Morgunblaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 35
Virðing og umburð-
arlyndi eru meðal
þeirra þátta sem ein-
kenna gott skátastarf.
Baden Powell, stofn-
andi skátahreyfing-
arinnar, lagði frá upp-
hafi ríka áherslu á að
skátinn nýtti sér tæki-
færin sem felast í
skátastarfinu til að
uppgötva fegurðina í
hinu framandi. Í ræðu sem hann hélt
á fjölþjóðlegu skátamóti 1929 sagði
hann meðal annars við skátafor-
ingjana sem þangað voru mættir
með skátana sína: ,,Við ættum að
hvetja þá [skátana] til að nýta hverja
mínútu af þessum stutta tíma til að
efla kynnin og leyfa kunningskap að
vaxa í vináttu við bræður og systur,
skáta, framtíðarfjölskyldu þeirra í
þessum heimi. Þannig getur skátinn
axlað nýja ábyrgð þegar hann held-
ur heim af mótinu, ábyrgð þess sem
kemur með boðskap í sitt heima-
samfélag um frið og jákvætt hug-
arfar í garð annarra.“
Frá 22. til 29. júlí nk. flykkjast ís-
lenskir skátar ásamt skátum frá
Bretlandi, Bandaríkjunum, Skot-
landi, Wales og öllum Norðurlönd-
unum á landsmót skáta sem að
þessu sinni ber yfirskriftina ,,Á vík-
ingaslóð“ og verður haldið að Hömr-
um á Akureyri. Fyrir skátann verð-
ur þetta landsmót eins og önnur
skátamót kjörið tæki-
færi til að efla þá vin-
áttu sem fyrir er um
leið og stofnað er til
nýrra kynna og vinátta
fæðist og ný lönd opn-
ast fyrir hugum og
hjörtum þátttakenda.
Þegar rúmlega 400
íslenskir skátar ásamt
40 þúsund öðrum skát-
um frá öllum heims-
hornum sóttu alheims-
mót skáta sem haldið
var á síðasta ári við
Chelmsford um 60 míl-
ur norðaustur af London upplifðu
þeir sig í því fjölmenningarlega um-
hverfi sem alþjóðlegt skátastarf er.
Þannig mátti til dæmis sjá tjöld
skáta frá Saudí-Arabíu, Tékklandi
og Kína við hlið aðaltjaldbúðar ís-
lensku skátanna. Yfirskrift mótsins
var ,,Einn heimur, eitt heiti“ og var
þar með vísað til þess að skátaheitið
er eitt af því sem skátar eiga sam-
eiginlegt, sama úr hvaða menning-
arheimi og trúarbakgrunni þeir
koma. Eins og yfirleitt á skátamót-
um var fjölbreytnin í fyrirrúmi og er
mjög gaman að hlusta á lýsingar ís-
lensku skátanna sem voru viðstaddir
athöfn sem fram fór á mótinu þar
sem þessi fjölbreytti skátahópur fór
með skátaheitið í kór, hver á sínu
tungumáli og með þeim orðum sem
ríma við þeirra menningu og trú.
Í dagskrá alheimsmótsins mátti
finna margskonar tilboð sem fóru
fram á dagskrártorgi sem bar heitið
,,Faith and belief zone“ en þar voru
eins og nafnið ber með sér ýmis dag-
skrártilboð sem tengdust lífsskoð-
unum og trú. Auk þess var sérstakt
kyrrðarsvæði á hverju tjaldbúð-
artorgi. Þessi dagskrártilboð undir-
strikuðu mörg hver að skátastarf
felur andlega viðleitni í sér og birtist
hún gjarnan í því að skátastarf snýst
ekki aðeins um að rannsaka áður
ótroðnar slóðir um fjöll og firnindi,
heldur einnig það að kanna hið
ósýnilega og má benda á fræðsluefni
fyrir skátastarf sem ber heitið
,,Explorers of the invisible“ í þessu
samhengi.
Trúarlega þjónustan á alheims-
mótinu í ,,Faith and belief zone“ var
ekki ný af nálinni. Frá upphafi
skátastarfs hefur verið lagt mikið
upp úr því að skátar, óháð menning-
arlegum og trúarlegum bakgrunni,
geti unnið saman í sátt og samlyndi.
