Morgunblaðið - 20.07.2008, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 59
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
HANDRITSHÖFUNDAR eru
sjaldnast stærstu stjörnurnar í
Hollywood og líklega eru þau helst
tvö sem hinn almenni bíógestur er
líklegur til þess að þekkja með nafni
(fyrir utan leikstjóra sem skrifa
myndirnar sínar líka), þau Charlie
Kaufmann og Diablo Cody. Sú síð-
arnefnda er þó bara með eina mynd
á ferilskránni enn, en sagan af fata-
fellunni sem skrifaði Juno og fékk
Óskarsstyttu í kaupbæti náði eyrum
heimspressunar ólíkt betur en allar
sögurnar af óteljandi handritshöf-
undum sem hörkuðu í alls kyns
braski þangað til þeir duttu loksins í
lukkupottinn og Hollywood keypti
af þeim eitt stykki handrit (og gerði
það vitaskuld óþekkjanlegt á end-
anum). En Cody hefur meðal annars
heillað stærsta leikstjórann af þeim
öllum, Steven Spielberg, og hefur
þegar skrifað fyrir hann handrit að
sjónvarpsþáttum, United States of
Tara, sem hann framleiðir. Næst er
svo á dagskrá gamanmynd – og
meira vitum við ekki, og nánast eng-
inn annar ef út í það er farið, en svo
mikil leynd hvílir yfir söguþræð-
inum að fregnir herma að jafnvel
sumir sem vinna að myndinni hafi
ekki hugmynd um hvað hún er.
Spielberg
og fata-
fellan
Stéttabarátta Diablo Cody tók
virkan þátt í stéttabaráttu handrits-
höfunda síðasta vetur.
FLEST virðist benda til þess að ekki verði af gerð
framhaldsmyndar byggðrar á bókaröð Philip
Pullmann sem á frummálinu gengur undir nafn-
inu His Dark Materials.
Kvikmyndin Gyllti áttavitinn (e. Golden Comp-
ass) var sýnd í bíóhúsum í lok síðasta árs en fékk
ekki eins góða aðsókn vestanhafs og framleið-
endur höfðu vonast eftir.
Hörð mótmæli kristinna trúarhópa eru talin
hafa átt verulegan þátt í hinni dræmu aðsókn, en í
þeim söguheimi sem Pullmann lýsir ræður skelfi-
leg kaþólsk valdastofnun heiminum og nær bóka-
röðin hámarki með orrustu við sjálft himnaríki.
Áður hafði verið sagt að von væri á framhalds-
mynd í lok árs 2009. Höfundur bókanna segist
hinsvegar í samtali við Independent ekkert hafa
heyrt frá framleiðendum myndanna um fram-
haldið og það þýði væntanlega að næsta mynd í
þríleiknum, Lúmski hnífurinn (e. The Subtle
Knife) verði ekki kvikmynduð á næstunni.
Óvíst með fram-
hald á trílógíu
Pullmans
Illmennið Nicole Kidman í hlutverki sínu sem hin slynga frú Coulter í Gyllta áttavitanum.
Skólar og námskeið
Glæsilegt sérblað um skóla og
námskeið fylgir Morgunblaðinu
föstudaginn 15. ágúst.
Meðal efnis er:
• Endurmenntun
• Símenntun
• Tómstundarnámskeið
• Tölvunám
• Háskólanám
• Framhaldsskólanám
• Tónlistarnám
• Skólavörur
Allar nánari uppl. veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105 eða kata@mbl.is.
Auglýsendur!
Pantið fyrir klukkan 16, mánudaginn 11. ágúst.
Ásamt full af spennandi efni.
Örfá sæti laus!
Heimsferðir bjóða ótrúlegt stökktu tilboð á síðustu sætun-
um til Fuerteventura 29. júlí - 12. ágúst. Þessi skemmti-
lega eyja í Kanaríeyjaklasanum hefur svo sannarlega sleg-
ið í gegn hjá Íslendingum. Þú bókar flugsæti og 4 dögum
fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið
og njóttu lífsins yfir verslunarmannahelgina á þessum vin-
sæla sumarleyfisstað. Að sjálfsögðu nýtur þú traustrar
þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Fuerteventura
29. júlí í 2 vikur
Frábært stökktu tilboð yfir verslunarmannahelgina
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Verð kr. 59.990 - 2 vikur
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna
saman í herbergi / stúdíó / íbúð,
29. júlí - 12. ágúst.
Verð kr. 49.990 - 2 vikur
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og
2 börn, 2-11 ára, í herbergi / stúdíó /
íbúð, 29. júlí - 12. ágúst.
frá kr. 49.990
Stökktu til
ÞAÐ eru fleiri en
Garðar Thór sem
aflýsa tónleikum
með litlum fyr-
irvara þessi miss-
erin. Á þriðjudag-
inn biðu 4000
reiðir tónleika-
gestir í Bundoran
á Írlandi eftir
tónleikum Meat
Loaf, en Kjöt-
hleifur gamli af-
lýsti tónleikunum
aðeins klukkutíma áður en hann átti
að mæta á svið. Tvennum sögum fer
af ástæðunum, Meat Loaf segir að-
stæður einfaldlega ekki hafa verið
boðlegar og öryggi hvorki hljóm-
sveitar né tónleikagesta væri tryggt.
Á meðan sögðu ýmsir söngvarann
einfaldlega ekki virst hafa verið í
neinu ástandi til þess að koma fram.
En Meat Loaf átti þó lokaorðið
þegar tónleikarnir fóru loks fram
kvöldið eftir, og rokkaði sá sextugi
feitar en nokkurn tímann að sögn
tónleikagesta, en um 3000 af þeim
4000 sem keyptu miða á upphaflegu
tónleikana létu sjá sig. Meat Loaf
hefur raunar lengi státað af því að
vera sérstakur Írlandsvinur og seg-
ist hafa túrað Írland meira en U2
nokkurn tímann, hafi spilað á hlöðu-
böllum út um hvippinn og hvappinn,
oft fyrir þúsundir manns.
Umdeildur
Kjöthleifur
Írlandsvinur
Meat Loaf á þol-
inmóða aðdáendur
á eyjunni grænu.