Morgunblaðið - 25.07.2008, Síða 6

Morgunblaðið - 25.07.2008, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 25. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Mýrdalur | „Ég hef bara opið þeg- ar veðrið er gott. Það er ekki að- staða fyrir fólkið þegar rignir og veður er vont,“ segir Jakobína Elsa Ragnarsdóttir á Görðum í Reynishverfi sem rekur syðsta kaffihús landsins og væntanlega það minnsta. Hún bakar kaffi- brauðið sjálf. Jakobína er ekkja og býr í Görðum með syni sínum, Ragn- ari Indriðasyni. Þau stunda sauð- fjárrækt og voru einnig með töluverða gulrófnarækt um tíma. „Ég hætti með gulrófurnar og ákvað að gera eitthvað í staðinn. Fólk hefur sest hér í brekkuna og drukkið kaffi og mér fannst tilvalið að setja upp greiðasölu,“ segir Jakobína. Garðar eru syðsta býli lands- ins og örstutt er í Reynisfjöru sem er fjölsóttur viðkomustaður ferðafólks. Kaffihúsið sem hún byggði er þó það lítið að gestir geta ekki sest inni en borð og stólar eru úti á veröndinni. „Fólki finnst spennandi að koma upp úr fjörunni og fá sér kaffi- sopa. Margir kaupa sér líka veit- ingar og taka með sem nesti,“ segir Jakobína. Hún bakar mest af kaffibrauð- inu sjálf en viðurkennir að stundum hafi hún ekki við og verði að kaupa eina og eina teg- und til að bæta við. Jakobína notar veturinn til að baka en þegar birgðirnar eru þrotnar, eins og nú er, notar hún kvöldin til að baka og smyrja brauð. Marmarakakan er vinsælust í Kaffihúsinu í Görðum en hjóna- bandssæla og flatbrauð sópast einnig út. Hún bakar flatkök- urnar sjálf og hangikjötið er einnig afurð Garðabúsins, reykt af Ragnari syni hennar. Á boð- stólum er einnig brauð með reyktri bleikju sem þau veiða í Dyrhólaósi og láta reykja hjá Fagradalsbleikju. Kaffihúsið í Görðum var opnað í fyrra. Jakobína segir að við- skiptin hafi gengið ágætlega í júlí. Fólk sé farið að átta sig á þessari þjónustu. Hún er að at- huga möguleikana á því að stækka húsið, til að gestir getið notið veitinganna inni, þegar rignir. „Annars finnst mér fólk hafa gaman af því að sitja úti, í góðu veðri, og njóta útsýnisins,“ bætir hún við. Útsýnið er ekki amalegt, sjálf Dyrhólaey blasir við hinum megin við ósinn. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Heimabakað Jakobína Elsa Ragnarsdóttir selur kaffi og brauð í kaffihúsi sínu á syðsta býli landsins, Görðum í Reynishverfi. Kaffibrauðið er allt heimabakað. Jakobína bakar allan veturinn og svo á kvöldin á sumrin. Bara opið í góðu veðri Jakobína Elsa Ragnarsdóttir hætti í garðræktinni og opnaði agnarsmátt kaffihús við Reynisfjöru í Mýrdal Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is „ÞAÐ kemur upp svona faraldur öðru hvoru á sumrin. Menn reyna að skila þessu og fá skilagjald,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lög- reglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þjófnuðum hefur fjölgað Töluvert er um að gaskútum sé stolið af tjaldvögnum og gasgrillum í skjóli nætur. Hafa komið upp mörg slík tilfelli í sumar. Viðmælandi Morgunblaðsins hefur lent í því tvisv- ar með skömmu millibili að kútar séu fjarlægðir af vagni hennar. Geir Jón segir að fá tilvik hafi komið upp um að fólk sé að sniffa gasið að undanförnu, um sé að ræða „krakka sem vantar pening.“ Fólk skilar kútunum á bensín- stöðvar og er skilagjald frá 2.000- 9.000 kr. eftir stærð og eðli kútanna. Ingunn Sveinsdóttir, fram- kvæmdastjóri neytendasviðs hjá N1, segir að fyrirtækið hafi þá reglu að við skil á kútum sé beðið um skilríki og aðeins sé tekið við einum kút í einu. „Við erum alltaf á varðbergi gagnvart þessu ef við sjáum sömu mennina koma aftur og aftur að skila kútum. Við höfum fundið fyrir því hjá okkar viðskiptavinum að þjófnuðum á kút- um hefur fjölgað. Við höfum því margítrekað við okkar starfsfólk að fylgjast með og biðja um skilríki í hvert sinn,“ segir Ingunn. Fólk er hvatt til þess að girða kút- ana af eða geyma búnað, eins og gas- grill með kútum, úr augsýn til þess að fyrirbyggja þjófnað. Morgunblaðið/Sverrir Gaskútar Skilagjald er frá 2.000 kr. upp í 9.000 kr. eftir stærð kútanna. Gaskútar vinsælir hjá þjófum Skila kútunum síðan gegn skilagjaldi JARÐSKJÁLFTARNIR sem mælst hafa um 14-16 km austan við Gríms- ey eru orðnir yfir 1.100 talsins. Jarðskjálftahrinan hófst á hádegi í fyrradag og mældust þá stærstu skjálftarnir 4,7 og 4,8 á Richter. Í gær voru þeir stærstu á bilinu 3,3- 3,5. Að sögn Halldórs Geirssonar, sérfræðings hjá Veðurstofu Ís- lands, hefur hægt og rólega dregið úr virkninni en hún er þó enn nokk- uð hviðótt og má búast við að svo verði fram í