Morgunblaðið - 25.07.2008, Page 2

Morgunblaðið - 25.07.2008, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, ben@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gud- laug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÍSLENDINGAR á leið til Banda- ríkjanna munu frá og með 12. janúar 2009 þurfa að fylla út rafrænt eyðu- blað með ýmsum upplýsingum fyrir brottför. Hingað til hafa ferðalangar þurft að fylla út efnis- legt, grænt eyðublað um borð í flug- vélum en rafræna skráningarkerfið mun smám saman taka við af því. Sömu spurningar verður að finna í rafræna kerfinu og hinu fyrra. Kerfið nær til allra ríkja sem njóta undan- þágu frá vegabréfsáritun til Banda- ríkjanna (Visa Waiver Program) og Ísland er eitt þeirra. Rafræna kerfið auðveldar alla úr- vinnslu gagna og einnig fólki ferðalög til Bandaríkjanna enda mun það nú vita fyrir brottför hvort því sé heimilt að ferðast þangað eða ekki. Fólk mun því ekki vera sent aftur til baka reyn- ast einhverjar upplýsingar ófullnægj- andi. Mælst er til þess að fólk fylli út rafræna eyðublaðið í það minnsta 72 klukkustundum fyrir brottför. Svar um hvort ferðalagið er heimilt mun berast um hæl. Kerfið verður á veraldarvefnum og mun verða opnað 1. ágúst. Þann 12. janúar 2009 verður öllum skylt að fylla út upplýsingar þar fyrir brottför. Öll svör verða að vera á ensku og hver skráning er virk í tvö ár. Jákvætt svar heimilar aðeins ferðalag til Banda- ríkjanna en er ekki ótvírætt loforð um að viðkomandi fái aðgang inn í landið. haa@mbl.is Rafræn skráning tekur við Ferðalög til Banda- ríkjanna auðvelduð Netið Skráning verður rafræn. Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „MAÐUR hefur varla tíma til að bursta í sér tennurnar, það er svo margt að gerast. Maður er ekki al- veg búinn að átta sig,“ segir Þor- móður Árni Jónsson júdókappi. Það er skammt stórra högga á milli hjá Þormóði. Á þriðjudaginn sl. fæddist honum og Bylgju Dögg Sigurðardóttur, kærustu hans, son- ur og þann 15. ágúst nk. keppir hann í júdó fyrir Íslands hönd á Ól- ympíuleikunum. Þormóður hefur æft fjóra tíma á dag undanfarið og það verður þannig alveg fram að Ólympíu- leikum. „Síðustu dagar hafa farið í stífar æfingar og þess á milli hef ég bara verið uppi á spítala að sinna konunni,“ segir Þormóður. Sonur þeirra er fyrirburi, en heilsast vel. Vel undirbúinn Sonur Þormóðs og Bylgja verða heima á Íslandi meðan hann keppir úti í Kína. Foreldrar hans verða þó í Peking að styðja við bakið á hon- um og hann á vini í Kína sem ætla að fylgjast með. Þormóður segist vel undirbúinn. „Í júdóinu er það þannig að ekkert er fyrirfram ákveðið. Það getur allt gerst. Stundum þarf bara ein mis- tök hjá mótherja og þá er sigurinn í höfn. Ég þori ekkert að spá fyrir um árangur. Ég er í mínu besta formi á ferlinum og ég mun leggja mig allan fram,“ segir Þormóður. Aðspurður hvort það veiti honum aukainnblástur í keppninni að verða faðir, segir Þormóður svo vera. „Þetta sló mig samt örlítið út af laginu síðustu vikur. Barnið að koma í heiminn og stífar æfingar. Maður þurfti svolítið að stilla strengina, einn hlut í einu.“ Þor- móður tók sér einn dag í frí til að vera með barni og konu en svo hóf- ust stífar æfingar strax daginn eft- ir. Júdókappi stendur í ströngu Eignaðist son á þriðjudaginn og er á leið á Ólympíuleikana í Peking Stíft Þormóður fékk einn frídag með barni og konu, en svo tóku æfingar við. MIKIÐ grjóthrun varð úr fjallshlíð skammt austan við Holtsá undir Eyjafjöllum í gærkvöldi og féllu stórir hnullungar m.a. á Suðurlands- veg. Að sögn lögreglunnar á Hvols- velli var tilkynnt um hrunið laust eft- ir kl. 22 í gær en einhverjir steinanna fóru yfir rafmagnslínu svo miklir neistar mynduðust. Línan fór þó ekki í sundur. Kalla þurfti til gröfu af nálægum bæ til að ryðja grjótinu af veginum en við