Morgunblaðið - 20.07.2008, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 20.07.2008, Qupperneq 56
56 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ VEFSÍÐA VIKUNNAR » WWW.BANKSY.CO.UK Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is NÚ ÞEGAR umræðan um kosti og galla veggjakrotsins stendur hvað hæst er vel við hæfi að vefsíða vik- unnar sé vefur listamannsins Banksy. Óhætt er að kalla Banksy þekkt- asta iðkanda þessa umdeilda list- forms og raunar er hann með þekkt- ari samtímalistamönnum því jafnvel þeir sem ekkert þykjast vita um veggjakrot kannast við sum fræg- ustu verk Banksy þegar þeir sjá þau. Magnað myndmál Banksy er ekki þekktur fyrir eignaspjöll og skemmdarverk heldur fyrir listrænt innsæi og boðskap. Honum liggur eitthvað á hjarta og notar vandað myndmál til að koma skilaboðum sínum á framfæri, og við nánari umhugsun sést að þessi list Banksy og boðskapur á einmitt hvergi eins vel heima og á veggjum í alfaraleið. Innrömmuð og lokuð inni á safni væru verkin orðin bitlaus. List Banksy hittir svo rækilega í mark að íbúar í húsum og hverfum þar sem hann hefur málað verk sín bregðast ókvæða við þegar pólitík- usar og hreinsunardeildir fara að gera sig líkleg til að mála yfir listina. List Banksy er svo góð að hún stenst hina afdráttarlausu og óaft- urtæku gagnrýni málningarrúll- unnar og listrýnendur tala um tuga eða hundruða milljóna tjón á þeim fáu stöðum þar sem krot Banksy hefur verið hreinsað upp. Banksy, sem enginn veit með vissu hver er, hefur komið sér upp vefsíðu á slóðinni www.banksy.co.uk og er þar hægt að sjá ljósmyndir af verkum listamannsins. Kannski best af öllu, og mest í anda listamannsins, er „búðin“ þar sem Banksy býður hverjum sem er að sækja sér myndverk sem hann hefur unnið og gera við eins og sýn- ist. Þannig geta þeir sem vilja eiga Banksy-bol einfaldlega skreytt bol- ina sjálfir. Þeim sem þykir vinnubás- inn helst til líflaus geta prentað út eitt stykki róttækt ádeiluverk, svona til að hrista aðeins upp í stofn- anakúltúrnum. Prentaðu listaverkin heima Skýr skilaboð Verk Banksy einkennast flest af miklum húmor og skarpri ádeilu sem beinist jafnt að háum sem lágum. NÚ á næstunni kemur út á ensku teikni- myndasaga byggð á Meist- aranum og Margarítu eftir rússneska rit- höfundinn Mikaíl Búlga- kov. Það eru þau Andrzej Klimowski og Danusia Schej- bal sem teikna söguna, en bæði eiga ættir að rekja til Póllands, þótt Schejbal sé fædd í Bretlandi. Lítið er vitað um verkið enn sem komið er, en þó það að Moskvusen- urnar verða teiknaðar í svart-hvítu á meðan Biblíusenurnar verða teiknaðar í lit, eitthvað sem var raunar einnig gert í nýlegum rúss- neskum sjónvarpsþáttum upp úr sögunni. Það er Schejbal, sem hef- ur unnið mikið í leikhúsi auk þess að stunda myndlist, sem teiknar litasenurnar. Klimowski teiknar hins vegar Moskvu-hlutann svart- hvíta. Hann er hvað frægastur fyr- ir ýmsar bókakápur sem og ófá bíómyndaveggspjöld, því ólíkt flest- um öðrum þjóðum hafa Pólverjar sjaldnast látið sér nægja ameríska veggspjaldið með Hollywood- myndum þegar þeir geta búið til sitt eigið, þótt þessi vegg- spjaldagerð virðist þó nú því miður vera deyjandi listgrein. asgeirhi@mbl.is Meistarinn og myndasagan Meistarinn og Margaríta Pólskir listamenn færa bók- menntastórvirkið í myndasögubúning. Þekktasta skáldsaga Mikhails Búlgakov gefin út í teiknimyndasöguformi / ÁLFABAKKA HANCOCK kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára WANTED kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára WANTED kl. 2 LÚXUS VIP B.i. 16 ára THE CHRONICLES OF NARNIA 2 kl. 2 - 5 B.i.12 ára DECEPTION kl. 3:30 - 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 14 ára MAMMA MÍA kl. 1:30-3:40-5:40D-8D-10:20D LEYFÐ DIGITAL MAMMA MÍA kl. 5:40 - 8 - 10:20 LEYFÐ LÚXUS VIP KUNG FU PANDA m/íslensku tali kl. 1:30D - 3:40D - 6 LEYFÐ DIGITAL KUNG FU PANDA m/ensku tali kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI eeee Yfirburða snilldarleg bresk- bandarísk gaman-, söng- og dansræma byggð á svellandi ABBA-lögum, frábærlega fjörug, fyndin, fjölskrúðug og kynþokkafull. - Ó.H.T, Rás 2 eee “Hressir leikarar, skemmtilegur fílingur og meiriháttar tónlist!” - T.V. - Kvikmyndir.is Það er heill heimur inni í honum sem heldur honum gangandi SÝND Í KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK eee - L.I.B, Topp5.is/FBL VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI SPARBÍÓ 550kr á allar sýningar merktar með appelsínugulu Í SAMB STÓRLEIKARARNIR HUGH JACKMAN OG EWAN MCGREGOR FARA HAMFÖRUM Í BESTA ÞRILLER SUMARSINS. / KRINGLUNNI DECEPTION kl. 8:10 - 10:30 B.i. 14 ára MEET DAVE kl. 2 - 4 - 6 B.i. 7 ára WANTED kl. 8D - 10:20D B.i. 16 ára DIGITAL KUNG FU PANDA m/ísl. tali kl. 2D - 4D - 6D LEYFÐ DIGITAL CHRONICLES OF NARNIA kl. 2 - 5 B.i. 7 ára INDIANA JONES 4 kl. 8 B.i. 12 ára THE BANK JOB kl. 10:20 B.i. 16 ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.