Morgunblaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 29 Morgunblaðið/Eyþór Í Reykjavíkurbréfi fyrir viku var fjallað um nauðsyn þess að fara að huga að einkavæðingu í orkugeir- anum, ekki sízt til að greiða fyrir út- rás hans. Gífurlegir möguleikar fel- ast í útrás íslenzkra orkufyrirtækja. Opinbert eignarhald mun hins vegar þvælast fyrir þeim og samkrull op- inbers og einkarekstrar verða tilefni sífelldra uppákomna. Með einkavæð- ingu orkuframleiðslufyrirtækja má leysa mik- ið afl úr læðingi. En hvað með aðra einkavæðingu? Um einkavæðingu ríkisfyrirtækja er nánast ekkert rætt þessa dagana. Í stefnuskrá ríkisstjórn- arinnar stendur ekkert um hana. Fram- kvæmdanefnd um einkavæðingu skilaði fyrir síðustu áramót af sér skýrslu um árangur einkavæðingar á síðasta kjörtímabili; síðan hefur ekki heyrzt frá nefndinni. Er einkavæð- ingin búin? Hún hefur skilað miklum árangri og hagsbótum fyrir þjóðina. Getur verið að svo sé komið að enginn rekstur sem nú er á hönd- um ríkisins sé betur kominn hjá einkaaðilum? Nýtt upphaf í Bretlandi? Svipaðra spurninga er spurt annars staðar. Í Bretlandi kom nýlega út skýrsla á vegum The Adam Smith Institute, sem löngum hefur haft hugmyndalega forystu um einkavæðingu, þar sem spurt er hvort botninn sé dottinn úr einkavæðingarstefnunni í landinu, sem kalla má vöggu hennar. Höfundur skýrslunnar, Nig- el Hawkins, leggur til að nú verði nýjum krafti hleypt í einkavæðinguna í Bretlandi. Á meðal þeirra fyrirtækja, sem hann setur efst á listann yfir þau sem nú ætti að einka- væða, eru póstfyrirtækið Royal Mail og flug- umferðarstjórnarfyrirtækið NATS, sem er að hluta sambærilegt við Flugstoðir hér á landi. Þar á brezka ríkið raunar aðeins 49% hlut; flugfélög og starfsmenn keyptu meirihluta í fyrirtækinu fyrir nokkrum árum. Í skýrslu Hawkins er einnig rifjuð upp einkavæðing BAA, British Airport Authority, sem nú rekur sjö stóra flugvelli á Bretlandi og er í útrás víða um heim. Er ríkisrekstur í þessum atvinnugreinum ekki jafnframt nokkuð, sem mætti endurskoða hér á landi? Bæði í póstþjónustu og flugvall- arekstri er einkavæðing komin á fleygiferð í mörgum ríkjum. Í flugumsjóninni hafa Bretar gengið einna lengst með sölu meirihluta í gamla ríkisfyrirtækinu. Ýmis önnur ríki hafa hins vegar breytt gömlum ríkisstofnunum á sviði flugumsjónar í hlutafélög til að ýta undir hagræðingu i rekstri og styrkja þær í al- þjóðlegri samkeppni. Lengi hefur staðið til að selja þrjá fjórðu hluta í þýzku flugumsjóninni, DFS, sem gerð var að hlutafélagi fyrir all- löngu, en stjórnskipulegar flækjur hafa staðið í vegi fyrir því. Íslandspóstur: Liggur beint við Einkavæðing Íslandspósts hf. liggur einna beinast við. Víða í Evrópu hafa gömul ríkisfyr- irtæki á sviði póstdreifingar verið einkavædd. Meira að segja í Frakklandi er nú til umræðu að selja 20-30% hlutafjár í La Poste, eins og fram kom hér í blaðinu í síðustu viku. Hér á landi var pósturinn einu sinni rekinn í sömu stofnun og síminn, en skilið var á milli árið 1998 og stofnuð sérstök hlutafélög um póst og síma. Síminn hefur verið einkavæddur með glæsilegum árangri. Skattgreiðendur högnuðust um tugi milljarða króna, við- skiptavinir hafa fengið betri þjónustu og lægra verð og samkeppni á fjarskiptamarkaðnum er lífleg. En hvað með litla bróður, Póstinn? Gengið hefur hægar að afnema einkarétt á póstþjónustu en á fjarskiptaþjónustu. Það var ekki fyrr en nýlega að gildi tóku Evrópu- reglur, sem kveða á um að einkaréttur ríkisins til að