Morgunblaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 56
56 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ VEFSÍÐA VIKUNNAR » WWW.BANKSY.CO.UK Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is NÚ ÞEGAR umræðan um kosti og galla veggjakrotsins stendur hvað hæst er vel við hæfi að vefsíða vik- unnar sé vefur listamannsins Banksy. Óhætt er að kalla Banksy þekkt- asta iðkanda þessa umdeilda list- forms og raunar er hann með þekkt- ari samtímalistamönnum því jafnvel þeir sem ekkert þykjast vita um veggjakrot kannast við sum fræg- ustu verk Banksy þegar þeir sjá þau. Magnað myndmál Banksy er ekki þekktur fyrir eignaspjöll og skemmdarverk heldur fyrir listrænt innsæi og boðskap. Honum liggur eitthvað á hjarta og notar vandað myndmál til að koma skilaboðum sínum á framfæri, og við nánari umhugsun sést að þessi list Banksy og boðskapur á einmitt hvergi eins vel heima og á veggjum í alfaraleið. Innrömmuð og lokuð inni á safni væru verkin orðin bitlaus. List Banksy hittir svo rækilega í mark að íbúar í húsum og hverfum þar sem hann hefur málað verk sín bregðast ókvæða við þegar pólitík- usar og hreinsunardeildir fara að gera sig líkleg til að mála yfir listina. List Banksy er svo góð að hún stenst hina afdráttarlausu og óaft- urtæku gagnrýni málningarrúll- unnar og listrýnendur tala um tuga eða hundruða milljóna tjón á þeim fáu stöðum þar sem krot Banksy hefur verið hreinsað upp. Banksy, sem enginn veit með vissu hver er, hefur komið sér upp vefsíðu á slóðinni www.banksy.co.uk og er þar hægt að sjá ljósmyndir af verkum listamannsins. Kannski best af öllu, og mest í anda listamannsins, er „búðin“ þar sem Banksy býður hverjum sem er að sækja sér myndverk sem hann hefur unnið og gera við eins og sýn- ist. Þannig geta þeir sem vilja eiga Banksy-bol einfaldlega skreytt bol- ina sjálfir. Þeim sem þykir vinnubás- inn helst til líflaus geta prentað út eitt stykki róttækt ádeiluverk, svona til að hrista aðeins upp í stofn- anakúltúrnum. Prentaðu listaverkin heima Skýr skilaboð Verk Banksy einkennast flest af miklum húmor og skarpri ádeilu sem beinist jafnt að háum sem lágum. NÚ á næstunni kemur út á ensku teikni- myndasaga byggð á Meist- aranum og Margarítu eftir rússneska rit- höfundinn Mikaíl Búlga- kov. Það eru þau Andrzej Klimowski og Danusia Schej- bal sem teikna söguna, en bæði eiga ættir að rekja til Póllands, þótt Schejbal sé fædd í Bretlandi. Lítið er vitað um verkið enn sem komið er, en þó það að Moskvusen- urnar verða teiknaðar í svart-hvítu á meðan Biblíusenurnar verða teiknaðar í lit, eitthvað sem var raunar einnig gert í nýlegum rúss- neskum sjónvarpsþáttum upp úr sögunni. Það er Schejbal, sem hef- ur unnið mikið í leikhúsi auk þess að stunda myndlist, sem teiknar litasenurnar. Klimowski teiknar hins vegar Moskvu-hlutann svart- hvíta. Hann er hvað frægastur fyr- ir ýmsar bókakápur sem og ófá bíómyndaveggspjöld, því ólíkt flest- um öðrum þjóðum hafa Pólverjar sjaldnast látið sér nægja ameríska veggspjaldið með Hollywood- myndum þegar þeir geta búið til sitt eigið, þótt þessi vegg- spjaldagerð virðist þó nú því miður vera deyjandi listgrein. asgeirhi@mbl.is Meistarinn og myndasagan Meistarinn og Margaríta Pólskir listamenn færa bók- menntastórvirkið í myndasögubúning. Þekktasta skáldsaga Mikhails Búlgakov gefin út í teiknimyndasöguformi / ÁLFABAKKA HANCOCK kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára WANTED kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára WANTED kl. 2 LÚXUS VIP B.i. 16 ára THE CHRONICLES OF NARNIA 2 kl. 2 - 5 B.i.12 ára DECEPTION kl. 3:30 - 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára MAMMA MÍA kl. 1:30-3:40-5:40D-8D-10:20D LEYFÐ DIGITAL MAMMA MÍA kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ LÚXUS VIP KUNG FU PANDA m/íslensku tali kl. 1:30D - 3:40D - 6 LEYFÐ DIGITAL KUNG FU PANDA m/ensku tali kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI eeee Yfirburða snilldarleg bresk- bandarísk gaman-, söng- og dansræma byggð á svellandi ABBA-lögum, frábærlega fjörug, fyndin, fjölskrúðug og kynþokkafull. - Ó.H.T, Rás 2 eee “Hressir leikarar, skemmtilegur fílingur og meiriháttar tónlist!” - T.V. - Kvikmyndir.is Það er heill heimur inni í honum sem heldur honum gangandi SÝND Í KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK eee - L.I.B, Topp5.is/FBL VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI SPARBÍÓ 550kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMB STÓRLEIKARARNIR HUGH JACKMAN OG EWAN MCGREGOR FARA HAMFÖRUM Í BESTA ÞRILLER SUMARSINS. / KRINGLUNNI DECEPTION kl. 8:10 - 10:30 B.i. 14 ára MEET DAVE kl. 2 - 4 - 6 B.i. 7 ára WANTED kl. 8D - 10:20D B.i. 16 ára DIGITAL KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 2D - 4D - 6D LEYFÐ DIGITAL CHRONICLES OF NARNIA kl. 2 - 5 B.i. 7 ára INDIANA JONES 4 kl. 8 B.i. 12 ára THE BANK JOB kl. 10:20 B.i. 16 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.