næstu viku. Margir jarðskjálftanna hafa mælst á Tjörnesbrotabeltinu en það er þekkt jarðskjálftasvæði. Enn skelfur við Grímsey Morgunblaðið/Einar Falur Grímsey 1.100 skjálftar hafa mælst. HARÐUR árekstur varð um kl. 14:30 á Breiðholtsbraut, við Selja- skóga, í gær. Tveir fólksbílar lentu saman og var fólk úr báðum bif- reiðum flutt á sjúkrahús. Einn er talinn alvarlega slasaður en ekki er vitað um meiðsl hinna þriggja. Þá var ökumaður, sem valt bif- reið sinni á Hafnavegi á Reykjanesi síðdegis í gær, fluttur á Heilbrigð- isstofnun Suðurnesja til skoðunar. Ekki er talið að maðurinn sé alvar- lega slasaður. Mikið slasaður eftir árekstur LÖGREGLAN í Keflavík stöðvaði í gærmorgun ökumann vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Var ökumaðurinn ásamt farþega færður á lögreglustöð. Engum sögum fer af viðbrögðum ekilsins en farþeginn tók afskipti lögreglunnar afar óstinnt upp. Hót- aði hann lögreglumanninum að ganga ærlega í skrokk á honum þegar sá síðarnefndi væri ekki á vakt. Hótunin verður kærð. Lögregluþjóni hótað ofbeldi Eftir Hjálmar Stefán Brynjólfsson hsb@mbl.is BECROMAL á Íslandi hefur samið við Húsbygg ehf. um uppbyggingu aflþynnuverksmiðju á Krossanesi. Húsbygg tekur við starfinu af ítölsku verktökunum D&V en samn- ingum við þá var nýlega rift. Verkið hefur tafist um þrjár vikur, en að sögn Eyþórs Arnalds eins af for- svarsmönnum verksmiðjunnar er markið sett á að vinna upp tafirnar þannig að verksmiðjan hefji starf- semi fyrir áramót: „Vonir standa til að gangsetning verksmiðjunnar muni hefjast fyrir áramót líkt og upphaflega var áætl- að.“ Að sögn Eyþórs verður verk- smiðjan sú stærsta sinnar tegundar með 64 vélasamstæður sem vinna af- urðina: aflþynnur. Þar sem verksmiðjan verður byggð upp í þrepum verður ekki strax þörf á þeim 75MW sem verk- smiðjan mun að endingu þurfa. Einnig eru stálgrindarhlutar og -veggir, sem búnir voru til fyrirfram, loks komnir til landsins, en eftir þeim hefur verið beðið: „Um 50 gámar eru nú fyrir sunnan með grindinni og bíða þess að fara í upp- setningu,“ segir Eyþór. Hann bætir við að þetta tvennt muni hjálpa til við að verksmiðjan taki til starfa fyrir áramót. Greitt fyrir það sem gert er Heimildarmenn Morgunblaðsins á meðal íslensku verktakanna sem áð- ur störfuðu við verksmiðjuna hafa sagt að þeim hafi lengi vel ekki verið greidd laun. Því vísar Eyþór á D&V: „Ítalski verktakinn verður að svara ef hann hefur tafið að greiða einhverjum aðilum. Hann verður að vera ábyrgur gerða sinna. En verkið hefur verið unnið eftir hefðbundnum verkstöðlum og óháður umsjón- armaður mat verkið. Það hefur verið greitt fyrir það sem gert var.“ Mengar ekki Verksmiðjan þurfti ekki að fara í umhverfismat þar sem hún mengar ekki en áhrifin á umhverfið eru að sögn Eyþórs einungis þau að sjórinn umhverfis verksmiðjuna mun hitna um nokkrar gráður. „Þetta litla ævintýri um græna stóriðju hefur hingað til farið frekar hljótt í fjölmiðlum. Það hefur mikla kosti í för með sér, t.d. hátæknistörf sem munu myndast hér á Akureyri. Ég á von á að Húsbygg hefjist handa eftir helgi eftir meistara- og verktakaskipti. Þá fara menn að sjá líf og fjör á Krossanesi.“ Gangsett fyrir áramót  Húsbygg mun byggja Krossanes- verksmiðjuna  Tefst um þrjár vikur Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Aflþynnur Eyþór Arnalds forsvarsmaður segir að markið verði sett á að vinna upp tafirnar þannig að verksmiðjan hefji starfsemi fyrir áramót. HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að karlmaður, sem handtekinn var í vikunni ásamt þremur öðrum mönnum í Garðabæ, sæti gæslu- varðhaldi til 28. júlí. Talið er að maðurinn hafi ásamt félaga sínum framið innbrot í þrjú hús í Hafn- arfirði og Garðabæ sl. mánudag. Fram kemur í úrskurði héraðs- dóms að lögreglan hafi stöðvað bíl í Garðabæ sem í voru fjórir karl- menn, sl. mánudagskvöld. Í bílnum fannst myndavél, sem stolið var úr húsi í Garðabæ fyrr um daginn, og hálsmen sem stolið var úr húsi í Hafnarfirði. Þá fannst einnig kú- bein í bílnum og hefur lögregla bor- ið það saman við verksummerki þar sem brotist var inn. Samanburð- urinn leiddi í ljós að samskonar kú- bein, bæði hvað varðar lit og lögun, var notað við að spenna upp glugga á þeim stöðum þar sem brotist var inn. Einnig er kúbeinið talið hafa verið notað við að spenna upp hurð- ir inni í viðkomandi húsum. Tveimur mönnum var sleppt eftir yfirheyrslur en tveir voru úrskurð- aðir í viku gæsluvarðhald. Annar kærði úrskurðinn til Hæstaréttar. Gæsluvarð- hald staðfest

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.