Morgunblaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
dagbók
Í dag er sunnudagur 20. júlí, 202. dag-
ur ársins 2008
Orð dagsins: Því hungraður var ég, en
þér gáfuð mér ekki að eta, þyrstur var
ég, en þér gáfuð mér ekki að drekka.
(Mt. 25, 42.)
Vinir Víkverja, Íslendingar bú-settir erlendis, heimsóttu föð-
urland sitt á dögunum. Víkverji
vildi vera þjóðlegur og gaf þeim
Íslandslög, sem geymir sjö geisla-
diska þar sem margir bestu söngv-
arar þjóðarinnar syngja gamla
smelli. Eftir nokkra daga höfðu
vinirnir samband, næstum því
grátklökkir, svo mjög höfðu þeir
heillast af tónlistinni sem þeir
sögðu að myndi óma reglubundið á
heimili þeirra í París og minna á
Ísland og öll hin mörgu undur
landsins.
x x x
Víkverji ákvað að kanna hvaðþað væri sem heillaði vinina
svo mjög og keypti sér diskinn.
Það tók Víkverja þrjú kvöld að
hlusta á allan skammtinn. Það
voru notaleg og stemningsrík
kvöld.
Víkverji er tilfinningasamur að
eðlisfari og eftir að hafa hlustað á
Björgvin Halldórsson syngja Ég
bið að heilsa ásamt Karlakórnum
Fóstbræðrum tóku nokkur tár að
falla niður kinnar hans. Víkverji,
sem státar ekki af fagurri söng-
rödd tók svo hressilega undir með
Björgvini og Fóstbræðrum í
Spretti, „Ég berst á fáki fráum …“
x x x
Nú bíður Víkverji spenntur eft-ir geisladiski númer 8 og á
sér sérstakt óskalag. Hann vill
endilega að Vísur Íslendinga,
„Hvað er svo glatt sem góðra vina
fundur …“ eftir Jónas Hall-
grímsson rati á geisladisk. Þar
mun Björgvin Halldórsson ekki
klikka fremur en endranær.
x x x
Víkverji verður að viðurkennaað hann er sekur um að hafa
á löngu tímabili ævi sinnar sýnt
klassískum íslenskum lögum lítinn
áhuga. Nú sér hann, eða öllu held-
ur heyrir, að hann hefur verið á
villigötum. Víkverji er snúinn aftur
til hins þjóðlega. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 vænlegur, 8
bein í fingri, 9 hljóðfæri,
10 sefi, 11 verða feitari,
13 tekur,15 bifa, 18 við-
bragðsfljót, 21 eykta-
mark, 22 lítilfjörleg, 23
frek, 24 geðfelldur.
Lóðrétt | 2 viðmótsþýtt,
3 bik, 4 fjallsbrúnin, 5
rúlluðum, 6 dúsk, 7
þrjóskur,12 nægilegt, 14
hress, 15 skott, 16 gljúfr-
ið, 17 hrella, 18 drengs,
19 dáin, 20 not.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 nepja, 4 kútur, 7 fullu, 8 úlfúð, 9 rós, 11 rýrt,
13 fann, 14 ýkjur, 15 flór,17 álfs, 20 brá, 22 knæpa, 23
lykta, 24 nýtin, 25 auðna.
Lóðrétt: 1 næfur, 2 pílár, 3 alur, 4 krús, 5 tafla, 6 ræðin,
10 ósjór, 12 Týr, 13 frá,15 fíkin, 16 óhætt, 18 lokað, 19
skapa, 20 bann, 21 álka.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Sudoku
Þrautin felst í því að fylla út í
reitina þannig að í hverjum 3x3-
reit birtist tölurnar 1-9. Það verð-
ur að gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei
má tvítaka neina tölu í röðinni.
Lausn síðustu Sudoki.
www.sudoku.com
© Puzzles by Pappocom
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Rc3 e5 4. Bc4 d6
5. d3 Be7 6. Rd2 Bg5 7. h4 Bh6 8. Dh5
g6 9. Dd1 Rf6 10. Rf1 Bxc1 11. Dxc1
Rd4 12. Rd5 Rxd5 13. Bxd5 h5 14. Re3
Re6 15. Dd2 Db6 16. O–O–O Bd7 17.
Rc4 Da6.
