Morgunblaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 43
sem nýbúið er að gefa út. Það verk- efni stuðlar að aukinni samvinnu for- eldra og skóla en hún hafði mikinn áhuga á að efla þau tengsl. Jónína hélt marga fyrirlestra og stýrði námskeiðum um lestrarkennslu. Fjölskyldan og golfið átti hug henn- ar í frístundum en þó gaf hún sér oft tíma til að lesa sér til og finna nýtt efni í frítíma sínum. Jónína hafði létta lund og gott viðmót, hún var alltaf jákvæð og leysti málin á já- kvæðan hátt. Það var mjög þægilegt að vinna með henni, hún var alltaf áhugasöm, hafði skoðun á skólamál- um, stjórnmálum og samfélagsmál- um. Jónína var frjó og skemmtileg kona, hún var ætíð hrókur alls fagn- aðar, fór með samstarfsfólki í gleð- skap, utanlandsferðir o.fl. Þó líkam- legur styrkur hafi ekki verið mikill eftir áralanga baráttu við erfið veik- indi var andlegur styrkur sá sami sem fyrr og brennandi áhuginn enn til staðar á að bæta kennsluhætti og auka lestraráhuga barna. Hennar framlag verður seint fullmetið eða þakkað og við söknum hennar úr okkar hópi. Við sendum fjölskyldu Jónínu innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning okkar kæru samstarfskonu Jónínu Friðfinns- dóttur. F.h. samstarfsmanna á Fræðslu- skrifstofu Reykjanesbæjar, Guðbjörg Sveinsdóttir. Fallinn er frá frábær félagi og góðvinur eftir harða baráttu við krabbamein. Sú barátta stöðvaði hana þó ekki í að taka þátt í fé- lagsstarfi okkar golfara og voru þau hjónin með okkur í sérlega vel- heppnaðri golfferð til Spánar sem Golfklúbburinn Oddur stóð fyrir síð- astliðið vor. Jónína og maðurinn hennar Hallgrímur Þorsteinsson hafa stutt dyggilega við bakið á okk- ur golfurum. Þau hafa verið félagar í golfklúbbunum á Urriðavelli frá stofnun þeirra og komið að fé- lagsstarfinu á margan hátt. Einnig hafa þau komið að mörgum málum er snerta beint og óbeint uppbygg- ingu golfvallarins og landsvæðisins sem tengist Oddfellow-reglunni í Urriðavatnslandi. Jónína var mikill golfari og náði frábærum árangri í þeirri íþrótt. Hún varð m.a. klúbb- meistari GO árin 1996 og 1997, klúbbmeistari kvenna 50 ára og eldri árin 1998 og 1999 og klúbbmeistari kvenna 65 ára og eldri árið 2005. Hún var að sjálfsögðu í kvennasveit Golfklúbbsins Odds og liðstjóri kvennasveitar klúbbsins síðastliðin fimm ár. Hér sannast að sjaldan fell- ur eplið langt frá eikinni því greini- legt er að hjónin hafa komið golf- áhuganum áfram til næstu kynslóða. Bæði sonur þeirra og sonarsonur eru duglegir golfarar og á nýaf- stöðnu meistaramóti GO vann Hall- grímur Þorsteinsson yngri sinn flokk. Fyrir hönd stjórna GO og GOF, starfsfólks og framkvæmda- stjóra Urriðavallar, votta ég eftirlif- andi eiginmanni Jónínu, Hallgrími Þorsteinssyni og fjölskyldu þeirra okkar dýpstu samúð. Páll Kristjánsson, formaður GO og GOF. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 43 ✝ Eggert ÁgústKonráðsson fæddist í Kárdals- tungu í Vatnsdal í A-Húnavatnssýslu 13. júlí 1920. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Hvamms- tanga 6. júlí síðast- liðinn. Hann var sonur hjónanna Konráðs Jónssonar og Ragn- heiðar Guðmunds- dóttur. Eggert var næstelstur fimm barna þeirra hjóna, elstur var Ingólfur, f. 1914, síðan Eggert, f. 1920, Jón, f. 1923, Lárus, f. 1928, Ragnheiður, f. 1932. Þau misstu móðir sína eftir erfið veikindi árið 1933. Konráð giftist aftur Sigur- björgu Sigurjónsdóttur og eign- uðust þau fjóra syni, Gunnar, f. 1943, Óskar, f. 1945, Hauk, f. 1949, og Kjartan, f. 1955. Sambýliskona Eggerts var J. Selma Jónsdóttir, f. 15. nóvember 1921, d. 8. september 1999. Þau eignuðust þrjú börn, Konráð, f. 1952, Ragnheiði Jóhönnu, f. 1956, og Valdimar Inga, f. 1959, fyrir átti Selma dótturina Agnesi Magnús- dóttur, f. 1947 og gekk Eggert henni í föðurstað. Eggert vann öll hefðbundin sveita- störf sem vinnumaður á ýmsum bæjum í Vatnsdalnum, þar til hann hóf búskap sjálfur með Selmu sinni, fyrst voru þau í Vatnsdalnum voru síðan eitt ár í Sölvadal í Eyjafirði, en árið 1954 baust þeim að flytja að Kistu í Vesturhópi þar sem þau bjuggu síðan til ársins 1989 er þau fluttu til Hvammstanga. Eggert var jarðsunginn frá Hvammstangakirkju 14. júlí. Um miðjan sjötta áratug síðustu aldar, kom hingað í sveitina ungur röskleikamaður. Hann hafði alist upp í Vatnsdalnum, verið þar í vinnu- mennsku, lengst af hjá Guðmundi í Ási. Hann hóf fyrst