bera út bréf sem eru 50 grömm eða létt- ari verði afnuminn. Það gerist árið 2011. Eftir það mun Íslandspóstur hf. starfa alfarið á sam- keppnismarkaði. Hann á nú þegar öfluga keppinauta og fer Pósthúsið þar fremst í flokki. Auðvitað er ekki nokkur ástæða fyrir ríkið til að standa í samkeppnisrekstri á þessu sviði frekar en öðrum. Fyrir tveimur árum vakti athygli að Ís- landspóstur keypti prentfyrirtækið Samskipti. Mörgum þótti skjóta skökku við að hálfum öðrum áratug eftir að Ríkisprentsmiðjan Gutenberg var einkavædd, skyldi fyrirtæki í eigu ríkisins kaupa einkarekna prentsmiðju. Fyrirtækið hefur ennfremur farið í harða sam- keppni við einkareknar verzlanir í t.d. sölu rit- fanga. Við þessu væri ekkert að segja ef búið væri að lýsa því yfir að það ætti að einkavæða Íslandspóst; þá mætti líta á starfsemi af þessu tagi sem undirbúning einkavæðingar. En á meðan engin pólitísk ákvörðun hefur verið tek- in um slíkt, er mjög hæpið að ríkisfyrirtæki fari þannig í beina samkeppni við einkaaðila. Í orðaskiptum, sem urðu af þessu tilefni á Alþingi milli Sigurðar Kára Kristjánssonar al- þingismanns Sjálfstæðisflokksins og Kristjáns Möller samgönguráðherra kom sá síðarnefndi sér hjá því að ræða nokkuð um áform um einkavæðingu Íslandspósts. Það fer hins vegar að verða brýnt að taka afstöðu til málsins, ekki sízt vegna afnáms einkaréttarins. Í viðskiptafréttum Morgunblaðsins í síðustu viku var fjallað um undirbúning póstfyrirtækj- anna fyrir afnám einkaréttarins. Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts, sagði þar að fyrirtækið teldi að afnema mætti einkarétt- inn fyrr hér á landi, en hafa yrði í huga að hon- um fylgdi alþjónustukvöð. Hún felur í sér skyldu Íslandspósts til að safna og dreifa pósti fimm daga vikunnar um allt land. Einkavæddur Íslandspóstur myndi vafa- laust áfram bera alþjónustukvöð, rétt eins og Síminn gerir. Hins vegar yrði þá að búa svo um hnútana að fyrirtæki, sem tæki á sig slíka kvöð, fengi greiðslur úr ríkissjóði fyrir að sinna alþjónustu þar sem slíkt er ekki hag- kvæmt. Ætla má að einnig verði að endur- skoða alþjónustukvöðina í ljósi tækniþróunar. Tölvupóstur hefur leyst hefðbundinn bréfa- póst af hólmi í sívaxandi mæli. Hvaða vit er í því að gera kröfu til þess í einu net- og tölvu- væddasta landi í heimi að póstfyrirtæki beri út póst á hverjum virkum degi, alls staðar á land- inu? Kastrup – af hverju ekki Keflavík? Víða um heim hafa stórir flugvellir verið einka- væddir. Hér að framan var einkavæðing BAA í Bretlandi nefnd, en margir aðrir flugvellir hafa verið seldir einkaaðilum. Nærtækasta dæmið fyrir Íslendinga er Kaupmannahafnar- flugvöllur í Kastrup. Rökin fyrir því að einkavæða flugvelli hafa verið, auk fjáröflunar fyrir ríkissjóði, að bæta rekstur og þjónustu og fjármögnun nýfram- kvæmda. Ríkisreknir flugvellir hafa iðulega haft lítinn hvata til að ráðast í dýrar fjárfest- ingar til að anna vaxandi umferð. Það vanda- mál þekkja menn frá Keflavíkurflugvelli; stækkun Leifsstöðvar heldur yfirleitt ekki í við umferðaraukninguna. Gamla ríkisstofnunin Flugstöð Leifs Eiríks- sonar var raunar klassískt dæmi um rík- isstofnun í vanda. Árið 1997 var fyrsta árið sem flugstöðinni tókst að standa í skilum með vexti og afborganir af lánum vegna bygging- arkostnaðar. Síðan hefur reyndar verið gripið til ýmissa aðgerða til að auka tekjur stöðv- arinnar og um aldamótin var henni breytt í hlutafélag til að auka sveigjanleika í rekstri og möguleika á að standa undir