Staðan kom upp á sænska meist-
aramótinu sem lauk fyrir skömmu í
Växjö. Stórmeistarinn Jonny Hector
(2532) hafði hvítt gegn Victor Nit-
hander (2319). 18. Bxb7! biskupinn er
friðhelgur vegna riddaragaffalsins á
d6. Í framhaldinu vinnur hvítur peð og
síðar skákina. 18…Dxa2 19. Dc3 Hb8
20. Kd2! Da4 21. Ha1 Db4 22. Hxa7
hvítur hefur nú peði meira og unnið
tafl. 22…Ke7 23. Bc6 Hhd8 24. Hha1
Rd4 25. Dxb4 cxb4 26. H1a6 Rxc6 27.
Hxc6 Ha8 28. Hxa8 Hxa8 29. Hb6 Hg8
30. Hxb4 g5 31. hxg5 h4 32. Hb7 Ke6
33. Rb6 Bc6 34. Hc7 Hxg5 35. Hxc6 og
svartur gafst upp.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Tvíspil.
Norður
♠9843
♥Á3
♦KG6
♣KG94
Vestur Austur
♠1052 ♠G7
♥G864 ♥K1075
♦Á2 ♦D9543
♣10875 ♣D2
Suður
♠ÁKD2
♥D92
♦1087
♣Á63
Suður spilar 4♠.
„Ef útkoman lítur út fyrir að vera
frá tvíspili og lyktar af tvíspili, þá er
líklega um tvíspil ræða,“ segir Eddie
Kantar. Eftir sterka grandopnun og
Stayman verður suður sagnhafi í 4♠ og
vestur kemur út með ♦Á og spilar
meiri tígli að hvatningu félaga síns.
„Þetta er tvíspil,“ segir Kantar og hef-
ur rétt fyrir sér. Kóngur upp, en hvað
svo?
Til að byrja með er rétt að aftrompa
vörnina, spila svo tígli. Austur lendir
inni á ♦D og á svolítið bágt. Hjarta frá
kóngnum gefur samninginn strax og
líka lauf upp í gaffalinn. Skást er að
spila tígli í tvöfalda eyðu. Sagnhafi
trompar heima og hendir hjarta í
borði. Nú þarf aðeins að fría einn slag á
lauf og best er að taka tvo efstu og
spila að gosanum ef þarf – einmitt til að
verjast ♣Dx í austur.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Hindranir dagsins hverfa ekki
bara af því að þú vilt að þær geri það –
eða hvað? Ef einhver getur komið með
ferska nálgun á hlutina, þá er það þú.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú kemur verki á laggirnar og notar
til þess þín fjölmörgu sambönd. Þú ert
skapandi einn þíns liðs, en bullandi skap-
andi ef þú færð ljón til liðs við þig.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Fólk vill endilega að þú staldrir
við og njótir ferðarinnar. En eins og þú
veist er stundum ekkert að njóta. Oft líka
best að bara rumpa hlutunum af.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Það skiptir engu hvort þér finnst
þú eiga gott og hamingjusamt líf skilið.
Það er á leiðinni, svo vertu viðbúinn. Þá
hverfur allur efi og ótti.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Vertu eins bjartsýnn og þú vilt. Þú
getur aldrei gengið of langt í því að segja
fyrir um hversu dásamlegt lífið getur orð-
ið. Og það eru fleiri sem hugsa á sömu
nótum.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þegar einhver hagar sér á vissan
máta, er erfitt að ímynda sér að hann geti
breytt hegðan sinni. En mannveran er
ótrúlega skrýtin svo ekki gefa upp von-
ina.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Skapið þitt er meira smitandi núna
en nokkurs annars merkis í dýra-
hringnum. Af hverju ekki að njóta þess?
Tjáðu þig opinskátt. Vertu jákvæður!
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú sérð hæfileika í öðru fólki.
