Morgunblaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 15
Eftir Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur
Eftir Steinunni Ólínu Það ermeð ólíkindum hvað tím-inn líður hratt. Vikurnarfjúka áfram og mér finnst
mér ekki verða neitt úr verki. Mér
skilst að eftir því sem maður eldist
líði tíminn hraðar. Samkvæmt þessu
hljóta síðustu æviárin að verða sann-
kallað kapphlaup.
Munið þið hvað tíminn var lengi að
líða þegar maður var barn? Hvað
hugmyndin um að eitthvað myndi
gerast á morgun var óbærileg?
Miðstúlkan mín varð sjö ára í vik-
unni. Það er að sjálfsögðu búið að
vera mikið tilhlökkunarefni um langa
hríð.
Hún setti saman óskalista sem að
mestu var ógjörningur að uppfylla.
„Fara og finna Atlantis“ var til
dæmis ofarlega á listanum sem og að
fara til Egyptalands og skoða pýra-
mídana.
Ég gat afsakað það við hana að við
gætum lítið ferðast um þessar mund-
ir þar sem við værum í ferðastraffi
um stundarsakir vegna græna korts-
ins og þessar ævintýraferðir yrðu því
að bíða eitthvað.
Hún kom þá með tillögu að mála-
miðlun og spurði hvort hún mætti
baða sig upp úr mjólk því samkvæmt
upplýsingum sem hún fann á netinu
hafði Kleópatra drottning verið mik-
ið fyrir mjólkurböð til að viðhalda
æskuþokka og fegurð.
Þar komst hún líka að því að Kle-
ópatra hefði aldrei gert neitt ein síns
liðs og hefði meira að segja ekki get-
að klætt sig hjálparlaust.
Ungfrúin leiddi líkur að því að
sennilega hefði drottningin verið eitt-
hvað fötluð.
Afmælisbarnið hefur mikinn
áhuga á ráðgátum og mannkynssögu
og ætlar sér að verða einhverskonar
rannsóknarkona þegar fram líða
stundir.
Sú stutta notar wikipedia mikið til
að afla sér upplýsinga um eitt og ann-
að.
Hún hefur að undanförnu verið
niðursokkin í Anastasiu og Rom-
anov-fjölskylduna og er mjög hug-
leikið hvað um prinsessuna varð eins
og fleirum.
Rannsóknarkonan er með þá teo-
ríu að Jack the Ripper hafi verið
valdur að hvarfi Anastasiu en ég tel
víst að hún sé ein um þá skoðun.
Hann hét að vísu um tíma í munni
hennar Jack the Rapper og var, held
ég, að hennar viti tónlistarmaður.
Núna veit hún betur og því finnst
henni rökrétt að álykta að hann hafi
eitthvað komið við sögu í áðurnefndu
mannshvarfi, þó að ég hafi útskýrt
fyrir henni að Anastasia og Jack hafi
ekki verið samtímamenn.
Þær upplýsingar finnast henni lít-
ils virði í rannsóknarferlinu því kons-
eptið tími er henni algerlega óvið-
komandi. Hún býr yfir því frelsi sem
felst í því að lifa aðeins í augnablik-
inu.
Fortíðin er enn ekki orðin henni
fjötur um fót og hún hvorki þráir né
óttast framtíðina.
Um daginn kom hún upp í til mín
snemma morguns og sagði mér frá
því að þegar hún yrði fullorðin ætlaði
hún að uppgötva eða „innventa“ eins
og hún kallar það fljúgandi hesta og
einhyrninga „all for myself“ eða til
einkanota.
Ég hvatti hana til dáða því á vorum
dögum klóna menn dýr og það er alls
ekki úr vegi að eftir nokkur ár getum
við farið að framleiða samsett dýr og
þar með nýjar dýrategundir. Og hver
veit nema vísindin geri okkur það
kleift í framtíðinni að endurvekja til
lífs útdauðar skepnur.
Rétt í þessu kom hún til mín og
spurði hvað ég væri að gera og ég
sagði henni að ég væri að skrifa um
hana.
Hvað ertu að skrifa um mig?
spurði hún og ég las fyrir hana það
sem komið var.
Þú talar ekkert um það að mér
finnist gaman að spæja, sagði hún
forviða, segðu frá því!
Hvers vegna? spurði ég.
Nú, fólk þarf að fá að vita það!
Ég bað hana síðan vinsamlegast að
gefa mér vinnufrið sem hún sam-
þykkti með semingi því hún hélt
fram þeim rökum að ég væri að
skrifa um hana og því þyrfti ég á
henni að halda í heimildaskyni.
Við gáfum henni málmleitartæki í
afmælisgjöf því hún stendur í þeirri
meiningu að það sé hægt að finna
fjársjóði nánast hvar sem er hafi
maður réttu græjurnar.
Hún varð afar glöð og tók strax til
við að leita í garðinum og fann innan
skamms gamalt plastarmbandsúr
með málmplötu og þóttist heldur bet-
ur fjáð. Sú gjöf hitti sem sagt í mark.
