Morgunblaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
EFTIR ríflega eins og hálfs tíma flug
frá Reykjavík blasir austurströnd
Grænlands við, þar sem þokan er að
hverfa yfir landinu líkt og frádregin
tjöld á leiksviði. Maður nýtur þeirra
forréttinda að sitja frammi í flug-
stjórnarklefanum í aðfluginu. Þvílíkt
útsýni! Í fjarska glittir í sjálfan
Grænlandsjökulinn. Nær ísbreiðan
eins langt og augað eygir.
Við ströndina rétt kíkja fjallstind-
arnir upp úr sjónum og lítið sem ekk-
ert láglendi að sjá. Fyrir þann sem
sér Grænland í fyrsta sinn virkar
þetta eins og að flóð hafi skollið á og
fært byggðina í kaf. En þegar nær
dregur koma litskrúðug húsin í Kulu-
suk í ljós, þessu litla þorpi sem telur
aðeins um 350 manns.
Sökum útsýnisins taka flugmenn-
irnir á Fokkernum, þeir Ragnar Arn-
arson flugstjóri og Örvar Gestur Óm-
arsson, aukahring til að sýna
farþegunum Tasiilaq, stærsta bæinn í
Ammassalik-sýslu.
Íslensk hjón í ferðaþjónustu
Lendingin gekk vel, enda var veðr-
ið eins og best verður á kosið. Um
borð voru um 40 manns, langflestir
erlendir ferðamenn. Stoppið er stutt
hjá þeim sem taka dagsferðina, um
fjórir tímar, en það er vel nýtt með
skipulagri leiðsögn frá flugvellinum
og niður í þorpið. Bílar eru sjaldgæf
sjón, aðallega notast við fjórhjól. Eitt
fjórhjólið við flugstöðina skar sig úr
en á því sat ljóshærð og myndarleg
kona með ungan son sinn. Þar reynd-
ist vera á ferð Guðrún Eyjólfsdóttir,
ásamt hinum átta ára Vali, syni
þeirra Jóhanns Brandssonar en hjón-
in hafa rekið ferðaþjónustu og minja-
gripaverslun í Kulusuk í tíu ár: Kulu-
suk Art & Souvenirs. Samnefnda
verslun reka þau einnig við Lauga-
veginn í Reykjavík. Bjuggu þau í
fyrstu árið um kring í Kulusuk en
dvelja þar nú aðeins yfir sumarmán-
uðina. Selja handverk frá grænlensk-
um listamönnum á austurströndinni
en við fjöllum um þau síðar í blaðinu.
Á leiðinni frá flugvellinum niður í
þorpið er m.a. stoppað við kirkju-
garðana. Þeir eru öðruvísi en við eig-
um að venjast heima á Íslandi. Frost-
hörkur leyfa ekki lifandi blóm eða
gróður og því er notast við litrík
plastblóm á leiðunum. Krossarnir eru
heldur ekki merktir með nöfnum en
Grænlendingar hafa þá trú að sálin
lifi áfram og því fá nýfædd börn nöfn
hinna látnu.
Geltandi hundar rjúfa þögnina
Er nær dregur þorpinu dettur
vindurinn niður og kyrrðin á svæðinu
verður algjör. Hið eina sem rýfur
þögnina er hljóðið frá þyrlunni, sem
er í reglulegum ferðum milli
Kulusukeyju og Tasiilaq, og ýlfrið frá
glorsoltnum sleðahundum. Yfir sum-
arið er þeim aðeins gefið tvisvar í
viku og greinilegt að langt var liðið
frá síðustu máltíð hjá einhverjum,
slíkt var gólið.
Það er ekki fyrir æsingnum að fara
í þorpinu, íbúarnir taka því rólega og
kippa sér ekki upp við gestakomuna.
Mestan áhuga sýna okkur forvitin og
glaðvær börn, en sleðahundarnir sem
bundnir eru við annað hvert hús láta
sér fátt um finnast - svo fremi sem
enginn gengur nærri þeim. Þá geta
þeir sýnt tennurnar.
Fyrsti viðkomustaður okkar í
þorpinu er eina matvöruverslunin,
sem líkt og í flestum öðrum þorpum á
Grænlandi er rekin af fyrirtækinu
KNI, sem er leifar af Konunglegu
dönsku Grænlandsversluninni. Mikið
og gott vöruúrval var að sjá og
kannski ekki að undra, fyrsta birgða-
skip sumarsins hafði nýlega komist til
Kulusuk eftir að sjóleiðin opnaðist.
Að sögn heimamanna var búðin nán-
ast orðin tóm og lítið annað að hafa
þar nema niðursuðudósir og byssur!
Það eru reyndar dálitlar ýkjur því
Flugfélag Íslands sér íbúum Kulusuk
fyrir margs konar varningi árið um
kring. Þannig voru flutt þangað um
165 tonn á síðasta ári, aðallega fersk
matvara, en einnig önnur versl-
unarvara, varahlutir og póstur. Næst
er litið inn í myndarlega minja-
gripaverslun Guðrúnar og Jóhanns
og þaðan rölt að kirkjunni í Kulusuk,
sem reist var fyrir tæpum 90 árum úr
rústum seglskips er strandaði við
þorpið. Í kirkjunni er okkur m.a. sögð
saga af ísbjörnum en í vor voru flestir
bæjarbúar í messu er þeir sáu ísbjörn
ganga á land og spígspora fyrir utan
kirkjugluggana. Undir venjulegum
kringumstæðum hefðu veiðimenn
Kulusuk tekið upp byssuna, en í þetta
sinn urðu þeir að veifa bangsa og bíða
þess að hann færi aftur út á ísinn,
sem hann og gerði. Af hverju? Jú,
veiðikvóti ársins upp á 20 ísbirni var
búinn!
