptöku evru í atvinnulífinu í geð; kannanir sýna t.d. að mun fleiri fyr- irtæki innan Viðskiptaráðs vilja skipta um gjaldmiðil en ganga í ESB. Hins vegar virðist þessi leið ekki fær. Það hefur raunar lengi legið fyrir af hálfu Evr- ópusambandsins að eina leið- in til að fá evruna væri að ganga í sambandið. Æðstu valdamenn í Evr- ópusambandinu hafa sagt þetta alveg skýrt. Ummæli Josés Manuels Barroso, for- seta framkvæmdastjórnar ESB, eftir fund þeirra Geirs H. Haarde í Brussel sl. vor gátu ekki verið öllu afdrátt- arlausari: „Okkar skilningur, ekki aðeins varðandi Ísland, heldur sérhvert svipað tilfelli, er að myntsamruni við evru- svæðið til lengri tíma litið komi aðeins til greina innan hins stærri ramma aðildar að Evrópusambandinu.“ Ekkert hefur komið fram – að minnsta kosti ekki op- inberlega – um að þessi af- staða sé breytt. Þetta virðist ljóst þegar af viðbrögðum talsmanns Evr- ópusambandsins, Percys Westerlund, sem segir í Morgunblaðinu í dag: „Skila- boðin frá Brussel hafa ávallt verið þau sömu, þ.e.a.s. að frá okkar sjónarhóli er upptaka evrunnar nátengd aðild.“ Bent hefur verið á að Evr- ópusambandið hafi samið við smáríki utan sambandsins um að þau fái að nota evruna. Þetta eru Mónakó, Andorra, San Marínó og Vatíkanið. Engin leið er að byggja á því fordæmi. Þetta eru allt ríki, sem um langan aldur hafa verið samtvinnuð hagkerfi einstakra aðild- arríkja ESB og notað gjaldmiðla þeirra, fremur en sína eigin. Þegar þessir gjaldmiðlar runnu inn í evruna var eðli- legt að þessi smáríki fylgdu með. Það má líka spyrja hvers vegna Evrópusambandið ætti að vilja semja við ríki utan sambandsins um að það fái að taka þátt í því, sem talið hefur verið lokaskref efnahagslegs og pólitísks samruna í sam- bandinu án þess að taka á sig skyldur aðildarríkis. Hvernig yrði það túlkað, sæktist Ísland eftir viðræðum við ESB um að fá að taka upp evruna með tvíhliða sam- komulagi án þess að ganga í sambandið? Yrði það ekki þá þegar lagt þannig út, að stjórnvöld hefðu misst trúna á gjaldmiðlinum og peninga- málastefnunni? Og samt væri óvíst og raunar ólíklegt að slíkt leiddi til þess að Ísland fengi að taka upp evruna. Það liggur hins vegar fyrir, að að- ildarríki ESB eiga þess kost að taka gjaldmiðilinn upp, uppfylli þau nauðsynleg efna- hagsleg skilyrði. Tæplega er heldur raun- hæft að gera ráð fyrir að hægt væri að fara „evruleið“ í stað aðildarleiðar án þess að breyta stjórnarskránni. Að gera tvíhliða samning um að afsala sjálfstæðum gjaldmiðli og peningamálastefnu er svo víðtækt framsal ríkisvalds, að það hlyti að kalla á skýra heimild í stjórnarskrá. Talsmenn aðildar að ESB benda oft á að það eigi ekki að hlusta aðeins á það, sem tals- menn framkvæmdastjórnar sambandsins segi um þá kosti, sem í boði eru ef Ísland sækir um aðild að ESB. Hlut- verk framkvæmdastjórn- arinnar sé að standa vörð um sáttmála sambandsins og lagabókstaf. Það sé hins veg- ar á endanum hinn pólitíski vilji, sem ræður og ekki hægt að fá hann fram nema sækja um aðild. Auðvitað er ekki útilokað að einhver slíkur pólitískur vilji reynist fyrir hendi, fari Ísland formlega fram á það við ESB að semja tvíhliða um upptöku evr- unnar. En það virðist heldur ólíklegt og raunar áhættu- samt. Niðurstaðan er því sú, sem lengi hefur blasað við; kost- irnir í gjaldmiðilsmálum Ís- lands eru áfram tveir; óbreytt ástand með krónunni og sjálf- stæðri peningamálastefnu eða upptaka evru með aðild að Evrópusambandinu. Stjórnvöld verða annaðhvort að standa með krónunni eða láta reyna á hinn kostinn. Ekkert hefur komið fram um að afstaða ESB sé breytt.