Morgunblaðið - 20.07.2008, Qupperneq 48
48 SUNNUDAGUR 20. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ
AUÐLESIÐ EFNI
Benedikt Hjartarson, 51 árs
sund-kappi, synti yfir
Ermar-sund fyrstur Íslendinga
á miðviku-dag. Hann náði
landi undir mið-nætti og hafði
þá sundið tekið 16
klukku-stundir. Benedikt
reyndi sama sund í fyrra en
tókst þá ekki að klára. Tveir
aðrir Íslendingar hafa þreytt
þessa þol-raun án árangurs.
„Ég var tilbúinn að hætta
sjö tímum áður en ég
kláraði,“ sagði Benedikt,
„skip-stjórinn neitaði bara að
taka mig upp í.“
Benedikt sagði að sundið
á köflum hafa verið mar-tröð
líkast. „Það var eins og búið
væri að slíta af mér báða
hand-leggina. Svo missti ég
af höfðanum þar sem yfir-leitt
er komið á land, og þar með
lengdist sundið um tvo og
hálfan tíma. En þetta
hafðist,“ sagði Benedikt.
Eftir að Benedikt missti af
höfðanum lét skip-stjórinn
Andy King Benedikt synda frá
landi þar til hann kom að lítilli
vík fyrir austan höfðann, þar
sem straumar höfðu minni
áhrif. Og þar komst hann í
land.
Benedikt synti yfir Ermar-sund
Ljósmynd/Gréta Ingþórsdóttir
Á mánu-daginn sakaði Luis
Moreno-Ocampo, sak-sóknari
stríðsglæpa-dómstólsins í
Haag, Omar Hassan al-Bashir,
for-seta
Súdans, um
þjóðar-morð,
stríðs-glæpi og
glæpi gegn
mann-kyni.
Al-Bashir er
sakaður um að
bera ábyrgð á
glæpum víga-sveita gegn
blökku-mönnum í
Darfúr-héraði á síðustu árum.
Al-Bashir hefur neitað
ásökununum og segir þær
lygi.
Sam-einuðu þjóðirnar
hyggjast draga megnið af
starfs-liði sínu frá Darfúr á
næstunni. Full-trúi Súdans á
þingi SÞ sagði fram-göngu
sak-sóknarans ólög-lega og
runna af pólitískum rótum.
Opin-ber tals-maður
stjórnarinnar í Súdan brást við
ákærunum með ákafa og
sagði að Súdan myndi „breyta
Darfúr í graf-reit.“
Sakaður
fyrir glæpi
gegn
mann-kyni
Al-Bashir
Geim-vera mælir á
forn-íslensku
Í nýrri víkinga-geimmynd
sem nefnist Outlander í
leik-stjórn Howard McCain,
mun geim-veran Kainan,
sem leikin er af Jim
Caviezel, tala forn-íslensku.
Það er
íslensku-prófessorinn
Ármann Jakobsson sem
að-stoðaði við um-ritun
textans og fram-burðinn.
Syngdu eins og Björk
Nú hefur maður að nafni
Andrey Neyman búið til
sér-stakt
Bjarkar-upptöku-tæki. Það
virkar þannig að ef fólk
syngur inn í tækið hljómar
röddin eins og Björk, en á
einhvern dular-fullan hátt
hermir tækið eftir sér-stakri
rödd söng-konunnar.
Costa-Gavras á
kvikmynda-hátíð
Óskars-verðlauna-hafinn
Costa-Gavras, einn
pólitískasti leik-stjóri
kvikmynda-sögunnar, verður
heiðurs-gestur Alþjóð-legrar
kvikmynda-hátíðar í
Reykjavík, sem haldin
verður um mánaða-mótin
september-október. Á
há-tíðinni verða nokkrar
myndir leik-stjórans sýndar.
Stutt
Eldsneytis-verð heldur enn
áfram að hækka. Á
mánu-daginn snar-hækkaði
verðið hjá Olís og hafði aldrei
orðið svo hátt.