Við gáfum henni líka lítinn mynd-
varpa sem varpar sólkerfinu á loftið í
herberginu hennar þegar rökkvar.
Við sátum að kvöldi afmælisdags-
ins saman fjölskyldan með þrívídd-
argleraugu á nefinu og horfðum á
ljósmyndir af himintunglunum í
stofuloftinu.
Þetta spann af sér heilmiklar um-
ræður um alheiminn og hvort til væri
líf á öðrum hnöttum.
Afmælismanneskjan þóttist nú
viss um það þrátt fyrir að pabbi
hennar segði henni að fram að þessu
hefðu vísindamenn ekki fundið nein-
ar haldbærar sannanir fyrir því.
Hún sagði einfaldlega við hann:
„Pabbi minn, ég veit það. Ég hef séð
geimverur.“
Mikið vildi ég stundum gefa fyrir
að tíminn stæði í stað. Það er nefni-
lega allt of sjaldan sem maður leyfir
sér að lifa í augnablikinu.
Jack the Ripper og
Romanov-fjölskyldan
Tíðarandi
»Frekar þiggjum við ekkineitt en svona ölmusu.
Formaður Félags ungra
lækna,.
Ragnar Freyr Ingvarsson , um kjarasamn-
ing sem skrifað var undir milli samninga-
nefndar ríkisins og Læknafélags Íslands
aðfaranótt föstudags.
»Ég hafði alltaf verið týpansem fór og reykti bak við
gám í leikfimitíma í skólanum.
Eva Margrét Einarsdóttir sigraði í
kvennaflokki í hinu árlega Laugavegs-
hlaupi.
» Það er gaman að sjá eitthvaðsem ég hef skapað sjálfur
stækka og dafna.
Undanfarnar vikur hefur Andri Már
Gunnarsson , fangi á Litla-Hrauni, ræktað
grænmeti ásamt nokkrum samföngum sín-
um.
» Það er aldrei neitt að banda-rísku samfélagi.
Sigrún Ólafsdóttir um viðhorfin vestra til
róta geðrænna vandamála. Sigrún var ný-
verið heiðruð fyrir doktorsritgerð sína á
sviði geðheilsufræði.
» Það var svo æðislegt aðskríða upp á sandinn í
Frakklandi að ég get varla lýst
því með orðum.
Benedikt Hjartarson varð á miðvikudag
fyrstur Íslendinga til að synda yfir Erm-
arsund.
» Íslendingarnir nefna ým-islegt minniháttar sem aðrir
myndu hugsanlega ekki nefna.
Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur
leitar skýringa á því af hverju Íslendingar
barma sér undan glæpatíðni. Hann bendir
á að mjög margir Íslendingar hafi nefnt
verðsamráð olíufélaganna sem dæmi um
fjársvik.
»Mitt takmark er allavega aðborða eitthvað framandi,
eins og hunda eða rottur.
Einn keppenda á Ólympíuleikum í eðl-
isfræði, Róbert Torfason, bíður spenntur
eftir að komast til Víetnam.
»Keppnin er til heiðurs SteiniSteinari, sem auðvitað er
uppáhald allra hérna.
Ívar Örn Gíslason, fangavörður á Litla-
Hrauni, hleypti af stokkunum ljóða-
samkeppni meðal fanga, undir heitinu
„Steinn í steininum“.
»Ég vona að ég sé ekki afturað lenda í lögsókn.
Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmunds-
son upplýsti að hann hefði notað upptökur
af trommuslætti Charlie Watts, trommu-
leikara Rolling Stones, án vitundar þess
síðarnefnda.
» Þetta er eins og hvert annaðlífdísil, þetta smyr vélina.
Óðinn Sigurðsson drýgir dísilolíuna á
gamla jeppann með hákarlalýsi.
Reuters
Ummæli vikunnar
Hreint Nú styttist í Ólympíuleika
og Kínverjar snurfusa torg.
Kópavogsbær auglýsir byggingarétt til úthlutunar á eftirtöldum lóðum:
1. Austurkór 49- 53 - Raðhús á tveimur hæðum.
Um er að ræða lóð fyrir raðhús á tveimur hæðum með innbyggðri bílageymslu. Heimilaður
hámarksgrunnflötur húss er 132 m² með bílageymslu. Heildarlóðargjöld eru kr. 34.957.848.
Lóðargjöld eru annars vegar yfirtökugjöld og hins vegar gatnagerðargjöld. Gatnagerðargjöld
eru lágmarksgjöld og miðast við 600 m³. Ef byggt er umfram 600 m³ greiðast
viðbótargatnagerðargjöld.
2. Almannakór 2 - Einbýlishús á einni eða tveimur hæðum.
Um er að ræða lóð fyrir einbýlishús á einni eða tveimur hæðum með innbyggðri eða stakri
bílageymslu. Heimilaður hámarksgrunnflötur húss er 250 m² með bílageymslu.