Um leið er trú og lífssýn einstakling-
anna tekin alvarlega og birtist það
til dæmis á alheimsmóti í þeim
starfsreglum sem starfsfólk trúar-
legu þjónustunnar setti sér. Þar var
meðal annars lögð rík áhersla á
frelsi einstaklingsins, heiðarleika,
næmi, kurteisi, það að virða réttinn
til að vera ósammála og að lífssýn,
trú eða trúarbrögð væru ekki kynnt
af öðrum en þeim sem kæmu úr við-
komandi menningar- eða trúar-
heimi.
Skátastarf á Íslandi hefur tekið
breytingum hin síðari ár í takt við
þær þjóðfélagsbreytingar sem hér
hafa átt sér stað sem og út frá þeirri
umræðu sem farið hefur fram á al-
þjóðavettvangi um skátastarf. Einn
ávöxtur alþjóðlegs samstarfs og
samtals er trúarleg þjónusta á
landsmóti skáta. Landsmótið í ár er
fimmta landsmótið í röð þar sem
trúartengd dagskrá einkennist
meira af fjölbreyttum tilboðum og
minna af einhliða helgistundum sem
eru ætlaðar öllum.
Á landsmóti nú verður starfrækt
svokallað Kyrrðartjald sem er
smækkuð útgáfa af því sem kallað er
á alþjóðamótum ,,Faith and belief
zone“. Dagskráin er fjölbreytt, boðið
er upp á þvertrúarlegar stundir sem
og helgistundir á vegum einstakra
trúfélaga og má nefna sem dæmi að
kaþólska kirkjan verður með messu
á sunnudagsmorgninum og að Ása-
trúarfélagið verður með dagskrá í
kyrrðartjaldinu á föstudeginum.
Auk þess er tjaldið opið öllum alla
daga. Á síðustu landsmótum hefur
verið vinsælt hjá ungum sem eldri
mótsgestum að setjast niður í tjald-
inu, kveikja á kerti eða skrifa já-
kvæð skilaboð eða bænir á miða og
hengja upp á vegg vonarinnar.
Skátar, fjölmenning, gildi og trú
Pétur Björgvin
Þorsteinsson skrif-
ar um skátastarfið
» Á landsmóti skáta
verður starfrækt
svokallað Kyrrðartjald
sem er smækkuð útgáfa
af því sem kallað er á al-
þjóðamótum skáta ,,Fa-
ith and belief zone.“
Pétur Björgvin
Þorsteinsson
Höfundur er djákni í Glerárkirkju.
HUGMYNDA-
FRÆÐI heilsugæsl-
unnar á Íslandi var
hrint af stað árið
1974, við þessa
ákvörðun varð bylting
í heilbrigðismálum á
Íslandi. Stigið var
ákveðið skref sem
hefur reynst afar far-
sælt og mikilvægt fyrir íbúa þessa
lands. Heilsugæslan er öflugt
stjórntæki þar sem tekið er á öll-
um grunnþáttum í undirstöðu heil-
brigðisþjónustunnar og er hún
kjölfesta hennar.
Hlutverk og starfsemi
heilsugæslustöðva
nær yfir allt heilsu-
verndarstarf og allt
lækningastarf sem
unnið er vegna heil-
brigðra og sjúkra sem
ekki dveljast á sjúkra-
húsi.
Með öflugri heilsu-
gæslu má draga úr
heildarkostnaði,
minnka sóun, auka
arðsemi, bæta hag
starfsmanna og viðskiptavina í
heilbrigðiskerfinu og stuðla að
betri nýtingu fjármagns. Yfirvöld
heilbrigðismála þurfa að marka
skýrari stefnu og gera strangari
kröfur til heilsugæslunnar að
mínu mati. Heilsugæslan þarf að
standast nútímakröfur um betri
gæði og öryggi. Afkastagetu henn-
ar verður að auka á starfsvæði
stöðvanna og taka verður upp skil-
virkt gæðastjórnunarkerfi þannig
að gegnsæi í rekstri og samræm-
ing á vinnu verði betri á milli
stöðva. Heilsugæslan á að vera
fyrsti viðkomustaður skjólstæð-
inga að heilbrigðiskerfinu. Stjórn-
endur stöðvanna ættu að vera
ábyrgir fyrir rekstri þeirra og
stuðla þannig að árangursríkri
fyrirtækjamenningu þar sem
áhersla er lögð á að mörkuð
stefna nái fram að ganga. Auka
þarf fjármagn til rekstrar og bæta
úr aðstöðu stöðva sem eru engan
veginn í stakk búnar til að starfa í
því umhverfi sem þær hafa dagað
uppi í. Margar heilsugæslustöðvar
eru til fyrirmyndar í dag en því
miður er ekki hægt að segja það
sama um þær allar.
