Morgunblaðið - 15.07.2008, Page 20

Morgunblaðið - 15.07.2008, Page 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ER ekki gaman að vera ljósmóðir? Þessi spurning heyrist oft og henni fylgir gjarnan blítt bros og aðdáun, þegar ég segi við hvað ég starfa. Svarið er að sjálfsögðu já – ég er stolt af að vera ljós- móðir og tel að varla finnist meira spennandi starf. Ég hef farið í gegnum langt og strangt nám til að verða ljósmóðir. Til að komast í ljósmóð- urnám er krafa um BSc- próf í hjúkrunarfræði sem tekur fjögur ár. Eftir það þarf tveggja ára háskólanám sem endar með embættis- prófi í ljósmóð- urfræðum. Það tekur því sex ár í háskóla að verða ljósmóðir. Ljós- mæður starfa víða í samfélaginu og eru sér- fræðingar í barneign- arferlinu, þ.e. meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Þær starfa bæði á heil- brigðisstofnunum og sjálfstætt í heimahúsum og felast störf þeirra í að fylgjast með og stuðla að heilbrigði móður og barns, fræðslu og stuðningi við verðandi foreldra, veita fæðing- arhjálp og annast fjölskylduna í sængurlegu. Ljósmæður segja stundum að það séu forréttindi að fá að vera með fólki á mikilvægustu augnablikum lífsins. Það er auðvitað sérstakt að vera þátt- takandi í þessum örlagastundum þeg- ar barn fæðist. En forréttindi duga skammt þegar þau mannréttindi að fá sanngjörn laun fyrir krefjandi starf eru að engu höfð. Nú hafa kjarasamningar ljós- mæðra verið lausir síð- an 30. apríl síðastliðinn en ekkert hefur þokast í átt til samninga. Um helmingur starfandi ljósmæðra hefur nú sagt starfi sínu lausu. Það virðist sem gleðin yfir spennandi og gef- andi starfi dugi skammt gegn því misrétti sem samninganefnd rík- isvaldsins beitir við samningaborðið, en þar eru ljósmæðrum boðin miklu lægri laun en öðr- um háskólamenntuðum starfsmönnum hjá sama vinnuveitanda. Skilaboð samninga- nefndar eru skýr – menntun, ábyrgð og reynsla eru virt að vett- ugi! Innan BHM eru ljósmæður með þeim lægst launuðu þrátt fyr- ir að vera, ásamt einu öðru félagi innan raða BHM, með mestu menntunarkröfurnar. Meðalgrunnlaun ljósmæðra eru um 73 þúsund krónum lægri en með- algrunnlaun sex efstu félaga innan bandalagsins. Þrátt fyrir það virðist vinnuveitandi okkar ala á misrétti milli háskólamenntaðra starfsmanna sinna. Er hugsanlegt að þetta sé vegna þess að ljósmæðrastéttin telst til svokallaðra kvennastétta? Það er sorglegt að margar ljós- mæður virðast ekki hafa séð annan kost í stöðunni en að segja störfum sínum lausum. Ég leyfi mér að full- yrða að flestar ef ekki allar starfs- ystur mínar myndu kjósa að sinna ljósmóðurstarfinu áfram en nú eru þær búnar að fá nóg af mismunun. Nokkurra mánaða kjaraviðræður hafa engan árangur borið – skilaboð ríkisvaldsins eru á þann veg að langt nám, mikil ábyrgð og reynsla eru ekki metin að verðleikum. En það eru ekki bara brotin mann- réttindi á heilli starfsstétt – það er verið að brjóta á konum og fjöl- skyldum þeirra. Það hlýtur að teljast til mannréttinda í nútímasamfélagi að hafa aðgang að öruggri heilbrigð- isþjónustu. Í rannsóknum hefur kom- ið fram að stuðningur og nærvera ljósmæðra stuðlar að öryggi í barn- eignarþjónustu og jákvæðri fæðing- arupplifun kvenna. En skilaboð samninganefndar til fæðandi kvenna eru augljós – réttur þeirra til öruggr- ar heilbrigðisþjónustu er að engu hafður! Hvar eru nú öll fögru kosningalof- orðin um afnám kynjabundins launa- misréttis? Nú er komið tækifæri fyrir stjórnmálamenn til að hrinda í fram- kvæmd því sem lofað