fjárfesting- arkostnaði. Reksturinn gengur betur, en er nokkur þörf á að hann sé á hendi ríkisins? Fyrir fáeinum árum gaf sig fram hópur fjár- festa, sem sýndi því áhuga að kaupa og reka Leifsstöð. Einkavæðing hennar er klárlega verðugt verkefni. Eini stjórnmálamaðurinn, sem hefur haft orð á því, er hins vegar Geir H. Haarde, sem sagði á þingi fyrir tveimur árum, þegar hann var utanríkisráðherra, að stefna ætti að því að koma rekstri Keflavík- urflugvallar í hendur einkaaðila. Nú er Leifs- stöð á forræði Kristjáns Möller samgöngu- ráðherra, en ekkert hefur heyrzt af einkavæðingaráformum. Flugstoðir og hagsmunir flugfélaga Flugstoðir ohf. eru þriðja hlutafélagið í eigu ríkisins, sem skoða mætti einkavæðingu á, a.m.k. flugumsjónarhlutanum. Fyrirtækið hef- ur ekki starfað lengi í hlutafélagsforminu og segja má að enn sé að komast reynsla á það. Hins vegar hljóta menn að skoða hvernig hef- ur gengið í Bretlandi og fleiri ríkjum. Hjá NATS var farin sú leið að tengja saman hags- muni flugumferðarstjórnarinnar og stærstu viðskiptavina hennar með því að selja flug- félögum hlut í félaginu. Flugfélögin eiga allt undir því að Flugstoðir veiti ódýra þjónustu og tryggi jafnframt öryggi eins og bezt verður á kosið. Í viðtali við Þorgeir Pálsson, forstjóra Flug- stoða, hér í blaðinu fyrir skömmu kom fram að gera mætti ráð fyrir að fyrirtækið yrði að hækka verðið fyrir flugumsjón til innlendu flugfélaganna. Ástæðan er sú að erlend flug- félög, sem senda flugvélar sínar suður fyrir ís- lenzka flugstjórnarsvæðið, telja ósanngjarnt að greiða sama verð fyrir þjónustu Flugstoða og þau flugfélög, sem fara um svæðið og nýta þjónustu fyrirtækisins að fullu. Orsök þess að Flugstoðir neyðast til að breyta verðlagning- unni er væntanlega sú, sem var nefnd við und- irbúning að stofnun félagsins, að ella myndu erlend flugfélög gera kröfu um að flugstjórn á Norður-Atlantshafinu yrði færð til keppinauta Flugstoða í Kanada og Bretlandi. Það eru ein- mitt fyrirtæki, sem hafa verið hlutafélaga- vædd og starfa á markaðsforsendum. Má ekki ímynda sér að ef íslenzku flug- félögin ættu hlut í Flugstoðum, myndu þau reynast útsjónarsamari við að ná niður kostn- aði en núverandi eigandi þess, íslenzka ríkið? Undarleg þögn Hér hafa aðeins verið nefnd þrjú dæmi um hlutafélög í eigu ríkisins, sem ástæða gæti ver- ið til að einkavæða. Núverandi tímapunktur er sennilega ekki heppilegur til að setja ríkisfyr- irtæki á markað; hlutabréfamarkaðurinn hef- ur sannarlega verið í betra formi. En þeim mun mikilvægara er að nota tímann til und- irbúnings, þannig að hægt sé að skapa ný tækifæri fyrir fjárfesta þegar markaðurinn tekur við sér á nýjan leik. Um leið þarf að hyggja að eftirlits- og reglugerðarumhverfi þeirra fyrirtækja, sem um ræðir, þannig að tryggt sé að viðskiptavinir þeirra njóti góðs af einkavæðingunni í lækkandi verðlagi. Og fyrsta skrefið er að ræða málin. Í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur ríkt undarleg þögn um einkavæðingu ríkisfyrirtækja, í ljósi hins mikla árangurs sem náðist í fyrra stjórn- arsamstarfi. Er ekki að verða tímabært að rjúfa þá þögn? Hvað varð um einkavæðingarstefnuna? Reykjavíkurbréf 190708 1997 Pósttilskipun ESB tekur gildi. Einkaréttur ríkisins á þyngri pósti en 350 g afnuminn 1998 Íslandspóstur hf. stofnaður 2002 Einkarétturinn takmarkaður við 200 g póst 2006 Einkarétturinn lækkaður í 50 g 2011 Einkaréttur ríkisins á póstdreifingu endanlega afnuminn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.