Sterk liðsheild er það sem
skiptir meginmáli fyrir þann
mannauð sem starfar við heilsu-
gæsluna þar sem hver hlekkur í
keðjunni er dýrmætur og stendur
á jafnræðisgrundvelli og vinnur
sameiginlega að því að efla og
leiða heilsugæsluna á farsælla stig
til framtíðar.
Læknar og hjúkrunarfræðingar
eru í lykilhlutverki hverrar heilsu-
gæslustöðvar ásamt öðru heil-
brigðisstarfsfólki. Hjúkrunarfræð-
ingar hafa haft margfeldisáhrif á
gæði þjónustunnar á grundvelli
sinnar menntunar, þjálfunar,
færni og reynslu sem hefur skilað
sér vel út í þjóðfélagið.
Heilsugæslan er til vegna við-
skiptavinanna, skjólstæðingurinn
er sá aðili sem fær þjónustuna af-
henta og þarf að greiða fyrir hana.
Hlutverk heilsugæslunnar er að
skilgreina þarfir og væntingar en
ekki er nóg að vita hvað skjól-
stæðingurinn vill eða þarfnast
heldur þurfa forystumenn að vera
í stakk búnir að framleiða þá
þjónustu sem til er ætlast. Tím-
arnir breytast stöðugt og þess
vegna er stöðug þörf á umbótum.
Orðspor hvers fyrirtækis byggir
á gæðum og áreiðanleika, þetta á
einnig við um heilsugæsluna.
Heilsugæsluna ber að efla af mikl-
um krafti, margar rannsóknir hafa
sýnt fram á að öflug heilsugæsla
eykur lífslíkur skjólstæðinga, bæt-
ir heilbrigði og minnkar heildar-
útgjöld til heilbrigðismála. Heilsu-
gæslan er dýrmætt kerfi sem
verður að viðhalda vel í bættri
mynd og leiða fram á veginn sem
sterka undirstöðu fyrir heilbrigð-
isþjónustuna og í þágu fólksins í
landinu.
Ég skora á heilbrigðisyfirvöld
að standa vörð um heilsugæslu-
stöðvarnar, að þær verði efldar en
í bættri mynd og að það verði haft
að leiðarljósi að hjúkrunarfræð-
ingar heilsugæslustöðvanna hafa
að stórum hluta borið uppi þá
starfsemi sem unnin er á stöðv-
unum. Þá þjónustu verður að meta
að verðleikum.
Öflug heilsugæsla
Stöndum vörð um
heilsugæslustöðv-
arnar segir Kristín
Þórarinsdóttir
»Heilbrigðiskerfið er
dýrmætt kerfi sem
verður að viðhalda vel í
bættri mynd.
Kristín Þórarinsdóttir
Höfundur er hjúkrunarfræðingur.
Á EFNAHAGSLEGA viðsjálum
breytingatímum, eins og nú ganga
yfir, er framsýnt skipulag og sókn-
arbarátta í landbúnaði lífsnauðsyn.
Þjóðir, sem framleiða sem mest til
daglegra þarfa fólksins, verða hvorki
sveltar í hel né kúgaðar til hlýðni.
Svæðið: Húnavatns-, Skaga-
fjarðar- og Eyjafjarðarsýslur, eru
kjörnar til öflugrar framþróunar í
fjölbreyttum landbúnaði.
Þær ber að friða fyrir eit-
urspúandi orkuhákum málmbræðsl-
unnar.