Það er þess virði að rannsaka þá nánar,
án þess að hætta neinu. Ekki verða ást-
fanginn af hæfileikum, bara fólkinu á bak
við þá.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú ert mjög auðmjúkur í sam-
skiptum en fólk skynjar samt hversu
áhrifamikil manneskja þú ert. Þú montar
þig ekki af því að þú þarft þess ekki.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þú ert loks farinn að kunna að
meta hæfileika þína, og hversu einstakir
þeir eru. Þú veist að þótt þú sért góður í
einhverju, eru það ekki allir. Njóttu þess.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú tilheyrir hópi sem ætlar sér
marga hluti. Þú ert sá sem getur safnað
öllum saman núna. Minntu þá á af hverju
þið eru vinir og hverju þið viljið áorka.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þú færð tækifæri til að reyna eitt-
hvað alveg nýtt. Líklega er þetta einstakt
tækifæri, því eitt skipti er alveg nóg. Og
þú munt lifa á því lengi, lengi.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
20. júlí 1198
Jarðneskar leifar Þorláks
biskups Þórhallssonar (f. 1133,
d. 1193) voru teknar upp og
lagðar í skrín í Skálholts-
kirkju. Þorláksmessa á sumri,
20. júlí, var lögleidd 1237 og
var ein mesta hátíð ársins fyr-
ir siðaskipti. Önnur messa
hans er 23. desember. Páfi
staðfesti helgi Þorláks 14. jan-
úar 1984.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
Þetta gerðist þá…
Aðalsteinn
Guðbrandsson
frá Ólafsvík, nú
til heimilis á
Hrafnistu í
Reykjavík, er ní-
ræður á morgun,
mánudaginn 21.
júlí. Í tilefni þess
tekur Aðalsteinn
á móti ættingjum og vinum á af-
mælisdaginn frá kl. 17 til 20, í safn-
aðarheimilinu Borgum, Kast-
alagerði 7, Kópavogi.
90 ára
Gunnþór
Ragnar Krist-
jánsson, vist-
heimilinu
Kjarnalundi á
Akureyri, áður
til heimilis að
Skarðshlíð 29b,
er níræður í dag,
20. júlí. Gunnþór
verður með fjölskyldu og ætt-
ingjum á afmælisdaginn.
90 ára
Helgi Gestsson, Garðhúsum 3, er
fimmtugur í dag, 20. júlí. Anna
Björk Aðalsteinsdóttir, eiginkona
hans, varð fimmtug 15. júlí síðast-
liðinn. Þau verða heima í dag en
taka ekki á móti gestum sökum
aukaverkana afmælishalda í gær.
50 ára
TOLLSTJÓRINN í Reykjavík, Snorri Olsen, fagn-
ar fimmtudagsafmæli sínu í dag. Þegar náðist í
Snorra sagðist hann ekki vera búinn að ákveða
hvað gert yrði í tilefni dagsins en að öllum lík-
indum eyddi hann deginum úti á landi í faðmi fjöl-
skyldunnar. Ekki standi til að fagna áfanganum
með veislu.
Snorri lauk embættisprófi í lögfræði frá Há-
skóla Íslands árið 1984. Hann hóf þá störf hjá fjár-
málaráðuneytinu þar sem hann var í rúm 10 ár en
að því loknu gegndi hann stöðu ríkisskattstjóra í
tvö ár. Frá og með árinu 1997 hefur hann sinnt
stöðu tollstjórans í Reykjavík en árið 2001 sameinaðist það ríkistoll-
stjóraembættinu undir nafni hins fyrrnefnda.
Aðspurður segir Snorri sín helstu áhugamál vera fjölskylduna, en
hann á tvær dætur með eiginkonunni Hrafnhildi Haraldsdóttur, og
íþróttir. Meðfram tollstjórastarfinu gegnir Snorri starfi formanns
íþróttafélagsins Stjörnunnar í Garðabæ. Sjálfur æfði hann fótbolti
sem barn en þó ekki með Stjörnunni. Dætur hans æfðu hins vegar
handbolta með félaginu þegar þær voru yngri.
Í formannsstarfinu felst allt sem viðkemur starfsemi íþróttafélags-
ins, jafnt barna- og unglingastarf, afreksstarf, fjármál og rekstur fé-
lagsins. Spurður um eftirminnilegasta afmælisdaginn á Snorri erfitt
með að velja. „Það eru allir dagar góðir dagar.“ ylfa@mbl.is
Snorri Olsen fimmtugur
„Allir dagar góðir dagar“
;) Nýbakaðir foreldrar?Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum ásamtupplýsingum um fæðingarstað og stund,þyngd, lengd og nöfn nýbakaðra foreldra,á netfangið barn@mbl.is