} Ófær „evruleið“ É g var á Flateyri um helgina, nánar tiltekið Sólbakka, óðali Einars Odds Kristjánssonar, heitins, vinar míns. Á laug- ardag var afhjúpaður bauta- steinn, til að heiðra minningu þessa mæta manns, sem var svo lítið fyrir prjál og fátt fór meira í hans fínu taugar, en snobb og upp- skafningsháttur. Einar Oddur var þeirrar gerðar, að hann lét verkin tala. Honum var slétt sama þótt einhverjir minni spámenn reyndu að slá sig til riddara, á hans kostnað. Velti slíku aldrei fyrir sér. Um gerð þessa bautasteins, sem reistur er til þess m.a. að þakka Einari Oddi hans mikla þátt og frumkvöðlastarf við gerð þjóðarsátt- arsamninganna árið 1990, höfðu Samtök at- vinnulífsins og Alþýðusamband Íslands sam- vinnu. Sú samvinna er táknræn fyrir þau vinnubrögð sem Einar Oddur ástundaði í formannstíð sinni, þegar hann byggði brýr trúnaðar og trausts yfir til þeirra Guðmundar J. Guðmundssonar, heitins, þá formanns Verkamannasambands Íslands og Ásmundar Stef- ánssonar, þá formanns ASÍ og fleiri. Ég var djúpt snortin yfir þessum fallega gjörningi og því hversu vel hefur tókst til. Dagurinn var frá upphafi til enda, fagur vitnisburður um það hvernig fjölskyldan á Sólbakka, vinir Einars Odds, samstarfsmenn og fé- lagar vilja halda á lofti minningu mikils manns. Einar Oddur bar hag okkar Íslendinga allra fyrir brjósti og vildi vinna í okkar þágu, þannig að tryggja mætti hér velferð til framtíðar. Ekki ætla ég að fara í neinn mannjöfnuð í þessum pistli mínum, en get þó ekki að mér gert að leyfa mér örlítið hugarflug. Hugsum okkur fyrst Einar Odd, sjálfstæðishöfðingja vestan af fjörðum, alþýðlegasti, skarpasti og hlýjasti maður sem hægt var að hugsa sér. Og berum saman við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands. Hann var í eina tíð formaður Alþýðubandalagsins, en ekki einu sinni þá, tókst honum að ávinna sér yfirbragð alþýðu- foringjans og aldrei síðan hann varð forseti. Hann snobbar fyrir auðmennum og hann skreytir sig með lánsfjöðrum, samanber dæmalausa sögufölsunarræðu hans á mál- þingi til heiðurs Steingrími Hermannssyni áttræðum, þar sem hann á ótrúlegan hátt reyndi að skreyta sjálfan sig og aðra ráðherra rík- isstjórnarinnar 1990 með heiðrinum af gerð þjóðarsátt- arsamninganna, eins og ég hef raunar áður vikið að í pistli hér. Ekki síst vegna þeirrar ómerkilegu fram- komu forsetans, þótti mér svo ofurvænt um þetta fram- tak SA og ASÍ. Og nú er þess krafist að ég biðjist af- sökunar! Ég held ég láti það ógert! Það eina sem ég ætla að hrósa forsetanum fyrir, er að hann skuli hafa haft vit á því að koma ekki til Flateyrar um helgina, þar sem fjölskylda, vinir og samferðarmenn heiðruðu minningu Einars Odds. Ég fullyrði að forset- inn hefði ekki verið velkominn í þeim hópi. agnes@mbl.is Agnes Bragadóttir Pistill Af verkunum þekkjum við þá FRÉTTASKÝRING Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is Ú tigangsfólk í Reykjavík er miklu fleira en rúm- ast í því húsaskjóli sem borgin býður upp á og gefur hægagangur vel- ferðarráðs við úrbætur til kynna að málefni heimilislausra séu aftarlega í forgangsröðinni. Stefnumótunar- vinna fyrir næstu fimm ár hefur stað- ið yfir mánuðum saman þótt lítið beri á framkvæmdum, en á meðan standa ónotuð fjögur færanleg smáhýsi sem flutt voru til landsins fyrir rúmu ári og ætluð heimilislausum. Þrjú heimili fyrir útigangsmenn eru nú rekin í Reykjavík og geta þau þjónustað 24 einstaklinga í einu. Hins vegar er gengið út frá því að fjöldi úti- gangsfólks í Reykjavík sé á bilinu 40- 60 manns á hverjum tíma. Má því áætla að á bilinu 16-36 einstaklingar séu á