var og gera kynjabundinn launamun að engu. Það er nefnilega fleira mikilvægt í þjóðfélaginu en stórframkvæmdir á borð við byggingar, jarðgöng og virkjanir! Ljósmæður hafa fundið fyrir mikl- um meðbyr frá fólkinu í landinu í bar- áttu sinni fyrir leiðréttingu launa. Slíkur meðbyr styrkir baráttuna og er óskandi að hann verði til þess að opna augu samninganefndar ríkisins fyrir því hróplega óréttlæti sem hún stendur fyrir! Ljósmæður eru ekki að fara fram á launahækkun heldur launaleiðréttingu. Ætla ráðamenn landsins að sitja aðgerðarlausir meðan þeir horfa á eftir vel menntuðum og reyndum ljósmæðrum í önnur störf með ófyr- irsjáanlegum afleiðingum fyrir barn- eignarþjónustu í landinu? Ljósmóðir – forréttindi eða mannréttindi Valgerður Lísa Sig- urðardóttir skrifar um menntun og launakjör ljósmæðra » Ljósmæður krefjast launaleiðrétt- ingar. Langt nám, mikil ábyrgð og reynsla eru ekki metin. Helm- ingur starfandi ljósmæðra hef- ur sagt upp störfum. Valgerður Lísa Sigurðardóttir Höfundur er ljósmóðir á Kvennasviði Landspítala - háskólasjúkrahúss. SL. sunnudag fjallaði staksteinahöf- undur Morgunblaðsins um Saving Iceland- hópinn, undir titlinum „Aðgerðahópar og sell- ur“. Hann sagði frá að- gerðabúðum hópsins á Hellisheiði og setti fram lista yfir hegðun sem búast mætti við af þeim sem taka þátt í aðgerðum hópsins í sumar, þ.e. ,,reyna að mana lögregluna í slag, hlekkja sig við það sem hendi er næst, vinna minni hátt- ar skemmdarverk, trufla löglega starfsemi fyrirtækja eða almenna umferð“. Samkvæmt honum er þetta hegðun sem einkennt hefur starf- semi hópsins síðustu árin. Við hjá Saving Iceland beitum beinum aðgerðum og borgaralegri óhlýðni í aðgerum okkar gegn kapít- alisma í formi stóriðjuvæðingar Ís- lands – því neitum við ekki. Við hlekkjum okkur hins vegar ekki við það sem hendi er næst, heldur vinnuvélar sem notaðar eru við eyði- leggingu náttúrunnar. Þannig stöðv- um við eyðilegginguna tímabundið. Það dettur engum í hug að læsa lík- ama sinn við stærðarinnar vinnuvél ,,af því bara,“ – baráttuvilji og hug- sjónir eru þar að verki. Saving Iceland vinnur ekki skemmdarverk önnur en þau að valda þeim fyrirtækjum sem græða á eyðileggingu, kúgun og ofbeldi, fjárhagslegum skaða. Við truflum starfsemi, sem vissulega í sumum tilfellum er lögleg, en síðan hvenær er sama- semmerki milli þess sem er löglegt og rétt- látt? Málið er ekki svo einfalt, því ef svo væri, væri hægt að réttlæta mörg mestu voðaverk mannkynssögunnar bak við hugmyndina um lög og reglu. Framkvæmdir tengdar álveri Norður- áls í Helguvík eru löglegar í þeim skilningi að Norðurál hefur leyfi til þess að byggja hús, þ.e. álversbygg- inguna á svæðinu. Önnur leyfi liggja ekki fyrir; hvorki samningar um orkuöflun og orkuflutning né heim- ildir fyrir losun gróðurhúsaloftteg- unda og starfsleyfi, og í raun er ekk- ert sem bendir sérstaklega til þess að svo verði. Samt sem áður er boð- að til skóflustungu og hátíðarhalda, og þannig látið líta út fyrir að grænt ljóst hafi verið gefið fyrir fram- kvæmdinni. Þar með verður sífellt erfiðara að neita fyrirtækinu um til- skilin leyfi. Bygging álversins er því lögleg en framkvæmdin á sama tíma siðlaus. Saving Iceland manar lögregluna ekki í slag en bregst auðvitað við þegar lögreglan beitir ofbeldi. Í ágúst 2006 keyrði Arinbjörn Snorra- son, lögregluþjónn, á Ólaf Pál Sig- urðsson, einn af þátttakendum í búð- um hópsins við Snæfell, en sem betur fer slapp hinn síðarnefndi með skrekkinn. Þegar Ólafur