Morgunblaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf
Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud-
laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
- munurinn felst í Gaggenau
Nóatúni 4 Sími 520 3000
www.sminor.is
Hönnun
Tækni
Nýjungar
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
TALSMENN stjórnarandstöðunnar töldu skipun
Tryggva Þórs Herbertssonar sem efnahagsráðgjafa for-
sætisráðherra yfirleitt vera af hinu góða, þegar álits þeirra
var leitað í gær, en þeir höfðu samt sínar athugasemdir.
„Ekki veitir nú blessuðum forsætisráðherranum af að
reyna að styrkja eitthvað sig í glímunni við efnahagsmál-
in,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. „Jafn-
mikið og lengi og ég hef hvatt hann til þess að reyna að
taka sér tak í þeim efnum þá kæmi það úr hörðustu átt ef
ég færi að gagnrýna það að hann reyni að styrkja ráðu-
neytið með meiri sérfræðiþekkingu á þessu sviði. Ég ætla
ekki að leggjast gegn því nema síður sé. Einhverjir mundu
segja að hann hefði fyrir löngu þurft að vera búinn að fá
sér liðsauka – að minnsta kosti til að koma einhverju í
verk.“ Steingrímur sagðist ekki hafa neitt gott um
Tryggva að segja, það litla sem hann þekkti hann.
Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins,
kvaðst ekki hafa neitt út á Tryggva að setja, hann sé fær
maður, en sagði að ráðning hans kæmi sér á óvart og
sýndi vandræðaganginn innan ríkisstjórnarinnar.
„Forsætisráðherra er með fullt af ráðgjöfum hjá sér í
ráðuneytinu og fjármálaráðherrann með annan eins hóp
hjá sér ef þetta snýr að efnahagsmálum. Hagfræðing-
arnir í Seðlabankanum eru fjörutíu og Seðlabankinn
heyrir undir forsætisráðherra,“ sagði Guðni.
Ekki náðist í Guðjón A. Kristjánsson, formann Frjáls-
lynda flokksins, en Kristinn H. Gunnarsson, formaður
þingflokks frjálslyndra, kvaðst telja ráðningu efnahags-
ráðgjafans fremur jákvætt skref. „Það er nauðsynlegt að
allir leggist á eitt við að ná tökum á efnahagsmálunum.
Ég vænti þess að ætlun forsætisráðherra með þessari
ráðningu sé einmitt að vinna að því. Ég tel þetta frekar
skref í rétta átt og vona að eitthvað gott komi út úr því.“
„Sýnir vandræðagang“
Formaður VG segir forsætisráðherra ekki veita af að styrkja sig í glímunni
Guðni Ágústsson bendir á að um 40 hagfræðingar starfi í Seðlabankanum
Í HNOTSKURN
»Tryggvi Þór Herbertsson,doktor í þjóðhagfræði,
hefur verið skipaður efna-
hagsráðgjafi forsætisráð-
herra til sex mánaða.
»Hlutverk hans verðurm.a. að veita almenna
ráðgjöf í efnahagsmálum.
»Tryggvi hefur verið for-stjóri Askar Capital-
bankans og var áður for-
stöðumaður Hagfræðistofn-
unar Háskóla Íslands.
ÁTJÁN manna hópur úr skátafélögunum Vífli í
Garðabæ og Svönum frá Álftanesi hélt í gær af
stað í þriggja daga hjólaferð yfir Kjalveg, en
hópurinn valdi sér þennan óhefðbundna farar-
máta til að komast á landsmót skáta að Hömrum
við Akureyri en það hefst á þriðjudag.
vindi á miðhálendinu. Á mánudag mun þó kólna
snarlega og er gert ráð fyrir rigningu og 10
stiga hita. Að gefnu tilefni vilja hjólreiðamenn-
irnir biðja vegfarendur sem sjá 18 manna hjóla-
hóp í gulum vestum að sýna tillitssemi og hægja
á ferðinni svo allir komist heilir á áfangastað.
