Morgunblaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ Það var hátíðarsvipur á fólkinusem streymdi í Selfosskirkjulaugardaginn 12. júlí til þess að vera viðstatt brúðkaup Ingu Láru Sigurjónsdóttur og Njáls Mýrdal Árnasonar sem þar voru gefin sam- an af séra Guðbjörgu Jóhannsdóttur klukkan 14.00. „Við vorum búin að undirbúa brúðkaupið frá síðasta hausti. Við ákváðum í október sl. að gifta okk- ur,“ segir Inga Lára sem ásamt manni sínum er nú flogin út Parísar, borgar ástarinnar. En hvers vegna sumarbrúðkaup? „Við vildum hafa útimyndatöku en það gekk ekki upp vegna rigningar,“ segir Inga Lára. „Við vildum ekki gifta okkur í vetrarkulda heldur í sumarhlýjunni. Auðvitað var frekar leiðinlegt að það skyldi vera rigning en við bjuggum til myndastúdíó á Hótel Selfossi þar sem veislan var haldin og myndatak- an fór þar fram fyrir framan arineld. Við báðum um að kveikt væri upp í arninum af þessu tilefni. Það voru um 95 manns í veislunni í veislusalnum á Hótel Selfossi. Við buðum gestum okkar upp á kaffi- veitingar, brauðtertur og kökur, hót- elið sá um veitingarnar og þjón- ustuna. Við vorum bæði hjónin skírð í Sel- fosskirkju og þess vegna ákváðum við að gifta okkur þar þó við búum í Reykjavík. Við eigum eina 17 mán- aða stelpu sem heitir Emilía Björk. Hún var hringaberi en það gekk nú fremur brösuglega, hún komst upp í tröppurnar að altarinu en þá datt hún en það var allt í lagi. Hringarnir voru á púða í körfu og það var að- stoðarbrúðarmær, ellefu ára gömul, sem tók við og kom með hringana. Presturinn sagði meðal annars frá því að við værum bæði skírð í þess- ari kirkju og einnig að afi minn, Bjarni Pálsson arkitekt, hefði teikn- að hana á sínum tíma. Þetta var mjög hefðbundið brúð- kaup eins og það gerist nú. Við leigð- um brúðarkjól og smóking hjá Brúð- arleigu Dóru og bíllinn, limósína frá Selfossi, var skreyttur íslenska fánanum, kirkju- bekkirnir voru skreyttir rauðum blómum – rautt var þema brúðkaupsins. Rautt er jú litur ást- arinnar. Við snædd- um brúðkaupsverð á Hótel Selfossi og gistum svo brúð- kaupsnóttina í svítu þar. Daginn eftir fór- um við svo í spa og nudd á hótelinu áður en við fórum heim til okkar. Við hjónin kynntumst raunar í brúðkaupi árið 2002 í Vest- mannaeyjum en höfðum vitað hvort af öðru áður. Það hljóp alvara í spilið í mars 2003 og nú erum við sem sagt gift og brúðkaupsferðin til Parísar á að standa í 8 daga.“ Brúðhjónin bæði skírð í Selfosskirkju Rautt var þemalitur brúðkaups þeirra Ingu Láru Sigurjónsdóttur og Njáls Mýrdal Árnasonar sem fram fór í Selfoss- kirkju síðustu helgi – en afi brúðarinnar teiknaði kirkjuna og þar voru brúðhjónin bæði skírð. Brúðhjón Þau Inga Lára og Njáll Mýrdal með litlu dóttur sína sem var hringaberi við brúðkaupið. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Selfosskirkja Var vígð 1956, teiknuð af Bjarna Pálssyni, byggingarfulltrúa á Selfossi, afa brúð- arinnar. Séra Guðbjörg Jóhannsdóttirer settur sóknarprestur áSelfossi um þessar mundir. Hún hefur áður þjónað á lands- byggðinni, var prestur á Sauð- árkróki í níu ár. Skyldi henni finnast brúðkaup hér syðra ólík brúðkaupum norðanlands? „Nei, ekki svo mjög. Þau eru svipuð en umstangið er kannski örlítið meira hér fyrir sunnan. En þá er ég að tala um Reykjavík fremur en Selfoss,“ segir séra Guðbjörg. En eru sumarbrúðkaup algeng- ari á landsbyggðinni en á höf- uðborgarsvæðinu? „Sumarbrúðkaup eru mun al- gengari en brúðkaup að vetri. Fólk giftir sig helst á laug- ardögum um allt land. Í fyrra voru afskaplega margir sem giftu sig sjöunda júlí, helgarnar í júlí eru yfirleitt vinsælar til giftinga. Ég gifti flestar helgar yfir sum- artímann og þannig var það líka á Króknum. En þar er miklu færra fólk og giftingarnar í heild mun færri en hér.“ Leggur þú út af veðurfari í brúðkaupsræðum? „Ég geri það ekki, yfirleitt tala ég út frá ritningartexta og reyni að gera hverju sinni ræðu til við- komandi brúðhjóna.“ En hvað með gamla brúðkaups- siði? „Það er misjafnt hvort fólk vill fara eftir þeim eða ekki. Síðast þegar ég gifti var það sonur sem leiddi móður sína inn kirkjugólf- ið, hún var að giftast sambýlis- manni sínum til margra ára. Al- gengast er þó að feður leiði dætur sínar inn kirkjugólfið.“ Eru margir sem vilja gifta sig undir beru lofti? „Það er alltaf eitthvað um slík- ar giftingar en ég hef ekki gift undir beru lofti í sumar. Ég reyni að hvetja brúðhjón til að gifta sig í kirkju.