Trommudans og kajakróður
Ferðamenn fá einnig að sjá græn-
lenskan trommudans og þegar veður
leyfir sýna kajakræðarar listir sínar í
höfninni. Að þessu sinni var farið að
gára um of á sjónum til að kaj-
akræðarinn treysti sér í einhverjar
æfingar en dansinn fengum við að sjá
heima hjá Önnu Kuitse Thastum,
sem er með kunnustu dönsurum
Grænlendinga, fékk menning-
arverðlaun landsins í síðasta mánuði
og hefur nýlega verið á sýning-
arferðalagi á Ítalíu og í Bandaríkj-
unum..
Fáir kunna þá list í dag að dansa
trommudans, en Anna er að koma
kunnáttunni áfram til komandi kyn-
slóða með danskennslu í skólunum í
Kulusuk og Ammassalik-sýslu.
Þegar hér er komið sögu er stutt í
heimferð, og í stað þess að ganga
sömu leið til baka upp á flugvöll býðst
ferðamönnum kostur á að sigla innan
um borgarísjakana áleiðis til lítillar
hafnar neðan við völlinn. Þrír bátar
eru fylltir og með okkur siglir þraut-
reyndur veiðimaður, Ammassa, sem
sagður er sá frægasti í Kulusuk.
Snemma fór hann að bera björg í bú,
skaut sinn fyrsta ísbjörn aðeins 11
ára gamall! Báturinn var ekki stór en
honum var stýrt fimlega inn á milli
jakanna. Allt gefið í botn síðasta
sprettinn, þar sem ísinn þéttist, og
um stund fannst okkur við skoppa á
klakanum. Á leiðarenda komumst
við, bláir af kulda þar sem lofthitinn
var ekki nema 3-4 gráður. Eftir stutta
en ánægjulega dvöl kvöddum við
Kulusuk. Það er auðvelt að ánetjast
Grænlandi, undraheimi sem er miklu
nær en við höldum. Í hundrað mín-
útna fjarlægð.
Bátsferð Ammassa reifur við stýrið og fyrir framan hann Vig-
fús Vigfússon frá Flugfélagi Íslands og hjón frá Finnlandi.
Leiðin Kirkjugarðarnir í Kulusuk vekja strax athygli gesta
sem þangað koma, plastblóm á leiðunum og krossar ómerktir.
Kjöltudans Anna Kuitse Thastum sýndi ferðamönnum
trommudans, sem um tíma breyttist í hálfgerðan kjöltudans.
Hundrað mínútur í annan heim
Erlendir ferðamenn fara í tugþúsundatali á hverju ári til Kulusuk frá Íslandi
Þorpsbúar taka ferðamönnum vel Urðu að veifa ísbirni út um kirkjuglugga
*+
,-.--.. *0*--/
12 (3
$++
1- +3
.%%
%
/% %
%
, +
/ 4
Í HNOTSKURN
»Kulusuk er í Ammassalik-sýslu, þar sem alls búa um
3.000 manns.
»Sýslan er fimm sinnumstærri en Danmörk að flat-
armáli.
»Stærsti bær sýslunnar erTasiilaq, eða Ammassalik,
þar sem um 1.800 manns búa.
»Vinabær Kulusuk á Íslandifrá árinu 1990 er Bíldudal-
ur en Kópavogur er vinabær
Ammassalik-sýslu.
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Hundalíf Lítið er við að vera fyrir sleðahundana yfir sumartímann. Á veturna eru þeir ómissandi við veiðarnar og
heimsóknir yfir ísinn til ættingja í grennd. Veiðimönnum í Kulusuk hefur fækkað, sem og hundunum, síðustu árin.
FLUGFÉLAG Íslands flýgur með um 20 þúsund manns
til Kulusuk á ári, að sögn Inga Þórs Guðmundssonar,
forstöðumanns sölu- og markaðssviðs, og er þetta
stærsta flugleið félagsins. Langflestir farþeganna eru
erlendir ferðamenn, eða um 90%, og segir Ingi Þór að
jafn og stöðugur vöxtur hafi verið á þessari flugleið
undanfarin ár, bæði með farþega og frakt. Hafa skipu-
lagðar flugferðir verið farnar milli Reykjavíkur og
Grænlands til margra ára og Ingi Þór segir samstarfið
við Grænlendinga hafa verið mjög gott.
„Þetta er einnig mikilvæg samgönguleið fyrir íbúa
Austur-Grænlands, sem eru um fimm þúsund talsins,
og þá sérstaklega á veturna,“ segir Ingi Þór.
Yfir sumartímann eru 19 ferðir farnar á viku til
Grænlands, þar af 12 til Kulusuk, tvær til Constable
Point og Narsarsuaq og frá Keflavík eru farnar þrjár
ferðir á viku til Nuuk á vesturströndinni. Á veturna eru
farnar tvær ferðir á viku til Kulusuk.
„Flugfélag Íslands lítur á flugleiðina milli Kulusuk og
Reykjavíkur sem mikilvægan hluta af sinni starfsemi
og hefur væntingar um að flug eigi eftir að vaxa inn á
þetta landsvæði Grænlands næstu árin. Mikið hefur
meðal annars verið rætt um allskyns möguleika á jarð-
gasefnum á Grænlandi og þá sérstaklega á austur-
ströndinni. Ef svo verður mun það hafa mikil áhrif á
þessa flugleið,“ segir Ingi Þór.
Kulusuk stærsta leiðin hjá flugfélaginu
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Kulusuk Snjóþungt getur verið í Kulusuk og vissara
að hafa alvöru traktor í að draga farangursvagnana.