Morgunblaðið - 15.07.2008, Síða 32

Morgunblaðið - 15.07.2008, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ / ÁLFABAKKA MAMMA MIA kl. 3:40 - 5:40D - 8D - 10:20D LEYFÐ DIGITAL MAMMA MIA kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ LÚXUS VIP KUNG FU PANDA M/ÍSL. TALI kl. 3:40D - 6 LEYFÐ DIGITAL KUNG FU PANDA M/ENS. TALI kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ HANCOCK kl. 8 - 10:10 B.i. 12 ára WANTED kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 16 ára CHRONICLES OF NARNIA kl. 5 B.i. 7 ára INDIANA JONES 4 kl. 8 B.i. 12 ára THE BANK JOB kl. 10:20 B.i. 16 ára MEET DAVE kl. 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára WANTED kl. 8D - 10:20D B.i. 16 ára DIGITAL KUNG FU PANDA m/ísl. tal kl. 6D LEYFÐ DIGITAL CHRONICLES OF NARNIA kl. 6 - 9 B.i. 7 ára / KRINGLUNNI SÝND Í KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK Þau komu langt utan úr geimnum... í dulargervi sem hæfði veröld okkar fullkomnlega... Það er heill heimur inni í honum sem heldur honum gangandi SÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK OG SELFOSSI VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI ,,Ævintýramynd Sumarsins” - LEONARD MALTIN, ET. ,,Besta spennumynd ársins” - TED BAEHR, MOVIEGUIDE. eeee Yfirburða snilldarleg bresk- bandarísk gaman-, söng- og dansræma byggð á svellandi ABBA-lögum, frábærlega fjörug, fyndin, fjölskrúðug og kynþokkafull. - Ó.H.T, Rás 2 eee “Hressir leikarar, skemmtilegur fílingur og meiriháttar tónlist!” - T.V. - Kvikmyndir.is Þú ert búinn að fá nóg af skrif-ræðinu, þú ert búinn að fánóg af mannréttindabrotum, þú ert búinn að fá nóg af hinu ríkjandi ástandi. Nú er kominn tími til að gera eitthvað, en hvað? Mót- mæla? Stofna pönkhljómsveit? Ger- ast graffari? Öskra útá götu? Nei, auðvitað ekki, þú skiptir um far- símafyrirtæki.    Ámeðan fjöldi Íslendinga mót-mælti því að Paul Ramses væri vísað úr landi og eftir að tugþús- undir höfðu mætt á tónleika í Laug- ardal til stuðnings náttúrunni þá þótti fjarskiptafyrirtækinu Voda- fone við hæfi að fara í gang með auglýsingaherferðina Skítt með kerfið! Pönkstjörnur Íslands birtast í sjónvarpsauglýsingu og kyrja „Skítt með kerfið!“ og farþegar strætó fá sömu upplýsingar í skýlum skreyttum ungum tvífara Bjarkar Guðmundsdóttur. En vitaskuld er Vodafone jafn- mikill hluti af hinu kapítalíska kerfi og ríkisstjórnir og álver, enda eitt stærsta ef ekki stærsta farsímafyr- irtæki veraldar, með veltu upp á milljarða árlega. En einmitt svona virkar kerfið best – í stað þess að taka orðræðuna – hvort hafa pönk- ararnir rétt fyrir sér eða við? – þá kaupir það orðræðuna, borgar pönkurunum til þess að pönkast á kerfinu, innan kerfisins. Þar með deyr pönkið endanlega, er innlimað í kerfið, byltingin étur börnin sín.    Svona dó íslenska pönkið – en lifirbyltingin úti í heimi? Í fyrstu bandarísku mynd rússneska leik- stjórans Timur Bekmanbetov, Want- ed, þá er liðleskjan Wesley (leikinn af Skotanum James McAvoy) einmitt búin að fá nóg af kerfinu – og lausn hans undan okinu reynist sú að byrja að drepa fólk. En vitaskuld eru þau dráp einnig hluti af kerfinu, hann gengur í leyni- félag launmorðingja sem hafa svip- að samband við örlögin og örlaga- nornirnar þrjár, lesa í spunavef hvern þurfi að drepa næst til þess að viðhalda jafnvægi alheimsins.    Það er raunar erfitt að lesa íWanted því það er oft erfitt að átta sig á ætterni myndarinnar, þetta er rússnesk mynd í bandarísk- um búningi. Þannig virðist Bek- manbetov í aðra röndina vera að deila á rússnesku mafíuna (Wesley verður jú bara launmorðingi af því pabbi hans er það) og þá þræði sem liggja frá henni um allt samfélagið, blóði drifna þræði sem enda flestir í vel snyrtum höndum fyrirmenna. En um leið er hann að fjalla um hina bandarísku áróðursvél sem tel- ur sig geta sannfært veröldina um að þeir geti valið hverja skuli drepa til þess að vernda fjöldann, til þess að vernda þig. Þú, fjöldinn og vest- rænu gildin verandi veigrunarorð fyrir kerfið sem allir þykjast gefa skít í.    