Myndin er tekin á Bláfellshálsi þar sem hóp-
urinn gisti fyrstu nóttina í tjaldi. Í sumar hefur
hópurinn gert ýmislegt sér til skemmtunar, m.a.
gengið Fimmvörðuhálsinn og siglt út í Viðey á
kajak. Ekki ætti að væsa um hópinn í dag, en
Veðurstofan spáir allt að 19 stiga hita og litlum
Átján skátar á hjólfákum yfir Kjöl á landsmót
Ljósmynd/Unnur Flygenring
Hellissandur | Góðum áfanga var náð í uppbyggingu Sjóminjasafnsins á
Hellissandi á föstudag. Lokið var við að reisa sperrur og þakgrind á nýju
húsi sem fyrirhugað er að verði varðveislu- og sýningarhús gömlu áraskip-
anna sem safnið varðveitir. Um er að ræða tvo áttæringa: Blika sem er
smíðaður árið 1826 og er elstur íslenskra fiskiskipa og Ólaf Skagfjörð,
smíðaðan um 1870. Báðum var þessum bátum róið til fiskjar frá Hellis-
sandi til ársins 1965.
Í tilefni af þessum áfanga efndi stjórn safnsins til vel heppnaðs reisugill-
is. Þar færðu hjónin Elísabet Jensdóttir og Baldur Kristinsson safninu
peningagjöf til minningar um afa Baldurs sem var formaður á Ólafi og
eigandi síðustu árin sem skipinu var róið.
Sjóminjasafnið
fékk góða gjöf
Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir
LÖGREGLAN á höfuðborgar-
svæðinu tók þrjá ökumenn fyrir of
hraðan akstur aðfaranótt laugar-
dags. Bifhjólamaður á þrítugsaldri
ók greiðast, en hann var tekinn á
196 km hraða á Hafnarfjarðarvegi,
þar sem hámarkshraði er 80. Var
hann sviptur ökuleyfi og má eiga
von á sviptingu. Á sömu slóðum
var 25 ára karlmaður sviptur öku-
leyfi fyrir að aka á 152 km hraða
og er hann grunaður um ölvunar-
akstur.
Loks stöðvaði lögregla vélhjól
sem ekið var eftir Kringlumýrar-
braut á 157 km hraða, en þar er
hámarkshraði 80 km.
Lögreglan á Seyðisfirði lét ekki
sitt eftir liggja og stöðvaði för 28
ára ökumanns sem grunaður er um
ölvunarakstur. andresth@mbl.is
Hraði og ölv-
un á vegum
STJÓRN Fjarskiptasjóðs hefur
ákveðið að lengja tilboðsfrest há-
hraðanetsútboðs um fimm vikur eða
til 4. september. Ástæða lenging-
arinnar eru beiðnir frá nokkrum
mögulegum bjóðendum. Útboðið
lýtur að háhraðanetsþjónustu fyrir
lögheimili með heilsársbúsetu og
fyrirtæki með heilsársstarfsemi,
sem hvorki eiga kost á þjónustunni
í dag né munu eiga kost á henni á
markaðsforsendum. Nær útboðið til
allra sveitarfélaga, um 1.200 bygg-
inga.
Lengri út-
boðsfrestur
LÖGREGLAN á Suðurnesjum
stöðvaði för tveggja bíla í Reykja-
nesbæ aðfaranótt laugardags. Fyrst
var um að ræða ökumann um tvítugt
og var hann grunaður um akstur
undir áhrifum lyfja. Seinna sömu
nótt var maður um þrítugt stöðvaður
og fannst lítilræði af amfetamíni í
bílnum. Þá grunar lögreglan á Sel-
fossi ökumann á miðjum aldri um
lyfjaakstur, en sá endaði úti í móa.
Lyfjaakstur
um helgina
LÖGREGLAN á Suðurnesjum fékk
í gærmorgun beiðni um aðstoð á
lóð fyrirhugaðs álvers Norðuráls í
Helguvík, en þar höfðu á fjórða
tug félagsmanna í Saving Iceland
stöðvað framkvæmdir. Hlekkjaði
hluti flokksins sig við vinnuvélar
en aðrir klifruðu upp í krana.
Hópurinn samanstóð af fólki frá
yfir tíu löndum og vildi með að-
gerðunum vekja athygli á því sem
Saving Iceland kallar eyðilegg-
ingu einstakra jarðhitasvæða á
Hellisheiði og Reykjanesi. Þá
töldu félagsmenn rétt að vekja at-
hygli á því sem þeir telja mann-
réttinda- og umhverfisbrot Cent-
ury Aluminum-fyrirtækisins í
Afríku og Jamaica, en Century
rekur Norðurál á Íslandi. Loks
fannst aðgerðasinnum ýmislegt at-
hugavert við umhverfismatið fyrir
álverið.
Að sögn lögreglu fóru aðgerð-
irnar friðsamlega fram og var
enginn handtekinn.
andresth@mbl.is
Hlekkjuðu
sig við
vinnuvélar
Félagar í Saving Ice-
land voru að verki