götunni, án húsaskjóls, hið minnsta. Þær tölur byggjast á skýrslu sem samráðshópur á vegum félagsmálaráðuneytisins vann árið 2005 en hafa frá fyrstu tíð verið nokk- uð umdeildar þar sem því hefur verið haldið fram, einkum af starfsfólki heimila fyrir útigangsfólk, að í raun sé um mun fleiri einstaklinga að ræða. Skilgreiningaratriði hversu margir teljast heimilislausir Í skýrslunni var ákveðið að miða við þrönga skilgreiningu á heim- ilisleysi og nota hugtakið húsnæðis- leysi, sem tekur til þeirra sem eru verst settir og eiga engan samastað. Miðað við þá skilgreiningu töldust að- eins 5 konur vera heimilislausar árið 2005, en fram kemur í skýrslunni að skýring þess hve talan er lág geti m.a. verið sú að sumar konur bjóði líkama sinn í staðinn fyrir húsaskjól og dvelj- ist því oft í heimahúsum. Samkvæmt þarfagreiningu sem Rauði krossinn gerði árið áður, 2004, voru a.m.k. 20 heimilislausar konur í Reykjavík, og virðist fjöldinn því vera skilgreining- aratriði og mjög á reiki. Heimilin þrjú, sem Reykjavík- urborg hefur komið á fót á und- anförnum sex árum, eru í raun öll ætluð körlum, ýmist til langtíma- eða skammtímadvalar. Þess utan býðst körlum skjól allan sólarhringinn í Gistiskýlinu að Þingholtsstræti 25, þar sem eru 16 pláss en til stendur að fjölga þeim upp í 20 á næstu vikum til að anna aðsókninni. Konum býðst næturgisting í Konu- koti, þar sem eru alls 8 gistirými og hefur gistinóttum fjölgað ár frá ári, en ekki hefur fengist fjármagn til að hafa opið þar allan sólarhringinn heldur þurfa konurnar að vera farnar út á hádegi og er hleypt aftur inn kl. 17, en í millitíðinni eiga þær ekki í neitt hús að venda. Ekkert heimili er rekið sérstaklega fyrir konur í neyslu. Litlar úrbætur fyrir áramót Starfshópur Velferðarráðs, sem skipaður var í fyrra, hefur einkum rætt þrjú viðbótarúrræði fyrir úti- gangsfólk. Enn hefur ekki komið til framkvæmda, en að sögn Stellu Víð- isdóttur, sviðsstjóra Velferðarsviðs, verða tillögurnar lagðar fyrir Vel- ferðarráð strax að loknum sumar- fríum. M.a. hefur verið rætt um að opna nýtt langtímaheimili fyrir kon- ur með 3-4 plássum, en vinna að því mun líklega ekki hefjast fyrr en haustið 2009. Nýlega var svo samið við Heilsuverndarstöðina um rekstur nýs áfangaheimilis fyrir allt að 20 manns til að veita stuðning eftir með- ferð. Loks eru það smáhýsin fjögur sem beðið hafa ónotuð frá því í fyrra, en nú er stefnt að því að tvö verði reist í september og hin tvö fyrir ára- mót. Í millitíðinni eru því enn allt að 36 manns, og jafnvel fleiri, á götunni í Reykjavík. Morgunblaðið/Golli Úrræðaleysi Flest útigangsfólk stríðir við alvarleg veikindi, s.s. áfengissýki. Tugir heimilislausra á götunni í Reykjavík SMÁHÝSIN sem til stendur að reisa á Granda voru flutt hingað til lands að frumkvæði Félagsbústaða hf. fyrir um ári. Eitt hús var þegar sett upp til sýnis fyrir fjölmiðla, en síð- an hefur ekkert gerst heldur hin húsin þrjú beðið ósamsett hjá verk- takanum og ástæðan sögð vera lóðaskortur. Húsin eru hins vegar færanleg og mætti því auðveldlega setja þau niður tímabundið og flytja svo síðar ef þess þyrfti. Þau eru ætl- uð einstaklingum sem ekki eru hæf- ir í sambýli með öðrum vegna veik- inda, en einnig heimilislausum pörum, sem hingað til hefur ekki boðist vist í gistiskýlum á sama stað og kjósa sumir heldur að gista t.d. í tjöldum eða gámum, en að skiljast þannig frá makanum. Nú stendur til að tvö húsanna verði reist fyrir september, og hin tvö fyrir áramót. PLÁSSFREK SMÁHÝSI? Smáhýsi götufólksins mbl.is | Sjónvarp ››

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.