Morgunblaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jónína Frið-finnsdóttir fæddist í Reykjavík 8. desember 1940. Hún lést á Landspít- alanum við Hring- braut 11. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Sigríð- ur Elíasdóttir úr Reykjavík, f. 13.10. 1912, d. 26.9. 1981 og Friðfinnur Árna- son frá Akureyri, f. 5.9. 1915, d. 30.8. 1999. Systur Jónínu eru Sigríður Dröfn, f. 21.3. 1946, d. 11.5. 2000 og Jóhanna, f. 3.9. 1947. Eiginmaður Jónínu er Hall- grímur Þorsteinsson. Börn þeirra eru: a) Friðfinnur, f. í Vestmanna- eyjum 8.6 1962. Dóttir hans Anna Lára f 30.8. 1984, sambýlismaður Jón Marz Eiríksson, f. 5.7. 1980, sonur þeirra Eiríkur, f. 29.5. 2006. b) Halla, f. í Reykjavík 22.4. 1968, gift Birgi G. Magnússyni, f. 2.12. 1966. Dætur þeirra Júlíana, f. 3.11. 1992, Jónína, f. 3.11. 1992 og Vigdís, f. 14.11. 1999. c) Þorsteinn, f. í Reykjavík 12.1. 1972, kvæntur Ástu Laufeyju Aðalsteinsdóttur, f. lagsstörfum sem lutu að starfi hennar, var í forustusveit um stofnun Félags kennara á skóla- bókasöfnum. Sat þar í stjórn og var formaður félagsins í mörg ár. Hún var forustukona um stofnun IBBY á Íslandi, (félags um barna- bókmenntir) og var í fyrstu stjórn og formaður félagsins um árabil. Þá sat hún í stjórn Samtaka nor- rænna skólasafnskennara um nokkura ára skeið. Hún var kenn- ari við Barnaskólann á Akranesi 1963, Öldutúnsskóla í Hafnarfirði frá 1965 og var þar kennari í 23 ár. Auk þess kenndi hún við Digra- nesskóla og Snælandsskóla til árs- ins 1998. Þennan tíma starfaði hún lengst af sem skólasafnskennari. Jafnframt kennslu starfaði hún á Fræðsluskrifstofu Reykjaness sem kennsluráðgjafi og eftir að Fræðsluskrifstofa Reykjaness var lögð niður hóf hún störf hjá Fræðsluskrifstofu Reykjanes- bæjar sem kennsluráðgjafi og starfaði þar í rúm tíu ár eða þar til yfir lauk. Jónína var mikil áhugakona um golfíþróttina og var félagi í Golf- klúbbi Oddfellowa og Golfklúbbn- um Oddi og var í stjórn Odds um tíma. Jónína var einnig félagi í Oddfellowreglunni. Útför Jónínu fór fram frá Foss- vogskirkju 17. júlí, í kyrrþey að ósk hinnar látnu. 1.4. 1973. Synir þeirra Hallgrímur, f. 25.8. 1998, Benedikt, f. 10.1. 2002 og Aðal- steinn, f. 17.12. 2005. Jónína fæddist í Reykjavík og bjó þar fyrstu árin. Árið 1945 flutti fjölskyld- an til Þórshafnar á Langanesi og þaðan til Akureyrar í heimabyggð Frið- finns, föður Jónínu, árið 1947. Hún gekk í barnaskóla á Akur- eyri og í Glerárþorpi. Hún gekk síðan í Menntaskólann á Akureyri og brautskráðist þaðan sem stúd- ent 1960. Jónína lauk kennara- prófi frá Kennaraskóla Íslands 1963 og í BA gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði frá Háskóla Ís- lands árið 1983. Hún stundaði nám við Kennaraháskóla í Kaupmanna- höfn 1990. Hún sótti ótal nám- skeið, sem viðkomu störfum henn- ar og áhugamálum í ýmsum kennslu og fræðsluefnum. Hún helt fyrirlestra og stjórnaði nám- skeiðum, gaf út og skrifaði fræðsluefni með öðrum og á eigin vegum. Jónína var mjög virk í fé- Jónína Friðfinnsdóttir tengda- móðir mín er látin, eftir langa og stranga baráttu við krabbamein. Ég man vel þegar ég kynntist henni fyrst, en það var fyrir rúmum 20 ár- um, þegar við Halla urðum par og fórum að búa saman. Jóna tók mér vel frá fyrsta degi og fannst það ekk- ert tiltökumál að ég flytti fljótlega inn á einkadótturina. Allar götur síð- an höfum við verið góðir vinir og hún reynst mér vel. Jóna eignaðist alls sjö barnabörn og eitt barnabarnabarn. Hún var nú- tímaleg amma og var á fullu í vinnu og áhugamálum en fylgdist alltaf vel með sínu fólki. Fyrir um 15 árum tók hún golfbakteríuna og eftir það var ekki aftur snúið. Þau Halli hafa skemmt sér vel saman í golfinu allt frá fyrsta höggi. Sumarbústaðurinn þeirra í Skorradal var vinsæll við- komustaður og gaman að