það skemmdist vegurinn lít- illega. Lögreglan vill því biðja öku- menn á svæðinu að fara með gát. Grjóthnullung- ar féllu á Suð- urlandsveg UM 120 manns, ásamt átta hundum, voru við leit í gær að erlenda karl- manninum, sem sást ganga nakinn ofarlega í hlíðum Esjunnar. Þegar Morgunblaðið fór í prentun var hann enn ekki fundinn og stóð til að halda leitinni áfram í dag. Sökum sviptivinda og slæmra aðstæðna seint í gærkvöldi þurftu þyrlur að hætta leit. Olli það leitarmönnum áhyggjum hve kalt var orðið. Tvær konur sáu til mannsins þar sem hann gekk nakinn ofarlega í fjall- inu um hádegisbilið í gær. Föt mannsins fundust neðan við Þverfellshorn í um 200 metra hæð. Sömuleiðis fundust þar skilríki og bíll hans fannst á bílastæðinu við rætur fjallsins. Morgunblaðið/hag Leitin heldur áfram Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is ÁÆTLAÐ er að um 5-6 mánaða töf hafi orðið á gerð Ólafsfjarðarleggs Héðinsfjarðarganga vegna stans- lauss vatnsaga þar undanfarna mán- uði. Aðfaranótt miðvikudags tvöfald- aðist svo vatnsmagnið þegar innsti veggur ganganna gaf sig undan vatnsþrýstingi. Talið er að þar streymi nú um 4-500 sekúndulítrar, en gangagerðarmenn vonast til að hafa þar með komist fyrir upptök flæðisins. Að sögn Jóhanns Gunnars Stef- ánssonar, framkvæmdastjóra Há- fells, hefur vatnsflaumurinn dregið mjög úr verkhraðanum. „Venjulega eru teknir um 3-5 metrar í einu og farnir 50-70 metrar á viku, en núna fórum við 5 metra á tveimur vikum. Það fer mikill tími í að koma þéttiefni fyrir og undirbúa hverja spreng- ingu,“ segir Gunnar. Nú sé verið að hreinsa frá og styrkja bergvegginn í kring áður en tekin verður ákvörðun um framhaldið. „Það skýrist ekki strax hvort við erum komnir fyrir þetta, en ef það er þessi vatnsæð sem hefur verið að skapa vandamálið undanfarið þá ættum við að komast í gegn með þetta núna. Þá leiðum við vatnið í fráveituskurð út úr göngun- um og höldum áfram.“ Stefna enn á sömu verklok Þrátt fyrir þessar tafir við fram- kvæmdina segir Jóhann að áætluð verklok, í desember 2009, hafi ekki breyst. „Við kappkostum að ljúka verkinu á tilsettum tíma þar til ann- að kemur í ljós. Við erum núna að leita leiða til að flýta öðrum hluta framkvæmdanna til að vinna upp þessar tafir Ólafsfjarðarmegin.“ Verið sé að skoða hvort starfs- mönnum verði fjölgað og eins að fá fleiri tæki til verksins. „Við þurfum að leita leiða til að redda öðrum vél- um í lokafrágang Siglufjarðarmegin, sem gerir það að verkum að við get- um kannski flýtt fyrir þar sem vinn- ur þá kannski upp tíma á móti.“ Mánaðatöf í göngunum Gríðarlegur vatnsflaumur hefur tafið sprengingar í Héðinsfjarðargöngum                                              !"#$%    !"!!$&'  ()#&   & !"*(+&  #",!+&!"+*+&                                          MIKILL samdráttur varð í nýskráningu ökutækja í 13. viku þessa árs miðað við sl. ár að því er samantekt sem Umferðarstofa hefur látið gera um ný- skráningu ökutækja sýnir. Mánudaginn 17. mars féll krónan um 8,12%. Í til- kynningu frá Umferðarstofu kemur m.a. fram að þetta sé stærsta gengisfall íslensku krónunnar sem sést hefur á þessu ári en í heildina féll gengi krón- unnar um tæplega 20% í mars. Í kjölfarið varð mikill samdráttur í nýskrán- ingu ökutækja í samanburði við árið á undan. Til 17. mars var heildaraukning nýskráninga árið 2008 26,1% meiri en á sama tíma í fyrra. Frá þeim degi til 18. júlí sl. fækkaði nýskráningum hins vegar um 34,5%. Því má segja að 17. mars sé upphaf mikils samdráttar í ný- skráningu ökutækja á þessu ári. Óvænt aukning verður aftur í nýskráningu í 22. og 24. viku. Skýringin er fyrst og fremst nýskráning mikils fjölda bíla- leigubíla en margar bílaleigur voru á þessum tíma að endurnýja bílaflotann. Fallið hófst 17. mars

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.