En krefjast af stjórnvöldum mark-
vissrar fyrirgreiðslu á þessu svæði,
við uppbyggingu stórfelldrar mat-
vælaframleiðslu og úrvinnslu afurða
til útflutnings og innanlands nota.
Efla ber menntun og menningu á
svæðinu með stuðningi við þær
menntastofnanir sem fyrir eru s.s.
háskólana á Akureyri og Hólum og
stofnun nýrra fræðasetra eftir þörf-
um og rannsóknarverkefnum, sem
þróast munu með þessari framtíð-
arsýn.
Miðhálendið, Hofsjökul, Kjöl,
Langjökul, Þjórsárver og Guðlaugs-
tungur ber að gera að þjóðgarði til
jarðfræðirannsókna.
Fyrri hitasveiflur í hnattrænum
skilningi og nútíma „hlýnunarskeið“
mætti þar tengja rannsóknum á bú-
setu og afkomumöguleikum í fortíð
og framtíð.
Læra margt um aðlögunarhæfni
mannsins og getu til sjálfsbjargar, ef
allt færi á versta veg í hungurdeyj-
andi heimi náttúruhamfara og sóun-
ar mannsins á misskiptum jarð-
argæðum.
Gengi gjaldmiðla hrynur, ágjarnt
valdabrölt riðar til falls. En gróð-
ursæl frjósöm jörð, uppspretta vatns
og hreint loft verða alltaf undirstaða
lífs á jörðu.
Með vinsemd og kveðju,
GUÐRÍÐUR B.
HELGADÓTTIR,
Austurhlíð II, Blöndudal, A.-Hún.
Ábending
Frá Guðríði B. Helgadóttur
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
Fréttir á SMS
UMRÆÐAN
Miklar framfarir hafa orðið í neð-
anjarðarbortækni og komast bor-
arnir allt að 15-20 m á dag. Nú er
hægt að leggja allt að 2 km leiðslur í
einum áfanga og tengja þær saman
með mikilli nákvæmni. Þá kemur
fram á heimasíðu Cargocap að
beygjur og sveigjur hvers konar séu
ekkert vandamál því að fjarstýrðir
borar leysi auðveldlega slíkan
vanda.
Hann segir að hægt sé að leggja
Cargocap-kerfið neðanjarðar í raun
og veru hvar sem er. Raskið vegna
framkvæmdanna verði mun minna
en þegar akbrautir eru lagðar of-
anjarðar. Þá sé framkvæmdakostn-
aður mun lægri.
Þá bendir hann á að ávinning-
urinn sé mikill á ýmsum sviðum.
Vörusendingar og póstur berist milli
staða á ódýrari og skjótari hátt en
áður og hægt sé að fylgjast ná-
kvæmlega með því hvar sending-
arnar eru á vegi staddar, en gervi-
greind er m.a. beitt til þess að stýra
kerfinu.
DHL tekur þátt í þróuninni
Fjölmiðlar hafa fjallað nokkuð um
Cargocap-kerfið og sitt sýnist hverj-
um. The Economist benti nýlega á í
grein að erfiðlega hefði gengið að fá
fjárfesta til að fjármagna til-
raunakerfi sem nauðsynlegt væri að
leggja svo að hægt væri að fullþróa
hugmyndina. Sú hindrun virðist nú
yfirunnin því að DHL-fyrirtækið í
Þýskalandi hefur ákveðið að leggja
fé til verkefnisins. Tanja Herzberg
segir að fleiri fjárfestar hafi nýlega
komið til skjalanna og vonast sé til
að fyrsta tilraunaleiðin verði tekin í
notkun innan 5 ára.
Hæðst að hugmyndinni
Nokkuð hefur borið á að blaða-
menn hafi hent gaman að Cargocap-
kerfinu og telji ólíklegt að það verði
nokkru sinni lagt.
Í þætti í BBC kom hins vegar
fram hjá breskum og bandarískum
skipulagsfræðingum að Cargocap-
kerfið væri alls ekki svo fráleitt.
Töldu þeir að um væri að ræða ein-
hverja snjöllustu lausn á þeim vanda
sem iðnaður og íbúar stórborga
standa nú ráðþrota frammi fyrir –
sífellt meiri mengun, vaxandi um-
ferð og hávaða.
Birt með leyfi Cargocap GMBH