kærði at- vikið var málinu vísað frá en stuttu síðar var því snúið gegn honum og hann ásakaður um að hafa skemmt lögreglubifreiðina sem Arinbjörn sat í. Engin sönnunargögn lágu fyrir, ekki voru teknar skýrslur af nokkr- um viðstöddum og einu vitnin voru fjórir lögregluþjónar sem allir voru málsaðilar. Ólafur var sýknaður, sem breytti því samt ekki að nafn hans var með umfjölluninni sífellt tengt við skemmdarverk. Lygum og fölskum ásökunum sem þessum þurfum við einnig að bregðast við. Höfundur kallar okkur atvinnu- mótmælendur án þess þó að útskýra hvað hann á við. Líklegast meinar hann að við fáum borgað fyrir þátt- töku okkar í aðgerðunum. Undir lok síðasta sumar fullyrti fréttastofa RÚV að þeir sem taki þátt í aðgerð- um Saving Iceland fái borgað fyrir og fái þar að auki sérstakan „bónus“ ef viðkomandi er handtekinn. Án þess að geta nokkra heimilda – hverjar þær eru og hvaðan þær koma – neitaði RÚV að draga stað- hæfinguna til baka. Í kjölfarið festist hugtakið „atvinnumótmælandi“ í umræðuna um Saving Iceland og er nú margoft notað þegar hópinn ber á góma. Engum hefur þó tekist að festa sönnur á þessa goðsögn, hvað þá staðfest hvaðan umrædd laun eigi að koma. Hugtakið virðist hins veg- ar vera svo fast í umræðunni að það krefst hvorki útskýringa né rök- semda. Morgunblaðið fetar hér sömu spor og RÚV. Að lokum fer höfundur með fjar- stæðukennda fullyrðingu, þar sem hann segir að aðgerðir okkar skemmi fyrir annars góðum málstað umhverfisverndar. Þessa fullyrð- ingu hefur margsinnis áður heyrst en aldrei fylgir henni nokkur rök- stuðningur. Það væri áhugavert að fá heyra útskýringu á því hvernig og hvers vegna slíkt ætti að gerast. Sú útskýring kemur þó líklega aldrei því róttæk barátta einfaldlega getur ekki skemmt nokkurn mál- stað. Skemmdi tilraun Claus von Stauffenbergs til að myrða Adolf Hitler, baráttuna gegn nasisma? Skemmdi þátttaka Nelson Mandela í herskárri andspyrnu, baráttuna gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður- Afríku? Getur fólk virkilega snúist í skoðun sinni á stóriðjuvæðingu Ís- lands vegna þess að fólk með sömu skoðanir hefur mismunandi trú á áhrifum mismunandi aðferða? Nei, því aðferðir andspyrnunnar breyta ekki staðreyndunum. Kranaklifur breytir ekki þeirri staðreynd að náttúra er eyðilögð vegna orkuöfl- unar fyrir stóriðju? Sá sem hlekkjar sig við vinnuvél breytir því ekki að menningarleg þjóðarmorð eiga sér stað í þriðja heiminum vegna báx- ítgraftar fyrir álframleiðslu og börn eru drepinn í Írak og Afganistan með vopnum framleiddum af Alcoa. Saving Iceland er ekki stikkfrí frá gagnrýni. Hún þarf hins vegar að vera byggð á öðru en ósannindum og goðsögnum til að hægt sé að taka mark á henni. Róttækar aðgerðir og atvinnumótmælendur Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson svarar umfjöllun í Stak- steinum » Staksteinahöfundur Morgunblaðsins fer með fjölmörg ósannindi um aðgerðir Saving Ice- land-hópsins. Róttæk barátta getur ekki eyði- lagt góðan málstað. Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson Höfundur er listamaður og talsmaður Saving Iceland. ÞAÐ bar til tíðinda í dag að Jón Bjarnason alþingismaður var ekki á móti neinu sér- stöku. Hann var að vísu á harmonikk- umóti og tókst því að vera á móti, og bjarg með því sinni sálar- heill og flokksins alls. Á móti Norðurlandi Fyrir skemmstu skrifaði Jón þessi, á móti uppbyggingu at- vinnulífs á Norður- landi. Þannig er, að ál- versáform á Norðurlandi hafa náð þeim hæðum að ergja þá sem ávallt eru á móti, þ. á m. títt- nefndan Jón. Er það stór áfangi að ná þeim styrk og megum við Norðlendingar vel við una. Líklega heldur Jón um þetta mót eða mælir þessu mót. Enda eru mótmæli ær og kýr flokkssauðanna í hjörð Jóns. Jarmur þeirra heyrist um svo í mörg þúsund vatta hátölurum hjá söngvurum og hljóðfæraleikurum sem vita ekki evru sinna tal. Á móti orkuöflun Ekki hefur Nonni mikla trú á skynsemi Norðlendinga. Telur þá heimska að vilja taka þátt í um- hverfisvænni orkuöflun og flón að ætla nýta orkuna til atvinnu- uppbyggingar. Þessar hræður á Norðurlandi sem kusu Jón á þing ættu að lesa greinar Jóns en engum er hægt að vilja svo illt að lesa þing- ræður hans. Ekki á móti skoðanakönnunum! Óhróður þingmannsins í garð Norðlendinga tekur á sig svip ís- lenskrar fyndni þegar hann talar af vankunnáttu og valdsmennsku um hvað sveitarstjórnir „ættu“ að gera. Jú, láta gera skoðanakannanir. Nú bætist í safnið „eitthvað annað“. Síð- ast voru það fleiri lögreglumenn sem áttu að bjarga byggðunum, nú eru það fleiri skoðanakannanir. Húrra! Á móti framtíðinni Að eiga náttúruperlur „ósnortnar til framtíðar“ er sérstakt tungutak manns sem hefur ákveðið stutt land- níðslu og ofbeit í tugi ára. Und- irþægnin og aumingjaskapurinn kristallast síðan í hjali þingmannsins um hitt og þetta sem sé á „heims- mælikvarða“. Er það mælikvarði Kínverjans sem þarf að opna nýja kolanámu a sjö stunda fresti? Er það mælikvarði Úgandabúans sem þarf að ganga 17 km til að ná í vatn? Eða átti þarna að standa „heimsk- mælikvarða“? Er það ekki mæli- kvarði þingmannsins á möguleikum á þingsæti í næstu kosningum! Hér er á ferðinni umhverfissnobb af slæmri tegund. Höfnum því. Jafn- sjálfsagt er að taka upp umræðuna um náttúruperlur og verndun. Þar höfum við Norðlendingar engu að kvíða. Á móti fortíðinni Í lokin gleðst þingmaðurinn Jón yfir því sem hann telur vera slakan árangur borana í leit að orku á Norðurlandi. Þingmaðurinn getur heldur ekki leynt gleði sinni yfir því að hann vænti þess að orkan verði ekki nóg til reksturs álvers í Bakka. Hann boðar síðan virkjun allra fall- vatna Norðurlands. Skaði íbúa ef illa tekst til er þingmanninum ekki hugleikinn. Var þingmaðurinn að tala um framtíð? Honum ferst betur að tala um fortíðina. Og mótmæla henni. Þar er hann á réttri hillu. Að lokum Það stórkostlega í þessu öllu saman hjá Jóni er að hann hefur gleymt þeirri stað- reynd að það voru Vinstri grænir í sveit- arstjórn Húsavík- urbæjar sem komu þessu góða verkefni af stað: Sjálfbært sam- félag – álver á Bakka. Í stað þess að standa og falla með ákvörð- unum sinna manna beitir hann tækni sem þekkt er og meira að segja var mikið gert grín að í frægri sjón- varpsþáttarröð sem bar nafnið „Já, ráð- herra“. Í grófum dráttum gekk hún út á eftirfarandi: Ef eitthvað verkefni, þó gott væri, var mönnum ekki að skapi var yfir það lagst og reynt að finna stað- reyndarvillur, ef það gekk ekki var farið að dreifa efasemdum um for- sendur verkefnisins með ýmsum leiðum og að lokum ef það gekk illa voru þeir sem verkefnið leiddu sagðir gagú, eða á góðri íslensku kallaðir Bakkabræður. Stórtíðindi – Jón Bjarnason ekki á móti í dag! Sigurjón Bene- diktsson er ekki samstíga þingmanninum Jóni Bjarnasyni Sigurjón Benediktsson » Þessar hræður á Norðurlandi sem kusu Jón á þing ættu að lesa greinar Jóns en engum er hægt að vilja svo illt að lesa þing- ræður hans. Höfundur er tannlæknir og umhverfissinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.