heimsækja þau þangað. Þar áttum við margar góðar stundir fjölskyldan saman. Jóna var alltaf pólitísk og hafði sterkar og ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum. Hún veiktist fyrst fyrir um 8 árum síðan en lagði síður en svo árar í bát. Hún barðist við veikindi sín af æðruleysi og hafði Halla með sér í hverju skrefi. Und- anfarin ár hafa skipst á skin og skúr- ir en henni tókst þrátt fyrir allt að taka virkan þátt í fjölskyldulífinu öllu, fylgdist með barnabörnunum stækka og þroskast, var í vinnu og sinnti áhugamálum sínum. Hún ferð- aðist mikið og skemmtilegast af öllu fannst henni að fara í golfferðir með Halla, vinum sínum og félögum. Ég veit hún var þakklát fyrir þennan tíma. Hún hélt alltaf í vonina og ræddi aldrei mikið um veikindi sín. Nú þegar komið er að leiðarlokum minnist ég Jónu með hlýhug og þakklæti. Blessuð sé minning henn- ar. Birgir. Elsku Jóna er búin að kveðja okk- ur. Ég hitti Jónu fyrst fyrir rúmum 16 árum eftir að hafa vanið komur mínar í kjallarann til Steina í nokkr- ar vikur. Steina fannst tilvalið að ég hitti mömmu sína þar sem ég var nýbúin að hitta pabba hans í fyrsta sinn. Það sem ég man helst eftir er hvaða skóm ég var í (svörtum reim- uðum með hælum), því ég horfði nið- ur á þá nánast allan tímann, full af feimni og hálfgerðri hræðslu. Steini sagði: „Mamma, þetta er Ásta.“ Hún svaraði: „Já, ert það þú sem hefur verið að koma hingað undanfarnar vikur?“ Sem betur fer var það rétt því annars hefði samband okkar Steina kannski ekki orðið lengra. Fyrstu mánuðina í sambandi okkar Steina var ég alltaf hálfhrædd við Jónu enda var hún mjög ákveðin kona og kannski ekkert tilbúin að bjóða hverjum sem var inn í fjöl- skylduna. Smátt og smátt hleypti hún mér þó inn og áður en langt um leið urðum við bestu vinkonur. Ég man sérstaklega eftir fimmtudags- kvöldunum okkar saman þegar Hall- grímur var á Oddfellow-fundum og Steini á æfingum. Þá keypti ég alltaf Fresca og Prins póló og við horfðum saman á sjónvarpssápuna Sisters. Stærstan hluta þessara 16 ára höf- um við Steini annaðhvort búið í sama húsi og Jóna og Hallgrímur eða mjög nálægt svo samskiptin voru mjög náin. Jóna var naglasúpusnill- ingur og á háskólaárunum þegar við komum oft upp til að sníkja mat, banhungruð, var sama þótt þau hefðu alls ekki átt von á okkur, Jónu tókst að gera ýsuflakið sem var ætl- að þeim hjónunum, að veislumáltíð handa okkur öllum. Það var líka fátt betra en að vakna á jóladagsmorgun við jólalög Ellýjar og Vilhjálms og koma upp í heitt súkkulaði og kökur. Eftir að strákarnir fæddust tók Jóna virkan þátt í að undirbúa þá fyrir lestur og skólagöngu og kom mjög oft með bækur, spil og verkefni handa þeim í tengslum við það. Hún var mikill listamaður og við hlógum oft að því þegar hún kom heim og sýndi okkur nýjustu ástríðu sína, hvort sem það var slæðumálun, postulínsmálun, bútasaumur eða kertagerð, og allt lék þetta í hönd- unum á henni. Hún var einstök kona og það er erfitt að hugsa til þess að næsti ju- lefrokost, laufabrauðsgerð og fjöl- skylduferðir til útlanda verði án hennar. Ástar- og saknaðarkveðjur, Ásta Laufey. „Mikið er hún flott konan hans Halla,“ fór í gegnum huga 13 ára ná- granna við Langholtsveg um leið og hún horfði lyst sína á þessa glæsi- legu konu með heimsborgarastílinn ganga niður tröppurnar á 31. Ekki löngu seinna fréttist að konan hans Halla væri ekki einungis að norðan heldur einnig stúdent og var haldið að hún færi utan til að sinna áhuga- málum sínum, jafnvel án Halla. Það örlaði á samúð. Slíkt þekktist ekki í Kleppsholtinu á 7. áratugnum. Eig- inkonur fylgdu mönnum sínum eða sátu heima ella. Koma Jónínu á svið- ið var sem ferskur blær fyrir ung- lingsstelpuna, fulltrúi þess að konur gætu stigið sömu skref og karlmenn fyrir sjálfa sig í lífinu