Morgunblaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.07.2008, Blaðsíða 1
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is FÆRST hefur í aukana að áhvílandi lán á íbúðarhúsnæði hækki upp undir söluverð íbúða og fari jafnvel yfir söluverðið, sökum verðbólgu og geng- isþróunar. Það heyrir þó yfirleitt til undantekninga, enn sem komið er, en nokkrir fasteignasalar, sem rætt var við, sögðust hafa heyrt dæmi um slíkt. Mun aukast dragi ekki úr verðbólgunni Að sögn Ingibjargar Þórðardóttur, formanns Félags fasteignasala, er framboðið af íbúðum, þar sem áhvíl- andi skuldir eru ámóta háar og sölu- verðið, ekki mikið. Þeir íbúðaeigend- ur, sem versnandi efnahagsástand hefur komið hvað harðast niður á, séu helst þeir sem keyptu með gengis- tryggðu lánunum sl. haust og fram yf- ir áramót. Þeir sem keyptu fyrr hafa hins vegar notið þeirra hækkana sem orðið hafa á fasteignum síðustu fjögur árin. Verðtryggðu lánin hafi ekki náð að éta upp þær hækkanir enn sem komið sé. Ingibjörg segir að dragi ekki úr verðbólgunni megi búast við því að fleiri muni eiga í erfiðleikum með að standa í skilum. „Sérstaklega núna eins og staðan er, að afborganir hafa hækkað mikið og þá helst á erlendu Áhvílandi lán um og yfir söluverðinu  „Afborganir hafa hækkað mikið“  Mestar álögur vegna gengislána lánunum. Þau eru ekki þessi „annui- tets-lán“ þar sem er borgað jafnt út allt tímabilið heldur er aðeins verið að borga jafnar afborganir. Nú þegar gengið hefur veikst um rúm 40% frá áramótum þá þýðir þetta auknar álögur á þá sem hafa tekið þessi lán.“ Hins vegar er það mat Ingibjargar að fólk reyni að standa í fæturna í lengstu lög hvað íbúðalánin varðar og því hafi lítið borið á því að fólk neyðist til að selja eignir sínar. Gengisbundin íbúðalán JÚLÍ 2007 32,303 MILLJARÐAR JÚNÍ 2008 90,989 MILLJARÐAR F Ö S T U D A G U R 2 5. J Ú L Í 2 0 0 8 STOFNAÐ 1913 202. tölublað 96. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er Leikhús í sumar >> 33 Grill-leikur me› s‡r›um rjóma! Kauptu dós af sýrðum rjóma frá MS, farðu á www.ms.is, sláðu inn lukku- númerið sem er í lokinu. Þú gætir unnið glæsilegt Weber-grill eða vandað grillsett. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 8 -1 0 2 0 REYKJAVÍKREYKJAVÍK MUGISON OG FÉLAGAR ERU KOMNIR HEIM DAGLEGTLÍF Með bílabrautir á handleggnum  LOKS þykir ljóst hvers vegna norðurljósin dansa, en því veldur samspil segulsviðs jarðar og hlað- inna agna frá sólvindum. Gervi- hnettir NASA sem rannsaka áttu fyrirbærið „segulhviður“ (e. geo- magnetic substorms) sýndu að norðurljós lifna við þegar orka losnar vegna spennulosunar á „teygðri“ segulsviðslínu 130.000 km frá jörðu. sigrunhlin@mbl.is NASA uppgötvar hvers vegna norðurljósin dansa  TILRAUNARVERKEFNI á veg- um Orkuseturs og Samorku á Ak- ureyri með tengiltvinnbíl hefur gef- ist vel. Tilraunabíllinn er breyttur Toyota Prius tvinnbíll sem hefur fengið stærri og öflugri rafhlöðu, líþíumjárnfosfat-rafhlöðu, sem hlaða má með utanaðkomandi rafmagni. Eigandi bílsins segir tæknina bylt- ingu en bíllinn eyðir að jafnaði rúm- um tveimur