Morgunblaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
GUNNAR Birg-
isson skilur ekki hvers
vegna Samfylkingin í
leggst gegn því að
bjóða öryggisgæslu í
Kópavogi út til einka-
aðila. Hann segir enn
fremur að tillaga Sam-
fylkingarinnar um að
greiða sérstaklega fyrir viðbótar
stöðugildi lögreglumanns í Kópavogi
sé að „fara bakdyramegin að því að
færa verkefni ríkis á herðar sveit-
arfélögunum án þess að tekjur komi
á móti“. Auðvitað er þetta útúrsnún-
ingur hjá Gunnari, þessi tillaga okk-
ar var lögð fram sem viðbrögð við
tillögu meirihlutans. Illu heilli er það
réttlætanlegra að
greiða fyrir viðbót-
arstöðugildi lögreglu-
manns fremur en ör-
yggisvörð án allra
lögregluheimilda.
Gunnar bendir á góða
reynslu Seltirninga af
störfum öryggisvarðar
en ég vil benda Gunnari
á að Seltjarnarnes og
Kópavogur eru gjörólík
bæjarfélög. Kópavogur
telur nær 30.000 íbúa
en á Seltjarnanesi búa
um 4.500 manns á landfræðilega litlu
og afmörkuðu svæði. Þarna er ekki
líku saman að jafna og það sér það
hver maður að 6 klst. rúntur á sólar-
hring dugar skammt í stóru sveitar-
félagi eins og Kópavogi þar sem
byggð nær frá Kársnestá upp fyrir
Elliðavatn að Lækjarbotnum. Jafn-
framt fullyrðir Gunnar út í loftið að
afbrot í Kópavogi hafi aukist án þess
að hafa nokkur gögn í höndunum
máli sínu til stuðnings. Eldri göng
sýna hið gagnstæða.
Ég stend við það að hér er um að
ræða falskt öryggi og óþarfa pen-
ingaeyðslu. Líklega er bæjarstjóra
brugðið, því málið hefur snúist í
höndunum á honum. Formaður
Sambands íslenskra sveitarfélaga og
formaður Landssambands lögreglu-
manna hafa einnig efast um rétt-
mæti þessarar ákvörðunar meiri-
hlutans í Kópavogi.
Í greinargerð með tillögu meiri-
hlutans í bæjarráði voru helstu rök
þeirra fyrir þessari ákvörðun, versn-
andi löggæsla í Kópavogi. Þannig
eru þetta viðbrögð Framsóknar- og
Sjálfstæðisflokks við því að rík-
isvaldið stendur sig ekki í stikkinu.
Vond leið og varhugaverð og ekkert
síður til þess fallin „að færa verkefni
frá ríki til sveitarfélaga án fjárheim-
ilda“ eins og Gunnar orðar það.
Löggæsla er og á að verða áfram á
ábyrgð ríkisins. Ef löggæslu í land-
inu er ekki sinnt með viðunandi
hætti er það vissulega á þeirra
ábyrgð að bregðast við vandanum.
Það góða við þetta allt saman er þó
sú staðreynd að umræðunni hefur
verið hrundið af stað um fjársvelti
lögreglu og nauðsyn þess að bregð-
ast við nú þegar!
Falskt öryggi í Kópavogi
Guðríður Arn-
ardóttir skrifar um
löggæslu í Kópa-
vogi
Guðríður Arnardóttir
» Líklega er bæj-
arstjóra brugðið því
málið hefur snúist í
höndunum á honum.
Höfundur er oddviti Samfylking-
arinnar í Kópavogi.
Fremstir í atvinnufasteignum :: 590 7600
Þorlákur Ó. Einarsson Þórhildur Sandholt
lögg. fasteignasali lögfr. og lögg. fast.sali
storeign.is Fax 535 1009
Fasteignasala • Atvinnuhúsnæði • Lágmúli 7 • 108 Rvk
Klapparstígur 38
Býr veitingamaður í þér?
Til leigu/sölu, er fasteignin
Klapparstígur 38,
101 Reykjavík
Í húsinu hefur verið rekið
veitingahús um margra ára
bil með góðum árangri,
eigninni fylgir frábær útiað-
staða í yfirbyggðum garði og
íbúð/skrifstofur/starfsmannaaðstaða í risi hússins. Fasteignin
hefur öll verið endurnýjuð og nánast tilbúin til veitingarekstrar.