og átt svo í þokkabót fallegan og góðan mann eins og Halla. Árin liðu. Jónína var ekki bara stúdent lengur heldur kennari og bókasafnsfræðingur. Hún hafði brennandi áhuga á lestri barna og beitti sér á þeim vettvangi, m.a. átti hún þátt í stofnun Íslandsdeildar IBBY árið 1985 og starfaði lengi í stjórn samtakanna, bæði sem for- maður og meðstjórnandi. Til fjölda ára starfaði hún sem kennsluráð- gjafi, fyrst á Fræðsluskrifstofu Reykjaness og síðar við Skólaskrif- stofu Reykjanesbæjar. Leiðir okkar lágu saman af og til vegna starfa okkar að kennslumál- um almennt en síðari árin vegna sameiginlegs áhuga á lestrarmálum. Þá kynntist ég ekki einungis hinni glæsilegu heimskonu, heldur einnig þessari greindu, skynsömu, hlátur- mildu og glaðværu konu sem Jónína var. Hún fylgdist vel með nýjungum og framförum á sínu sviði og var ódeig við að leita góðra hugmynda sem gætu bætt íslenskt skólastarf. Meðal annars stóð hún fyrir þýðingu og staðfærslu skimunarprófa fyrir nemendur í 1. og 2. bekk. Þegar við- horf um lesþroska (reading read- iness) voru lögð til hliðar og sjón- armið „emergent literacy“ orðin allsráðandi, kom hún, eftir því sem ég best veit, með þetta fallega orð „bernskulæsi“ inn í tungumálið. Við urðum einnig samverkamenn. Hún kom til Akureyrar og kenndi við góðan orðstír norðlenskum kenn- urum um læsi og skimun hjá yngri börnum og saman unnum við vetr- arlangt að lesskilningsmálum í skól- um á Reykjanesi. Veikindi Jónínu hófust á sama tíma og Dröfn systir hennar lést af völdum krabbameins. Hún og Halli og börnin þeirra hafa því haft þenn- an óboðna gest um talsverða tíma. Stundum voru hlé milli stríða hvað veikindin áhrærði, en lengst af hélt Jónína ótrauð áfram að leggja kenn- urum lið varðandi lestur. Þegar hún féll frá var hún í miðju kafi með vinnufélögum sínum að kynna sér nýja erlenda kennsluaðferð í lestri með það í huga að gera hana að- gengilega fyrir skóla. Ég sakna Jónínu, ekki einungis núna heldur einnig áður. Það var of langt á milli okkar landfræðilega. Við ræddum af og til í síma til að viðra hugsanir okkar og fá á þær endurspeglun. Þessi samtöl voru of fá, við fundum það báðar. Þegar ég sá Jónínu síðast var hún vissulega veik, en hún var með glampa í auga og stutt í spaugið og lágan hláturinn. Innilegar samúðarkveðjur til Halla, barna og þeirra fjölskyldna. Blessuð sé minning Jónínu. Rósa Eggertsdóttir. Við fráfall Jónínu Friðfinnsdóttur viljum við minnast hennar sem góðr- ar vinkonu og samstarfskonu í Snæ- landsskóla, en einnig sem lærimeist- ara okkar og frumkvöðuls í kennslu á skólasöfnum. Jónína hóf störf á skólasafni Snælandsskóla haustið 1986. Hún kom með ótal hugmyndir inn í skólastarfið um það hvernig virkja skyldi nemendur til lestrar og lagði ríka áherslu á samvinnu heim- ila og skóla í þeim málum. Hún viðaði að sér víðtækri þekkingu, sótti ráðstefnur og námskeið heima og er- lendis, og þessari þekkingu miðlaði hún áfram. Í hennar huga var ekkert ómögulegt eða óframkvæmanlegt, hvort sem var að hanna tölvukerfi fyrir skólasöfn, semja námsefni í safnkennslu eða halda námskeið og fundi fyrir foreldra og kennara. Hún lagði grunn að fjölmörgum lestrar- hvetjandi verkefnum sem eru notuð víða í skólum landsins og þar kom hugmyndaauðgi hennar og brenn- andi áhugi best í ljós. Við nutum góðs af þekkingu hennar og víðsýni og því viðhorfi að skólasafn sé lifandi menningarmiðstöð í skólanum, og ekki má gleyma öllum gögnunum sem hún miðlaði svo fúslega til okk- ar. Eftir að samstarfi lauk héldum við góðu sambandi og hittumst reglulega. Hún hvatti okkur áfram í starfi á allan hátt, og sýndi jafnframt hlýju og væntumþykju í garð okkar og fjölskyldna okkar. Fyrir allt þetta viljum við þakka og heiðra minningu hennar. Hallgrími og fjölskyldunni send- um við innilegar