Lítrinn af bensíni hækkaði
um 6 krónur og lítrinn af
dísil-olíu um 7,50 krónur,
vegna hækkunar á
heimsmarkaðs-verðinu.
Seinna um daginn lækkaði
svo eldsneytis-verðið aftur
um 4 krónur hjá Olís vegna
þess að keppi-nautarnir
fylgdu ekki
heimsmarkaðs-verðinu.
Á fimmtu-daginn seldi N1
elds-neyti með 5 króna
af-slætti og gilti til-boðið út
daginn. Olíu-félögin lækkuðu
verð hjá sér í kjöl-farið til að
bregðast við sam-keppni.
Bensín-verð
hækkar enn
Um síðustu helgi ræddi Björn Bjarnason
dóms- og kirkjumála-ráðherra í
stjórnmála-pistli á vef-síðu sinni um að-ild
Íslands að mynt-bandalagi Evrópu án að-ildar
að Evrópu-sambandinu (ESB). Hann sagði að
engin laga-rök væru gegn því.
„Ég hef reyndar aldrei slegið þessa leið
alger-lega út af borðinu en ég hef sagt að mér
finnst hún ólík-leg til að skila árangri,“ sagði
Geir H. Haarde forsætis-ráðherra. Hann
sagði að Illugi Gunnarsson og Ágúst Ólafur
Ágústsson í Evrópu-nefnd ríkis-stjórnarinnar
myndu láta á það reyna.
„Það eru skýr skila-boð frá höfuð-stöðvum
Evrópu-sambandsins, ESB, í Brussel að
Íslendingar verði að sækja um inn-göngu í
ESB til að geta tekið upp evruna. Aðrar leiðir
að evru-upptöku eru ófærar,“ fullyrti Percy
Westerlund sendi-herra og yfir-maður
fasta-nefndar Evrópu-sambandsins gagn-vart
Íslandi.
Evran án að-
ildar að ESB?
24Stundir/Kristinn Ingvarsson
Björn Bjarnason dómsmála-ráðherra.
Tvær af björtustu
söng-stjörnunum í klassíska
geiranum, þau Garðar Thór
Cortes og Dísella Lárusdóttir,
syngja aðal-hlutverkin í
vor-óperu Íslensku
óperunnar, Ástar-drykknum
eftir Donizetti. Síðustu
misseri hafa þau bæði unnið
mikið er-lendis. Þau hafa
einu sinni sungið saman á
jóla-tónleikum í
Grafarvogs-kirkju og hlakkar
Garðar til sam-starfsins:
„Okkur kom vel saman þá og
mér líst mjög vel á þetta,“
segir hann. Dísella er á sama
máli: „Hann er yndis-legur
strákur og við höfum mjög
fínan sam-hljóm,“ segir hún.
Garðar Thór og Dís-
ella í Ástar-drykknum
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Morgunblaðið/Þorkell
Full-trúar 43 ríkja ákváðu á
fundi í París á sunnu-dag að
vinna saman að því að gera
Mið-Austurlönd að svæði án
ger-eyðingar-vopna.
Auk full-trúa
Evrópu-sambands-ríkjanna
27 voru á fundinum full-trúar
frá araba-löndum og Ísrael.
Helsta mark-mið nýja
sam-starfsins er að ýta undir
við-skipti. Er vonast til að
gagn-kvæmar fjár-festingar
verði meiri en nú er. Það er
ljóst að mörg ljón eru á
veginum vegna harka-legra
deilna milli sumra þjóðanna.
Forsætis-ráðherrar Ísraels og
Palestínu, Ehud Olmert og
Mahmoud Abbas, tóku þátt í
fundinum og sögðu að miklar
líkur væru á að þeir næðu
senn samkomu-lagi um
endan-legan frið milli
þjóðanna.
Miðjarðarhafs-sam-
bandið stofnað
REUTERS
Sarkozy Frakklands-forseti.
Netfang: auefni@mbl.is