“ Hvetur til kirkjuvígslna Prestur Séra Guðbjörg Jóhann- esdóttir er settur sóknarprestur á Selfossi um þessar mundir. Á RATUGUR er liðinn frá því að göngin undir Hvalfjörð voru tekin í notkun. Undirbúningur að gerð ganganna var langur og strangur. Æ ofan í æ töldu menn sig hafa hnýtt alla lausa hnúta, en þá hljóp snurða á þráðinn. Bankar hikuðu við fjármögnun og menn deildu um hvar ábyrgð á verkinu ætti að liggja. Atli Rúnar Halldórsson reifar söguna alla í nýútkominni bók, Und- ir kelduna. Í einum kafla hennar er upplýst, að formleg undirritun samninga um gerð ganganna var í raun sjónarspil, því samkomulag hafði ekki náðst. Undirskriftarathöfnin var á Hótel Sögu í Reykjavík 22. febrúar 1996. Svo skrifar Atli Rúnar (millifyr- irsagnir eru Morgunblaðsins): „Vitað var að lokatörnin yrði löng og strembin enda kæmu þar sam- tímis að verki ótal lögfræðingar og aðrir sérfræðingar af ýmsu tagi frá mörgum löndum. Einfalda skyldi því framkvæmdina með því að hóa öllu liðinu saman á Íslandi tveimur sólarhringum fyrir undirskrift samninga til að festa alla lausa enda málsins. Þetta gekk eftir og Hótel Saga var meira og minna undirlögð dag og nótt vegna Hvalfjarðarganga frá og með 20. febrúar. Það gekk í sjálfu sér vel að ljúka formsatriðum og samningarnir urðu alls 39, blað- síðurnar skiptu þúsundum og skjalahlaðinn vó á annað hundrað kíló. Þeir skiptu tugum lögfræðing- arnir og aðrir sem fara þurftu yfir texta og sjá til þess að allt væri þar með felldu. Sjóaðir lögmenn úr al- þjóðlegum samskiptum sögðust ekki fyrr hafa kynnst svo flóknum samn- ingum.“ Hver átti að taka áhættuna? Fulltrúar Enskilda Banken í Stokkhólmi töfðu málið þegar þeir fóru fram á ofurnákvæma sjóð- streymisspá. Þegar gerð hennar var lokið var enn eitt mál óafgreitt. Það varðaði kröfur sænska verktakans NCC og hótun um að höfða skaða- bótamál gegn Speli á þeim for- sendum að ríkisábyrgð upp á einn milljarð króna gjörbreytti for- sendum útboðsframkvæmdanna í Hvalfirði. Atli Rúnar ritar: „Þetta var óþægilegt mál í margvíslegum skilningi þó svo að flestir lögmenn, sem komu að samningum um göng- in, teldu að kröfur NCC væru reist- ar á hæpnum grunni. Spölur átti enga peninga og því ljóst að skaða- bætur myndu leika efnahagsreikn- ing félagsins grátt ef félagið yrði á annað borð dæmt til að greiða NCC skaðabætur. Einhver annar varð því að taka áhættuna á sig. Hver átti það svo að vera? Verktakinn Foss- virki? Bankarnir sem fjármögnuðu verkið á framkvæmdatímanum? Bandaríska líftryggingafélagið sem ætlaði að fjármagna göngin að framkvæmdum loknum? Erlendur [Magnússon] og aðrir ráðgjafar Spalar töldu sig vera með ráð í hendi um hvernig ætti að leysa hnútinn en um þá niðurstöðu náðist ekki samstaða. Á fundum mættust stálin stinn í þessu máli; einkum áttu þar hlut að máli fulltrúar sænska bankans annars vegar og bandaríska tryggingafélagsins hins vegar. Ómögulegt var að miðla mál- um hvernig sem reynt var og um- talsverð harka og stífni hljóp í menn við samningaborðið. Allir mættir á Sögu Tíminn leið og klukkan tifaði. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar og annað fyrirfólk tók að safnast sam- an í Súlnasal Hótels Sögu á til- settum tíma eftir hádegi 22. febrúar í tilefni hátíðlegrar undirskriftar samninga um göngin. Grændúkað langborð beið eftir að fulltrúar ís- lenskra stjórnvalda, Spalar, Foss- virkis og innlendra og erlendra banka og lífeyrissjóða settust þar til að skrifa undir. Spenna var í lofti í Súlnasalnum en þeir sem þar biðu vissu eðlilega ekki að öllu meiri spenna ríkti annars staðar í sölum hótelsins. Þar hvorki gekk né rak í þrefinu um ábyrgð gagnvart kröfum NCC. Á síðustu stundu eygðu menn von um að Enskilda Banken tæki ábyrgðina á sig en ekki varð af því. Erland Ringblom, framkvæmda- stjóri bankans, hringdi í sína menn í höfuðstöðvunum í Stokkhólmi, kom svo úr símanum og krafðist þess að fá tryggingu fyrir því að fjárkrafa NCC lenti ekki á bankanum. Þá tryggingu fékk hann ekki og allt sigldi í strand. Undirskriftarathöfnin átti upp- haflega að hefjast kl. 15:00 en ákveðið var að fresta henni og freista þess að leysa hnútinn; fyrst um hálftíma og svo um annan hálf- tíma og enn annan hálftíma. Allt kom fyrir ekki og góð ráð gerðust dýr sem svo oft áður í sögunni löngu um aðdraganda Hvalfjarðarganga. Gestir í Súlnasal voru sumir hverjir orðnir þreyttir á biðinni og jafnvel pirraðir. Á bak við tjöldin var ákveðið að láta slag standa og skrifa undir allt sem unnt væri að skrifa undir, einkum það sem sneri að stjórnvöldum Íslands. Þar með gætu ráðherrar ríkisstjórnarinnar að minnsta kosti gegnt skyldum sín- um við athöfnina, aðrir gestir upp- Leikrænir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.