lítrum á hundraðið með réttum akstri. » Bílar Tveir lítrar á hundraðið  DEILT er um hvort ál sé „grænn málmur“ eða ekki. Hér á landi eru framleidd nærri 790.000 tonn af áli á ári og flutt inn um 1.520.000 tonn af súráli. Við framleiðslu þess magns af súráli í útlöndum verður til a.m.k. ein og hálf milljón tonna af rauðri leðju á hverju ári, basískum úrgangi sem inniheldur vítissóda og brenni- stein. Forsvarsmenn íslenskra álfyr- irtækja segja móðurfélög sín gera kröfur í umhverfismálum og hráefni þeirra sé ekki komið frá umhverf- issóðum. » 20 Milljónir tonna af rauðri leðju verða til á hverju ári Eftir Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is ÖSSUR Skarphéðinsson iðnaðarráð- herra veltir fyrir sér í nýjum pistli á heimasíðu sinni hvort skynsamlegt gæti verið að bjóða út orkuvinnslu á há- hitasvæðunum fyrir norðan. Tilefnið er yfirlýsingar Landsvirkj- unar þess efnis að ákvörðun um að senda Gjástykki í umhverfismat hafi aukið áhættu í tengslum við stóriðju á Bakka. Össur segir í pistlinum að alltaf sé töluverð áhætta fólgin í vinnslu orku úr jarðhita. „Það er spurning, hvort ríkið eigi að bera þá áhættu – ef aðilar á markaði eru reiðu- búnir til að axla hana. Eftir því hefur ekki verið leitað svo iðnaðarráðuneytinu sé kunnugt. Hefur Landsvirkjun velt því fyrir sér? Ætti ríkisstjórnin að velta því fyrir sér?“ Ráðherrann bendir jafnframt á að síðasta vor hafi Al- þingi samþykkt lög sem banna að selja orkulindir úr op- inberri eigu en ekki sé bannað að leigja réttinn til orku- vinnslu í ákveðinn tíma. Hann bætir við að útboð á orkuvinnslu háhitasvæðanna myndi styrkja íslensku orkufyrirtækin. Ennfremur myndi slíkt losa eigendur Landsvirkjunar, ríkið og skattborg- arana undan þeirri áhættu sem Landsvirkjun hefur kvart- að yfir. „Ef fyrirtækið telur að áhættan sé mikil er þá ekki skylda þess að leita leiða til að lágmarka þá áhættu fyrir hönd eigenda sinna?“ Iðnaðarráðherra veltir fyrir sér nýstárlegum möguleikum Háhitasvæðin boðin út? Össur Skarphéðinsson „VIÐ ætlum að reyna að þrauka, þetta ástand hlýtur að lagast þótt það taki kannski 2-3 ár,“ segir kona nokkur sem tók erlent lán í september 2007. Lánið er í japönskum jenum og svissneskum frönkum og hljóðaði láns- upphæðin upp á 70 milljónir þegar það var tekið. Í dag stendur lánið í 100 milljónum. Samkvæmt nýjustu tölum Seðlabankans hafa erlend lán heimilanna hækkað úr tæpum 94 milljörðum í júlí 2007 í rúma 223 milljarða nú í júní. Þar af eru skuldir vegna íbúðalána tæpur 91 milljaður en voru rúmir 32. 30 milljóna hækkun ÍSLANDSMEISTARINN Björgvin Sigurbergsson úr Keili lék frábært golf í gær á fyrsta degi Íslandsmótsins í höggleik sem hófst þá í Eyj- um. Hann hefur þriggja högga forystu í karlaflokki líkt og Eygló Myrra Óskarsdóttir úr Oddi í kvennaflokki. Á myndinni er Íslands- meistari kvenna, Nína Björk Geirsdóttir, sem er fimm höggum á eftir Eygló Myrru þegar þrír hringir eru eftir. | Íþróttir Morgunblaðið/Sigfús MIKIÐ SLEGIÐ Í VINDI OG REGNI Björgvin og Eygló Myrra léku best

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.