Heildarlóðargjöld eru kr. 14.887.402. Lóðargjöld eru annars vegar yfirtökugjöld og hins vegar
gatnagerðargjöld. Gatnagerðargjöld eru lágmarksgjöld og miðast við 700 m³. Ef byggt er
umfram 700 m³ greiðast viðbótargatnagerðargjöld.
3. Þrúðsalir 13 - Einbýlishús á tveimur hæðum.
Um er að ræða lóð fyrir einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri eða stakri bílageymslu.
Heimilaður hámarksgrunnflötur húss er 180 m² með bílageymslu. Heildarlóðargjöld eru kr.
14.887.402. Lóðargjöld eru annars vegar yfirtökugjöld og hins vegar gatnagerðargjöld.
Gatnagerðargjöld eru lágmarksgjöld og miðast við 700 m³. Ef byggt er umfram 700 m³
greiðast viðbótargatnagerðargjöld.
4. Arakór 5 - Einbýlishús á einni hæð með kjallara.
Um er að ræða lóð fyrir einbýlishús á einni hæð með kjallara með innbyggðri eða stakri
bílageymslu. Heimilaður hámarksgrunnflötur húss er 235 m² með bílageymslu.
Heildarlóðargjöld eru kr. 14.887.402. Lóðargjöld eru annars vegar yfirtökugjöld og hins vegar
gatnagerðargjöld. Gatnagerðargjöld eru lágmarksgjöld og miðast við 700 m³. Ef byggt er
umfram 700 m³ greiðast viðbótargatnagerðargjöld.
5. Austurkór 8 - Einbýlishús á tveimur hæðum.
Um er að ræða lóð fyrir einbýlishús á tveimur hæðum með innbyggðri eða stakri bílageymslu.
Heimilaður hámarksgrunnflötur húss er 250 m² með bílageymslu. Heildarlóðargjöld eru kr.
14.887.402. Lóðargjöld eru annars vegar yfirtökugjöld og hins vegar gatnagerðargjöld.
Gatnagerðargjöld eru lágmarksgjöld og miðast við 700 m³. Ef byggt er umfram 700 m³
greiðast viðbótargatnagerðargjöld.
6. Austurkór 107 - Einbýlishús á einni hæð auk kjallara.
Um er að ræða lóð fyrir einbýlishús á einni hæð auk kjallara. Heimilaður hámarksgrunnflötur
húss er 400 fm. Heildarlóðargjöld eru kr. 14.887.402. Lóðargjöld eru annars vegar yfirtökugjöld
og hins vegar gatnagerðargjöld. Gatnagerðargjöld eru lágmarksgjöld og miðast við 700 m³. Ef
byggt er umfram 700 m³ greiðast viðbótargatnagerðargjöld.
7. Austurkór 113 - Einbýlishús á tveimur hæðum.
Um er að ræða lóð fyrir einbýlishús á tveimur hæðum. Heimilaður hámarksgrunnflötur húss er
400 fm. Heildarlóðargjöld eru kr. 14.887.402. Lóðargjöld eru annars vegar yfirtökugjöld og hins
vegar gatnagerðargjöld. Gatnagerðargjöld eru lágmarksgjöld og miðast við 700 m³. Ef byggt er
umfram 700 m³ greiðast viðbótargatnagerðargjöld.
Ofangreindar lóðir eru byggingarhæfar. Nánar verður kveðið á um afhendingu í úthlutunarbréfi.
Lóðargjöld eru bundin byggingarvísitölu og breytast með henni.
Úthlutunargögn ásamt umsóknareyðublöðum og úthlutunarreglum fást afhent hjá þjónustuborði Kópavogs,
Fannborg 2, 1. hæð, alla virka daga frá kl. 8-16:00. Úthlutunargögn fást afhent fyrir kr. 1000.
Umsóknum skal skilað á sama stað fyrir kl. 16:00 föstudaginn 8. ágúst n.k. Vakin er athygli á reglum
Kópavogsbæjar um úthlutun á byggingarétti fyrir íbúðarhúsnæði. Þá er jafnframt vakin sérstök athygli á því að
umsóknum einstaklinga um byggingarétt þarf að fylgja staðfesting banka eða lánastofnunar á greiðsluhæfi.
Fyrir umsækjendur einbýlishúsalóða kr. 35 milljónir. Fyrirtækjum ber að skila ársreikningi sínum fyrir árið 2007.
Yfirlýsing frá banka og lánastofnunar um greiðsluhæfi og lánamöguleika umsækjenda skal vera án fyrirvara.
Æskilegt er að umsækjendur leggi inn skattframtal.
Bæjarstjórinn í Kópavogi.
Kópavogsbær
Úthlutun á byggingarétti
Vegna mistaka við birtingu eftirfarandi auglýsingar komu fram rangar dagsetningar í henni síðastliðinn
sunnudag. Leiðrétt auglýsing er því birt hér með, og um leið er beðist velvirðingar á mistökunum
GANGA.IS
Ungmennafélag Íslands