samúðarkveðjur. Guðmunda Hrönn Guðlaugsdóttir, Þóra Sjöfn Guðmundsdóttir. Okkar kæra samstarfskona Jón- ína Friðfinnsdóttir lést 11. júlí sl. Hún hafði átt við erfið veikindi að stríða síðustu árin en barðist af miklu hugrekki allt til hinsta dags. Jónína kom til starfa á Fræðslu- skrifstofu Reykjanesbæjar sem kennsluráðgjafi í janúar 1998. Henn- ar sérsvið var lestrar- og móðurmálskennsla og átti hún drjúgan þátt í mörgum af þeim verk- efnum sem unnin hafa verið undan- farin ár á Fræðsluskrifstofunni. Hún var áhugasöm og drífandi fagmaður allt fram á síðasta starfsdag, sífellt leitandi og hvetjandi til umbóta í skólastarfi. Jónína var stöðugt að leita að nýju efni, las mikið og aflaði gagna sem hún miðlaði til annarra. Jónína var frumkvöðull að lestrar- verkefninu „Lestrarmenning í Reykjanesbæ“. Í vor tók Jónína á móti styrk úr Manngildissjóði sem ætlað er til að vinna nýtt verkefni varðandi lestrarkennslu. Þá átti Jón- ína einnig hugmyndina að verkefn- inu „Lesum saman, það er gaman“ Jónína Friðfinnsdóttir Hetja er fallin frá. Mamma er dáin, í mínum augum var hún ofurhetja. Takk fyrir lífið, uppeldið, takk fyrir að vera fyrirmynd okkar, takk fyrir að sýna okkur hvernig á að taka á mótlæti, hvernig á að taka sigrum og ósigrum, takk fyr- ir að sýna okkur sannan bar- áttuanda. Hvíl í friði mamma, þú átt það skilið. Þorsteinn Hallgrímsson. HINSTA KVEÐJA Elsku Nína tengdó. Ég veit ekki hvað ég á að skrifa en það fyrsta sem kemur upp í huga minn er þegar þú keyrðir Maggý fyrir utan Sogaveginn á bláa Lettanum og flautaðir og kallaðir Nonni minn, Nonni minn og Maggý roðnaði mik- ið. Jónína Guðmundsdóttir ✝ Jónína Guð-mundsdóttir fæddist 1. október 1942. Hún lést á heimili sínu 3. júlí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 14. júlí. Það var mikið hlegið að þessu eftir á. Ég man að mér var alltaf tekið vel í Rjúpufell- inu. Og þú treystir mér fyrir henni Maggý þinni, að hugsa vel um hana, eins og ég gerði. Ég gat nú hrellt þig og það fannst þér nú gaman og hann Sigurgeir gat slegið á létta strengi og gantast með mér þangað til þú sagðir Sigurgeir, ekki þessi læti, ég er að horfa á sjónvarpið – og þá var hlegið. Ég vil þakka þér fyrir góða ferð til Lanzarote, það var mjög gaman að vera öll saman. Takk fyrir Hamingjusamur og skemmtilegur, stríð- inn og sterkur, fynd- inn og góður. Þetta er það sem kemur upp í hugann þegar við hugsum til þín, elsku Lalli. Alltaf varstu tilbúinn að passa okkur systur og leika við okkur. Það var margt sem kom upp þegar við fórum að rifja upp góðar minningar Lárus Stefán Þráinsson ✝ Lárus StefánÞráinsson fædd- ist á Akureyri 30. maí 1987. Hann lést 21. júní síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 3. júlí. eins og þegar við hjálpuðum þér að kitla Kristján þangað til hann og við öll velt- umst um af hlátri. Hvernig þú dróst okk- ur á teppinu um alla íbúð svo það var eins og við værum á fljúg- andi teppi. Einnig er okkur mjög minnis- stæð helgin í Þjórsár- dal þar sem þú varst okkar einkabílstjóri og farartækið voru hjól- börur. Þá hljópstu með okkur hlæjandi og skríkjandi um allan dalinn í börunum. Í þessari sömu ferð fórum við með ykkur bræðrum á gúmmíbát niður á sem var sko engin smá svaðilför og þá þótti okkur nú eins gott að hafa stóra frænda með í för til að passa upp á okkur. Þessi helgi er okkur systrum ógleymanleg og leita á hugann núna ásamt svo mörgu öðru þegar við sitj- um hér með mömmu til að skrifa nokkrar línur til að segja þér hve mikið við söknum þín og hvað þú varst okkur mikilvægur frændi. Við vitum að þú ert á góðum stað og að Guð og allir englarnir á himnum taka vel á móti þér. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Tvíbökurnar þínar, Tinna og Tanja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.