Morgunblaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Benedikt Hjartarson, 51 árs sund-kappi, synti yfir Ermar-sund fyrstur Íslendinga á miðviku-dag. Hann náði landi undir mið-nætti og hafði þá sundið tekið 16 klukku-stundir. Benedikt reyndi sama sund í fyrra en tókst þá ekki að klára. Tveir aðrir Íslendingar hafa þreytt þessa þol-raun án árangurs. „Ég var tilbúinn að hætta sjö tímum áður en ég kláraði,“ sagði Benedikt, „skip-stjórinn neitaði bara að taka mig upp í.“ Benedikt sagði að sundið á köflum hafa verið mar-tröð líkast. „Það var eins og búið væri að slíta af mér báða hand-leggina. Svo missti ég af höfðanum þar sem yfir-leitt er komið á land, og þar með lengdist sundið um tvo og hálfan tíma. En þetta hafðist,“ sagði Benedikt. Eftir að Benedikt missti af höfðanum lét skip-stjórinn Andy King Benedikt synda frá landi þar til hann kom að lítilli vík fyrir austan höfðann, þar sem straumar höfðu minni áhrif. Og þar komst hann í land. Benedikt synti yfir Ermar-sund Ljósmynd/Gréta Ingþórsdóttir Á mánu-daginn sakaði Luis Moreno-Ocampo, sak-sóknari stríðsglæpa-dómstólsins í Haag, Omar Hassan al-Bashir, for-seta Súdans, um þjóðar-morð, stríðs-glæpi og glæpi gegn mann-kyni. Al-Bashir er sakaður um að bera ábyrgð á glæpum víga-sveita gegn blökku-mönnum í Darfúr-héraði á síðustu árum. Al-Bashir hefur neitað ásökununum og segir þær lygi. Sam-einuðu þjóðirnar hyggjast draga megnið af starfs-liði sínu frá Darfúr á næstunni. Full-trúi Súdans á þingi SÞ sagði fram-göngu sak-sóknarans ólög-lega og runna af pólitískum rótum. Opin-ber tals-maður stjórnarinnar í Súdan brást við ákærunum með ákafa og sagði að Súdan myndi „breyta Darfúr í graf-reit.“ Sakaður fyrir glæpi gegn mann-kyni Al-Bashir Geim-vera mælir á forn-íslensku Í nýrri víkinga-geimmynd sem nefnist Outlander í leik-stjórn Howard McCain, mun geim-veran Kainan, sem leikin er af Jim Caviezel, tala forn-íslensku. Það er íslensku-prófessorinn Ármann Jakobsson sem að-stoðaði við um-ritun textans og fram-burðinn. Syngdu eins og Björk Nú hefur maður að nafni Andrey Neyman búið til sér-stakt Bjarkar-upptöku-tæki. Það virkar þannig að ef fólk syngur inn í tækið hljómar röddin eins og Björk, en á einhvern dular-fullan hátt hermir tækið eftir sér-stakri rödd söng-konunnar. Costa-Gavras á kvikmynda-hátíð Óskars-verðlauna-hafinn Costa-Gavras, einn pólitískasti leik-stjóri kvikmynda-sögunnar, verður heiðurs-gestur Alþjóð-legrar kvikmynda-hátíðar í Reykjavík, sem haldin verður um mánaða-mótin september-október. Á há-tíðinni verða nokkrar myndir leik-stjórans sýndar. Stutt Eldsneytis-verð heldur enn áfram að hækka. Á mánu-daginn snar-hækkaði verðið hjá Olís og hafði aldrei orðið svo hátt. Lítrinn af bensíni hækkaði um 6 krónur og lítrinn af dísil-olíu um 7,50 krónur, vegna hækkunar á heimsmarkaðs-verðinu. Seinna um daginn lækkaði svo eldsneytis-verðið aftur um 4 krónur hjá Olís vegna þess að keppi-nautarnir fylgdu ekki heimsmarkaðs-verðinu. Á fimmtu-daginn seldi N1 elds-neyti með 5 króna af-slætti og gilti til-boðið út daginn. Olíu-félögin lækkuðu verð hjá sér í kjöl-farið til að bregðast við sam-keppni. Bensín-verð hækkar enn Um síðustu helgi ræddi Björn Bjarnason dóms- og kirkjumála-ráðherra í stjórnmála-pistli á vef-síðu sinni um að-ild Íslands að mynt-bandalagi Evrópu án að-ildar að Evrópu-sambandinu (ESB). Hann sagði að engin laga-rök væru gegn því. „Ég hef reyndar aldrei slegið þessa leið alger-lega út af borðinu en ég hef sagt að mér finnst hún ólík-leg til að skila árangri,“ sagði Geir H. Haarde forsætis-ráðherra. Hann sagði að Illugi Gunnarsson og Ágúst Ólafur Ágústsson í Evrópu-nefnd ríkis-stjórnarinnar myndu láta á það reyna. „Það eru skýr skila-boð frá höfuð-stöðvum Evrópu-sambandsins, ESB, í Brussel að Íslendingar verði að sækja um inn-göngu í ESB til að geta tekið upp evruna. Aðrar leiðir að evru-upptöku eru ófærar,“ fullyrti Percy Westerlund sendi-herra og yfir-maður fasta-nefndar Evrópu-sambandsins gagn-vart Íslandi. Evran án að- ildar að ESB? 24Stundir/Kristinn Ingvarsson Björn Bjarnason dómsmála-ráðherra. Tvær af björtustu söng-stjörnunum í klassíska geiranum, þau Garðar Thór Cortes og Dísella Lárusdóttir, syngja aðal-hlutverkin í vor-óperu Íslensku óperunnar, Ástar-drykknum eftir Donizetti. Síðustu misseri hafa þau bæði unnið mikið er-lendis. Þau hafa einu sinni sungið saman á jóla-tónleikum í Grafarvogs-kirkju og hlakkar Garðar til sam-starfsins: „Okkur kom vel saman þá og mér líst mjög vel á þetta,“ segir hann. Dísella er á sama máli: „Hann er yndis-legur strákur og við höfum mjög fínan sam-hljóm,“ segir hún. Garðar Thór og Dís- ella í Ástar-drykknum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Morgunblaðið/Þorkell Full-trúar 43 ríkja ákváðu á fundi í París á sunnu-dag að vinna saman að því að gera Mið-Austurlönd að svæði án ger-eyðingar-vopna. Auk full-trúa Evrópu-sambands-ríkjanna 27 voru á fundinum full-trúar frá araba-löndum og Ísrael. Helsta mark-mið nýja sam-starfsins er að ýta undir við-skipti. Er vonast til að gagn-kvæmar fjár-festingar verði meiri en nú er. Það er ljóst að mörg ljón eru á veginum vegna harka-legra deilna milli sumra þjóðanna. Forsætis-ráðherrar Ísraels og Palestínu, Ehud Olmert og Mahmoud Abbas, tóku þátt í fundinum og sögðu að miklar líkur væru á að þeir næðu senn samkomu-lagi um endan-legan frið milli þjóðanna. Miðjarðarhafs-sam- bandið stofnað REUTERS Sarkozy Frakklands-forseti. Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.