En kannski tókst alþjóðavæðing-unni þarna að finna örlitla glufu í kerfinu, örlítið gat sem kerfið er ekki alveg búið að átta sig á ennþá. Þegar bandarískur hasar er búinn til úr rótsterkri rússneskri uppskrift, mallaðri í nýfrjálsum kap- ítalisma Villta austursins, þá firrast gagnrýnendur við og vita ekki alveg hvað þeir eiga að halda. Gagnrýnendur ná ekki almenni- lega til botns, jafnvel þótt þetta virð- ist ósköp hefðbundin hasarmynd í flestu, náðist hér að smygla ein- hverju inn í poppkúltúr sem er far- inn að éta sjálfan sig innan frá? Og ef svo er, er það endilega eitthvað æskilegt? Myndin hefur verið sökuð um ým- islegt, þar á meðal fasisma – og vissulega er brosið á Wesley þegar hann drepur fórnarlömb sín grun- samlega breitt. En það er líka út af því hann hefur skipt út einni blekk- ingu fyrir aðra, og þessi blekking veitir honum fró, hlutverk í lífinu – og tálsýn um vald.    En það verður vitaskuld fyllt uppí þessa glufu, jafnvel áður en blaðið fer í prentun. Rússneska mafían er komin til Washington, McDonalds til Moskvu, Roman Abramovich kemur til Íslands. Kerf- ið verður flóknara, þræðirnir liggja víðar, en það heldur áfram að styrkjast.    Og allt þetta ofbeldi? Það er ekkiuppfinning Bekmanbetov. Ný- lentur í Bandaríkjunum, óviss um hvernig ætti að gera bandaríska hasarmynd, þá fór hann og talaði við bíógestina, unga Bandaríkjamenn, og komst að því að draumar þeirra voru fullir af ofbeldi og blóði. Þetta er fólkið sem borgar fyrir miðann, fólkið sem vill flýja í örskotsstund. Þetta erum við, þetta er kerfið, þetta erum við að biðja um okkar blekk- ingu, næsta skammt. Við erum kerf- ið og með hjálp Vodafone hefur okk- ur loksins tekist að gefa skít í okkur sjálf – nema við stöndum upp og mótmælum almennilega og hættum að láta hafa okkur að fíflum. asgeirhi@mbl.is Skítt með hugsjónirnar! AF LISTUM Ásgeir H. Ingólfsson » Bandarískur hasar, búinn til úr rótsterkri rúss-neskri uppskrift, mallaðri í nýfrjálsum kapítal- isma Villta austursins. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Öskrað á strætóskýli Ein af auglýsingum Vodafone úr Skítt með kerfið-herferðinni. BANDARÍKJAMENN mega eiga von á því innan tíðar að tóbaksvarn- arauglýsingar birtist á DVD-diskum á undan öllum kvikmyndum sem sýna reyk- ingar og börn 13 ára og yngri mega horfa á. Fjórar slíkar auglýsingar hafa þegar verið gerð- ar og hafa kvik- myndafyrirtækin í Hollywood sam- þykkt að setja þær á mynddiska sína. Reiknað er með því að tugmillj- ónir manna muni sjá auglýsingarnar um heim allan, á undan myndum á borð við Indiana Jones and the King- dom of the Crystal Skull, Get Smart og 21. Ríkisstjóri Kaliforníu, Arnold Schwarzenegger (sem sést púa vind- il á meðfylgjandi mynd) greindi frá þessu föstudaginn síðastliðinn. Þetta væri stórt skref í baráttunni gegn reykingum. Fyrirtækin Sony, Universal Stud- ios, Time Warner, Paramount, Walt Disney Studios og Twentieth Cent- ury Fox hafa öll skrifað undir samn- ing við Entertainment Industry Foundation og Heilbrigðisstofnun Kaliforníu um auglýsingarnar. Varað við reykingum á DVD FYRIRSÆTAN fyrrverandi Christ- ie Brinkley féllst á að greiða eig- inmanni sínum fyrrverandi, Peter Cook, 2,1 milljón dollara og ljúka með því hatrömmum skilnaðar- málaferlum. Við málaferlin kom m.a. fram að Cook hafði sængað hjá aðstoðarkonu sinni sem var aðeins 18 ára og greitt henni 300.000 doll- ara fyrir að þegja um framhjáhald- ið. Auk þess eyddi hann 3.000 doll- urum á mánuði í klám á tímabili. Brinkley er 54 ára en var geysi- vinsæl fyrirsæta á 9. áratugnum. Hún á nú fjögur hjónabönd að baki og segist ekki ætla að ganga í það heilaga aftur. Eignir Brinkley eru metnar á 60 milljónir dollara. Ætlar ekki að gifta sig aftur Áður fyrr Peter Cook og Christie Brinkley á hjónabandsárunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.