Eignin afhendist strax.
Frekari upplýsingar um fasteignina eru veittar í símum;
690-3031 og 897-4589, eða sola@xnet.is
EIGNARLÓÐIR TIL SÖLU - 5-6 Hektara spildur
Fyrir: Hestafólk - Sumarhús - Skógrækt - og allt
annað. Vegalengd frá Reykjavík ca. 90 mín. Landið
stendur við veginn í Landssveit.
Erum með í einkasölu mjög fallegt og áhugavert land
í Landssveit (út landi Heysholts). Um er að ræða
fimm stórar spildur sem fást keyptar sér eða allar
saman. Stærð landsins er um 26 hektarar og eru
fjórar spildur 5 hektarar og ein spilda 6 hektarar.
Landið er allt gróið og hólótt. Landið skiptist í hæðir
og lautir og býr því yfir skemmtilegum sjarma. Falleg
bæjarstæði. Einnig til sölu gott og gróið beitarland
ca. 30 he. úr sama landi sem hægt er að tengja
spildunum ef vill. Kjörið tækifæri fyrir t.d. hestafólk,
Skógrækt, heilsárshús og svo framvegis.
Rafmagn og heitt vatn við lóðarmörk. Vegur að
landi. Allar nánari upplýsingar veita sölumenn
Stórborgar.
MARBAKKABRAUT - EINBÝLI Á SJÁVARLÓÐ
Stórglæsilegt um 300 fm einbýlishús á sjávarlóð við
Marbakkabraut í Kópavogi. Einstök staðsetning með
óhindruðu útsýni yfir Fossvoginn. Húsið sem er á
pöllum skiptist m.a. í stofu, borðstofu, eldhús, fimm
herbergi, baðherbergi, snyrtingu , þvottahús og um 57
fm óinnréttað rými í kjallara. Af verönd er stígur
meðfram vesturhlið hússins niður á aðra verönd sem
snýr til vesturs. Þaðan er stígur gegnum garðinn niður
að sjó. Barnvænt umhverfi, leikskóli (Marbakki) í
göngufæri og Kársnesskóli í næsta nágrenni. Húsið
stendur innst í rólegum botnlanga. Verð 125 millj.
Laugavegi 170, 2. hæð • Opið virka daga kl. 9:00-17:00
Sími 552 1400 • Fax 552 1405 • www.fold.is • fold@fold.is
Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali
AUSTURVÖLLUR hefur lengi
verið heitur reitur í huga þjóð-
arinnar. Þar hefur fólk safnast
saman til að tjá skoðanir sínar á
ýmsum málum, til að fagna og á
góðviðrisdögum fyllist hann af
fólki sem ýmist gerir sér að góðu
kræsingar veitingahúsanna,
leggst í grasið með nesti, sólar
sig, les í bók eða leikur við hvern
sinn fingur. Það var löngu tíma-
bært að þar væri líka hægt að
setjast með fartölvu, skoða heim-
inn, senda tölvupóst, blogga eða
vinna að ritgerð.
Fyrir um tveimur árum var
samþykkt í borgarráði tillaga
Samfylkingarinnar um að kanna
leiðir til að koma á þráðlausu neti
yfir Reykjavík að hluta eða heild.
Þessi ágæta tillaga hafði því mið-
ur legið óhreyfð í tíð fyrsta meiri-
hluta kjörtímabilsins en þegar
Tjarnarkvartettinn tók við völd-
um var hugmyndin sett í farveg
og farið að kanna leiðir til að gera
hana að veruleika.
Það er ánægjulegt að sjá að
þessi góða hugmynd hefur fengið
að halda lífi hjá núverandi meiri-
hluta og vonandi mun hún ekki
einskorðast við heitan reit á Aust-
urvelli. Borgin okkar er full af fal-
legum sólríkum og skjólsælum
hornum, skotum, görðum og göt-
um þar sem er notalegt að tylla
sér og kíkja út um veraldarglugg-
ann.
Dofri Hermannsson
Heitur reitur
á Austurvelli
Höfundur er 1. varaborgarfulltrúi
Samfylkingarinnar.