búskap ásamt sambýliskonu sinni Selmu Jónsdótt- ur í Ási, en flutti svo norður í Sölva- dal í Eyjafirði, þaðan fluttu þau eftir skamma setu þar á Kistu á Vatns- nesi, fyrst í sambýli við Valdimar Jónsson póst, en tóku síðan við jörð- inni, þar sem þau bjuggu allan sinn búskap, uns þau fluttu til Hvamms- tanga vegna aldurs. Hér var kominn Eggert Konráðs- son, sem vakti strax athygli fyrir dugnað og ósérhlífni. Hann var létt- ur á fæti og sást iðulega hlaupandi um hagann við búfé, eða önnur störf. Eggert var fræg grenjaskytta og sá um refaveiðar sveitarinnar í fjölda- mörg ár og sinnti því með góðum ár- angri, enda var veiðimennska honum í blóð borin, en 14 ára að aldri skaut hann sína fyrstu tófu, sem urðu margar um ævina. Eggert kunni margar ótrúlegar sögur af eltingar- leik sínum við tófur og náðist að festa nokkrar þeirra á blað á meðan að minnið var óbilað. Þessar sögur eru sérstakar og ómetanlegar heimildir um það kapp sem að lagt var á slíkar veiðar, enda eru og verða refir miklir skaðvaldar í fugla og dýaralífi, sem að halda verður í skefjum. Sumarið 1951, var hann upp á Arnarvatnsheiði við vörslu mæði- veikisgirðingar, með öðrum manni. Þar í sumarblíðu heiðanna kunni hann vel við sig og samviskusamlega var starfið unnið svo að engin kind slapp í gegn. Í fjölda mörg ár var Eggert viðrið- inn póstferðir um Vatnsnes. Fyrst var hann aðstoðarmaður Valda pósts og keyrði hann hálfsmánaðarlega á lítilli dráttarvél umhverfis Nesið, en tók síðan sjálfur við þessum ferðum alfarið, þar til breytingar urðu á póstferðum og þeim fjölgað. Eggert var mikill járnsmiður og smíðaði og seldi skeifur o.fl. í mörg ár. Hann hafði yndi af kveðskap og hans hinsta ósk var að kveðnar yrðu stemmur við jarðarförina. Varð Kvæðamannafélagið Vatnsnesingur við þeirri bón. Þar á meðal var þessi þekkta hringhenda, sem að var í miklu uppáhaldi hjá honum. Höldum gleði hátt á loft, helst það seður gaman, þetta skeður ekki oft, að við kveðum saman. Eggert var að jafnaði elskulegur í viðmóti, þó að stundum gæti hvesst verulega ef honum fannst á sig hall- að, eða ef störf voru ekki rétt eða af alúð unnin. Hann var sérstakur per- sónuleiki, sem að mikill missir er af úr mannlífinu. Við þökkum honum fyrir áratuga- vináttu og samstarf, sem að hefur verið einstakt. Aðstandendum vottum við inni- lega samúð. Hlíf og Agnar. Eggert Á. Konráðsson allt sem þú gerðir fyrir okkur og með okkur. Það mun verða geymt í mínu hjarta um ókomin ár. Tár niður kinn breytist í bros, verður koss og þú verður alltaf á meðal okkar. Þinn Nonni, Jón Arason. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, ALDA STEINÞÓRSDÓTTIR BLÖNDAL tannlæknir, lést á sjúkrahúsi í Herlev i Danmörku þriðjudaginn 17. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Ole Blöndal, Guðný Þóra, Þorsteinn, Bjarki og Nína, tengdabörn, barnabörn og systkini hinnar látnu. ✝ ÞORSTEINN HEIÐDAL GUÐMUNDSSON, Seljalandi 7, Reykjavík, fæddur 11. apríl 1937, lést miðvikudaginn 9. júlí á Landspítalanum. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Bræður og systrabörn. ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ZOPHONÍAS KRISTJÁNSSON, Teigaseli 2, Reykjavík, lést á Vífilsstöðum föstudaginn 18. júlí. Útförin auglýst síðar. Kristján Zophoníasson, Björk Ólafsdóttir, Viðar Zophoníasson, Steinunn Kr. Zophoníasdóttir, Árni Haukur Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir og amma, RAGNHEIÐUR G. ÁSGEIRSDÓTTIR, Neðstaleiti 5, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 7. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Guðmundur H. Garðarsson, Guðmundur Ragnar Guðmundsson, Ragnar Hannes Guðmundsson og barnabörn. ✝ Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, GUNNAR MAGNÚSSON SALÓMESON, lést á deild 18, Landspítalanum í Kópavogi fimmtudaginn 17. júlí. Útför hans verður auglýst síðar. Þorsteinn Magnússon, Halla Bachmann Ólafsdóttir, Salóme McInnis, Melvin McInnis, Guðmundur Magnússon, Vaka Hrund Hjaltalín og frændsystkini. Vönduð og persónuleg þjónusta Inger Steinsson, útfararstjóri, s. 691 0919 Sími 551 7080 Bárugötu 4, 101 Reykjavík. Ólafur Örn útfararstjóri, s. 896 6544 Inger Rós útfararþj., s. 691 0919                               ! "# $!% &   ' (!!%  ! $) (!!*% !! +! ( (!!*% , ( '$  (!!*% - $ .! $  (!!*% /  0  (!!*% 0  1 ! (!!*%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.